Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 47 í I I I I I ( ( I I eru komin á alla útsölustaði Öll Lionsdagatöl eru merkt: L,J.sa —J Þeim fylgir límmiði með Tanna og Túpu og tannkremstúpa. Allur hagnaður rennur til líknarmála. \ Einnig: kæiiskápar eldunartæki og uppþvottavélar á einstöku verdi KRAKKAR! MUNIÐ EFTIR OKKUR TANNIOGTÚPA Skóli - til hvers? Á UNDANFÖRNUM vikum hafa birst hér í blaðinu fimm greinar eftír mig um skólamál. (29. ágúst, 30. ágúst, Í2. sept., 5. okt. og 12. okt.). I grein þeirri sem hér fer á eftir eru tekn- ar saman helstu niður- stöður umræðunnar og lagðar fram tillögur um úrbætur. Um hvað snýst málið? Vegna þess hve langan tíma tók að birta allar greinarnar þykir mér tilhlýðilegt að rifja upp efni þeirra í fáum orð- um. Eg held því fram að grunnskól- anum, sem var lögfestur hér á landi árið 1974, hafi verið ætlað annað inntak en barna- og unglingaskólan- um, sem var stofnaður með lögum árið 1907. Fremsta hlutverk nýja skólans hafi verið að kenna lífsvið- horf eftir forskrift uppeldisfræðinga sem aðhylltust ákveðna stefnu í upp- eldismálum. Þar með hafi lögboðnar námsgreinar og kennsla þeirra, sem hvort tveggja var áður aðalhlutverk skólans, þokast til hliðar. Við þessi skipti hafi verksvið kennarans orðið óljóst og frelsi hans og sjálfstæði þar með skert. Ennfremur velti ég því fyrir mér, hvort tilkoma kvenna í kennarastéttina hafi auðveldað sér- fræðingum að taka völdin af kennur- um, m.a. vegna þess hve auðvelt er - eða var öllu heldur fyrir 20 árum - að færa sér í nyt samviskusemi kvenna og vinnusemi þeirra þegar þær voru að hasla sér völl í atvinnu- lífinu. í nafni mannúðar!!! Áður en lengra er haldið skal tek- ið skýrt fram að ég hef síður en svo horn í síðu félagslegra fræðigreina, svo sem uppeldisfræði og sálfræði. Sálfræði hefur verið mér hugleikin frá því að ég las á unglingsaldri bókina Mannþekkingu eftir dr. Sím- on Jóhannes Ágústsson enda er sál- fræði aukagrein í BA-prófi mínu frá Háskóla íslands. í sálfræðináminu kynntist ég mörgum ágætum sál- fræðingum og sálfræði- nemum, sem margir hverjir eru nú starfandi sálfræðingar, og á ekk- ert nema góðar minn- ingar um námið og allt þetta fólk. Enn síður er ég andvíg því að kennarar fái fræðslu um sálrænan og tilfinn- ingalegan þroska barna og unglinga. Kennurum á öllum skólastigum, og öðrum er vinna með börnum og unglingum, er nauðsyn á slíkri fræðslu. Frá því að skipulögð fræðsla fyrir kennara hófst í Flens- borgarskólanum fyrir rúmri öld var einmitt lögð mikil rækt við þennan þátt kennaranámsins. Ég andmæli hins vegar þegar valdamiklir „sér- fræðingar“ í skólakerfinu, stundum lítið menntað fólk í sálfræði og upn- eldisfræði og jafnvel án kennara- reynslu, tekur að boða trú á ákveðn- ar kenningar og fyrirskipa ákveðnar kennsluaðferðir. Ég er heldur ekki á móti því að kennarar haldi við menntun sinni og qpki hana og bæti alla tíð. Ég andmæli aftur á móti þegar gerð er áætlun um að innræta kennurum ákveðnar skoð- anir, ekki síst ef þær skoðanir eru til þess fallnar að rýra frelsi kennar- ans og andlegan kost nemenda. Það tel ég að hafi gerst þegar nýi skól- inn var mótaður og sú skólastefna tekin sem nú er ríkjandi í landinu. Niðurstaða: Breyttur skóli hefur ekki skilað þeim árangri sem til var ætlast. Almenningur vissi ekki að verið væri að breyta um inntak í skólanum. Kennsluhættir . (leit- arnám, óbein fræðsla, bann við ut- anaðlærdómi, hópvinna og samvinn- unám) hafa reynst eiga sérstaklega illa við börn sem eru lengi að læra. Óréttmæt en vel skipulögð gagnrýni á kennarastéttina hefur veiklað hana. Hvað á að gera? í greininni Bylta, breyta og hvað svo? (Ný menntamál.l. tbl. 1988) reifa ég nokkrar hugmyndir, sem eru ekki kostnaðarsamar, en myndu Hér dregur Helga Sigrirj ónsdóttir saman meginniðurstöður greina sinna hér í blaðinu um skólamál. sníða verstu gallana af kennslu og kennsluháttum í grUnnskólum og framhaldsskólum hér á landi. Þó að liðin séu sjö ár síðan greinin var skrifuð eru tillögur mínar tímabærar ennþá og sýnir það ef til vill best stöðnunina. Ég ætla því að enda þennan greinaflokk með því að end- urflytja efnislega þessar tillögur með nokkrum viðbótum. í fyrsta lagi þarf að þjálfa alla skólamenn markvisst í fordómaleysi gagnvart nemendum. Fræðikenn- ingar um andlegt atgervi manna hvíla á veikum grunni og taka fjöl- marga mikilvæga þætti í vitsmuna- starfi/nannsins ekki með í reikning- inn. Á meðan skólinn byggir starf sitt á þessum gömlu hugmyndum mun börnum halda áfram að mistak- ast í skólanum. í öðru lagi þarf að endurskoða námskrá fyrir yngri bekki grunn- skóla og taka burt námsgreinar sem eiga þar ekki heima. Ekkert liggur á að kenna ungum börnum náms- greinar á borð við eðlisfræði og líf- fræði og allra síst séu kennslubæk- urnar á tyrfnu vísindamáli og kennsluaðferðir miðaðar við há- skólanema. Þá er betra að bíða með kennsluna og.kenna námsgreinina vel þegar kennslan hefst. Hins vegar þarf að kenna lestur og móðurmál af jafnvel enn meiri kostgæfni en nú er gert og fjölga kennslustundun- um. Ég held að gamla aðferðin þeg- ar nemendur lásu upphátt í bekknum sínum nokkrum sinnum í viku hafi haft ótrúlega marga kosti. Hún gaf kennaranum færi á að útskýra efnið og ný orð jafnóðum. Nemendum var leiðbeint um skýrt tungutak og rétt mál og síðast en ekki síst þjálfaði þessi aðferð einbeitingarhæfni barn- anna sem er mikið nauðsynjamál. í þriðja lagi þarf að endurskoða námskrá og kennsluhætti fyrir efri bekki grunnskóla. í sumum náms- greinanna er efnið allt of mikið, t.d. í íslensku. Þar mætti að skaðlausu sleppa hljóðfræði, lesa færri langar sögur, en kenna betur að þekkja orðflokkana og að stafsetja rétt. Ekki er heldur mikið vit í því að ætla 15 ára unglingum að greina ljóð eftir sænskri formúlu, sem var í tísku í Háskólanum fyrir 20 árum, og nota við það torskilin bókmennta- fræðileg hugtök. Slík kennsla á heima í háskóla en ekki grunnskóla. Auk þess fer slík greining illa með ljóðið sem á nægilega mikið í vök að veijast. í fjórða lagi þarf að raða í bekki eftir námsárangri í íslensku, stærð- fræði og erlendum tungumálum (og ef til vill fleiri námsgreinum) eftir að komið er í 8. bekk og jafnvel fyrr. Það er mikill misskilningur að svokölluð „blöndun í bekki“ sé það besta fyrir þá krakka sem eru seinir til i námi. Enn meiri misskilningur er að halda að foreldrar vilji þess háttar blöndum. Áratuga starf með foreldrum þessara barna hefur fært mér heim sanninn um hið gagn- stæða. Foreldrar vilja að barnið þeirra sé í bekk þar sem það ræður við námsefnið. Um leið mun sér- kennslan breytast og verða fyrir þá sem hún var upphaflega hugsuð fyr- ir; nemendur sem af einhverjum ástæðum þurfa einstaklingskennslu, t.d. tímabundið vegna persónulegra eða líkamlegra vandamála. í fimmta lagi þarf kennarinn að hafa fijálsar hendur hvað varðar kennsluaðferðir. Núna er því haldið að kennurum að einungis svokallað- ar óbeinar kennsluaðferðir séu brúk- legar. Bein fræðsla geti haft skaðleg áhrif á vitsmunaþroska barnanna og jafnvel fælt þau frá námi. Engin fræðileg rök liggja til grundvallar þessari kenningu. í sjötta lagi þarf framhaldsskólinn að hafa í boði vandað fornám fyrir nemendurna sem „falla“ í grunn- skóla. Þó að 25% „fall“ sé íjarri öllu lagi munu alltaf einhveijir unglingar fylla þann flokk. Þeim er það afar mikils virði að fá að fylgja jafnöldr- unum í framhaldsskóla. Þessir krakkar þurfa að fá annað tæki- færi. Mér geðjast hvorki að þeirri hugmynd að stofna sérstakan verk- menntaskóla fyrir grunnskóla- krakka sem eru í fallhættu né að sleppa þeim við samræmdu prófín. Það er ekkert annað en flótti en um leið meiri flokkun en ég legg til í þessari grein. í sjötta lagi þarf grunnskólinn að hafa vald til að vísa úr skóla þeim nemendum sem ítrekað bijóta allar reglur og fara sínu fram bæði heima og heiman. Loks þarf að skrifa nýjar námsbækur í öllum námsgreinum fyrir grunnskólastigið. Hér er ekki rúm til að ræða það frekar, en hafi verið þörf fyrir nýjar námsbækur fyrir 20 árum er hún að mínum dómi, og margra annarra, enn brýnni nú en þá. Meira um það von- andi síðar. Höfundur er kennari og námsráð- gjafi. Þrautreyndar þvottavélar sem hafa sannað gildi sitt á íslandl. Stærð: fyrir 5 kg. Hæð: 85 cm Breidd: 60cm Dýpt: 60 cm FAGOR Helga Sigurjónsdóttir FAGOR FE-534 Staögreltt kr. 36.900 Afborgunarverö kr. 38.900 - Visa og Euro raögreiöslur [A RONNING BORGARTÚNI 24 SÍMl: 568 5868
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.