Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 21 ERLENT Bjerregaard stapp- ar stálinu í Sahlin Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. MONA Sahlin hefur fengið bréf frá skilningsríkri danskri stallsystur, sem hvetur hana eindregið til að halda áfram í stjórnmálum, eins og ekkert hafi í skorist, að því er Svenska Dagbladet greinir frá. Danska stjórnmálakonan Ritt Bjerregaard og fulltrúi Dana í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur tvisvar sinnum misst stjórnmálastöðu sína vegna hneyklismáia, sem fjölmiðlar hafa blásið upp. Hún talar því af nokkurri reynslu, þegar hún gefur Sahlin góð ráð. Reuter Ávísun á einkavæðingu Mona Sahlin lét í síðustu viku af störfum sem varaforsætisráð- herra og sækist nú ekki lengur eftir útnefningu til formennsku Jafriaðarmannaflokksins í kjölfar blaðaskrifa um meinta greiðslu- kortamisnotkun hennar. I bréfinu segir Bjerregaard að Sahlin skuli ekki halda að kjósendur svíki hana vegna þess sem fjölmiðlar skrifi um hana. Það séu ekki þau skrif, sem ákvarði hvar kjósendur setji x-ið. Af eigin reynslu geti hún fullyrt að ef Sahlin komist sjálf yfir áfallið vaxi vinsældir hennar heilmikið. Peningar hér - kynlíf annars staðar Málin, sem þyrlað hefur verið upp í kringum Bjerregaard hafa snúist um fé, en dagbókarmálið þó aðeins lítillega og því álítur hún að þær Sahlin séu á sama báti. „I okkar heimshluta er ekki hægt að blása upp kynlífshneyksli. Þess í stað eru það peningar og galdur- inn liggur í að fá höggstað á okk- ur jafnaðarmönnum. Við höfum verið hreinlífssinnaðir og ekki getað talað um laun, nauðsyn þess að hafa húshjálp eða um ráðherrabíla,“ segir Bjerregaard. Hún hefur áhyggjur af að flokkssystkini Sahlin styðji ekki nægilega við bakið á henni, heldur álíti að hér sé um- „prinsip“-mál að ræða. Það sé ekki rétt og að- eins verið að hindra að hún geti orðið forsætisráðherra. Að þessu leyti hefur Bjerrre- gaard þó vart þurft að vorkenna Sahlin, því ekkert bendir til ann- ars en að Carlsson hafi reynt að halda í framboð hennar. Það hefur hins vegar ekki leynt sér að Bjerre- gaard á vart lengur tryggan stuðn- ingsmann í sínum flokksformanni, Poul Nyrup Rasmussen forsætis- ráðherra, sem virtist ærlega svekktur yfir síðasta tiltæki Bjerregaard. Hvort vinsældir Sahlin eiga eftir að vaxa, eins og Bjerregaard spáir, á eftir að koma í ljós. Sahl- in hafði samúð framan af, en sú samúð minnkaði snarlega þegar hún ákvað að fara í frí frá fjöl- miðlafárinu og fór til Mauritius, sem þykir munaðarstaður og tók ritarann sinn með sér. Sahlin borgaði eigin ferð, en ríkið borg- aði undir ritarann og það hafði ekki góð áhrif á sænska kjósend- ur. JOZEF Oleksy, forsætisráð- herra Póllands, heldur hér á einkavæðingarávísun, sem hann keypti í banka í Varsjá í gær. VERULEGA hefur dregið úr stuðn- ingi við að leyfa hjónaskilnaði í Ir- landi en þjóðaratkvæðagreiðsla um það mál verður á föstudag. Um 45% kjósenda segjast nú ætla að segja já en 42% ætla að krossa við neiið. Fyrir tveimur vikum voru 52% írskra kjósenda hlynnt því að leyfa skilnað en síðan hefur stuðningur- inn minnkað jafnt og þétt. Hefur kaþólska kirkjan beitt sér mjög gegn málinu og einstakir klerkar hafa farið hamförum gegn því. Hefur stundum slegið í harða Eru ávísanirnar liður i áætlun ríkissljórnarinnar um að einka- væða meira en fimrn hundruð ríkisfyrirtæki. rimmu milli þeirra og sumra ráð- herra ríkisstjórnarinnar. Á blaðamannafundi á mánudag sakaði Prionsias de Rossa félags- málaráðherra kaþólska biskupa um að ljúga til um afleiðingarnar ef hjónaskilnaðir yrðu leyfðir. „Þeim væri nær að segja okkur frá reynslu sinni á Norður-írlandi þar sem hjónaskilnaðir eru leyfðir í stað þessara lyga um að ástandið hér verði eins og það gerist verst í Hollywood,“ sagði de Rossa. írska .ríkisstjórnin hefur hert Bombay verður Mumbai Nýju Dehli. Reuter. INDVERSKA stjórnin ákvað í gær að breyta nafni stórborgarinnar Bombay og mun hún heita Mumbai héðan í frá. Bombay er aðalfjármála- miðstöð landsins og þar hefur hinn öflugi kvikmyndaiðnaður landsins aðsetur sitt. Nafnbreytingin er að kröfu íbúa héraðsins Maharashtra en þar eru hindúar í meirihluta. Hafa þeir kraf- ist þess að borgin fái að nýju gamla hindúanafnið Mumbai, í stað hins vestræna Bombay. Hindúarnir í Maharashtra eru fjöl- mennur hópur og treýsta stjórnvöld mjög á stuðning þeirra. Krafan um nafnbreytinguna var sett fram árið 1992 af stjórn héraðsins. áróðurinn fyrir því að kjósendur segi já á föstudag og henni barst góður liðsauki þegar John Hume, leiðtogi jafnaðarmanna og Verka- mannaflokksins á Norður-írlandi, eins konar fulltrúi kaþólska minni- hlutans í landinu, skoraði á Íra að samþykkja þau sjálfsögðu réttindi sem heimild til hjónaskilnaðar væri. Jóhannes Páll II páfi hvatti írska kjósendur til þess að gleyma ekki hinu „órjúfanlega" bandi sem hjónabandið væri. írar takast á um hjónaskilnaði Lítill munur á fylkingunum Dyflinni. Reuter. r LAGUNA þig langar strax til að eignast hann! RENAULT fer á kostum Manstu hvað þér þótti gaman að fá bílpróf? Rifjaðu upp ánægjuna að aka góðum bíl - og njóttu þess örugglega! Renault sameinar þá kosti í einum bíl sem fáir aðrir búa yfir. Hann er ástríðufullur en þó fullur ábyrgðar. ákafur en jafnframt skynsamlegur kostur. ÁRMÚLA 13, SlMI: 568 1200, BEINN SÍMI: 553 1236
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.