Morgunblaðið - 16.03.1996, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 16.03.1996, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIVIT Hafna stórmark- aði við Auschwitz Varsjá. Reuter. ALEKSANDER Kwasniewski, forseti Póllands, hefur mótmælt áformum um byggingu versl- unarmiðstöðvar tæpum 100 metrum frá innganginum að Auschwitz-útrýmingarbúðum þýskra nasista þar sem rúm milljón gyðinga var drepin í seinni heimsstyrjöldinni. Yfirvöld í bænum Oswiecim, sem er við útrýmingarbúðirnar fyrrverandi, og forstöðumaður safnsins á staðnum höfðu heimil- að framkvæmdirnar. Pólska stjórnin ákvað að senda nefnd á staðinn til að afla upplýsinga um áformin og hún hyggst beita sér fyrir því að leyfið til framkvæmd- anna verði afturkallað. Smásölufyrirtæki á staðnum hyggst breyta niðurníddum byggingum, sem hýsa nú vöru- geymslu, bílaverkstæði og versl- un, í 5.000 fermetra stórmarkað, skyndibitastað og íbúðir. Lysti- garður er einnig ráðgerður við byggingarnar. Ráðamenn í ísrael og gyðing- ar í Pólla,ndi mótmæltu áformun- um harðlega. „Þetta er ekki stað- ur til að versla og skemmta sér á,“ sagði Shevah Weiss, forseti neðri deildar ísraelska þingsins. „Þetta er helgur staður og við viljum að ekkert verði byggt á honum.“ Kwasniewski kvaðst hafa full- vissað Weiss og forystumenn samtaka gyðinga í Póllandi um að hann myndi beita sér fyrir því að hætt yrði við framkvæmd- irnar. Reuter Bandaríska alríkislögreglan upprætir mafíuna í Detroit Ákæruatríðin allt að þriggja áratuga gömul Detroit. Reuter. BANDARÍSKA alríkislögreglan, FBI, handtók á fimmtudagskvöld 17 menn sem taldir eru stjórna maf- íunni í Detroit. Ákæruatriðin ná sum allt að 30 ár aftur í tímann og eru hin fjölbreytilegustu. Talsmaður FBI sagði að handtök- umar og ákæruatriðin, sem alls munu vera 25, „legðu í rúst“ starfsemi mafíunnar í Detroit, sem löngum hefur verið umfangsmikil. Mafíufor- ingjarnir 17 voru handteknir í Detro- it og í Florída en foringi þeirra er Jack William Tocco. Glæpamennimir veittu enga mótspymu og var öllum nema einum sleppt gegn tryggingu. William Buffalino, verjandi Tocc- os, lýsti yfir því að ákæruskjölin væru „marklaus með öllu“ og vændi FBI um tilbúning og lygar. Valdamikill glæpamaður FBI telur Tocco einn valdamesta glæpaforingja Bandaríkjanna en hann mun hafa verið skipaður yfir- maður Detroit-mafíunnar árið 1979. Talsmenn lögreglunnar bættu við að auk Toccos, sem er 69 ára, hefði nánasti undirsáti hans, hinn 68 ára gamli Anthony Zerilli, verið hand- tekinn ásamt þeim bræðrum Tony og Vito Giaclone sem báðir eru rúm- lega sjötugir. Sá yngsti sem laganna verðir klófestu er 32 ára. Ákæruatriðin eru m.a. okurlána- starfsemi, ólögleg starfsemi spila- víta, kúganir og samsæri um morð og íkveikjur. Mál þessi ná allt aftur til ársins 1966. Morðákæra var ekki gefin út en FBI-menn sögðu mafíu- foringjana oftlega hafa hótað Ijend- um sínum sprengjutilræðum. „Með þessari ákæru mun allir 17 leiðtogar Cosa Nostra í Detroit standa frammi fyrir fangelsisdóm- um, frá fimm árum til lífstíðar, og gífurlega háum sektum," sagði Saui Green, ríkissaksóknari. Embættismenn í dómsmálaráðu- neytinu í Washington sögðu að glæpaforingjar frá Detroit hefðu Engar EMU- tilslakanir Dublin. Reuter. HANS Titmey- er, seðlabanka- stjóri Þýska- lands, sagði á blaðamanna- fundi í Dublin í gær, að ekki kæmi til greina af hálfu Þjóð- verja að slaka á kröfum varð- andi aðild að peningalegum samruna Evrópuríkja, EMU. Tietmeyer sagði að peninga- legur stöðugleiki EMU skipti meira máli en hvenær sameig- inleg mynt yrði tekin upp. Samkvæmt Maastricht-sam- komulaginu á peningalegi samruninn að eiga sér stað árið 1999. Þýski seðlabankastjórinn lagði til að tekið yrði upp breytt gengissamstarf Evrópu, eins konar EMS II, þar sem hinn nýi sameiginlegi gjald- miðill yrði kjölfestan í gengis- skráningu ESB-gjaldmiðla, sem ekki eiga aðild að EMU, gagnvart erlendum gjald- miðlum. Hans Tietmeyer Danskur þunga- vigtarmaður gegn EMU Kaupmannahöfn. Morgfunbiadið. ERIK Hoffmeyer, fyrrum seðla- bankastjóri Dana, hefur lýst vantrú á evrópska myntkerfinu (EMU), þar sem hann komi hvorki auga á pólitíska né efnahagslega kosti þess. Það hefur lengi legið í loftinu að Hoffmeyer væri ekki sérlega trúaður á kerfið, en samkvæmt danska blaðinu Politiken lýsti hann hreinni vantrú á því á ráðstefnu um myntkerfið á vegum Royal Institute of Internationai Affairs í London. í erindi sínu sagði Hoffmeyer að opni markaðurinn hefði þegar haft í för með sér þá efnahagslegu kosti, sem sagðir væru hljótast af kerf- inu. Smávægileg viðbótarhag- kvæmni kerfísins væri í engu sam- ræmi við þann forræðismissi sem það kostaði aðildarlöndin. Hugsanlega pólitíska kosti sagði Hoffmeyer erfíðara að meta. En þá þyrfti einnig að hafa í huga að ekki hefði tekist að móta þá 'í Maastricht-samkomulaginu og tækist að öllum líkindum heldur ekki á ríkjaráðstefnu ESB nú. Hann ályktaði því að best væri að fresta myntkerfinu, en reyna heldur að bæta gengissamstarfið gamla, sem gliðnaði í ágúst 1993. Þrískipt ESB Hoffmeyer benti á að væri mynt- kerfinu haldið til streitu gæti það leitt til þrískipts Evrópusambands. Einn hópurinn yrði saman í mynt- kerfinu, norrænu aðildarlöndin vildu ekki vera með og í þriðja lagi væri Suður-Evrópa, sem gæti ekki verið með því löndin þar uppfylltu ekki efnahagsforsendur kerfisins. Fyrir lítið land eins og Danmörku væri traust gengissamstarf mun hagstæðara, en það þyrfti þá að vera tryggilegra en um leið sveigj- anlegra en gamla samstarfið. Á ráðstefnunni tðku bæði Eddie George, seðlabankastóri Breta, og Adair Turner frá breska iðnrek- endasambandinu undir sjónarmið Hoffmayers. einnig látið til sín taka í spilavítum í Las Vegas á sjöunda og áttunda áratugnum og lagt á ráðin um morð, misþyrmingar og mútugreiðslur. Hvergi vikið að Hoffa-málinu í ákærunni er hvergi vikið að verkalýðsleiðtoganum Jimmy Hoffa sem hvarf eftir að hafa setið á veit- ingastað í úthverfi Detroit árið 1975. Því hefur löngum verið haldið fram að mafíuforingjar hafi ákveðið að ryðja honum úr vegi. Talsmaður FBI sagði að áfram yrði unnið að rann- sókn Hoffa-málsins. Janet Reno dómsmálaráðherra sagði á blaðamannafundi í Washing- ton að handtökur glæpaforingjanna væru liður í herferð gegn glæpasam- tökum í Boston, New York, New Orleans, Chicago, Philadelphia, Cle- veland og Newark. Heimildarmenn í röðum FBI sögðu að undanfarin fimm ár hefði verið fylgst grannt með ferðum mafíuforingjanna í Detroit. Beitt hefði verið háþóuðum tæknibúnaði í þessu skyni auk þess sem fulltrúar lögreglunnar hefðu komist inn í sam- tökin undir fölsku flaggi. Mugabe einn eftir í framboði ABEL Muzorewa, biskup og leið- togi stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe, dró í gær forseta- framboð sitt til baka og er því ljóst að Robert Mugabe, forseti landsins, mun silja annað sex ára kjörtímabil. Forsetakosningarnar verða haldnar um helgina. Stjórnarandstaðan hafði kraf- ist þess að kosningunum yrði frestað vegna ásakana um að kosningalög landsins striddu gegn stjórnarskránni og tryggðu hag Mugabes og flokks hans. Hæstiréttur Zimbabwe hafnaði þessari kröfu í gær á þeirri for- sendu að ekki væri ljóst hvers vegna þetta mál væri svo brýnt og spurði hvernig á því stæði að hún væri lögð fram á síðustu stundu. Mugabe hefur setið við völd í 16 ár og var búist við að hann myndi bera sigur úr býtum í kosn- ingunum. Aðstoðarmaður Mugab- es sagði að nú gæti forsetinn ekki sannað lýðhylli sína fyrir um- heiminum vegna þess að hann væri einn í kjöri. Áður hafði Ndabaningi Sithole, sem um langt skeið hefur verið í stjórnarandstöðu, dregið sig í hlé. Á myndinni sjást Nhau-dansar- ar með „hvítar“ grímur og veifur til stuðnings Mugabe. BobDole kveðst öruggnr um tilnefningu Repúblik- anar sam- einist Washington. Reuter. BOB Dole, leiðtogi repúblikana i öldungadeild Bandaríkjaþings, hvatti repúblikana til að fylkja sér um hann í forsetakosningunum 5. nóvember eftir að einn af andstæð- ingum hans í forkosningunum, Steve Forbes, ákvað á fimmtudag að draga sig í hlé. Allir helstu andstæðingar Doles í forkosningunum hafa nú dregið sig í hlé nema Pat Buchanan. „Sem repúblikanar höfum við nú það verkefni að fylkja okkur um forsetaefnið - og Bob Dole verður forsetaefni Repúblikana- flokksins, enginn vafi leikur á því,“ sagði Dole á kosningafundi í Mic- higan. Bob Dole, leiðtogi repúblik- ana í öldungadeildinni. Efnt verður til forkosninga í fjór- um ríkjum á þriðjudag, í Michigan, Illinois, Ohio og Wisconsin, sem eru með alls 229 kjörmenn. Með því að tryggja sér flesta eða alla þessa kjörmenn verður Dole mjög nálægt því að fá þá 996 kjörmenn sem hann þarf til að verða tilnefndur frambjóðandi repúblikana á flokks- þingi þeirra í San Diego í ágúst.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.