Morgunblaðið - 16.03.1996, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 16.03.1996, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 9 FRÉTTIR Morgunblaðið/Halldór B. Nellet NORSKA línuskipið Förde junior hefur síðan á mánudag reynt línuveiðar á Franshóli og geng- ið þokkalega að sögn Hafsteins Aðalsteinssonar skipstjóra. Skipstjóri við tilraunaveiðar á línubáti á Reykjaneshrygg Eiga að verða arðbærar HAFSTEINN Aðalsteinsson, skipstjóri á norska línuskipinu Förde junior, segist vera sann- færður um að íslensk línuskip eigi eftir að stunda arðbærar veiðar á djúpslóð á Reykjanes- hrygg. Hafsteinn er nú á til- raunaveiðum á Franshóli við landhelgislínuna. Hann segir að veiðin gangi þokkalega. Hafsteinn hefur undanfarin tvö ár verið að reyna öðru hverju línuveiðar djúpt suðvestur af landinu á íslenskum skipum. Norsk skip hafa einnig gert all- margar tilraunir með línuveiðar á Reykjaneshrygg og gengið illa að sögn Hafsteins. Hafsteinn sagði að veiðar hefðu gengið þokkalega síðan hann kom á veiðisvæðið sl. mánudag , en veður hefði verið slæmt framan af veiðiferðinni. „Það er nóg að fiski þarna. Vandinn er bara að ná honum. Þetta er aðallega keila, sem við höfum verið að fá, og svolítið af karfa og lúðu. Það tekur sinn tíma að ná tökum á veiðunum. Maður þarf að skoða svæðið og kynna sér það vel. Botninn er mjög erfiður og það er það sem hefur gert Norðmönnum og öðr- um, sem reynt hafa þessar veið- ar, erfitt fyrir. Ég er alveg sann- færður um að þegar við höfum lært á þetta eiga íslensk skip eftir að stunda hér arðbærar veiðar,“ sagði Hafsteinn. Hafsteinn sagði að hann hefði farið út í þetta fyrir milligöngu framleiðanda línunnar, sem flestir íslensku línubátarnir nota, en hann er norskur. Hann sagði að sér væri ekki kunnugt um að norsk stjórnvöld styrktu þessar veiðar. Hins vegar styrkti framleiðandi línunnar veiðarnar. Hafsteinn sagðist gera ráð fyrir að vera með norska bátinn á Reykjanes- hrygg fram undir páska. Um borð eru 13 menn, allt Norð- menn nema Hafsteinn. Mælt fyrir nýju frumvarpi um upplýsingalög DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi á fimmtudag, að löggjöf um upplýsingaskyldu stjórnvalda væri nauðsynleg til að styrkja lýðræðislega stjórnarhætti í landinu og efla réttaröryggi þegn- anna. Davíð var að mæla fyrir frum- varpi um upplýsingalög en sam- kvæmt frumvarpinu er meginreglan að almenningur hefur rétt til að fá upplýsingar um mál sem tengjast stjórnsýslu ríkisins og sveitarfé- laga. Davíð sagði að jafnframt væri ástæða til að ætla að ákvæði slíkr- ar löggjafar ættu að stuðla að auk- inni hagkvæmni í skráningu og varðveislu gagna hjá hinu opinbera og auka skilvirkni í stjórnsýslu þeg- ar til lengri tíma væri litið. Davíð sagði að mikil vinna hefði verið lögð í frumvarpið og til þess vandað á allan hátt. Höfundar þess hefðu kappkostað að eiga náið sam- ráð við sérfræðinga og hagsmuna- aðila á þessu sviði. Því væri full ástæða til að ætla að breið sam- staða gæti náðst um málið að þessu sinni og vonir stæðu til að hægt yrði að afgreiða það á yfirstandandi þingi. Höfðamálgegn smábátaeigendum NOKKRIR landeigendur við Breiða- fjörð hafa höfðað mál fyrir Héraðs- dómi Vesturlands gegn nokkrum smábátaeigendum vegna meintra brota á netalandhelgi jarða þeirra. Sumir landeigendanna hafa stundað æðarrækt á jörðum sínum. Þeir telja að smábátaeigendur, sem stundað hafa grásleppuveiðar á þessu svæði, hafi ekki virt netalandhelgi jarðanna. Árni Snæbjörnsson ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands segir að þama séu ekki nýjar deilur á ferðinni held- ur hafi þær verið að koma upp af og til í fjölda ára. „Svona mál eru ailtaf að koma upp aftur og ekki bara við Breiða- fjörðinn. Það er kveðið á um neta- landhelgi jarða í iögum. Sums stað- ar, þar sem við teljum að skýrt sé kveðið á um netalandhelgi jarða, er hún ekki virt. Það sem er nýtt í þessu máli er að Landhelgisgæslan tók á málinu í fyrra- og hitteðfyrrasumar við Breiðafjörð og í kjölfar þess voru nokkrir smábátaeigendur kærðir," segir Árni. Árni segir að þessi réttur tilheyri jörðunum og burtséð frá öllu ’tjóni sem æðarræktin verði fyrir séu grá- sleppuveiðimenn að bijóta gegn þess- um rétti. BYLTINGARKENND NÝJUNG r 4lr*[ BÚÐIN Garðatorgi, s. 565-6550. - kjarni málsins! LIST £ £ Xil P4 w > Gallerí Listhúsinu í Laugardal Erum við með bestu gjafavörurnar? Myndlist - Leirlist Glerlist - Smíðajárn Listpeglar - Vindhörpur F ermingargj afir Innilega þakka ég Jjölskyldu minni og öörum ættingjum, fjær og nær, svo ogjjölmörgum vin- um mínum, sem heiÖruðu og glöddu mig meÖ heimsóknum, gjöfum, blómum og heillaóskum á 75 ára afmæli mínu, 4. mars sl. Hlýhug ykkar og vinsemd geymi ég i hjarta mínu. Guö blessi ykkur öll. Kristján Páll Sigfússon. RAUNVERULEGT VERÐ Páskavörur: Kerti Silkiblóm Styttri opnunartíma - lægri verð. Opið alla dag fel. 12-18, laugard. fel. 10-16. AHar vörur áfer. 189, rúmlega 2.000 vöruflokkar. 4 PORPIl) BORGARKRINGLUNNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.