Morgunblaðið - 16.03.1996, Síða 26

Morgunblaðið - 16.03.1996, Síða 26
MORGUNBLAÐIÐ YKURMOLARNIR sungu og spiluðu um Regínu Thoraren- _ sen og Maja litla með ljósa hár- ið, Anna Maja, Hanna litla og heiðurs- stúlkan Gunna koma strax upp í huga Péturs Péturssonar þular, þegar spurt er eftir íslenskum lögum um konur, raunverulegar, sem ímyndað- ar. Að ógleymdri Dagnýju. Pétur er líka hafsjór af fróðleik um tónlist- armenningu sem óðum er að gleym- ast og stóð fyrir margvíslegri skemmtan á árum áður, þar á meðal fyrstu danslagakeppninni á Hótel Islandi. Oagný Ersumarið kom yfír sæinn og sólskinið ljómaði um bæinn og vafði sér heiminn að hjarta ég hitti þig ástin mín bjarta segir í ljóði Tómasar Guðmundssonar við lag Sigfúsar Halldórssonar, Dagný, sem bar sigur úr býtum á Hótel íslandi forðum daga. En Tómas vildi ekki gangast við textanum í fyrstu að Péturs sögn. „Hann hafði gert fleiri texta sem hann vildi ekki kannast við svo sem um Önnu Maju við lag Henni Ras- mus, sem líka varð ofarlega í keppn- inni. Tómas mótmælti því svo opinberlega að hafa samið ljóðið við lag Sigfúsar, en gekkst við því síðar.“ Tómas samdi textann samkvæmt beiðni segir Pétur jafnframt og fékk 25 kall fyrir. Titillinn kom annars staðar frá. „Dagný Pierre var hjúkrunarkona sem hingað kom síðsumars 1939 á hjúkrunar- kvennamót og bjó inni í Laugar- dal. Eg hafði kynnst henni í Svíþjóð, þar sem við gengum í sama lýðháskóla. Við Sigfús réðum nafngiftmni og lagið var nefnt eftir henni,“ segir hann. Lagið var síðan gefið út og selt í hljóðfæraverslunum en Pétur sá um útgáfu á fyrstu þremur lögum Sigfúsar. Atti hann ljós- mynd af Dagnýju sem Björn Halldórsson leturgrafari, bróð- ir Sigfúsar, teiknaði síðan eftir á kápuna. „Og það komu fleiri úr fjölskyldunni við sögu því Guðjón bróðir Sigfúsar og Björns hlaut verðlaun fyrir textann við Minningu, eftir Guðmund Jóhannsson, sem varð í öðru sæti.“ t*ú ert úsh þú ert yndið mitt yngsta og besta orti Gestur, Guðmundur Bjömsson landlæknir, til dóttur sinnar Þórdísar Óskar. Lagið er eftir Þórarin Guðmundsson. „Þegar Þórarinn er búinn að semja lagið fer hann að heimsækja Guðmund, sem bjó þar sem nú er Humarhúsið. Þetta er á sunnudegi. Þórarinn spOar lagið og að því búnu rís Guðmundur á fætur, faðm- ar hann að sér og biður leyfis, að fá að kyssa hann. Svo segir Guðmund- ur við Þórarin: „Má ég ekki bjóða yður viskí-sjúss, þér hljótið að vera orðnir þreyttir á þessum helvítis hundaskömmtum sem þér eruð sífellt að kría út úr mér?“ en það var spíri úr apótekinu kallaður, á bann- árunum,“ segir Pétur. „Þórarni bregður við og hváir og þá segir Guðmundur. „Hingað kem- ur maður í hverri viku og og segist vera sendur frá yður.“ Það var þá einn hljóðfæraleikaranna í hljóm- sveit Þórarins sem hafði beitt þess- um brögðum til þess að hafa spíra út úr landlækninum,11 segir Pétur og skellihlær. Skal þá haldið í aðra sálma og er- lenda. Layla „Layla, ég féll fyrir þér eins ogkjáni þú umturnaðir öllu“ söng Eric Clapton árið 1970 til Patti Boyd, konu George Harrison. Patti, sem þá var þekkt fyrirsæta, var ekki óvön ástarjátningum á vínylplasti því bítlalagið Something, sem út kom 1968 var samið tO henn- ar líka. Ray Coleman, sem ritaði ævisögu Erics Clapton, segir nokk- urn mun á þessum lögum. „Some- thing var blíðleg ástarjátning en Layla, úr persneskri sögu um óendurgoldna ást, er örvæntingar- fyllra.“ Boðin komust hins vegar til skila og Boyd hóf leynilegt sam- band við Clapton. Síðan skildi leiðir og Clapton sökkti sér í heróín- neyslu næstu þrjú árin. En hjónaband Harrisons og Boyd var ekki sem skyldi og þegar Clapton loks játaði ást sína á Patti fyrir eiginmanni hennar sagði Harrison: „Þú ræður hvað þú gerir, maður“. Boyd og Clapton gengu síðan í hjónaband árið 1979 og skildu níu árum síðar. Þrátt fyrir það sem á undan er gengið er þremenningunum í flétt- unni enn vel til vina og Harrison og Clapton hafa farið saman í tón- leikaferðir. Sá síðarnefndi er hins vegar aldrei alveg í rónni þegar röðin kemur að Layla. „Ég hef oft velt því fyrir mér hvað í skollanum hann sé að hugsa á meðan,“ segir hann. Boyd, nú fimmtug, leggur stund á ljósmyndun og á vingott við Ron Weston byggingaverktaka. „Það var bæði gott og blessað að blása tveimur tónlistarmönnum andann í brjóst, en það þarf meira til,“ segir hún. Er til mótefni gegn moskítóbiti? Magnús Jóhannsson læknir svarar spurningum lesenda Spuming: Kona, sem oft fer til útlanda, segist verða meira fyrir barðinu á moskítóflugum en sam- ferðamenn hennar. Þeir eru yfir- leitt annaðhvort lítið bitnir eða ekkert, meðan hún verði illilega fyrir áreitni. Getur verið að fólki í tilteknum blóðflokki sé oftar bitið en annað og er til vöm eða mótefni sem fólk getur borið á sig eða tekið inn til þess að verða síður fyrir biti? Svar: Það er rétt að moskítóflug- ur bíta suma einstaklinga meira en aðra en það hefur ekkert með blóðflokka að gera. Sennilega staf- ar þetta mest af efnum á yfirborði húðarinnar og einnig af raka hennar. Þetta er talið skýra það hvers vegna sumir eru bitnir meira en aðrir og einnig hvers vegna sami einstaklingur er bitinn mikið í eitt skipti en minna í ann- að. Þetta eru allt atriði sem frekar lítil áhrif er hægt að hafa á. Annað atriði er það að sumir einstakling- ar eru bitnir mikið án þess að verða varir við það og án þess að bólgna upp. Þegar viðbrögð verða við stungu moskítóflugunnar geta þau verið tvenns konar, annars ve- gar er um að ræða ertingu sem veldur vægri bólgu og óþægindum sem hverfa á fáeinum klukkustundum og hins vegar ofnæmisútbrot sem valda oft mikilli bólgu, kláða og verk sem getur staðið í marga daga. Það mikilvægasta er að forðast stung- urnar og við getum gert ýmislegt til þess. Hægt er að vera í fótum sem flugumar eiga erfitt með að stinga í gegnum, stundum er hægt að forðast staði eða aðstæður þar sem mikið er af moskítóflugum og einnig er hægt að nota efni sem fæla flugurnar frá, skordýrafælur. Slíkar skordýrafælur fást yfírleitt í lyfjabúðum og eru lausn (vökvi) sem maður ber á húðina á útsett- um svæðum. Skordýrafælur þarf að bera á húðina í ríkulegu magni, þær veita ekki fullkomna vöm og áhrifin standa ekki lengi. í heitu og þurru veðri gufa efnin hratt upp og bera þarf skordýrafæluna á sig með stuttu millibili, t.d. á klukkutíma fresti. Besta vörnin er sem sagt heppilegur klæðnaður og skordýrafælur á fljótandi formi. Spurning: Ég er 70 ára kona og hef mikla þörf fyrir hreyfíngu, ég geng 6 daga í viku, um klukku- stund á dag, og þar af í um 10 mínútur upp bratta brekku og síðan geri ég leikfimi í 10 mínútur. Er þetta of mikið fyrir minn ald- Hreyfing ur? Svo er annað: Þegar ég sit í ró og næði er púlsinn 50-60 slög á mínútu en þegar ég laþba upp brekkuna fer hann í 100 slög. Er þetta eðlilegt? Svar: Það sem þú gerir er örugg- lega eitt af því besta sem hægt er að gera til að halda heilsu. Margir sem komnir eru á þinn aldur hreyfa sig allt of lítið en það skal einnig tekið fram að það er ein- staklingsbundið hve mitól hreyfing er hæfileg, það er nokkuð sem hver og einn verður að finna sjálf- ur. Hæfileg hreyfing er, ásamt hollu mataræði, eitt af því sem hver og einn getur gert til að minnka hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum og einnig bein- þynningu. Sú hreyfing, sem lýst er, er hreint ekki of mikil fyrir 70 ára gamla konu sem ektó er haldin sjúkdómi sem gæti gert áreynslu óæskilega. Púlsinn eða hjartslátt- artíðnin er að vissu martó mæli- kvarði á það í hve góðri líkams- þjálfun við erum. Við líkamsþjálf- im styrtóst hjartavöðvinn eins og aðrir vöðvar líkamans og við það þarf hjartað ektó að slá eins hratt til að dæla því magni af blóði sem þarf hverju sinni. Púls sem er 50- 60 slög á mínútu í hvíld og hækkar ektó nema í 100 slög við talsverða áreynslu er ekki bara eðlilegt held- ur merki um gott líkamlegt ástand. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt Iækninn um það sem þeim liggur á bjarta og er tekið i móti spurningum á virkum dögum milii klukkan 10 og 17 ( síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax 5691222.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.