Morgunblaðið - 09.01.1996, Page 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ÍSTJÓRNUNARNÁMSKEIÐ I
fyrir stjómendur fyrirtcekja sem vilja
standa upp úr í samkeppninni, bjóða
upp á gceði og frábcera þjónustu.
| Vpplývn^ 581 2411 |
0 STJÓRNUNARSKÓLINN
Einkaumboð á íslandi - Konráð Adolphsson -
HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ
O Viltu auka aflköst í starfi um alla framtíð?
£0 Viltu margfalda afköst í námi?
0 Viltu lesa góðar bækur með meiri ánægju?
£f svar þitt er jákvætt, skaltu skrá þig strax á næsta hrað-
lestramámskeið sem hefst fimmtudaginn 25. janúar n.k.
Skráning er í símum 564-2100 og 564-1091
I IFVSJDLJESnrTíARSKÓLINIV
SÖIUGSMIÐJAIU J
JLáttii draumiimX
rætaóL
Ur sturtunni í Smiðjuna!
Hópnámskeið
□ Byrjendanámskeið:
Nú geta allir lært að syngja, laglausir sem lagvísir.
Raddbeiting, öndun, tónheyrn, samsöngur.
□ Framhaldsnámskeið I og II:
Nú geta allir haldið áfram að læra að syngja.
Raddbeiting, öndun, tónheyrn, samsöngur.
□ Söngsmiðja fyrir hressa krakka:
Aldursskipt námskeið frá fimm ára aldri.
Söngur, tónlist, hreyfing, leikræn tjáning.
□ Söngleikjadeild:
Byriendur og framhald.
Aldursskipt námskeið fyrir unglinga og fullorðna.
Söngur, dans og leikræn tjáning.
Nemendur fá tækifæri til að læra einsöngslög,
sem þau flytja á „húskonsert" í Smiðjunni.
□ Gospelkór Söngsmiðjunnar
A 1
Jrf,
„KAROKEE"
Langar þig að syngja í hljómsveit?
Námskeið í söng- og míkrófóntækni
með „Karokee" undirleik.
Einsöngvaradeild:
Fagleg og traust kennsla hjá vel menntuðum
kennurum.
Upplýsingar og innritun í sima: 561 2455 Fax: 561 2456 eða á skrifstofu
skólans, Hverfisgötu 76, Reykjavík, alla virka daga frá kl. 10 - 18.
SÖIUCStVHÐJAN ehf.
Söngskóli og söngsmiðja, 41
Hverfisgötu 76
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Framkoma
formanns
Prestafélags
Islands gagnvart
biskupi
hneykslanleg
MÉR þykir mjög vænt um
íslensku kirkjuna sem
haldið hefur uppi kristni-
haldi á íslandi í nær 1000
ár. Án kristnitökunnar á
Þingvöllum árið 1000 vær-
um við íslandingar ekki
sjálfstæð og velmenntuð
þjóð. Mér er hlýtt til
prestastéttarinnar þótt þar
kunni að vera mórauðir
sauðir innan um eins og í
öðrum stéttum. Ég þekki
persónulega á annan tug
núlifandi presta og segi að
séu góðir prestar. Prestar
hafa ekki góð laun. Þeir
eru eina stéttin í landinu
sem þarf að vera í við-
bragðsstöðu í 24 klst. á
sólarhring til að sinna m.a.
bráðaþjónustu vegna vof-
eiflegra dauðsfaila. Vegna
starfa minna á liðnum
árum hef ég þurft á þjón-
ustu presta að halda utan
hefðbundins vinnutíma —
m.a. kl. 3 að nóttu, fyrst
með því að vekja prest-
frúna og síðan prestinn.
Prestsstarfið hjá góðum
presti fer ekki nema að til-
tölulega litlu leyti fram í
guðsþjónustunni. Ég hef
sagt að prestar hafi ekki
góð laun og það er ekkert
sjálfsagðara en að formað-
ur prestafélags íslands, nú
sr. Geir Waage, bregði
brandi til að bæta þar um.
Nú er ég kominn að því
sem ég vildi sagt hafa sem
leikmaður í kirkjunni. Deil-
urnar í Langholtskirkju eru
viðkvæmar. Formaður
prestafélags íslands, sr.
Geir Waage, bregður hér í
þessu viðkvæma máli röng-
um brandi á loft og vill
höggva til biskups okkar,
herra Ólafs Skúlasonar, en
höggið geigar hjá prest-
inum. Framkoma sr. Geirs
Waage gagnvart biskupi
okkar er honum til mikillar
vanvirðu, já, til skammar,
bæði sem presti og for-
manni Prestafélags ís-
lands.
Það er ekkert við það
að athuga að Geir vilji rétta
sr. Flóka Kristinssyni vissa
bróðurhönd og í raun
skylda hans því sr. Flóki
hlýtur að eiga erfiðar
stundir um þessar mundir
— en orð sr. Flóka í fjöl-
miðlum hafa mjög skaðað
hann. Hvers vegna þarf sr.
Geir að ráðst á biskupinn
okkar á jafn óréttlátan og
skammarlegan hátt — þar
gerir hann sr. Flóka vissu-
lega bjamargreiða.
Biskupar íslands hafa
hver um sig á liðinni tíð
farið margar ferðir á fund
hins veraldlega yfirmanns
Islensku kirkjunnar —
kirkjumálaráðherra — til
að ræða við ráðherrann um
ýmis innri mál kirkjunnar
og þar hafa borið á góma
m.a. erfiðleikamál presta.
Biskupinn fór á fund
kirkjumálaráðherra, Þor-
steins Pálssonar, sem er
kirkjunnar maður og lög-
fræðingur vegna deilumála
í Langholtssókn — til að
skýra fyrir honum stöðu
mála. Biskupinn okkar
gerði rétt og hann hafði
vissulega rétt til að hlýta
á álit ráðherrans ef svo bar
undir. Biskupinn er ekki
lögfræðingur, hví skyldi
hann ekki mega tala við
sinn veraldlega yfirmann í
trúnaði? Það kemur for-
manni Prestafélags íslands
alls ekki við. Sr. Geir telur
að trúnaðarbrestur hafí hér
skapast á milli biskups og
presta landsins. Það er frá-
leitt að koma með slíka til-
hæfulausa ásökun.
Svo er sr. Geir Waage
að blanda „öðrum málum“
inn í umræðuna í dag með
ásökun á biskup — mál
tveggja góðra þegna —
sem ekki er á dagskrá.
Annað mál. Ég er ekki
í Langholtssókn en ég hef
greitt mánaðariega í orgel-
sjóð Langholtskirkju um
nokkurra ára skeið. Ef rétt
er hermt sem fram hefur
komið í fjölmiðlum að sr.
Flóki Kristinsson vilji að
peningar orgelsjóðsins
verði notaðir til að gera við
Langholtskirkju þá eru
brostnar forsendur fyrir
greiðslum mínum í Orgel-
sjóðinn og á ég þá rétt á
endurkröfu á mínum fram-
lögum.
Jón Magnússon hrl.
200328-4699.
Góð grein Elínar
BERGRÓS Jóhannesdóttir
hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja:
„31. desember 1995
birtist í Morgunblaðinu
áhugaverð grein eftir El-
ínu Pálmadóttur í Gárum
sem hún nefndi Auglýs-
ingin lokkar og laðar. Elín
lagði þar út af erindi nær-
ingarfræðingsins Bryn-
hildar Briem, sem hún
flutti á ráðstefnu hjá
Bandalagi kvenna í
Reykjavík. Ég vil eindreg-
ið hvetja fólk til að lesa
þessa grein. Hún er holl
lesning í öllu auglýsin-
gaflóðinu. Sérstaklega vil
ég hvetja ungar konur til
að kynna sér greinina."
Tapað/fundið
Eyrnalokkur
tapaðist
GYLLTUR klemmdur
eymalokkur með marglit-
um steinum tapaðist
annaðhvort á Hótel íslandi
eða Naustinu 29. desember
sl. Finnandi vinsamlega
hringi í síma 565-6270.
Hringur fannst
ÁRITAÐUR gullhringur,
líklega trúlofunarhringur,
fannst í miðbænum um
miðja síðustu viku. Upplýs-
ingar í síma 551-3829.
Gleraugu töpuðust
TVÍSKIPT karlmannsgler-
augu töpuðust 29. desem-
ber sl., sennilega á Hótel
íslandi eða í leigubíl til og
frá Hótel íslandi. Finnandi
vinsamlega hringi í síma
555-1922 eða 568-9066.
557-2132.
Gæludýr
Síamslæða tapaðist
SEALPOINT síamslæða
hvarf frá Brekkustíg 3a í
Reykjavík sl. miðvikudag.
Hún var merkt með hálsól.
Hún gæti hafa ráfað eitt-
hvert því hún var í pössun
á Brekkustígnum. Hafí
einhver í hverfinu orðið
hennar var er hann beðinn
að láta vita í síma
551-2786 eða símaboða
846-4437.
Kettlingur óskast
KONA á fimmtugsaldri
óskar eftir blíðum og ve!
vöndum kettlingi. Upplýs-
ingar í síma 554-2267 eftir
kl. 13.
Ást er ...
\ X 1 / /
~ Æ
y (Xj
li
T( þy/
láLo 7-13
merkt andlit.
TM Fteg. U.S. Pll Ofl. — U rights reservod (c) 1995 Lo* Aogeles Times SyndicMe
Með morgunkaffinu
FÉKKSTU nafnlaust
bréf? Og frá hveijum?
NEI, fíflið þitt! Þú átt
bara að kyssa mig ef ÉG
skora.
Æ, Æ. Ég vissi að það
var eitthvað sem ég
gleymdi að taka fram í
auglýsingunni.
Víkveiji skrifar...
KRAFA Þjóðleikhússins um að
leikgagnrýnandi Dagsljóss
ríkissjónvarpsins fjalli ekki frekar
um sýningar í leikhúsinu hefur að
vonum vakið mikla athygli. Það er
hins vegar ekkert nýtt að í odda
skerist á milli leikhúss og fjölmið-
ils. Til eru heimildir um, að í bytjun
aldarinnar hafí forráðamenn Leik-
félags Reykjavíkur óskað eftir því
að ákveðinn ritstjóri blaðs, sem út
var gefíð í Reykjavík, kæmi ekki
oftar á sýningar félagsins.
Þótt tæplega hundrað ár séu lið-
in hefur ekkert breytzt!
XXX
EGAR meirihluti hluthafa í
Stöð 2 keypti öll hlutabréf
minnihlutans fyrir nokkrum mánuð-
um töldu menn almennt, að nú
væri öllum átökum innan fyrirtæk-
isins lokið. En forráðamenn Stöðvar
2 valda landsmönnum ekki von-
brigðum! Þegar enginn minnihluti
er til að deila við taka þeir höndum
saman og rífast við sjálfa sig. Það
þarf mikið kjarkmenni til þess að
setjast í stól útvarpsstjóra Islenzka
útvarpsfélagsins hf. í næstu umferð!
xxx
DEILURNAR innan Dagsbrún-
ar um aðstöðumun framboðs-
lista stjórnar og þeirra almennu
félagsmanna, sem hafa boðið fram
lista gegn stjórnarlistanum, eru at-
hyglisverðar. Þær sýna m.a. fram
á nauðsyn þess að setja í löggjöf
ákvæði, sem tryggir rétt almennra
félagsmanna í þessum efnum. Ef
hægt er að sýna fram á einhver
dæmi þess, að sitjandi stjórn mis-
noti aðstöðu sína eða noti fjármuni
félagsins á einn eða annan veg í
kosningabaráttu t.d. í sambandi við
útgáfu félagsblaðs á að vera ákvæði
í vinnulöggjöf, sem gerir kleift að
úrskurða slíka kosningu ógilda.
xxx
INNBROT á símalínu á Þingeyri
við Dýrafjörð er mikið umhugs-
unarefni. Talsmaður Pósts og síma
vildi lítið upplýsa um það, hvemig
það er yfirleitt hægt að tala á kostn-
að annarra í síma í samtali við
Morgunblaðið í fyrradag en atvikið
sýnir að þetta er hægt. Póstur og
sími verður að leita leiða til þess
að tryggja öryggi viðskiptavina
sinna í þessum efnum. Er kannski
jafn auðvelt að hlera símtöl?