Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nei, nei, ég vil ekki fá mína SS pylsu með öllu, Davíð minn, bara með Guðsorði, góði. Dagpeningar úr sjúkrasjóðum vegna veikinda barna. Miðað er við starfsmann með eitt bam. 1 ' 1 1 p.-l 1 O"! 1 1 i' nnn Verkakvenna- félagið Framsókn IÐJA Landsamb. iðnverkafólks Starfsmanna- félagið Sókn Verslunar- mannafélag Suöumesja Fél. verslunar- og skrifst.fólks á Akureyri Verslunar- mannafélag Reykjavíkur 1 Dagpeningar á dag 1.202 1.286 1.401 1.720 2.340 3.264* ^ 0 0 O 000 0 0 Hámarkstími greiðslna á12mán. tímabili 30 dagar 30 dagar 105- 210dagar ** 30 dagar 30 dagar 0 0 fO O © 0 ^ 0 Hámarks dagpeninga- greiðslur á 12 mán. tímabili 36.060 38.580 147.105- 294.210 12.040 70.206 97.924* •s — 'Tekjutengt. Miöaö er við 100 þús. kr. mánaðartekjur. — . " 105dagareftir3jamánaðastarf. 210dagareftir15árastarf. Greiðslur dagpeninga vegna veikinda barna Misjafnar eftir stéttar félögum MISJAFNT er eftir stéttarfélögum hvort greiddir eru dagpeningar úr sjúkrasjóðum ef foreldrar missa nið- ur launaða vinnu vegna veikinda barna sinna. Einnig eru upphæðir þessar misháar og sömuleiðis há- mark greiðslna á hverju ári. Innan. ASI er nú starfandi vinnuhópur sem hefur það verkefni að samræma vinnureglur sjúkrasjóða innan sam- bandsins. Algengara þar sem konur eru í meirihluta í samtölum við talsmenn stéttar- félaga kom fram að mun algengara væri að konur væru frá vinnu vegna veikra barna. Væri það líklega ástæða þess að dagpeningar væru frekar greidðir úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga þar sem konur eru í meirihluta. Hjá Landssambandi vörubifreiðastjóra fengust t.d. þær upplýsingar að ekki væru greiddir dagpeningar vegna veikra barna, sömuleiðis hjá Sambandi iðnfélaga, Þjónustusambandi íslands, Sjó- mannasambandi Islands og Versl- unarmannafélagi Árnessýslu. Dagpeningar eru tekjutengdir hjá Verslunarmannafélagi Reykja- víkur, sem nýlega tók upp greiðslur úr sjúkrasjóði vegna veikinda barna. Samkvæmt lauslegri athug- un Morgunblaðsins eru dagpening- ar hæstir hjá V.R. miðað við 100 þúsund kr. mánaðartekjur, 3.264 krónur á dag. Lægstir dagpeningar vegna veikinda barna eru, sam- kvæmt sömu athugun, hjá Verka- kvennafélaginu Framsókn, 1.202 krónur á dag. Sjúkrasjóður Verslunarmannafé- lags Suðurnesja greiðir dagpeninga vegna veikinda barna í allt að sjö ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráð- herra hefur lagt fram þingsályktun- artillögu um að stefnt skuli að því að fækka umferðarslysum um fimmtung fyrir næstu aldamót. í ályktunartillögunni eru raktar niðurstöður nefndar um umferðar- öryggi og meðal annars lagt til að tekið verði upp punktakerfi í sam- bandi við skrár um ökuferil og kanna hvort niðurfelling skatta á öryggisbúnaði ökutækja gæti leitt daga á hverju 12 mánaða tímabili, en sjúkrasjóður Sóknar greiðir þá lengst, eða í allt að 210 daga á ári, miðað við 15 ára starfsaldur. Algengast er að dagpeningar séu greiddir í allt að 30 daga á ári, en þess ber að geta að greiðslur úr sjúkrasjóðum eru ekki inntar af hendi nema launuð störf falli niður vegna veikinda barns. Atvinnurek- endur greiða laun í allt að sjö daga á ári vegna veikinda barna og taka sjúkrasjóðir þá við, þar sem settar hafa verið reglur þar að lútandi. til aukins umferðaröryggis. Segir að samræma þurfi skrán- ingu umferðarslysa um land allt og lagt til að stonfaður verði sjóður, sem styrki rannsóknarverkefni um um- ferðaröryggi. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Álþýðubandalags á Norður- landi eystra, fagnaði tillögunni og sagði að íslendingar hlytu að geta gert gagn með aðgerðum, sem skilað hefðu árangri víða erlendis. Bílslysum fækki um 20% Hreyfingarfræðileg jarðvegsgreining Óeðlilegar sveiflur o g titringiir vegna rokktónleika Dr. Sigurður Erlingsson AUllevi-leikvangin- um í Gautaborg, Svíþjóð, voru haldnir stærstu rokktón- leikar á Norðurlöndum á árunum 1976 til 1985. Við tónleika Brace Springsteen 8. og 9. júní 1985 mynduðust óeðli- Iegar sveiflur og titring- ur í jarðvegi, áheyr- endapöllum og þaki leik- vangsins. Þetta gerðist þegar um sextíuþúsund tónleikagestir hoppuðu og dönsuðu í takt við tónlistina. Eftir þetta var tónleikahald bannað á leikvanginum. Dr. Sig- urður Erlendsson skrif- aði doktorsritgerð um þessar sveiflur og flytur í kvöld fyrirlestur í bygg- ingu Verkfræðideildar Háskóla íslands sem hann nefnir Sveifl- ur af völdum rokktónleika - hreyfingarfræðileg greining. - Hvað kom til að þetta varð viðfang doktorsrítgerðar þinnar? „Ég var í doktorsnámi í Stokkhólmi í fræðum sem tengjast þessu, útbreiðslu bylgna í jarðvegi, og svo kom upp þetta vandamál. I tengslum við greiningu þess var gert mikið af mælingum sem við gátum nýtt okkur. Bárum við þær saman við tölulega reikn- inga og fengum þannig saman- burð. Þannig er þetta til kom- ið.“ - Var erfitt að reikna þetta út? „Þetta eru flóknir útreikn- ingar, það er verið að leysa bylgjujöfnuna, m.a. í þrívídd, og það verður fljótlega mjög flókið að reikna það í venju- legri tölvu svo við bjuggum til okkar eigið forrit sem leysti þetta og nýttum þá nýlega of- urtölvu til þess og gátum þá gert þetta á tiltölulega skömm- um tíma.“ - Er þetta fyrírbrígði þekkt víðar? „Menn hafa lent í vanda vegna óeðlilegra sveiflna í tengslum við tónleikahald á íþróttaleikvöngum víða um heim, en -þá er það fyrst og fremst vegna fólks sem hoppar á áhorfendapöllum. Hvað varð- ar Gautaborg þá er borgin byggð á mjög þykkum og veik- um leir og helmingur af áhorf- endunum, um 30.000 manns, er á miðjum grasvell- inum og hoppar eða dansar í takt við mús- íkina. Frá þeim bár- ust svo bylgjur niður í jarðveginn og mynd- aðist samsveiflun á milli álagsgjafans, fólksins, og jarðvegsins, bylgjurnar magn- ast með mjög stórum útslögum og þær berast svo í undirstöður mannvirkisins sem bytjar að titra.“ - Eru þessar sveiflur bein- línis hættulegar? „Það er erfitt að meta það þar sem engar mælingar voru gerðar á meðan á tónleikunum stóð. Þakið á byggingunni er mjög sérstakt. Það er mjög sveigjanlegt og hangir í vírum sem tengjast tveimur möstrum. Nokkrir víranna skemmdust og ► Dr. Sigurður Erlingsson er fæddur í Reykjavík 1960. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlið 1980 og BS-prófi í jarðeðlisfræði frá Háskóla íslands 1984. Árið 1985 hóf Sigurður nám við Konung- iega tækniháskólann í Stokk- hólmi og lauk þaðan meisLara- prófi í byggingaverkfræði 1988. Sama ár hóf hann störf við jarðtæknideild skólans sem Iauk með doktorsprófi. Dokt- orsritgerðin, sem fjallað er um í fyrirlestrinum, er á ensku og nefnist Dynamic Soil Analysis with an Application to Rock Music Induced Vibrations in Ullevi Stadium, eða í lauslegri þýðingu: Hreyfingarfræðileg jarðvegsgreining og beiting hennar á sveiflur af völdum rokktónleika á Ullevi-leikvang- inum. festingarnar á milli víranna og þaksins beygluðust. Eftir á halda menn að þakið hafi verið nánast komið að því að hrynja." - Er þetta vandamál ekki til staðar víðar í Evrópu? „Það er laus leir víða í Evr- ópu, til að mynda undir stórum hluta af London og París sem reistar eru á framburði mikilla fljóta og því gæti þetta gerst víðar. - Til hvaða ráða gripu menn í Gautaborg? „Allir tónleikar á leikvangin- um voru bannaðir, og leikvang- urinn var styrktur fljótlega eft- ir þetta, sem var ekki mikið vandamál. Jarðvegurinn reynd- ist aftur á móti erfiðari viðfangs og eftir að hafa gert nokkrar misheppnað- ar tilraunir til að styrkja hann, var það loks gert almennilega á síðasta ári. Þá voru rekin niður fóðurrör sem eru einn og hálfur metri í þvermál. Þar ofan á er síðan steypt plata sem grasflöt ásamt hlaupabrautum var byggð á. Með þessu móti er tryggt að öll sveifluáraun á grasflöt vallarins er tengd frá jarðvegi undir leikvanginum. Þetta kost- aði eitthvað um milljarð ís- lenskra króna, en menn hafa líklega ekki horft í skildinginn vegna þess að leikvangurinn, sem reistur var á sjötta ára- tugnum, setur mikinn svip á Gautaborg. Nú er tónleikahald aftur leyft á leikvanginum.“ Þakið var nánast komið að því að hrynja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.