Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 57
BREF TIL BLAÐSINS
Börn með þroska-
frávik í leikskólanum
- hvað verður um þau?
Anna Karen
Asgeirsdóttir
Frá frá Önnu Karen Asgeirsdóttur
og Heiðrúnu Sverrisdóttur:
HAUSTIÐ 1996 verður flutningur
skóla yfir til sveitarfélaganna að
veruleika. Þá mun aukast til muna
sú þjónusta sem sveitarfélögin
þurfa að inna að hendi við þessar
stofnanir. Nú
þegar er leik-
skólinn rekinn
af sveitarfélög-
unum að stórum
hluta, en þó ekki
þeim hluta sem
að sérkennslu
snýr. Þar hefur
menntamála-
ráðuneytið stað-
ið undir kostnaði
hingað til. í dag
þurfa um það bil
10-15 % barna í
leikgkólum á
einhverskonar
aðstoð/stuðn-
ingi að halda.
Þar er um að
ræða ýmiss kon-
ar vandamál,
allt frá börnum
með tíma-
bundna félagslega erfiðleika, upp
í mikið fjölfötluð börn. Þessi börn
kalla á mjög mismunandi þjónustu
og aðstoð. Sveitarfélögunum ber
samkvæmt lögum og reglugerðum
frá 1994 að veita þeim þessa þjón-
ustu í sinni heimabyggð. Einnig
eiga öll börn , hvort sem þau þurfa
á sérþjónustu að halda eða ekki,
rétt á leikskóladvöl í sínu skóla-
hverfi.
Skipulagsþátturinn
Þegar kemur að því að skipu-
leggja hvernig haga skuli þessum
málum í framtíðinni er mikilvægt
að hafa heildarskipulag í huga, þó
að ekki verði öllu komið á í einu.
Hcidrún
Sverrisdóttir
Það hlýtur að borga sig ijárhags-
lega að vanda vel þessa undirbún-
ingsvinnu og gera sér grein fyrir
hvað er brýnast í dag en gleyma
þó ekki framtíðarsýninni.
í dag er unnið mikið og gott
starf í leikskólunum með börn
með þroskafrávik en þó má gera
betur.
Til að tryggja að börn með
þroskafrávik fái þá þjónustu sem
þau þurfa á að halda er nauðsyn-
legt að hafa starfsfólk leikskólanna
með í ráðum strax á undirbúnings-
tímanum. Enda býr það fólk yfir
mikilli reynslu og þekkingu á þess-
um málaflokki.
Framtíðarsýn
Hvernig viljum við sjá þessa
þjónustu í framtíðinni? Við sem
störfum að þessum málum í dag
viljum sjá markvissari samvinnu
faghópa við úrlausn þessara mála.
Þar erum við að tala um hina
ýmsu faghópa eins og leikskólasér-
kennara, þroskaþjálfa, talkennara,
sálfræðinga, iðjuþjálfa og sjúkra-
þjálfa. Slík heildræn ráðgjafar-
þjónusta gæti þjónað bæði leikskól-
um og grunnskólum. Markmiðið
er heilsteypt þjónusta, helst í
heimabyggð, þar sem hægt er að
taka á flestum þáttum þroskafrá-
vika barna á markvissan hátt, og
tryggja að engin börn sem þurfa
á þjónustu að halda verði útundan.
Tryggja þarf samfelldasta þjón-
ustu fyrir börnin á báðum skóla-
stigum.
Gildi fyrirbyggjandi starfs
Rannsóknir hafa sýnt að mikill
ávinningur er af vel skipulögðu
fyrirbyggjandi starfi. Ávinningur-
inn'er bæði fyrir einstaklinga og
fyrir þjóðfélagið í heild og dregur
úr líkum á erfiðleikum síðar meir.
Þjóðfélagið gæti komist hjá dýrum
Gilda sömu lög fyr-
ir alla á Islandi?
Frá Sverri Jakobssyni:
Á FERÐUM mínum um heiminn
hef ég verið svo lánsamur að hitta
fólk af ýmsu þjóðerni sem ég hef
getað fræðst af um mannlífið í lönd-
um þess, sögu þess, menningu og
ýmislegt af því tagi. Meðal annarra
hef ég hitt nokkra einstaklinga frá
Georgíu, landi sem við íslendingar
þekkjum lítið til og höfum ekki átt
mikil samskipti við. En mér eru
Georgíumennirnir sem ég hitti
minnisstæðir fyrir sérlega alúðlega
framkomu og .það, hversu mikinn
áhuga þeir höfðu á íslandi og lífi
okkar hér. Þótti þeim kjör okkar
hér á íslandi harla eftirsóknarverð
sem vart var að undra þar sem land
þeirra hefur gengið í gegnum ýms-
ar hrellingar scþnustu ár enda þótt
nú virðist loks vera að rofa til þar.
Einn þeirra spurði hvernig við ís-
lendingar tækjum á móti útlending-
um sem hingað kæmu og svaraði
ég því til að við værum almennt
ekki haldnir fordómum gagnvart
fólki af öðru þjóðerni.
Gæsluvarðhald í þijá mánuði
Mér var hugsað til þessara orða
minna þegar ég heyrði áðan í kvöld-
fréttatíma útvarpsins um dóm sem
kveðinn var upp í Héraðsdómi
Reykjaness í nauðgunarmáli yfir
tveimur mönnum frá umræddu
landi. Var annar fundinn sekur og
dæmdur í sex mánaða fangelsi en
hinn sýknaður. Það sem vakti at-
hygli mína var þó ekki dómsúr-
skurðurinn sem slíkur heldur hitt,
að mennirnir voru búnir að sitja í
gæsluvarðhaldi síðan í byijun ág-
úst, þ.e. rúmlega þrjá mánuði.
Ekki minnist ég þess að hafa heyrt
um þess háttar vinnubrögð í sam-
bærilegum málum þar sem íslend-
ingar áttu í hlut. Þar sem ég er
ekki gagnkunnugur málavöxtum
vil ég af meðfæddri forvitni varpa
fram eftirfarandi spurningum og
vonast ég til að einhver mér fróð-
ari geti greitt úr þeim. Er þetta
eðlileg málsmeðferð? Hefði þetta
gerst ef Bandaríkjamenn eða Danir
hefðu átt í hlut? Hvar stendur
maðurinn sem sat þrjá mánuði í
fangelsi en var svo sýknaður?
Hvernig hefðu íslensk stjórnvöld
(eða fjölmiðlar) brugðist við ef ís-
lendingar hefðu lent í svipuðu máli
í Georgíu? Ég vona að allar þessar
spurningar eigi sér eðlilegar og
viðunandi skýringar. Því er ekki
að neita að, mál þetta vekur hjá
mér nokkurn ugg. Nú óttast ég
nefnilega að það sem ég sagði
kunningja mínum frá Georgíu um
ísland og íslendinga hafi ekki átt
við rök að styðjast, að hér á landi
gildi ein lög fyrir okkur og önnur
fyrir hina.
Virðingarfyllst,
SVERRIR JAKOBSSON,
Álfheimum 62, Reykjavík.
Ókeypis lögfræðiþjónusta
í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00
í síma 551 1012.
Orator,
félag laganema.
meðferðarúrræðum ef gripið er inn
í nógu snemma.
Alit bendir til að sékennsla í
grunnskólum muni minnka með
betri og bættari þjónustu í leikskól-
anum.
Foreldrar eiga rétt á þjónustu
við börn sín í sinni heimabyggð
og ættu ekki að þurfa að ferðast
langar leiðir eftir þjónustu.
Einnig ættu þeir ekki að þurfa
að greiða fyrir sérþjónustu fyrir
barn sitt, sem það virkilega þarf á
að halda.
Lokaorð
í hraða nútímans og eilífu
tímaleysi fullorðna fólksins vilja
þarfir barna okkar gleymast. Það
ættu allir uppalendur að hugleiða.
Kröfur til skólanna og skyldur
þeirra eru alltaf að aukast.
Þar sem ábyrgðin á öllum
skólanum verður nú á einni hendi
með flutningi grunnskóla til sveit-
árfélaganna má reikna með að
bæta megi skólastarfið til muna
og samstarf milli leikskóla og
grunnskóla aukist.
Við skorum því á sveitarstjórna-
menn og aðra sem að þessum
málum vinna í dag að leita víðtæks
samstarfs í undirbúningsvinnunni.
Það mun skila okkur betri og
heilsteyptari skólum.
Barnið býr í framtíðinni.
Höfundar eru leikskólaráðgjafar í
Kópavogi og Hafnarfirði.
Sérfræðingur frá Sotheby’s
verður á íslandi
1. og 2. desember
næstkomandi
Sérfræðingur okkar verður á íslandi dagana 1.
og 2. desember nk.
Hann mun veita ráðgjöf um söluvirði listmuna
hvort sem um er að ræða silfurmuni, skartgripi,
úr, postulín, húsgögn, teppi og fleira.
Ráðgjöfin er yður að kostnaðarlausu og án
nokkurra skuldbindinga.
Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlegast hafi
samband við fulltrúa Sotheby's á íslandi,
Sigríði Ingvarsdóttur, í síma 552 0437 og
bréfsíma 562 0437 milli kl. 17-19.
SOTHEBY'S
Viltn hafa það
svai1/lnílt eða flit?
HP Desk Jet bleksprautuprentarar
25.800 nír
25.900 NÝit
35.900
HP 850C
HP 1200C
HP 1600C
kr. 46.500
kr. 97.000
kr. 129.900
HP LaserJet geislaprentarar
HP 5L
HP 4Plus
kr. 49.900 nír
kr. 169.900
HP 5P
HP 4M Plus
kr. 115.500
kr. 234.000
HEWLETT
PACKARD
Viðurkenndur
söluaðili
Þjónusla og ábyrgð
BOÐEIND
Við crum f Mörkinni 6 • Sínii 588 2061 • Fax 588 2062