Morgunblaðið - 16.03.1996, Side 30
30 LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Nýskipan í starfs-
mannamálum ríkisins
FRUMVARP til laga
um réttindi og skyldur
starfsmanna hefur að
markmiði að afnema
æviráðningar, skerpa
ábyrgð forstöðumanna
í ríkisrekstri, gefa
starfsfólki tækifæri til
að vera launað eftir
ábyrgð og hæfni í
starfi og koma á nú-
tímalegra starfsum-
hverfi í ríkisrekstrin-
um. í þessari grein
verður fjallað um
veigamestu breyting-
arnar og rakinn að-
dragandi frumvarps-
ins.
Breytt starfsmanna-
stefna ríkisins er forsenda þess að
bæta megi rekstur ríkisins og ná
fram aukinni hagkvæmni. Á síðustu
árum hafa verið gerðar margvíslegar
tilraunir með breytt fyrirkomulag í
ríkisrekstri sem lofa góðu. Má í því
sambandi nefna þjónustusamninga
sem gerðir hafa verið milli stofnana
og ráðuneyta. Þar er tilgreint hvaða
þjónustu ráðuneyti kaupir af stofn-
uninni og fyrir hvaða verð. Kvenna-
skólinn er kominn einna lengst á veg
í þessari tilraun og lofar árangurinn
góðu. Hins vegar er ljóst að við
óbreytt fyrirkomulag er
svigrúm skólans til að
ná sem bestum árangri
takmarkað. Ef þjónustu-
samningur við Kvenna-
skólann skilar bættum
rekstri, leiðir til betri
árangurs o.s.frv. er að
óbreyttu erfitt að um-
buna starfsfóiki í sam-
ræmi við árangur. Til
þess að koma á nýskipan
í ríkisrekstri, hvort sem
það er í skólamálum,
heiibrigðismálum eða á
öðrum sviðum ríkis-
rekstrarins, verður að
veita stofnunum og
starfsfólki þess aukið
svigrúm og sjálfræði til
að ná þeim árangri sem krafist er.
Hugmyndir fjármálaráðherra
Á ráðstefnu fjármálaráðherra
haustið 1994 setti hann fram lista
yfir sex atriði sem hann taldi að taka
ætti mið af í þróun launa- og starfs-
mannamála:
1. Auka þarf og skerpa ábyrgð
yfirmanna ríkisfyrirtækja og stofn-
ana. Einnig þarf að leggja af ævi-
ráðningar og meta stjórnunarstörf
eftir árangri.
2. Hverfa þarf frá þeirri lagalegu
sérstöðu sem ríkir um málefni ríkis-
starfsmanna.
3. í stað þess að leggja megin-
áherslu á starfsaldurshækkanir í
kjarasamningum, verði meira tillit
tekið til ábyrgðar, frammistöðu og
framleiðni.
4. Þess verði freistað að samræma
lífeyrismál opinberra starfsmanna
því sem gerist á almennum vinnu-
markaði
5. Stefnan í starfsmannahaldi rík-
isins verði að sjá til þess að ríkið
geti keppt við einkamarkaðinn um
hæft starfsfólk á jafnréttisgrund-
velli.
6. Umsýsla um launa- og starfs-
mannamál færist út í stofnanir.
Starfsmenn þátttakendur
Fjármálaráðherra hefur lagt á það
áherslu að ríkisstarfsmenn séu þátt-
takendur í umræðunni um breytingar
í ríkisrekstrinum. Árið 1993 var hald-
in ráðstefna á vegum fjármálaráðu-
neytis um ríkisreksturinn. Á þá ráð-
stefnu mættu um 300 manns. í fram-
haldi af því voru skipaðir vinnuhópar
til að útfæra hugmyndir um umbæt-
ur. í tillögunum sem fylgdu í kjölfar-
ið má fínna margt af því sem unnið
hefur verið að á síðustu árum. Má
þar nefna þjónustusamninga stofn-
ana og ráðuneyta, útboð og aukið
Þór
Sigfússon
ÍSLENSKT MÁL
HARALDUR Guðnason í Vest-
mannaeyjum bregst okkur ekki
frekar en fyrri daginn. Birti ég
nú með þökkum meginhluta af
skemmtilegu bréfi frá honum:
„Kær heilsan.
Hvimleið finnst mér það sem
ég kalla eftiröpun tískuorða (t.d.
ásættanlegt) og setninga.
Langt er síðan alþingismenn
fóru að skoða málin. Fleira
mætti nefna.
Nú þrástagast fjölmiðlafólk á
því að axla ábyrgð. Áður báru
menn ábyrgð á hinu og þessu.
Staðlað orðafar: Með þessum
hætti. í minni sveit sögðu menn
stundum á þennan hátt.
Menn eru öðru hvoru að „fá
leið“ á ýmsu. í minni sveit var
alltaf talað um leiða.
í útvarpi talaði maður um
„einhveijar tíu þúsundir“. Af
hverju verða tíu þúsundir „ein-
hverjar“?
„Kemur til með“ tyggur hver
eftir öðrum í fjölmiðlum, oft
mundi sögnin að munu ein duga.
Önnur algeng tugga: „til að
byija með“. Halldór Laxness
segir sögu af Jóni Helgasyni í
Árnasafni. Safngestur bað um
nokkur heimildarrit til athugun-
ar, sem Jón færði honum með
þeim orðum, að hann gæti feng-
ið meira seinna. Safngestur
þakkaði, sagði að þetta væri nú
gott til að byrja með. Jón svár-
aði: „Hver sem segir „til að byija
með“ hér, verður barinn.“
Fjölmiðlar segja okkur að nú
sé alltaf verið að skapa, skapa
ný störf. Gamla fólkið sagði, að
það væri bara guð sem skapaði.
Nú er þetta breytt. Til dæmis
„skapar" SH 50 störf með Óp-
al. Sumir eru stórtækir í sköpun-
arverkinu og ætla að „skapa“
12.000 ný störf fyrir aldamót.
í morgunútvarpi talaði maður
um ársgrunn. Mér leist vel á
orðið í stað síbyljunnar um árs-
grundvöllinn. I spurningaþætti
framhaldsskóla talaði stjómandi
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
840. þáttur
um að „þýða yfir á íslensku".
Mér leist hins vegar illa á það!
Internet: Netmenn sendu
„kynningarrit" í hús hér í bæ.
Kynnu að eiga sitthyað ólært
þótt netið sé „gott til síns
brúks“.
Mál er að nöldri linni að sinni.
Ávarpsorðin eru úr bréfi Land-
eyings 1920. Sveitungar mínir
kvöddu oft á þessa leið: „Vertu
svo kært kvaddur (kvödd) og
Guði falinn (eða bífalaður) í bráð
og lengd. Það mælir þinn ein-
lægur (eða ónýtur) vinur.“ - Svo
kom nafnið.
Með góðri kveðju og ósk um
velfamað á árinu 1996.“
★
Vafalaust þykir einhveijum
sem nöldurs gæti í bréfum sem
þessum, en það nöldur er nauð-
synlegt. Haraldur Guðnason hef-
ur aldrei sofnað á verðinum.
Hann gefst ekki upp. Hann held-
ur uppi sleitulausri baráttu fyrir
varðveislu móðurmálsins. Hann
„vinnur það ei fyrir vinskap
manns að víkja af götu sannleik-
ans“.
Ég minnist á fáein dæmi úr
bréfi hans:
1) „Ásættanlegur“ er leið-
indaorð til þess að þýða ensku
acceptable. Viðunandi þykir
umsjónarmanni mun betra.
2) Óákveðna fornafnið ein-
hver er nú hörmulega ofnotað
með tölum. Hvers vegna? spyr
Haraldur. Þetta er enska,
kannski danska. Nú æðir þessi
málspilling yfír eins og iogi yfir
akur (eða lok yfir akur) og ólík-
legustu menn bera sér þetta í
munn. í stað þess að segja um
það bil tíu milljónir eða hér um
bil, því sem næst og enn margt
fleira nothæft, apa menn eftir
Englendingum „some ten mill-
ions“. Þetta mun þykja fínt, en
er það ekki.
3) Sagan af Jóni Helgasyni í
Árnasafni er til í mismunandi
gerðum.
4) í upphafí allt var skapað
og ekki að neinu hrapað;
Rauða hafíð er rautt
og það Dauða dautt,
en enginn veit ennþá hver drap það.
(Höf. ókunnur.)
★
Þakksamlega þegin fróðleg
athugasemd frá Jóni Á. Gissur-
arsyni:
„í pistli þínum íslenskt mál,
838. þætti, segir bréfritari: „Til-
kynningar um jarðarfarir eru
einatt orðaðar þannig að N.N.
(nomen noscio) verði jarðsung-
inn frá tiltekinni kirkju. Mér
virðist eðlilegra að telja látinn
mann jarðsunginn í kirkju..."
Undir þetta tekur þú.
Svo sem útfararsiðum nú er
háttað, á þessi athugasemd rétt
á sér. Engu að síður vísar þetta
orðalag „frá kirkju" á forna
venju sem hélst fram á þessa
öld, þ.e. að syngja Allt eins og
blómstrið eina yfir gröf hins
látna meðan líkmenn fylltu hana
moldu. Best þótti fara á að söng
og greftrun lyki samtímis. Nú
er sálmur Hallgríms 13 vers og
hvert átta ljóðlínur. Hófst því
söngur gjarnan við kirkjudyr,
en hlé mun hafa verið gert á
söng meðan prestur kastaði rek-
um.
„Frá kirkju“ er því ekki am-
baga sem leiðrétta þarf heldur
er laukrétt lýsing á greftrunar-
sið fyrri tíma. Ég held íslensku
máli væri engin hætta búin,
þótt þetta orðalag héldist enn
um sinn.
Með bestu kveðju.“
★
Herrann skapaði loft og láð,
lýði og biómstrið fríða.
Sá var hagur sem það kunni smíða.
(Hallgrímur Pétursson.)
Starfsmannastefnu rík-
isins, segir Þór Sigfús-
son, þarf að gera þjón-
ustuvænni og betri fyrir
skattgreiðendur.
sjálfstæði stofnana. í riti sem kom
út á vegum fjármálaráðuneytis í maí
það sama ár voru þessar hugmyndir
kynntar. Þar sagði m.a. að skapa
þurfi skilyrði til að unnt sé að skipta
um stjórnendur í ríkisrekstri og af-
nema æviráðningu. Þá segir að draga
þurfi úr miðstýringu í starfsmanna-
og launamálum ríkisins.
BSRB á móti breytingum
Með ráðstefnum, fundum og út-
gáfu hafa nýjar hugmyndir í ríkis-
rekstri verið kynntar bæði starfsfólki
ríkisstofnana og almenningi. Á sama
tíma virðist forysta ríkisstarfsmanna
í einu og öllu sjá þessum nýju hug-
myndum allt til foráttu. I leiðara
BSRB tíðinda segir m.a. að reynsla
af hugmyndum á borð við þær sem
starfsmenn Háskóla Islands hafi
kynnt um að auka sjálfstæði stofnun-
arinnar, sé slæm, „þjónusta hefur
versnað og orðið dýrari". Flestar
þjóðir Evrópu eru hins vegar að
reyna þessar aðferðir og ýmis félög
ríkisstarfsmanna hafa tekið þátt í
þeim. Hér virðast samtök opinberra
starfsmanna á móti nær öllum hug-
myndum um umbætur í stjórnun í
ríkisrekstri.
Lögin orðin úrelt
Þótt lögin um réttindi og skyldur
ríkisstarfsmanna séu -rúmlega fertug
hafa litlar sem engar breytingar ver-
ið gerðar á þeim. Starfsmannalög á
Norðurlöndunum eru öll innan við
fimmtán ára gömul. Okkar starfs-
mannalög eru 42ja ára. Sem dæmi
um hversu úrelt lögin eru má nefna
að gengið er út frá þeirri reglu að
starfsmenn ríkisins séu ráðnir eða
skipaðir ótímabundið án gagnkvæms
uppsagnarfrests. Samt sem áður er
stór hluti ríkisstarfsmanna nú ráðinn
með gagnkvæmum uppsagnarfresti
á grundvelli laga frá 1974.
Þá ber víða á úreltum viðhorfum
til kynjanna. Þar segir m.a. að konur
geti einar nýtt sér heimild til sveigj-
anlegs vinnutíma að því gefnu að
þær veiti „heimili forstöðu". Og á
öðrum stað segir: „Ákveða skal með
reglugerð hvernig fari um launa-
greiðslur . .. til kvenna í íjarvistum
vegna barnsburðar."
í hverju felast breytingarnar?
í frumvarpinu felast nokkrar meg-
inbreytingar sem hér verður gerð
grein fyrir í stuttu máli.
- Valddreifing samfara auk-
inni ábyrgð stjórnenda
í fyrsta lagi ganga breytingarnar
út á að dreifa valdi samfara aukinni
ábyrgð stjórnenda í ríkisrekstri.
Forstöðumenn ríkisstofnana fá
aukið svigrúm til að greiða starfs-
mönnum til viðbótar grunnlaunum
eftir hæfni og ábyrgð.
- Nútímalegra starfsumhverfr
í öðru lagi fela breytingarnar í sér
að starfsfólk er hvatt til að gera
betur með því að auka svigrúm til
umbunar fyrir hæfni og ábyrgð í
starfi.
- Allir starfsmenn með sam-
bærileg réttindi
í þriðja lagi má nefna að gert er
ráð fyrir að allir starfsmenn ríkisins
sitji við sama borð hvað réttindi og
skyldur áhrærir.
Ný starfsmannastefna
Breytingar á lögunum um réttindi
og skyldur ríkisstarfsmanna eru
löngu tímabærar. Það eru stöðugt
meiri kröfur gerðar til þjónustu ríkis-
ins og ríkisstofnanir verða að hafa
burði til að keppa við einkamarkað-
inn um hæft starfsfólk. Gamla starfs-
mannastefnan sem forystumenn rík-
isstarfsmanna virðast ríghalda í nið-
urnjörvar kerfið og kemur í veg fyr-
ir aukið sjálfræði og ábyrgð stofn-
ana. Sú stefna er úr sér gengin og
ekki samkeppnishæf við einkamark-
aðinn. Starfsmannastefnan verður
að fá andlitslyftingu ef okkur á að
takast að slípa ríkisreksturinn til og
gera hann þjónustuvænni og betri
fyrir skattgreiðendur.
Með þeim breytingum sem fyrir-
hugaðar eru gefst tækifæri til þess
að bæta ríkisreksturinn. Á síðustu
misserum hefur komið til starfa hjá
ríkinu margt áhugasamt fólk sem
er vel menntað. Við verðum að gefa
þessu fólki svipuð tækifæri og gefast
á einkamarkaðþ Það gerum við ekki
öðruvísi en að veita stofnunum aukið
sjálfstæði og ábyrgð. Það verður að
vera hægt að víkja vanhæfum stjórn-
endum úr starfi, kreijast aukinnar
hæfni og afkasta og verðlauna þá
sem standa sig vel.
Ný starfsmannastefna ríkisins er
tilraun til þess að reka slyðruorð af
ríkisrekstrinum - að þar sé starfs-
fólk upp til hópa sem líti á vinnu
sína sem lífsstíl en ekki þjónustu við
almenning eins og nefnt var nýlega
í einu dagblaðanna. Á hugmynda-
stefnu fjármálaráðherra á síðasta ári
sem um 1.400 manns sóttu, kom
glögglega í ljós hversu áhugasamt
starfsfólk í ríkisrekstrinum er um
að gera betur í ríkisrekstrinum og
ná árangri. Samtök ríkisstarfsmanna
eiga að vera þátttakendur í þessum
breytingum eins og fjöldi ríkisstarfs-
manna hefur verið. Til að halda í
hæft og áhugasamt starfsfólk og
bæta reksturinn verður að fram-
fylgja nýrri starfsmannastefnu.
Höfundur er ráðgjafi
fjármálaráðherra.
■ DREGIÐ var í getraun Gulu
bókarinnar 10. febrúar sl. Alls bár-
ust rúmlega 1.000 lausnir en leikur-
inn fólst í að finna lykilorðið þjón-
usta eftir vísbendingum. Vinnings-
hafar eru eftirfarandi: 1. vinningur:
Ferð fyrir tvo með Flugleiðum til
áfangastaða í Evrópu. Halla Einars-
dóttir, Dalsvegi 1G, Akureyri. 2.
vinningur: Ævintýraleg jöklaferð
fyrir tvo. Gunnar Örn Ingólfsson,
Vatnsstíg 10B, Reykjavík. 3. vinn-
ingur: Helgarlykill að Hótel Örk
fyrir tvo. Eygló Stefánsdóttir,
Næfurási 17, Reykjavík. 4.-20. vinn-
ingur: Bókaúttekt hjá Líf og sögu
að verðmæti 15.000 kr.: Áslaug Þ.
Guðmunsdóttir, Silfurbraut 32,
Höfn í Homafirði, Auður Strand-
berg, Oddnýjarbraut 5, Sandgerði,
Baldur Árnason, Torfufelli 42,
Reykjavík, Gréta Jónsdóttir, Tún-
götu 17, ísafirði, Guðmundur Óli
Scheving, Laufengi 4, Reykjavík,
Guðrún Birna Ólafsdóttir, Alfta-
rima 11, Selfossi, Gunnar Jakobs-
son, Reynihlíð 7, Reykjavík, Helgi
Hallvarðsson, Lyngheiði 16,
Reykjavík, Jón Valur Frostason,
Breiðási 5, Garðabæ, Magnús Ein-
arsson, Dverghömrum 12, Reykja-
vík, Margrét Isleifsdóttir, Víkurflöt
6, Stykkishólmi, Sigrún Þórdís Þór-
oddsdóttir, Bakkaflöt 6, Garðabæ,
Sigurður Þorsteinsson, Lerkihlíð
9, Sauðárkróki, Stefanía Eyjólfs-
dóttir, Viðjugerði 2, Reykajvík,
Sveinbjörn Auðunsson, Laufásvegi
34, Reykjavík, og Þórunn Lárus-
dóttir, Markarvegi 10, Reykjavík.
■ AÐALFUNDUR SARK, Sam-
taka um aðskilnað ríkis og kirkju,
haldinn að Hótel Lind 9. mars sl.
sendir frá sér eftirfarndi ályktun:
„Undanfarna mánuði hefur þjóðin
vaknað betur til vitundar um málefni
kirkjunnar. Stöðugt fleiri hafa kom-
ist á þá skoðun að núverandi sam-
band milli ríkis og þjóðkirkju beri
að endurskoða. Þeim sem styðja að-
skilnað ríkis og kirkju hefur fjölgað
stórkostlega á undanförnum þremur
árum, farið úr fimmtíu og tveim pró-
sentum upp í sextíu og sjö prósent.
Það er því Ijóst að tveir þriðju hlutar
þjóðarinnar eru fylgjandi aðskilnaði.
I ljósi þessa setur aðalfundur Sam-
taka um aðskilnað ríkis og kirkju
fram þá kröfu að Alþingi íslendinga
og ríkisstjórn taki tillit til þessa vilja
meirihluta þjóðarinnar. Fundurinn
leggur til að ríkisstjórn (slands skipi
nefnd sem beri að kanna rækilega
og af fullri alvöru hvemig best'verði
staðið að aðskilnaði og leggi fram
lagafrumvarp þar um. Samtökin
benda á að nú á tímum sparnaðar í
ríkisrekstri má finna þeim gífurlegu
fjármunum sem renna til kirkjunnar
betri og þarfari farveg, þjóðinni til
hagsbóta."
>
)
>
>
>
>
>
>
>
!
t-
I
!
í
I
I
I
I
i
I