Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Að finna sig BOKMENNTIR Skáldsaga HJARTASTAÐXJR Eftir Stcinunni Sigurðardóttur. Mál og menning. Reykjavík, 1995.371 bls. NÚTÍMINN, tími sem kennir sig við núið, hlýtur að vera tími sem er heltekinn af sjálfum sér. Það sama á við um nútímamanninn, mann sem kennir sig við nútímann; hann hlýtur að vera heitekinn af sjálfum sér, uppfullur af sjálfum sér. Þetta hljóta að vera fullkom- lega sjálfhverfir tímar fullkomlega sjálf- hverfra manna. Hug- takið „sjálfsleit," er einkennandi fyrir þessa tíma en hefur þótt eilítið banalt og klisjukennt vegna þess að það hefur verið meginþema í mörgum Hollívúddmyndum síð- ustu áratuga þar sem menn hafa keppst við „að finna sjálfa sig“. Alvarlegir rithöfundar hafa því forðast að nota það, engu að síð- ur er það líka eitt meginumfjöllun- arefni þeirra; leit mannsins að sjálf- um sér í sundurtættum og fram- andi heimi nútímans, leit að sjálfs- mynd, stundum kallað mótun sjálfs- myndar eða sköpun. Þetta eru kannski einkum viðfangsefni mód- emískra höfunda (en módemisminn á rætur sínar í 19. öldinni). Póstmódemískir höfundar hafa svo haldið leitinni áfram en auk þess lagt þunga áherslu á að skoða sjálfa sig í heiminum, hin gagnvirku tengsl sjálfsmyndar og umhverfís, eða samfélags. Nýjasta skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur, Hjartastaður, fjall- ar um konu sem reynir að fínna sig í umhverfí, eða aðstæðum, sem hún skilur ekki. Umfjöllunarefnið er ekki nýstárlegt og frásagnarháttur- inn ekki heldur; sagan fangar eigi að síður athygli manns og heldur henni vakandi til loka þrátt fyrir allar sínar þijúhundruðogsjötíu blaðsíður. „Sá sem spyr ekki réttra spurn- inga fær ekki rétt svör“ (8). Hjarta- staður er ferðasaga og eins og ailar slíkarí sögur ljallar hún um leit, leit að svörum við brýnum spurningum, leit að sannleika. Harpa hefur fund- ið réttu spurninguna og tekst á hendur ferð til að leita rétta svars- ins; hún vill komast að því hver á hana en hún telur að sér hafi ekki verið sagt rétt til um faðerni sitt. En hún vill einnig kom- ast að því hver hún er, hvaða manneskju hún hefur að geyma, og hver hún hefði getað orðið. Én þetta er að- eins annar tilgangur ferðarinnar, hún, er einnig farin til að bjarga barni. Edda er unglingsdóttir Hörpu, vandræðabarn sem lent hefur í vondum félags- skap í Reykjavík; drekkur brennivín, dóp- ar jafnvel, skeytir ekki um afleiðingarnar og gefur skít í móður sína, umvandanir hennar og ástúð. Ferðin liggur frá Bollagötu í Norðurmýrinni, suður um land og austur á firði þar sem Harpa ætlar að leita skjóls með Eddu á ættaróð- alinu. Það er flautuleikarinn og vin- kona Hörpu, Heiður, sem keyrir mæðgurnar austur á hvítum pallbíl föður síns og eins og gefur að skilja ber ýmislegt til tíðinda. Við sögu koma meðai annarra strákarnir í genginu hennar Eddu sem hundelta þær, franskur ferðalangur sem ein sögupersóna nær til þeirra allra, Ambjartur frændi sem býr í Glóru með gemsa sínum, ketti og Færey- ingi að nafni Liggjas undir fossinum og Bettý frænka og spákona í Út- heimum sem býður til ættarmóts með blandaðri þátttöku, með fólki bæði héðan að og handan að. Sagan er öll sögð frá sjónarhorni -Hörpu og raunar fara átök sögunn- ar að stærstum hluta fram í huga hennar. Hún er ósátt við það sem hún er og baðar sig upp úr óupp- fylltum óskum sínum og vonum. Oryggisleysi hennar er algjört og endurspeglast ekki aðeins í því að hún ræður engan veginn við ástand dóttur sinnar heldur einnig því að hún er stöðugt að bera sig saman við Heiði og leita skýringa á því hvers vegna hún hefur ekki náð jafn langt og hún, eða að minnsta kosti lengra en í sjúkraliðann. Ör- yggisleysið birtist einnig í því að hún hefur aldrei þorað að láta skáldadrauminn rætast og yrkir ljóð sem hún felur í botninum á óhreina- tauskörfunni. Og það kemur fram í því að hún leitar iðulega skýringa á afdrifum sínum í öðrum en sjálfri sér, og þá aðallega dóttur sinni og látinni móður sem birtist henni ítrekað. Öryggisleysi Hörpu fær á sig annað ljós í lok sögunnar, í hjartastað þar sem Harpa finnur sig. Frásagnarháttur Steinunnar er glettinn og fullur af leik. Útúrdúrar eru margir í sögunni. Frásagnar- og sviðsetningarkaflar eru tíðum rofnir með hugrenningum Hörpu sem stundum vilja verða eilítið lang- dregnar. Skáldatilburðir Hörpu birtast líka í ljóðrænum klausum sem gott er að sjá að eru ekki ann- að og meira en þeir sýnast. Það er sömuleiðis gott að sjá að samtöl Hörpu við látna móður sina eru ekki með hinu yfirskilvitlega (ó)bragði sem svo mjög hefur ein- kennt skáldsögur síðustu ára. Stíll Steinunnar er fjörlegur; hann sveifl- ast á milli þess að vera ljóðrænn og glannalegur, stundum er hann upphafinn, stundum jarðbundinn. Hjartastaður er margbrotin og margflókin skáldsaga en jafnframt heilsteypt. Hún er fyndin og harm- ræn í senn, hugljúf og spennandi. Þessi saga vekur margar spurning- ar en kostur hennar er sá að hún svarar þeim ekki öllum, hún skilur lesandann eftir í þessari skapandi óvissu sem er svo gott að verða var í lok bóka. Hjartastaður hlýtur að teljast með því besta sem Steinunn hefur sent frá sér til þessa. Þröstur Helgason Steinunn Sigurðardóttir Prinsinn 1 Mossad Guðríður Símonar- dóttir gerir víðreist LEIKRIT Steinúnnar Jóhann- esdóttur, Heimur Guðríðar, síðasta héimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hall- gríms, er nú sýnt í safnaðarsal Hallgrímskirkju. Heimur Guðríðar verður sýndur í Saurbæ á Hvalijarð- arströnd, sunnudagskvöldið 26. nóvember, en þar er leikrit- ið látið gerast og í Blönduós- kirkju mánudaginn 27. nóvem- ber. Fyrirspurnir hafa komið frá fleiri stöðum og er verið að athuga hvernig hægt er að koma þeim sýnirigum víð. „Umbreyting- ar Arngunnar ARNGUNNUR Ýr sýnir smá- verk á matstofunni A næstu grösum, Laugavegi 20b, dag- ana 25. nóvember til 15. des- ember. Nefnist sýningin „Umbreyt- ingar“ og er um landfalsanir að ræða. Matstofan er opin frá kl 11.30 til 14 og 18 til 22 virka daga og 18 til 22 sunnu- daga. Lokað á laugardögum. KVIKMYNPIR Rcgnboginn FÖÐURLANDSVINIRNIR „LES PATRIOTES ★ ★ Vi Kvikmyndahátíð Regnbogans og Hvíta tjaldsins. Leikstjóri: Eric Roc- hant. Aðalhlutverk: Christine Pascal, Moshe Yvgy, Yossi Banai og Jean- Francois Stevenin. Frakkland. 1994. Enskttal. FRANSKA njósnamyndin Föður- landsvinirnir gefur athvglisverða og kaldranalega innsýn í starfsaðferðir ísraelsku leyniþjónustunnar, Mossad. Sagan er sögð frá sjónarhóli ungs ísraela sem ráðinn er til þjónustunn- ar og er sögumaður myndarinnar. Veruleiki rijósnasamfélagsins er tals- vert annar hér en við fáum að sjá í James Bond myndum. Hér eru engar Bondstúlkur og tækjafár aðeins kald- ur raunveruleikinn þar sem hvergi er pláss fyrir tilfínningasemi og við- urkenndar siðareglur í manniegum samskiptum eru víðsfjarri. Mossad hefur það heilaga verkefni að njósna um óvini ísraels og engin ráð eru nógu ómerkileg eða siðlaus til að þeim sé ekki beitt. Þótt fram komi talsverð ádeila á Mossad og ísrael, sérstaklega í sögu af amerískum hjónum sem njósna fyrir landið og eru sett út í kuldann, getur myndin sem best verið að lýsa hvaða njósnastofnun í heiminum sem er. Fyrsta verkefni unga „prinsins", en það eru nýir njósnarar Mossad kallaðir, er að kúga upplýsingar úr frönskum kjarnorkueðlisfræðingi. Eina sök hans er að vinna hjá fyrir- tæki sem útvegar óvinaríki ísraels gögn til kjarnorkugerðar. Hann reyn- ist auðvelt fórnarlamb klassískra njósnaaðferða. Því er lýst mjög ná- kvæmlega hvemig Mossadmennirnir gera hann að vini sínum, fá hann út í framhjáhald og taka myndir á hótel- herbergi og neyða hann með þeim til samstarfs. Þetta er kannski kunn- asta aðferð njósnara til að kúga menn til hlýðni og hér fáum við að sjá henni beitt í öllum smáatriðum. Það er slík natni við hin smæstu atriði í lýsingu á njósnastarfseminni sem gerir myndina svo dýrmæta. Þannig er hún er meira upplýs- andi en spennandi undir látlausri stjórn Eric Rochant. Hún er líka persónusaga prinsins sem eins og verður illt af njósnastörfunum þegar frá liður. Moshe Yvgy leikur hann vel og líkist mest A1 Pacino ungum. Bandarísku leikararnir Richard Masur og Nancy Allen fara með mikilvæg hlutverk. Föðurlandsvinirnir gefa svartsýna og óvægna og óþægilega mynd af veruleikanum á bak við njósnastofn- anir þar sem ekkert pláss er fyrir siðferði og tilfínningasemi. Tilgang- urinn helgar meðalið og eins og kem- ur fram í myndinni þurfa njósna- stofnanir ekki að bera ábyrgð á gerð- um sínum því ekkert æðra yfirvald má við því að vita hvað þær gera nákvæmlega. Arnaldur Indriðason Nýjar bækur Jólasögur eftir Guðberg JÓLASÖGUR úr samtímanum . eftir Guðberg Bergsson er komin út. Bókin hefur að geyma sex frá- sagnir af samskiptum nútíma íslendinga og Jesúbarnsins. „Þetta eru sannarlega óvenjulegar jólasög- ur, ritaðar af alkunnri gamansemi og list- fengi höfundar,“ seg- ir í kynningu. Ennfremur segir að þessi nýja bók Guðbergs eigi óefað eftir að koma lesend- Guðbergur Bergsson um á óvart; yrkisefnið megi kall- kostar kr. ast óvenjulegt, þótt vissulega sé það enn sem oftar íslenskur samtími sem sögurnar spretta upp úr. „Guðbergur hlífir nútíma íslendingum í engu þegar hann lýsir siðum og venjum okk- ar í sínu sérstæða og skoplega ljósi.“ Utgefandi er For- lagið, Jólasögur úr samtímanum er 103 bls., prentuð í Prent- smiðjunni Odda hf. Margrét E. Laxness hannaði kápu. Bókin 1.980. Þrettánda skáld- saga Birgittu ANDLIT öfundar eftir Birgittu H. Halldórs- dóttur er komin út. Sagan fjallar um Jóhönnu, unga stúlku sem búsett er í Reykjavík. Hún er gædd dulrænum hæfíleikum, fjar- skyggni, sem gert hefur henni lífið leitt en hún telur sig hafa losnað við. Dag einn sér hún sýn. Hún bjargar barni frá Birgitta H. Halldórsdóttir drukknun og fyrr en varir er hún Verð 2.480 kr. flækt í atburðarás, þar sem hún fær. engu ráðið. Lífi hennar er stefnt í hættu. Jó- hanna kynnist nýju fólki og um leið kemur ástin inn í líf hennar. „Þessi þrettánda skáldsaga Birgittu er spennandi saga um afbrot og ástir. Enn á ný kemur Birgitta skemmtilega á óvart,“ segir í kynningu. Utgefandi er Skjaldborg hf. Yfirlitsrit um bókmenntir GEFIÐ hefur verið út yfirlitsrit um íslenskar bókmenntir á fyrri hluta þessarar aldar: Bók aldarinnar - ís- lenskar bókmenntir 1901-1950 eftir Bjarka Bjarnason. Bókin er skrifuð í „fréttastíl“ og birt er í réttri tímaröð ýmislegt það sem varðar íslensk- ar bókmenntir á fyrri hluta aldarinnar, svo sem ritdómar, auglýs- ingar, frásagnir af menningar- og bók- Bjarki Bjarnason menntaviðburðum, ritdeilur, tilkynn- ingar um útgáfu nýrra bóka o.s.frv. Við upphaf hvers árs gefur höfundur „stutt yfirlit yfír helstu bók- menntaviðburði þess árs“. „Bók þessi gefur les- endum glögga mynd af íslenskri bókmennta- sögu á fyrra helmingi 20. aldar - og mun t.d. nýtast vel skólafólki við ritgerðasmíð," segir í kynningu.' Útgefandi er Iðnú bókaútgáfa. Bókin er 362 bls., umbrot annað- ist Haukur Már Har- aldsson og Gylfí Reykdal hannaði kápu. Prentstofa Iðnú prentaði. Ævisaga Erlings grasalæknis BOKIN Erlingur grasalæknir eftir Giss- ur Ó. Erlingsson segir frá lífí og starfí manns sem hér á landi átti drýgri þátt en flestir aðrir þessarar aldar menn í því að end- urvekja notkun líf- grasa og önnur úr- ræði, sem kynslóðirnar hafa þróað frá aldaöðli til græðslu mannlegra meina, eins og stendur í kynningu. I henni pr rakin í Erlingur Filippusson stórum dráttum ævi- saga Erlings, drepið á harða lífsbaráttu í Skaftafellssýslum á uppvaxtarárum hans og viðureign fólksins við óblíð náttúruöfl. Síðan víkur sögunni til Austurlands og loks til Reykjavíkur sem varð aðal starfs- vettvangur Erlings Filippussonar. Utgefandi er Skjaldborg. Verð 2.980.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.