Morgunblaðið - 16.03.1996, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 16.03.1996, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 11 FRÉTTIR Yfirlýsing frá sókn- arbörnum í Bústaða- kirkju MORGUNBLAÐINU barst í gær yfirlýsing frá fjölda kvenna í Bú- staðasókn, sem samþykkt var á fundi, sem þær héldu. Yfirlýsingin er svohljóðandi: „í framhaldi af fundi þann 11. mars 1996 í safnaðarheimili Bú- staðakirkju viljum við undirritaðar konur koma á framfæri að við hörmum þær ásakanir sem bomar hafa verið á herra Ólaf Skúlason, biskup íslands. í starfí með honum bar aldrei skugga á, allan þann tíma, sem hann var prestur okkar. Það er ósk okkar til hans og frú Ebbu að þessu máli fari að linna og að fjölskyldan öll fái að njóta friðar. Með innilegri virðingu við þau hjón: Erla Magnúsdóttir, Sesselja Ásgeirsdóttir, Kristbjörg V. Jensen, Bjarney Sigurðar- dóttir, Hildigunnur Sveinsdóttir, Fjóla Emilsdóttir, Sjöfn Kristinsdóttir, Svava Ásgeirsdóttir, Elísabet Ingvarsdóttir, Bima Benediktsdóttir, Jenný Jónsdóttir, Steinunn B. Ingvarsdóttir, Jóhanna Jónsdóttir, Elísa- bet Jónsdóttir, Björg Randversdóttir, Ingi- björg Guðmundsdóttir, Elín Hrefna Hann- esdóttir, Hrefna Guðmundsdóttir, Anna Sigurbergsdóttir, Áslaug Þorfmnsdóttir, Rósa Sveinbjamardóttir, Björg Gunnars- dóttir, Guðrún Þorvaldsdóttir, Erla Sigur- jónsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Henný Hermannsdóttir, Lára Herbjömsdóttir, Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Björg Jakobsdótt- ir, Stella Guðnadóttir, Guðbjörg Einars- dóttir, Lilly Kristjánsson, Helga Ivarsdótt- ir, Mikkelína Sigurðardóttir, Magnea Guð- jónsdóttir, Ásfríður Gísladóttir, Borghildur Kjartansdóttir, Dagmar Gunnlaugsdóttir, Dóra Halldórsdóttir, Ása Pálsdóttir, Rann- veig Ólafsdóttir, Erla Gunnarsdóttir, Sig- riður Sveinbjamardóttir, Lilja M. Oddgeirs- dóttir, Sigrún Einarsdóttir, Sigríður Sig- geirsdóttir, Ósk Laufey Jónsdóttir, Svava S. Jónsdóttir, Heiga Sigurðardóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Unnur Runólfsdóttir, Krist- in Þórðardóttir, Margrét Þórðardóttir, Sig- urbjörg Runólfsdóttir, Sigríður Lúðvíks- dóttir, Þorgerður Jónsdóttir, Ólöf Silveníus- dóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Ólöf S. Magnúsdóttir, Mundheiður Gunnarsdóttir, Steinunn Berndsen, Rakel Sjöfn Ólafsdótt- ir, Guðfinna Jensdóttir, Áslaug Gisladóttir, Hanna Á. Ágústsdóttir, Oddný Sigur- björnsdóttir, Sigþrúður Eyjólfsdóttir, Ragna Bergmann, Kristín Þórarinsdóttir, Halla Ottósdóttir, Þóra Sæmundsdóttir, Ólöf Stefánsdóttir, Fríða Hjaltested, Sigríð- ur Stefánsdóttir, Laufey Kristjánsdóttir, Fjóla Kristjánsdóttir, Ingunn E. Stefáns- dóttir, Sigrún Jóhannesdóttir, Guðbjörg Halldórsdóttir, Ingibjörg Bjömsdóttir, El- len S. Stefánsdóttir, Þorgerður Stefáns- dóttir, Helga Bjamadóttir, Ólina Kristins- dóttir, Jóhanna Þorgeirsdóttir, Elín Ó. Þor- valdsdóttir, Helga F. Stefánsdóttir, Camilla Sæmundsdóttir, Aðalheiður Bjargmunds- dóttir, Aðalheiður B. Björgvinsdóttir, Sigurbjörg Magnúsdóttir, Helga Guð- björnsdóttir, Björg Theodórsdóttir, Guðrún Möller, Erla Magnúsdóttir, Erla Levý, Björg Berndsen, Kristín Benediktsdóttir, Unnur Amgrímsdóttir." ------» »4----- Yilja aðgengi að Vonarskarði SKIPULAGI ríkisins hafa borist und- irskriftir 11 einstaklinga, sem fara fram á að tryggt verði að aðgengi að Vonarskarði sunnan frá verði ekki lakara eftir tilkomu Hágöngu- miðlunar en er í dag. Nokkur umferð jeppa sé um Vonarskarð seinni hluta sumars og á haustin, en svæðið sé mjög sérstakt hvað varðar litadýrð, hveri og gróðurfar. i Einnig er farið fram á að stíflan við Syðri-Hágöngu verði höfð opin fyrir umferð bíla allt árið því það myndi opna svæðið. austan Köldu- kvíslar og auðvelda för frá Há- göngum suður í Jökulheima og á Vatnajökul en ein af fáum færum leiðum á hann í dag er upp Köldu- kvíslarjökul, segir í athugasemdum hópsins við mat á umhverfisáhrifum . vegna Hágöngumiðlunar. Undirskriftalisti með áskorun um lagningu nýrrar Borgarfjarðar- brautar sendur ráðherrum og þingmönnum Vesturlands NOKKRIR íbúar í Reykholtsdals- hreppi sendu í gær umhverfisráð- herra, samgönguráðherra, þing- mönnum Vesturlandskjördæmis og hreppsnefnd Reykholtsdals- hrepps undirskriftalista með nöfn- um 103 af 174 atkvæðisbærum íbúum hreppsins, sem lýsa stuðn- ingi við niðurstöður umhverfis- mats vegna lagningar Borgar- fjarðarbrautar Kleppjárnsreykir- Varmalækur, og skora á sam- gönguráðherra og alþingismenn Vesturlands að beita sér fyrir því að framkvæmdir við vegarlagn- inguna hefjist sem fyrst. Þá mótmæla íbúarnir harðlega hugmyndum um að fresta lagn- ingu vegarins í Reykholtsdals- hreppi og lagfæra gamla veginn um Steðjabrekku og Rudda í stað- inn, og máli sínu til stuðnings vísa þeir til raka sem fram koma í úr- skurði skipulagsstjóra sem stað- festur var af umhverfisráðherra. Vill að yfirvöld rannsaki málið Þorvaldur Pálmason kennari og íbúi á Kleppjárnsreykjum hefur sent sýslumanni Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu bréf þar sem hann segir það staðfestan grun sinn að undirskriftum á listann hafi verið safnað með villandi og siðlausum hætti og fer hann þess á leit að þegar fari fram rannsókn á því hvort um saknæmt atferli sé að ræða. í bréfinu til sýslumanns segir m.a. að þeir sem þekki til málsins viti að verið sé að skora á alþingis- menn og samgönguráðherra að sem fyrst verði hafist handa við lagningu Borgarfjarðarbrautar um svokallaða „neðri leið“ [um land Stóra-Kropps] og þá sé hug- myndum um lagfæringu á núver- andi leið [efri leið] hafnað afdrátt- arlaust. Segist hann geta nefnt vitni að því að við kynningu á undirskriftalistanum hafi a.m.k. tveir aðilar [sem að söfnun undir- skriftanna stóðu] hagað máli sínu á þann veg að verið væri að knýja á um lagfæringu á „efri leiðinni". Látið hafí verið liggja að því að til stæði að leggja einbreitt slitlag á veginn og með stuðningi við yfirlýsinguna væri verið að skora á viðkomandi yfirvöld að lagt yrði tvíbreitt slitlag á veginn. Ennfrem- ur hefði verið gefið í skyn að vegna illvígra deilna í sveitarfélaginu væri með stuðningi við yfirlýsing- una verið að stuðla að lausn máls- ins, og fullyrt að vegur um land Stóra-Kroppsmela, jand Runna, Stóra-Kropps og Ásgarðs (þ.e. svokölluð neðri leið) væri plagginu óviðkomandi. í samtali við Morgunblaðið sagði Þorvaldur að hann harmaði það fyrst og fremst að börnunum hans og öðrum unglingum sem nýkomnir væru með kosningarétt og þekktu ekki til málsins hefði verið blandað í það með þeim hætti sem gert hefði verið. „Eftir að ég var búinn að lesa textann, sem er að minnsta kosti fyrir þá sem ekki þekkja þetta mál á nokkru stofnanamáli, þá kemur í ljós að þessir__________________ krakkar sem þarna áttu Frekari fram- hlut að máli fengu þver- lcvæmdum öfugan skilning á þessu - l.'kleaa máli við það sem texti ver°ur haussins sagði til um. Fólk hefur skrifað undir Sýslumaður rannsaki söfnun undir- skrifta Harka hefur hlaupið í deilur um vegar- lagningu um Reykholtsdal eftir að nokkrir íbúar hreppsins gengust fyrir undirskrifta- söfnun þar sem skorað er á ráðherra og þingmenn að beita sér fyrir því að fram- kvæmdir við nýja Borgarfjarðarbraut heflist sem fyrst. Þess hefur verið farið á leit við sýslumann að hann rannsaki hvort staðið hafi verið að söfnun undirskriftanna með saknæmum hætti. byrgi er einn þeirra sem stóðu að söfnun undirskriftanna og vísar hann á bug ásökunum um að fólk hafi verið blekkt til að skrifa und- ir listann. Þeir sem það hafi gert hafi getað lesið þann texta sem þeir voru að skrifa undir og fólki hefði því átt að vera alveg ljóst hvert efnið var. þennan lista að svo og svo miklu leyti án rétts skilnings á efninu og þess vegna skrifaði ég sýslu- manni. Mér fmnst þetta sorglegt og ég vil ekki fara að standa í einhveijum illindum augliti til aug- litis við fólk í þessu máli. Mér finnst bara eðlilegt að yfirvöld rannsaki þetta mál,“ sagði Þor- valdur. Bernhard Jóhannesson í Sól- Ekkert ákveðið fyrr en í vegaáætlun Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu áttu alþingismenn Vestur- lands fund með fulltrúum Vega- gerðarinnar fyrir skömmu og snér- ist fundurinn um endurskoðun vegaáætlunar vegna niðurskurðar á framkvæmdum. Jón Rögnvalds- son aðstoðarvegamálastjóri sagði _______ að mun minna fé væri til ráðstöfunar en gert hafi verið ráð fyrir þegar vegaáætlun var afgreidd fyrir ári og fyrirhugaðar vegaframkvæmdir í Reykholtsdal væru með- al þess sem lenti undir niðurskurð- arhnífnum. Væntanlega yrði byij- að á að byggja nýja brú yfir Flóka- dalsá sem væri mest aðkallandi og í ár væri ekki fé til meiri fram- kvæmda. Síðan væri stefnt að því að gera bráðabirgðaráðstafanir við veginn á næsta ári, þar á meðal lagfæringar í Steðjabrekku og við Rudda. Taldi hann líklegt að þegar vegurinn hefði verið lagfærður frestuðust frekari vegafram- kvæmdir á þessu svæði um nokkur ár. Rík ástæða fyrir afstöðu hreppsnefndar Gunnar Bjamason, oddviti Reykholtsdalshrepps, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að hvað sveitarstjórnina varðaði þá væri rík ástæða fyrir því að hún vildi fara þá leið að láta endur- byggja núverandi Borgarfjarðar- braut og lagfæra hana verulega. „Sveitarstjórnir sumar hveijar í kringum okkur leggjast eindregið gegn því að fjármunir verði settir í þetta verkefni og okkur fínnst þetta kannski svolítið yfirgengileg afskiptasemi. Þetta er á umræðu- stigi ennþá, en ástæða __________ þess að við viljum hafa Borgarfj arðarbrautina þar sem hún liggur á efri leiðinni er sú að brautin liggur miðsvæð- is um þá byggð sem er þarna, þannig að sem flestir koma til með að njóta hennar á þessu svæði. Tillaga Vegagerðarinnar geng- ur út á að fara þarna fyrir neðan og það er ljóst að við það verður eignarnám á tveim jörðum þar sem veruleg uppbygging hefur átt sér stað í landbúnaði allra síðustu ár og er fyrirsjáanlegt að verður meiri. Okkur í sveitarstjórn finnst það bara ekki fær leið að fara í gegnum þessar jarðir með eign- arnám þegar annar mjög viðun- andi kostur er í boði. Á þessu svæði, bæði í efri byggð og neðri byggð, eru liðlega 50% af mjólkurframleiðslunni í hreppn- um þannig að mér finnst rökrétt- ast að brautin liggi sem næst nú- verandi stað og verði lagfærð verulega, eins og Vegagerðin hef- ur í rauninni teiknað og sett fram í umhverfismatsskýrslu sem leið 2A,“ sagði Gunnar. Hann sagði að ef það reyndist rétt að vafasöinum vinnubrögðum hefði verið beitt við söfnun undir- skrifta í hreppnum, og hann hefði ekki ástæðu til að ætla annað en svo hafi verið þegar málið væri komið á þetta stig, þá áttaði hann sig ekki á því á hvaða plani þeir væru að vinna sem að undir- skriftasöfnuninni stóðu. „Mér finnst þetta þvílík lágkúra að narra unglingana sem éru ný- komnir með kosningarétt. Sjálfur á ég ekki neinna hagsmuna að gæta í þessu máli, en ég get bara ekki tekið þátt í því að jarðir héma verði lagðar í eyði ef hægt er að komast hjá því á mjög viðunandi hátt eins og Vegagerðin hefur orðað það. Þess vegna skil ég ekki þetta offors og hvernig á að þvinga þetta fram,“ sagði hann. Svik af ásettu ráði Jón Kjartansson bóndi á Stóra- Kroppi sagði að kannski með einni undantekningu væri enginn sem skrifað hefði nafn sitt á undir- skriftalistann búsettur á því svæði sem vegur um neðri leiðina færi um eða færsla vegarins hefði nei- kvæð áhrif á. „Það var fjöldi manns sem spurði hvort þetta væri eitthvað um efri eða neðri leiðina og var svarað neitandi. Ég tel að þarna hafi verið höfð í frammi svik af ásettu ráði. Ég bendi á fund í Logalandi sem var haldinn þegar málið var kynnt af Vegagerðinni þar sem þessum tillögum var al- gerlega hafnað af fundarmönnum, enda mótaði það síðan skoðun hreppsnefndarinnar, þar kom vilji íbúanna fram. Hér er verið að safna undirskriftum á fölskum forsendum undir fölsku flaggi, en það er hægt að fá fólk til að skrifa á hvað sem er,“ sagði Jón. Samgöngunefnd SSV hafnar hugmyndum um lagfæringu Samgöngunefnd Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi sam- þykkti á fundi í gær ályktun þar sem alfarið er hafnað framkomn- um hugmyndum um lagfæringu á Borgarfjarðarbraut frá Flóku að Kleppjárnsreykjum þar sem gert sé ráð fyrir að núverandi vegur verði styrktur og ef til vill sett á hann slitlag sem ætti að duga í 10-20 ár. Þar sem vegafé sé tak- markað þá telji samgöngunefndin fénu betur varið til varanlegra vegaframkvæmda en bráðabirgða- lausna. „Þar sem fyrir liggur yfirlýsing frá meirihluta íbúa Reykholtsdals- ________ hrepps um stuðning við úrskurð umhverfísráð- herra um veglínu væri eðlilegt að hefjast handa samkvæmt þeirri heim- ild. Verði það ekki gert leggur nefndin til að því Fé verði varið til varanlegra vegafram- kvæmda fé sem ætlað er í Borgarfjarðar- braut næstu 2-3 árin eða þar til endanlegt svæðisskipulag liggur samþykkt fyrir verði varið í bygg- ingu brúar á Flókadalsá (Flóku) og síðan í Borgarfjarðarbraut í átt að Grímsá, en fullkomin sátt er um þá veglínu,“ segir orðrétt í ályktuninni sem samþykkt var samhljóða í samgöngunefnd SSV í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.