Morgunblaðið - 16.03.1996, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Keisara-
salur fluttur
FLYTJA átti danssal Vilhjálms
Þýskalandskeisara í höfuð-
stöðvar stórfyrirtækisins Sony
í Berlín í gær, en hætta varð
við það eftir að hann hafði ver-
ið færður nokkra metra eftir
járnbraut sem lögð var sérstak-
lega vegna flutninganna. Flytja
átti salinn um 75 metra yfir
Potsdamer Platz, en í ljós kom
að veggir höfðu færst til. Reynt
verður að halda verkinu áfram
í dag. Sony tók að sér að varð-
veita salinn og það er liður í
samningi fyrirtækisins við Ber-
línarborg fyrir rétt til að reisa
skrifstofubyggingu í hjarta
borgarinnar. Verkefnið kostar
Sony 50 milljónir marka, jafn-
virði rúmra 2,2 milljarða króna.
Myndin var tekin áður en flutn-
ingurinn hófst og danssalurinn
sést til hægri.
Reuter
Mótmæli í
Venezuela
Caracas. Reuter.
TUGIR þúsunda ríkisstarfsmanna
og lífeyrisþega tóku þátt í mótmæla-
göngum í átta borgum í Venezuela
á miðvikudag og kröfðust þess að
Rafael Caldera Rodríguez forseti
segði af sér.
Þetta eru fjölmennustu mótmælin
gegn Caldera frá því hann tók við
forsetaembættinu í annað sinn fyrir
tveimur árum. Að minnsta kosti
25.000 manns tóku þátt í göngunni
í höfuðborginni, Caracas. Mótmæ-
lendurnir hrópuðu vígorð gegn Cald-
era og íbúar nálægra húsa stóðu á
svölunum og börðu í potta til stuðn-
ings þeim.
Forystumenn stéttarfélaga opin-
berra starfsmanna ávörpuðu göngu-
menn og kröfðust launahækkana til
að vega upp á móti 73% verðbólgu.
Efnahagssamdráttur hefur verið í
Venezuela síðustu tvö árin og Cald-
era hefur lofað að grípa til róttækra
aðgerða til að blása lífí í efnahaginn.
HELGARTILBOÐ
og 13-17 sunnudag.
fyrir fólkiö í landinu
Holtagöröúm við Holtaveg / Grænt númer 800 6850
Jeltsín kveðst sannfærður um sigur í kosningunum í júní
Fréttaskýrendur hall-
ast að sigri forsetans
Gennadij
Tsjúganov
Grígoríj
Javlínskíj
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti sagði í sjónvarpsviðtali á fimmtudag að
hann væri 'sannfærður um að hann myndi ná endurkjöri í kosningunum í
júní. Forsetinn kvaðst vinna 12-14 tíma á dag og vera við góða heilsu.
„Ég er bjartsýnismaður
og ég trúi því að ég nái kjöri.
Mér líður vel og hef sterka
tilfmningu fyrir því að ég
fari með sigur af hólmi,“
sagði Borís Jeltsín.
Vera kann að nýleg könn-
un hafi fyllt forsetann nýjum
eldmóði en helstu stjórn-
málaskýrendur Rússlands Borig
telja að Jeltsín eigi mesta jeltsín
möguleika á að sigra í for-
setakosningunum í júnímánuði.
Þetta kom fram í könnun sem Vox
Populi-stofnunin gerði.og birt var
nýverið í dagblaðinu Njesavisimaja
Gaseta.
Barátta Jeltsíns
og Tsjúganovs
í könnuninni kom fram það álit
að þeir Jeltsín og Gennadíj Tsjúg-
anov, leiðtogi rússneskra kommún-
ista og forsetaframbjóðandi, væru
öflugastir rússneskra stjórnmála-
manna. Af þeim sem þátt tóku töidu
46 sérfræðingar að Jeltsín myndi
bera sigur úr býtum en 43 kváðust
telja að Tsjúganov yrði næsti for-
seti Rússlands.
Á lista sem birtur var yfir 100
helstu stjórnmálamenn Rússlands
var Jeltsín efstur með einkunnina
8,37 af tíu mögulegum. Styrkur
Tsjúganovs mældist 7,56 og hafði
aukist umtalsvert frá síðustu könn-
að skipta sköpum fyrir forsetann
og tryggja endurkjör hans. „Lúskov
nær örugglega endurkjöri í fyrri
umferðinni 16. júní. Kjör
hans getur orðið til þess að
kjósendur styðji Jeltsín í
seinni umferð forsetakosn-
inganna," sagði Kinsburskíj.
Gekk hann þá að því sem
vísu að enginn frambjóðandi
hlyti meirihluta í fyrri um-
ferðinni.
Lúskov er talinn í hópi
áhrifamestu umbóta-
hafa miklar
un sem birt var í febrúar. í þriðja
sæti var Júríj Lúskov, hinn áhrifa-
mikli borgarstjóri Moskvu en næstur
honum komu þeir Viktor Tsjerno-
myrdín forsætisráðherra og Alex-
ander Korzhakov, yfirmaður líf-
varðasveita Jeltsíns og einn helsti
ráðgjafi hans. Grígoríj Javlínskíj,
leiðtogi umbótaflokksins Jabloko og
forsetaframbjóðandi, hefur heldur
styrkt stöðu sína og er nú í sjöunda
sæti.
Mikilvægur stuðningur
Lúskovs
Rússneskir stjórnmálaskýrendur
eru almennt þeirrar hyggju að þeir
Jeltsín, Tsjúganov og Lúskov munu
einkum setja svip sinn á baráttuna
fram að kosningunum. Þekktur
stjórnmálafræðingur, Alexander
Kinsburskíj, sagði í viðtali við dag-
blaðið The Moscow Tribune að
stuðningur Lúskovs við Jeltsín kynni
sinnanna og
breytingar átt sér stað í
Moskvu í valdatíð hans. Borgarstjór-
inn heitir því í auglýsingu í nýjasta
hefti bandaríska tímaritsins Time
að haldið verði áfram á sömu braut.
Auk Lúskovs hefur m.a. Jegor
Gaidar, fyrrum forsætisráðherra,
látið að því liggja að hreyfing hans
muni styðja Jeltsín.
Javlínskíj bjartsýnn
Margir telja að Grígoríj Javlínskíj
sé í raun eini trúverðugi valkostur-
inn við þá Jeltsín og Tsjúganov.
Javlinskíj hefur iýst yfir því að kjós-
endur muni fylkja sér að baki honum
þegar í kjörklefana er komið en
hann er nú í fjórða sæti frambjóð-
enda ef marka má skoðanakannan-
ir. „Ég er öldungis sannfærður um
að fiestir landsmenn vilja ekki að
kommúnistar komist aftur til valda
og að þeir vilja heldur ekki draga
fram lífið með sama hætti og þeir
gera nú,“ sagði Javlínskíj.
Prímakov segist skilja
Varsjá. Reuter.
áhyggjur Pólverja
ALEKSANDER Kwasniewski, for-
seti Póllands, og Jevgení Prímakov,
utanríkisráðherra Rússlands,
ræddust við í gær og sögðu að
stigið hefði verið skref í áttina að
bættum samskiptum milli Pólveija
og Rússa. Hins vegar tókst
Kwasniewski ekki að sannfæra
Prímakov um að innganga Pólveija
í Atlantshafsbandalagið (NATO)
yrði Rússum að skaðlausu.
Prímakov kvaðst ánægður með
niðurstöðu viðræðnanna, þrátt fyr-
ir að Kwasniewski virtist hafa
verið ómyrkur í máli. Hann sagði
að tveggja daga heimsókn sín
væri upphafið að bættum sam-
skiptum ríkja, sem voru banda-
menn í Varsjárbandalaginu, en
hafa fjarlægst eftir hrun Sovét-
ríkjanna, einkum vegna tilrauna
Pólveija til að verða hluti vestræns
hemaðarskipulags.
Prímakov sagði að Rússar
skildu þær áhyggjur, sem ráða-
menn í Varsjá hefðu, þótt þeir
væru ekki reiðubúnir til að sætta
sig við stækkun NATO.
Prímakov ítrekaði gamlá tillögu
Rússa um að ríki Austur-Evrópu
létu af áformum um sækja um
aðild að NATO og Vesturlönd og
Rússar ábyrgðust öryggi þeirra í
staðinn. Pólverjar höfnuðu þessari
hugmynd samstundis. „Pólveijar
eru staðráðnir í að sækja um aðild
að NATO,“ sagði Dariusz Rosati,
utanríkisráðherra Póllands. „Sag-
an sýnir að ábyrgðir duga ekki.“