Morgunblaðið - 16.03.1996, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Stígamót
Tölvuskráning í
samræmi við lög
FRAMKVÆMDAHÓPUR Stíga-
móta segir að það sé ekki stefna
samtakanna að fjalla opinberlega
um einstök mál og í framtíðinni,
eins og hingað til, verði tölvuskrán-
ingu upplýsinga hagað í samræmi
við lög og fyrirmæli stjórnvalda.
Tölvunefnd komst að þeirri nið-
urstöðu, að lög um skráningu og
meðferð persónuupplýsinga hefðu
verið brotin með yfirlýsingum um
að konur væru til meðferðar hjá
Stígamótum vegna meintrar kyn-
ferðislegrar áreitni biskups Is-
lands. Nefndin gerir þær kröfur
til Stígamóta, að skrá eftirleiðis
ekki nöfn meintra fremjenda kyn-
ferðislegs ofbeldis og gefa engar
upplýsingar um nöfn þolenda né
meintra fremjenda kynferðislegs
ofbeldis.
Framkvæmdahópur Stígamóta
segir, að vegna bréfs Tölvunefndar
vilji hópurinn ítreka, að tölvu-
skráning gagna hafi aldrei verið
með því móti sem ætla mætti af
bréfi nefndarinnar. í tölvuskráðum
gögnum Stígamóta sé hvorki að
finna nöfn né önnur persónuauð-
kenni þolenda kynferðislegs of-
beldis né meintra fremjenda.
Fækka á embættisbústöðum ríkisins
Leiga á ríkisíbúðum
færð að markaðsverði
TIL stendur að fækka embættisbú-
stöðum ríkisins og miða leigu á
íbúðarhúsnæði í' eigu ríkisins við
markaðsverð á þeim stöðum þar
sem eðlilegur húsaleigumarkaður
er fyrir hendi.
Fjármálaráðherra hefur lagt
lagafrumvarp fram á Alþingi um
breytingar á lögum um íbúðarhús-
næði í eigu ríkisins. Þar er gert ráð
fyrir að ijármálaráðherra verði
heimilað án auglýsingar að selja
ríkisstarfsmönnum með sérstökum
kjörum það húsnæði sem þeir hafa
nú á leigu, enda sé húseignin í
sveitarfélagi með fleiri en 1.000
íbúum.
Þarna er um að ræða 120-130
íbúðir en alls eru um 400 slíkar
íbúðir um allt land í eigu ríkisins.
Söluandvirði íbúðanna hefur ekki
verið metið, en talið er að það geti
verið allt að 900 milljónir króna.
Óski núverandi leigutakar ekki
eftir að kaupa það húsnæði sem
þeir leigja nú er lagt til að megin-
reglan verði sú að húsnæðið verði
selt þegar leigutakar flytja úr hús-
inu.
Markaðsleiga
Einnig gerir frumvarpið ráð fyr-
ir því að að þeim stöðum þar sem
eðlilegur húsaleigumarkaður er
fyrir hendi, verði íbúðarhúsnæði í
eigu ríkisins leigt á markaðsverði.
Ef eðlilegur markaður er ekki fyrir
hendi verði áfram miðað við bruna-
bótamat, staðsetningu og notagildi
eins og gert er nú en húsaleigan á
þessum stöðum hækki í áföngum
á næstu sjö árum til að standa
undir kostnaði við rekstur og við-
hald.
Gott tækifæri!
Lítill iðnaður ásamt góðri verslun. Frábær staðsetning.
Lág húsaleiga. Ótal möguleikar og gott verð.
Hóll - fyrirtækjasala,
Skipholti 50B,
sími 551 9400.
CC9 11C0 CCO 1Q7ÍI LARU5.Þ VALOIMARSSON, framkvæmdasíJORi
UUfa I IuUuUL I U / U KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, lOGGHIUR fASIFIGNASAll
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Lyftuhús - útsýni - skipti
Stór og sólrík 4ra herb. íb. tæpir 120 fm ofarl. í lyftuh. við Kaplaskjóls-
veg. 4 rúmg. svefnherb. Frábært útsýni. Góð lán. Skipti mögul. á 2ja-
3ja herb. íb.
Lítil fbúð - öll eins og ný
Endurbyggð 2ja herb. rishæð í reisulegu steinh. við Barónsstíg, rétt
við Laugaveginn. Sérþvottaaðst. Verð aðeins 4,2 millj.
Heimar - Vogar - nágrenni
Leitum að 3ja herb. íb. má vera á jarðh., í skiptum fyrir 5 herb. hæð
í hverfinu. Vinsamlegast leitið nánari uppl.
Stórt endaraðhús - hagkvæm skipti
Steinhus jarðhæð og tvær hæðir um 240 fm með 6 svefnherb. m.m.
Ennfremur góður bílsk. 23,4 fm. Góð lán áhv. Margskonar skipti mögul.
Tilboð óskast.
Traustir kaupendur óska eftir:
2ja-3ja herb. íbúð í vesturborginni. Má þarfnast endurbóta. Greiðsla
við kaupsamning.
Sérhæðum 110-150 fm. Margskonar hagkvæm eignaskipti eða bein
sala.
Einbýlishúsum eða raðhúsum 110-140 fm. Margt kemur til greina.
Opið í dag kl. 10-14. ALMENNA
Viðskiptunum fylgir ráðgjöf
ogtraustarupplýsingar. __________________
Teikningar á skrifstofunni. LAU6AVE6118 S. 552 1156-552 1371
FASTEIGNASALAN
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Sverrir
Vetur eða vor?
AÐ UNDANFÖRNU hafa
menn ekki verið á einu máli
um hvort vor sé í lofti eða
vetur eigi margt ósagt, en
börnin sem léku sér við Engja-
skóla voru ekki í neinum vafa
um veðurfarið. Þau sáu fyllstu
ástæðu til að klæðast úlpum
og eyrnarskjólum, enda annað
óskynsamlegt þangað til hita-
stigið hækkar svo orð sé á
gerandi.
Átta mánaða fangelsi fyrir
mök við þroskahefta konu
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt 57
ára mann i átta mánaða fangelsi,
þar af fimm mánuði skilorðs-
bundna, fyrir að hafa þröngvað 43
ára þroskaheftri konu til kynmaka.
Héraðsdómur hafði einnig dæmt
manninn til átta mánaða fangelsis-
vistar, en ekki skilorðsbundið refs-
inguna.
Atburðurinn varð á heimili kon-
unnar og sambýlismanns hennar í
nóvember 1994. Maðurinn hafði
mök við konuna á meðan sambýlis-
maður hennar fór út um stund.
Konan sagðist hafa neitað að hafa
kynmök við manninn en hafi verið
hrædd og ekki þorað annað en láta
að vilja hans. Maðurinn neitaði sak-
argiftum í fyrstu, en viðurkenndi
þær fyrir dómi. Hann sagði að sér
hefði ekki verið kunnugt um að hún
væri þroskaheft og að samfarirnar
hefðu verið að vilja hennar. I dómi
héraðsdóms kom fram, að engum,
sem sæi konuna og talaði við hana
litla stund, gæti dulist hinn mikli
greindarskortur hennar.
Hæstiréttur vísar ti! þess að sam-
kvæmt sakavottorði hafi maðurinn
ekki gerst áður sekur um brot á
almennum hegningarlögum. Refs-
ing hans sé hæfilega ákveðin í hér-
aðsdómi, en fresta skuli fullnustu
fímm mánaða af refsivistinni og sá
hluti hennar falla niður að liðnum
tveimur árum, haldi maðurinn al-
mennt skilorð. Pétur Kr. Hafstein,
hæstaréttardómari, tók fram að
hann teldi ekki rétt að skilorðsbinda
hluta refsingar, með hliðsjón af
eðli brotsins og aðstæðum konunn-
ar.
Dráttur á ákæru
Hæstiréttur gerði athugasemd
við, að málið barst ríkissaksóknara
frá rannsóknarlögreglu þann 21.
janúar árið 1995, en ákæra var
ekki gefin út fyrr en 5. september
1995. „Dráttur þessi hefur ekki
verið réttlættur,“ segir í dóminum.
Þá var maðurinn dæmdur til að
greiða konunni miskabætur, 250
þúsund krónur og bera þær d^áttar-
vexti frá 1. desember 1995, þegar
héraðsdómur var kveðinn upp. Að
auki greiðir hann áfrýjunarkostnað,
120 þúsund krónur.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Haraldur Henrysson, Gunn-
laugur Claessen, Hjörtur Torfason,
Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf-
stein.
Margrét Frímannsdóttir um uppsögn
framkvæmdaslj óra Alþýðubandalagsins
Kannast ekki við
alvarlegan ágreining
EINAR Karl Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri Alþýðubandalags-
ins, hefur sagt upp störfum frá
1. apríl með sex mánaða fyrirvara.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins segir hann upp vegna
ágreinings við Margréti Frímanns-
dóttur, formann flokksins. Margrét
kannast hins vegar ekki við alvar-
legan ágreining á milli þeirra.
„Mér finnst ekki við hæfi að ég
sé að ræða ástæður uppsagnarinn-
ar meðan ég er enn í starfi hjá
flokknum," sagði Einar Karl um
uppsögnina í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Einar Karl vann á útvarpinu, í
10 ár á Þjóðviljanum, við útgáfu-
mál hjá Norðurlandaráði og At-
hygli. Hann hefur verið fram-
kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins
frá árinu 1992 og studdi Margréti
Frímannsdóttur í formannskjöri á
síðasta ári. Ekki sagðist hann vera
farinn að velta því fyrir sér hvað
hann vildi takast á við eftir að
starfi hans hjá Alþýðubandalaginu
lyki í haust. „Ég tek eitt skref í
einu og fer til fundar við framtíð-
ina,“ sagði hann.
Eftirsjá
af góðu fólki
Margrét Frímannsdóttir, for-
maður flokksins, sagði að henni
hefði borist uppsagnarbréf Einars
Karls í fyrrakvöld. Bréfið yrði
væntanlega lagt fyrir fund fram-
kvæmdastjórnar enda réði fram-
kvæmdastjórnin framkvæmda-
stjóra. Hún sagði að verið gæti að
Einar Karl myndi skýra ástæður
sínar nánar á fundinum.
Morgunblaðið hefur heimildir
fyrir því að uppsögnina megi rekja
til ágreinings milli Einars Karls
og. formannsins Margrétar Frí-
mannsdóttur. Einari Karli hafi
t.a.m. misiíkað að hvorki hafi verið
gerður við hann ráðningarsamn-
ingur né samin starfslýsing vegna
starfs hans.
Margrét svaraði því til að með
nýju fólki yrðu ákveðnar breyting-
ar á störfum og hugsanlega stefnu
flokksins. „Vera má að okkur hafi
greint eitthvað á í því sambandi.
Mér vitanlega hefur hins vegar
ekki verið alvarlegur ágreiningur
okkar á milli,“ sagði hún og tók
fram að alltaf væri eftirsjá af góðu
fólki. Hún vildi taka fram að ekki
hafi verið ágreiningur um hús-
næðismál flokksins milli hennar
og Einárs Karls eins og komið
hefði fram í fjölmiðlum enda hefði
aldrei staðið til að flokkurinn
keypti húsnæði undir starfsemi
sína.