Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Björn Björnsson skipstj órnarkennan við nýstofnaðan sjómannaskola í Namibíu íslendingar geta verið stoltir „ÉG HEFI fundið fyr- ir miklum velviija hjá íslendingum gagn- vart þróunarstarfinu í Namibíu," segir Björn Björnsson, skipstjórnarkennari við nýstofnaðan sjó- mannaskóla í Walvis Bay í Namibíu. Björn kom til Islands um seinustu mánaðamót vegna snjóflóðsins sem féll á Flateyri en stjúpfaðir hans Þórð- ur Júlíusson fórst í snjóflóðinu. Björn ólst upp á Flateyri og Björn Björnsson söfnuninni en fjöl- margir aðrir einstakl- ingar gáfu ríflega til söfnunarinnar. Einnig gáfu margar stofnan- ir, fyrirtæki og félaga- samtök vörur af ýmsu tagi s.s. gúmbáta, vél- arhluta, flotgalla, not- aðar tölvur, net, myndbönd og önnur námsgögn til nota við sj ómannakennsluna. „ AHt kemur þetta okk- ur að góðum notum,“ sagði Björn og kvaðst vilja koma kæru þakk- læti á framfæri við segist hafa þekkt flesta þá sem létu lífið í hamförunum. Björn var á Islandi í nokkrar vikur og tók mikinn þátt í söfnun hjálpargagna og lestun þeirra í skip, sem Þróunarsamvinnustofn- un Islands (ÞSSI) stóð fyrir. „Ég bauð mig fram fyrst ég var stadd- ur á íslandi. Þetta kemur tvímæla- laust að góðum notum í landinu," segir hann. Hjálpargögnum safnað í skip Var varningurinn sendur héðan með verksmiðjutogaranum Hanover til Namibíu. Gerðar voru umfangsmiklar breytingar á tog- aranum hjá Slippstöðinni á Akur- eyri en hann er í eigu Seaflower Whitefish í Namibíu, sem íslensk- ar sjávarafurðir hf. eiga stóran hlut í. Hélt skipið til Namibíu 9. nóvember sl. hlaðið margskonar vörum. Björn segir að söfnunin hafi tekist framar öllum vonum. „ Við Iestuðum um borð í togarann milli 30 og 40 rúmmetrum af varn- ingi,“ sagði hann. Meðal þess sem safnað var og sent starfsmönnum ÞSSÍ til dreifingar, voru notaðir hjólastólar, reiðhjól, sem koma að góðum notum á flatlendinu í Namibíu, að sögn Björns, fatnað- ur og Ieikföng, auk búnaðar af ýmsu tagi til nota við kennsluna í sjómannaskólanum í Walvis Bay. Á annað hundrað íslendingar búa í Namibíu og tóku ættingjar þeirra hér á landi virkan þátt í Morgunblaðið/Ómar Friðriksson „HEIMSÓKN forsætisráðherra hafði mikil áhrif... Hún gerði að verkum að framkvæmdir við nýja skólann voru hafnar á fullu,“ segir Björn. Myndin er frá opinberri móttökuathöfn á Windhoek flugvelli í júlí sl., þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra kom í opinbera heimsókn til Namibíu. alla þá sem lögðu söfnuninni lið. Sjómannaskótínn í endurbætt húsnæði Sex ísienskir kennarar starfa við sjómannaskólann á vegum ÞSSI. Skólinn skiptist í þijár deildir, skipsljórnar-, vélsljórnar- og fiskiðnaðardeild. Um 80 nem- endur stunda nám við skólann um þessar mundir. Stefna stjórnvalda er að unnt verði að útskrifa 6-800 skip- og vélstjórnarmenn úr skól- anum á næstu árum. I seinustu viku lauk flutningi skólans í nýtt húsnæði í Walvis Bay. Byggingin var áður aðsetur suður-afríska hersins en hefur verið breytt þannig að hún henti til kennslu. Björn kennir við skipstjórnar- deildina en hann hefur búið í Namibiu ásamt eiginkonu og þremur börnum undanfarna fimm mánuði og una þau hag sínum vel. „Þetta starf hefur skilað ár- angri. Margt hefur þó gengið hægj; fyrir sig. Við erum svo vön íslenskum hraða en gerum okkur grein fyrir að við breytum ekki heilu þjóðfélagi heldur lögum okkur að því. Við höfum áhrif á breytingarnar,“ segir hann. Björn bendir á að auk þróunar- samvinnunnar sé fjöldi íslenskra ' skip- og vélsljórnarmanna hjá fyrirtækjum í Namibíu á eigin vegum og eigi ekki síður þátt í að efla viðskipti landanna sem fari sífellt vaxandi. Bendir hann sem dæmi á að gerðar hafi verið Morgunblaðið/Bjöm Björnsson HEIMAVIST nemenda við sjómannaskólann í Walvis Bay. Skólinn er nýfluttur í nýtt húsnæði sem áður var suður-afrísk herstöð. Sex íslenskir kennarar starfa við skólann. Fiskiþing, álítur Þróunarsjóð dulbúinn auðlindaskatt Mótmæla öllum hugmyndum um nýja auðlindaskatta Smáfiska- skilja verði tekin í notkun SKORAÐ var á sjávarútvegsráðu- neytið að hlutast til um að togskip tækju í notkun smáfiskaskilju í fiskitroll á Fiskiþingi í gær. I rök- stuðningi við ályktunina kemur fram að Norðmenn hafi þróað og gert tilraunir með smáfiskaskilju síðustu sex ár og það hafi gefist vel. „Notkun skiljunnar hefur gefíð það góða raun að yfir 90% af undir- málsfiski skilast út úr trollinu og nú mega skip með slíka skilju veiða á svæðum sem annars væru lokuð vegna of mikils smáfisks í afla,“ segir i greinargerðinni. „í dag hafa yfír 90 norskir togarar tekið í notk- un slíka skilju.“ Ennfremur segir að undanfarin misseri hafi mikil umræða verið um að smáfíski sé fleygt fyrir borð og slæma umgengni um fiskistofna. Með notkun smáfiskaskilju aukist möguleikar á því að hægt sé að stjórna hvaða stærðarsamsetning sé á aflanum sem berist að landi og líkur á því að afla sé hent minnki stóriega. SAMÞYKKT var að „mótmæla harð- lega öllum hugmyndum um nýja auðlindaskatta“ á fiskiþingi í gær. Ályktunin endurspeglar þá skoðun fískiþings að þær greiðslur sem sjáv- arútvegurinn þurfi að standa straum af í Þróunarsjóð sjávarútvegsins séu dulbúinn auðlindaskattur. í framsöguerindi Árna Benedikts- sonar, sem kynnti tillögur fjárhags- nefndar þingsins, kom fram að til- lagan væri lögð fram sem svar við frumvarpi sem lægi fyrir Alþingi um að taka ætti upp auðlindaskatt. Frumvarpið ónákvæmt Árni Benediktsson sagði að í frumvarpinu stæði valið á milli sjö leiða og það væri því allt of óná- kvæmt. Auk þess hefði komið fram að auðlindaskatturinn ætti ekki að kosta sjávarútveginn neitt vegna þess að útveginum yrði bættur skaðinn með gengisfellingu. Árni sagði hins vegar að honum fyndjst það engin lausn, því þá þyrftu ís- umfrangsmiklar breytingar á tog- aranum Hanover á Islandi og sett- ar nýjar vinnslulínur í skipið. „Hampiðjan og J. Hinriksson hafa selt troll og hlera til Namibíu, Marel og Þorgeir og Ellert hafa selt vinnslulínur um borð í togara og tvö frystihús. Heildarfjárfram- lög til Þróunarsamvinnustofnun- ar íslands eru um 160 milljónir á yfirstandandi ári og ég myndi áætla að viðskiptin við landið væru ekki undir 200 milljónum króna á þessu ári,“ segir hann. Björn segir að opinber heim- sókn Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra til Namibíu í júlí sl. hafi haft mikil og jákvæð áhrif. „Hún kveikti áhuga ráðamanna. Langt er frá Walvis Bay og Luderitz til höfuðborgarinnar þar sem sljórn- lendingar enn að þola minnkandi kaupmátt. Arni sagðist eiga erfitt með að skilja af hvetju umræða um auð- lindaskatt væri svo hávær á sama tíma og íslenskur sjávarútvegur væri skuldum hlaðinn og rekstraraf- koma útvegsins væri lakari en rekstrarafkoma iðnaðar. Þá sagði hann að það skyti skökku við að í nágrannalöndunum fengju sjávarút- vegsfyrirtæki borgað fyrir að ná í fiskinn úr sjónum, en hér á landi þyrftu sjávarútvegsfyrirtæki . að borga fyrir það. Betra að ríkið leigi kvóta? Grétar Mar Jónsson steig næst í ræðustól og lýsti sig ósammála auð- lindaskatti. Hann vakti engu að síð- ur máls á því að menn hlytu að fara að velta því fyrir sér hvort ekki væri betra að ríkið leigði út kvóta og þá kannski á 10 til 15 krónur kílóið á móti þeim 90 til 95 krónum á kílóið sem kvótinn kostaði i dag. kerfið er, sem hefur skapað ákveðin vandamál en nú er þetta á góðu róli. Heimsókn forsætis- ráðherra gerði það að verkum að framkvæmdir við nýja skólann voru hafnar á fullu,“ segir hann. „íslendingar geta verið stoltir af þessu starfi í Namibíu. Ég hef fundið að íslendingar eru vel liðn- ir í Iandinu. Manni er oft heilsað út á götu og ég get sagt frá því að eftir að snjóflóðið féll á Flat- eyri gaf fólk sig á tal við mann til að leita fregna,“ sagði Björn, en greint var frá atburðinum í sjónvarpsfréttum, bæði í nam- ibíska sjónvarpinu og suður- afríska sjónvarpinu, auk þess sem margir sáu myndir af snjóflóðinu á Flateyri á Sky-sjónvarpsstöð- inni, að hans sögn. „Ég verð að viðurkenna að ég hélt að þessi umræða væri dottin upp fyrir, a.m.k. næstu misseri," sagði Jónas Haraldsson. Hann sagðist taka undir orð sjávarútvegsráðherra á setningu þingsins, þar sem komið hefði fram að ef hagnaður af sjávar- útveginum væri svo mikill að það yrði að koma til skattlagning á sjáv- arútvegsfyrirtæki ætti að gera það með eðlilegri hætti en auðlindaskatti. Friðvænlegt rekstrarumhverfi „Ég er ekki að tala fyrir auðlinda- skatti," sagði Pétur Bjarnason, þeg- ar hann steig í ræðustól. Hann sagð- ist hins vegar hafa skilið það sjónar- mið sem komið hefði fram hjá for- ystumanni Granda um upptöku auð- lindaskatts á þann veg að hann væri nauðsynlegur til að skapa sjáv- arútveginum friðvænlegt rekstrar- umhverfi í einhver ár. Þá myndi ef til.vill nást friður um það fískveiðistjórnunarkerfi sem Rættum framtíð Sorpu BORGARRÁÐ hefur samþykkt að borgarstjóri tilnefni fulltrúa Reykjavíkurborgar í nefnd til við- ræðna við nágrannasveitarfélögin um breytingar á rekstrar- og eign- arfyrirkomulagi Sorpu með það fyrir augum að breyta fyrirtækinu í hlutafélag. Auk þess verði kann- aður áhugi annarra aðila á að taka þátt í rekstrinum. í samþykkt borgarráðs kemur fram að nefnd verði skipuð til að móta stefnu í sorphirðu- og sorp- eyðingarmálum Reykjavíkurborg- ar. Nefndinni er ætlað að stuðla að framförum á þessu sviði og taka mið af aukinni þekkingu, nýrri tækni og nýjum viðhorfum í samfélaginu til úrgangsmála. Til hliðsjónar verður skýrsla heil- brigðisnefndar frá 1992 um mark- mið og leiðir í úrgangs- og meng- unarmálum á höfuðborgarsvæðinu og athugað hvaða leiðir skuli fara til að koma í famkvæmd þeim til- lögum sem samþykktar hafa verið. ----» » » Sjálfsbjörg mótmælir niðurskurði í heilbrigðiskerfi ALMENNUR félagsfundur Sjálfs- bjargar mótmælir harðlega þeim niðurskurði í heilbrigðiskerfinu, sem áætlaður er samkvæmt fjár- lögum fyrir árið 1996. Sérstaklega er vakin athygli á að í fjárlögum sé ætlað að fella niður það ákvæði að bætur al- mannatrygginga fylgi almennum launasamningum, að áætlað sé að lækka heildargreiðslur til heimild- arbóta, að tekið verði upp innritun- argjald á sjúkrahús, að sífellt sé verið að lækka framlög til hjálpar- tækja og loks að taka upp fjár- magnstekjuskatt á lífeyrisþega. Fundurinn mótmælir eindregið þeirri stefnu stjórnvalda að frí- tekjumark hafi staðið í stað frá því í júlí 1993, en samkvæmt lög- um beri að endurskoða það árlega. væri við lýði. Það væri því betra fyrir sjávarútvegsfyrirtæki að reyna hafa áhrif á fyrirkomulag skattlagn- ingarinnar, heldur en að búa við óvissu um sjávarútvegsstefnu stjórn- valda ár eftir ár. Auðlindaskattur fyrir hendi Að mati Elínar Bjargar Magnús- dóttur er það með óiíkindum að ver- ið sé að tala um auðlindaskatt e'ins og ástandið sé í sjávarútveginum. Léleg afkoma fiskvinnslunnar hefði átt að nægja til að þagga niður i þeim óánægjuröddum. Jón Þórðarson sagði að sjávarút- vegurinn borgaði þegar ríflegan auð- lindaskatt með greiðslum til Þróun- arsjóðs. Örn Pálsson og Marías Þ. Guðmundsson tóku undir með hon- um. Marías sagði að það lægi fyrir að sá auðlindaskattur myndi verða lagður á sjávarútveginn næstu ár, því sjóðurinn þyrfti að standa í skil- um á þeim skuldum sem honum hefði verið steypt í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.