Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Uppþot af lirifningn Morgunblaðið/Ásdís KERI-LYNN Wilson segir að tónlistarsamfélagið sé augljóslega mjög sterkt hér á landi. Á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskólabíói í kvöld mun Keri-Lynn Wilson, kanadísk kona af ís- lenskum ættum, haida um tónsprotann. Orri Páli Ormarsson hitti . hana að máli og komst meðal annars að því að konur eiga ekki lengur á brattann að sækja á þessu sviði. KERI-LYNN Wilson heitir ung kanadísk kona, há- vaxin, hárprúð og heill- andi. Hún er hljómsveit- arstjóri og í kvöld mun hún, með dyggri aðstoð Sinfóníuhijómsveitar íslands, leiða gesti í Háskólabíói á vit verka eftir þtjá af meisturum tónbókmenntanna, Ravel, Haydn og Beethoven. Einleikari á tónleik- unum verður bandaríski píanóleik- arinn Frederick Moyer. „Það er stórkostlegt að vera kom- in til íslands en landið hefur alltaf heillað mig,“ segir Wilson sem er af íslensku bergi brotin en hefur ekki í annan tíma sótt okkur eyjar- skeggja heim. „Ég gerði mér hins vegar enga grein fyrir því að svona fámenn þjóð ætti jafn góða hljóm- sveit og Sinfóníuhijómsveit íslands. Tónlistarsamfélagið er augljóslega mjög sterkt hér á landi.“ Segir hljómsveitarstjórinn enn- fremur að hljómsveitin sé mjög ein- beitt og áhugasöm. „Tónlistarfólkið er reiðubúið að bréyta, bæta og hjálpa til enda er það augljóslega staðráðið í að gera sitt besta hvetju sinni. Það er mjög gott að vinna með Sinfóníuhljómsveit íslands." Wilson drakk í sig tónlistina með móðurmjólkinni. Faðir hennar er kunnur hljómsveitarstjóri vestra og föðurbróðir hennar, Eric Wilson, eftirsóttur sellóleikari. Lék hann meðal annars einleik með Sinfóníu- hljómsveit íslands á tónleikum fyrir nokkrum árum. „Föðuramma mín og afi eru tónlistarfólk, systkini mín öll og flest frændsystkini. Fjöl- skyldunnar er meira að segja getið í kanadísku uppflettiriti um tónlist." Fjölhæfur tónlistarmaður Wilson er fjölhæfur tónlistarmað- ur. í æsku lærði hún á píanó, fiðlu og flautu og lék um tíma í sinfóníu- hljómsveit föður síns í Kanada. Síð- an lá leiðin í hinn nafntogaða tón- listarskóla Juilliard í New York, þar sem hún nam flautuleik. Wilson viðurkennir að hafa rennt hýru auga til tónsprotans frá blautu barnsbeini og um líkt leyti og hún var að ljúka meistaraprófi í flautu- leik frá Juilliard afréð hún að láta slag standa. „Ég ætlaði alltaf að hasla mér völl sem einleikari áður en ég sneri mér að hljómsveitar- stjórn. Kvöld eitt, á göngu í Mið- garði, ákvað ég hins vegar að þreyta inntökupróf í hljómsveitar- stjórn við Juilliard. Ég lagði mig alla fram og uppskar laun erfíðis- ins; var önnur tveggja, úr hópi mörg hundruð umsækjenda, sem komst að.“ Wilson hóf sprotann fyrst á loft með Þjóðarhljómsveit Kanada árið 1990 en meistaraprófí í hljómsveit- arstjórn lauk hún frá Juilliard í fyrra. Vann hún þar til fjölda verð- launa. Wilson er nú aðstoðarhljóm- sveitarstjóri sinfóníuhljómsveitar- innar í Dallas í Bandaríkjunum, jafnframt því að koma fram sem gestastjómandi víða um heim. „Ég var mjög lánsöm að fá þegar í stað tækifæri til að spreyta mig í heimi atvinnúmennskunnar. “ Það er ekki á hveijum degi sem kona stjórnar Sinfóníuhljómsveit íslands enda eru ekki margar starf- andi í faginu. „Ég er ein fárra í Bandaríkjunum. Engu að síður tel ég.að konur eigi ekki lengur á bratt- ann að sækja á þessu sviði. Sarah Caldwell braut ísinn á 8. áratugn- um. Það sækjast hins vegar fáar konur eftir því að verða hljómsveit- arstjórar og þess vegna eiga þær ekki marga fulltrúa í fremstu röð.“ Frábrugðin Wilson segir að fjölmiðlar hafí tekið sér opnum örmum. „Þeir eru ætíð reiðubúnir að fjalla um mig. Kannski vegna þess að ég er óvenju- legur hljómsveitarstjóri en það hef- ur verið gegnumgangandi viðfangs- efni fjölmiðla á þessum áratug að hafa upp á einhverju sem stingur í stúf. Til lengri tíma litið getur orðspor hins vegar aldrei byggst á öðru en hæfni listamannsins.“ Wilson hefur verið óþreytandi við að kynna tónlist meðal ungmenna. „Mér er í mun að vekja áhuga barna og ekki síður unglinga á tónlist. Viðhorf og gildi einstaklingsins eru í stöðugri mótun á unglingsárunum og þar sem ég er sjálf ung tel ég mig vera í ákjósanlegri stöðu til að leggja málstaðnum lið.“ Wilson hefur fallið Sinfóníu- hljómsveit íslands vel í geð,- að því er fram kemur í máli Guðnýjar Guðmundsdóttur konsertmeistara. „Það er alltaf virkilega ánægjulegt að fá góða hljómsveitarstjóra til landsins. Tónlistarmenn finna strax hvort þekkingin er til staðar og Wilson hefur þegar öðlast mikla reynslu. Þá er bakgrunnur hennar mjög fjölbreyttur en það er mjög mikilvægt að hljómsveitarstjórar séu vígir á mörg hljóðfæri. Við hlökkum því mikið til tónleikanna.“ Frederick Moyer píanóleikari lagði stund á nám í Curtis tónlistar- skólanum í Fíladelfíu og Indiana háskólanum í Bloomington. Frá því hann þreytti frumraun sína í Carnegie Hall í New York árið 1982 hefur hann leikið með helstu hljóm- sveitum heims og komið fram á ýmsum listahátíðum. Moyer hefur, líkt og Wilson, lagt sig í líma til að kynna tónlist og efnir í þeim tilgangi oft til tónleika á vinnustöð- um, barnaheimilum og skólum. Keisari einleikskonsertanna Tónleikarnir í kvöld hefjast á Le tombeau de Couperin eftir Maurice Ravel. Verkið er samið árið 1917 í minningu sex vina tónskáldsins sem féllu á vesturvígstöðvunum í heims- styijöldinni fyrri. Þegar hér er kom- ið sögu hafði heilsu Ravels hrakað mikið auk þess sem hann átti um sárt að binda vegna fráfalls móður sinnar. Engu að síður ber verkið ýmis merki léttrar tónlistar. Keisarakonsertinn er fimmti og síðasti píanókonsertinn sem Ludwig van Beethoven samdi. Þegar hann lauk við konsertinn árið 1809 var heyrn hans orðin svo slæm að hann gat ekki frumflutt hann, eins og hann hafði gert við hina fjóra. Um tilurð nafnsins Keisarakonsert segir sagan að franskur liðsforingi sem viðstaddur var frumflutninginn hafi orðið svo uppnuminn af verkinu að hann hafi látið þau orð falla að fæddur væri „keisari einleikskon- sertanna“. Josef Haydn kom fyrst fram á tónleikum í Lundúnum 11. mars 1792. Kynnti hann þá nýja sinfón- íu, númer 96. Var henni tekið með kostum og kynjum. „Tónlistin hafði svo rafmögnuð áhrif á alla við- stadda að þegar verkið náði há- marki lá við uppþoti af hrifningu," segir í dómi tónlistargagnrýnanda. í bréfi til vinkonu sinnar lýsir Ha- ydn ánægju sinni: „Sinfónían mín olli gífurlegri hrifningu, það þurfti að endurtaka adagio-þáttinn en það hefur aldrei áður komið fyrir hér í borg.“ Bautasteinar MYNPLIST Listhúsió Úmbra GRAFÍK Iréne Jensen. Opið þriðjudaga til laugardaga frá 13-18. Sunnudaga 14-18. Lokað mánudaga til 6. desember. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ ER mjög til umhugsun- ar hve erlendir öðlast fljótt til- finningu fyrir ýmsum sérkenn- um og tímahvörfum í íslenzku þjóðfélagi, sem heimamenn sjálfir láta sig minna varða, jafnvel yfirsést með öllu. Þann- ig leggur grafík listakonan Ir- ene Jensen út af persónulegum hugleiðingum um sögu og menningu íslands _ á sýningu sinni í listhúsinu Umbru, sem hlotið hefur nafnið „Bauta- steinar íslands, fýrr og nú“. Listakonan er sænsk, en hef- ur verið búsett á Islandi frá 1988. Hún nam upphaflega í Grunnskóla listrænnar mennt- unar í Stokkhólmi, árin 1976-77, en í grafíkdeild MHÍ 1990-94. Þótt sýningin sé ekki stór mun þetta vera veigamesta framkvæmd hennar á vettvangin- um til þessa, jafnframt hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýning- um. um að vera unnar af stakri alúð og samviskusemi. Það er sterkur heildarblær yfir sýningunni, enda vinnslu- ferlið svo til hið sama í öllum myndunum, gulbrún litbrigðin einnig, en samt eru þær frá- brugðnar í útfærslu frá einni til annarrar. Ein mynd sker sig úr, sem er „Síðasti Islendingur- inn“, og er af kantarakápu Jóns biskups Arasonar frá 1550, bæði fyrir gott heildarsamræmi og teikningar heilagra manna sem prýða messuklæðið. Teikn- ingarnar eru með eins konar fortíðarblæ, og línan mun sam- ræmdari en í öðrum myndum, en- teikningin virðist satt að segja vera veika hlið listakon- unnar, línan víða slitin og ósannfærandi. Hins vegar er grafíska tæknin í lagi, þótt blæ- brigðin mættu vera fágaðari og fullmikið fari fyrir hinu skreytikennda. Gott samræmi er einnig í myndunum „Upphaf“ (1), sem ber nafn með rentu og „Eyjabú- ar“ (2). Það má bera hrós á listakonuna fyrir val á mynd- efnum, ásamt þvi að frágangur allur er til fyrirmyndar, sýningar- skrá einföld og snotur. Bragi Ásgeirsson VERK eftir Iréne. „Síðasti íslend- ingurinn“. Æting og blönduð tækni. Myndirnar, sem eru allar út- færðar í koparætingu og blandaðri tækni, hafa yfír sér sterkan skreytisvip, og bera um leið vott LOFTHRÆDDI örninn á Barnaspítala Hringsins, Lofthræddi öminn í heimsókn á Barna- spítala Hringsins NÝLEGA fór Björn Ingi Hilm- arsson leikari I heimsókn á Barnaspítala Hringsins á vegum Þjóðleikhússins og flutti einleik- inn Lofthræddi örninn hann Örvar. „Það hefur verið fastur liður hjá Þjóðleikhúsinu, þegar því hefur verið við komið, að leikar- ar í barnaleikritum heimsækja börn á sjúkrahúsum og reyna að stytta þeim stundirnar með einhverju móti. Bæði börnin og aðstandendur þeirra kunna vel að meta slíka tilbreytingu og það er leikhúsinu og leikurum hrein ánægja að fá tækifæri til þess að létta börnunum sjúkra- húsvistina á þennan hátt,“ segir í frétt frá Þjóðleikhúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.