Morgunblaðið - 16.03.1996, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 16.03.1996, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 29 AÐSEIMDAR GREINAR Fjármögnun og ferliverk í TENGSLUM við þann niður- skurð í heilbrigðisþjónustu, sem hefur verið ákveðinn í fjáriögum, hefur verið beitt alþekktri vinnuað- ferð sem er flatur niðurskurður. Þessi aðferð hefur nú verið reynd í mörg undanfarin ár með misjöfn- um árangri en flestir virðast nú orðið sammála um að nú sé komið að þeim mörkum að nauðsynlegt sé að forgangsraða verkefnum og komast að niðurstöðu í þeim efnum. Fjármögnun heilbrigðisþjónustu hér á landi hefur undanfarin ár byggst á kerfi fastra fjárlaga hvað rekstur sjúkrahúsa varðar. Fram- lögin eru ákveðin á Alþingi og finnst ýmsum að þar sé ekki gætt nægi- lega réttlátra sjónarmiða enda upp- hæð sú sem ætluð er til reksturs hinna einstöku stofnana ekki í bein- um tengslum við afköst þeirra. Verulegur niðurskurður hefur orðið á framlögum til sjúkrahúsa eins og alþjóð er kunnugt. Fjármögnun til þjónustu við ut- anspítalasjúklinga, sem þurfa á sér- fræðiþjónustu að halda, er eftir annarri leið. Hún byggist á fram- lagi til Tryggingastofnunar ríkisins á fjárlögum en TR semur síðan við lækna um greiðslu fyrir þau verk, sem unnin eru. Einnig á þessum lið var verulegur niðurskurður þannig að í nýgerðum samningi aðila er gert ráð fyrir minni íjárframlögum til ferliverkaþjónustu en áður. Þessi aðferð verður til þess að ekki er hægt að flytja þjónustu við sjúklinga frá því að vera veitt í sólarhringsþjónustu í dagdeildar- þjónustu. Til þess að.fólk átti sig á hvað er um að vera þá er talið að hægt væri að þjóna 3-4 sjúklingum á dagdeild fyrir sömu upphæð og það kostar ef leggja þarf einn sjúkl- ing inn á spítala. Hvað gera aðrar þjóðir? Það vill svo til að sl. sumar komu hér ráðgjafar frá Dansk Sygehus Institut í sambandi við sameiningu Landakots og Borgarspítala í Sjúkrahús Reykjavíkur. I greinar- gerð sinni segja þeir m.a.: „Það er mjög nauðsynlegt að sjúkrahúsið þrói starfsemi sína meir í átt til feriiverka. Ný tækni og nýjungar í meðferð auka mjög möguleika á að meðhöndla sjúklinga án innlagn- ar, sem hefur í för meði sér mun minni þörf fyrir sjúkrarúm. Þetta á ekki síst við um skurðlækningar. Skurðlækningadeildirnar geta með aukinni ferliverkaþjónustu dregið úr þörf fyrir legurými og sparað þannig peninga." Fyrir nokkrum dögum kom hing- að ráðgjafi á vegum Sjúkrahúss Stretsbuxur kr. 2.900 Konubuxur kr. 1.490 Mikfö úrval af allskonar buxum Opið á laugardögum Nýbýlavegi 12, sími 554 4433. FYRIR WINDOWS 95 CT KERFISÞRÓUN HF. “ Fákafeni 11 - Sími 568 8055 Reykjavíkur, Alain Gauthier að nafni. Hann er franskur að uppruna en hefur búið undanfarin 10 ár í Kaliforníu, þar sem hann hefur unnið ráð- gjafarstörf. Fróðlegt er að sjá hvað hann segir um þróunina vestan hafs: „Þróunin frá innanspítalaþjón- ustu - þar sem sjúkl- ingar þurfa á sólar- hringsþjónustu að halda - í mun ódýrari dagdeildarþjónustu er mjög hröð. Ný tækni í Ólafur Örn Arnarson rannsóknum og með- ferð hefur flýtt fyrir þessari þróun. Sér- fræðingar telja að loka þurfi meira en helmingi þeirra 900 þús. bráða- sjúkrarúma, sem nú eru til staðar í Banda- ríkjunum, fyrir alda- mót og breyta þeim fyrir dagdeildarstarf- semi.“ Áhrif á þróunina Sú fjármögnunarleið sem við höfum farið kemur beinlínis í veg fyrir þá þróun sem ger- Nauðsynlegt er, segir Olafur Orn Arnarson, að taka upp ný vinnubrögð. ist með öðrum þjóðum. Með þessari tvískiptingu virðist sem annar aðil- inn viti ekki af hinum og báðum er sagt að skera niður. Ef fjármögn- un þessara tveggja nær óaðskiljan- legu þátta heilbrigðisþjónustunnar væri á sömu hendi yrði mönnum fljótlega ljóst að með því að auka framlög til ferliverka er hægt að spara þá upphæð þre- til fjórfalda í spítalaþjónustu án þess að skerða þjónustu við sjúklinga. Það er mjög brýnt að fólk átti sig á því að sjúkl- ingur sem er lagður inn á sjúkrahús til rannsóknar eða aðgerðar, sem auðvelt er að framkvæma á dag- deild, tekur pláss og fjármuni frá þeim sem nauðsynlega þurfa á sól- arhringsþjónustu að halda. Til þess að stuðla að þeirri þróun, sem veit- ir almenningi sem mesta þjónustu fyrir það fjármagn sem rennur til heilbrigðismála, er nauðsynlegt að taka upp ný vinnubrögð. Það þarf að auka mjög þekkingu á hvernig kostnaður verður til í þjónustu við sjúklinga. Það þarf að beina fjár- magni þangað sem þjónustan er veitt og eftir þeim leiðum sem hag- kvæmastar eru. Höfundur or læknir. 7 ■ ' L L Jó Venu me.ö fyrir kl. 20~(»
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.