Morgunblaðið - 16.03.1996, Síða 38

Morgunblaðið - 16.03.1996, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Eru velferðarkerfi Evrópuríkja í hættu? FRÁ Iokum síðari heimsstyijaldar- innar hefur sífellt hærra hlutfall af tekjum ríkja Vestur-Evrópu, bæði skatttekjur frá einstaklingum og fyr- irtækjum, verið varið til velferðar- mála. Velferðarkerfí þessara ríkja hafa því smám saman verið að efl- ast. Með innheimtu skatta af þegnum sínum taka stjórnvöld á sig m.a. þær skuldbindingar gagnvart þeim að sjá ‘hag þeirra borgið. Til að mynda hef- ur, í flestum ríkjum Vestur-Evrópu, verið komið upp öflugu trygginga- kerfí þar sem greiddar eru bætur til atvinnulausra, einstæðra foreldra og einstaklinga og fjölskyldna, sem af einhveijum ástæðum geta ekki séð sér eða sínum farborða. Fólk, sem komið er á eftirlaun, fær greiddan ellilífeyri. Auk þess hefur almenning- ur lítið sem ekkert þurft að leggja út fyrir heilbrigðisþjónustu eða menntun barna sinna heldur greiðir það þessa þjónustu í gegnum skatta sína. Samhliða hefur vinnudagurinn verið að styttast, sumarfríin að lengj- ast, konur (og í sumum ríkjum líka feður) fá barneignarfrí og svo mætti áfram telja. Nú er svo komið að aimenningur í ríkjum Vestur-Evrópu lítur velferð- arkerfið sem hluta af borgaralegum réttindum sínum sem ekki eigi eða megi skerða. En nú í lok tuttugustu aldárinnar virðist hrikta í stoðum velferðarkerfís flestra ríkja Evrópu og ríkisstjórnir virðast ekki sjá aðra leið út úr vand- anum niðurskurðarað- gerðir. Almenningur mótmælir Franska ríkisstjórnin hefur lagt fram sparn- aðartillögur fyrir árið 1996. í þeim felst m.a. að mun minni ljármun- um á að veija til félags- mála, heilbrigðismála og menntamála en verið hefur. Þessar tillögur hafa fallið í grýttan jarðveg meðal almennings í Frakklandi sem er tilbú- inn að beijast með heift fyrir því velferðarkerfí sem þeir hafa búið við undanfarna áratugi. Allt frá því í október sl. hefur fólk úr flestum stéttum þjóðfélagsins þyrpst út á götur og stræti til að mótmæla niður- skurðaráætlunum frönsku stjórnar- innar og höfðu þessar aðgerðir lam- andi áhrif á þjóðfélagið. Það eru ekki bara Frakkar sem hafa orðið fyrir niðurskurði í velferð- armálum. Á Ítalíu hafa eldri borgar- ar mótmælt niðurskurðaráætlun þar- lendrar ríkisstjórnar á eliilífeyri. I Bretlandi hafa verið miklar um- ræður um stöðu velferð- arkerfisins og sparnað- aráætlanir ríkisstjórn- arinnar. Niðurskurður ríkisstyrkja til skipa- smíða á Spáni, sem hef- ur leitt af sér mikiar uppsagnir í iðngreininni og atvinnuleysi, hefuð verið mótmælt með ýmsum aðgerðum. Einnig hefur niður- skurður ríkisstyrkja til kola- og stáiframleiðslu í Þýskalandi verið harð- lega mótmælt vegna hættu á stórfelldu atvinnuleysi í greininni. Sömu sögu er að segja um Bandaríki Norður-Ameríku. Þar hef- ur verið hörð barátta milli forseta og þings um sparnað í ríkiskerfinu. Stöðugt færri skattgreiðendur Meginn ástæða þess að velferðar- kerfið stendur nú á veikum stoðum í ríkjum Evrópu og annars staðar er að það eru stöðugt færri skatt- greiðendur sem standa undir því og útgjöld ríkjanna eru sífellt að auk- ast. Fólki, sem komið er á eftirlaun, fer stöðugt ijölgandi, m.a. vegna þess að fólk lifir lengur nú en áður. Árið 1960 voru um 10% af þeim sem komnir voru yfir 60 ára yfir áttrætt, en gert er ráð fyrir að um árið 2000 verði þeir nálægt 20% í flestum ríkj- um Vestur-Evrópu. Atvinnuleysi virðist vera orðið landlægt í ríkjum Evrópu. Atvinnu- Auglýst eftir þingrnönnum Sigurrós Þorgrímsdóttir Styrkja þarf stoðir velferðarkerfisins, segir Sigurrós Þor- grímsdóttir, með því að treysta efnahags- lega undirstöður í samfélaginu. leysi í ríkjum Evrópusambandsins er nú að meðaltali um 10% og stöðugt þarf að veija hærri fjárhæðum í bætur til atvinnulausra. Atvinnuleys- ið hefur ekki aðeins áhrif á fjárhags- stöðu ríkis og einstaklinga heldur hefur það einnig marga félagslega fylgikvilla. Ungt fólk hefur verið hvatt til að fara í lengra nám svo það komi seinna út á vinnumarkaðinn en það hefur aftur á móti leitt af sér aukin útgjöld til menntamála. Skattar nærri 50% Mikill þrýstingur er nú á leiðtoga Vestur-Evrópuríkja að ná niður halla í ríkisfjármálum. Ástæðán er ekki aðeins vegna efnahagshagsástands- ins heima fyrir heldur einnig vegna þess að þau ríki sem ætla að taka þátt í sameiginlegri Evrópumynt árið 1999 verða að vera búin að uppfylla ákveðin efnahagsleg skilyrði árið 1997. í því felst m.a. að halli á fjár- lögum í hlutfalli við verga landfram- leiðslu skal ekki vera hærri en 3% og skuldir þjóðarbúsins mega ekki fara yfír 60% af vergri landsfram- leiðsiu. Nærri ógjörningur er fyrir þessi ríki að hækka skatta svo einhveiju nemi því beinir og óbeinir skattar í flestum ríkjum Evrópu eru þegar farnir að nálgast 50%. Eina úrræðið, sem virðist vera í augsýn til að upp- fylla þessi skilyrði, er því niðurskurð- ur og hagræðing. En almenningur sem hefur búið við öflugt velferðar- Reykjavíkur Til hvers er SÁ stórfelldi niður- skurður sem ríkisstjórn- in boðar á flestum svið- um þjóðfélagsmála þessa dagana fer ekki fram hjá neinum. Aðhaldssemi, spam- aður og ráðdeild í fjár- málum er nauðsynleg og ekkert nema gott um það að segja. í þessum niðurskurð- aráformum vekur það sérstaka athygli að ver- ið er að ræða verulegan niðurskurð á flárfram- lögum til vegamála. Þetta væri ekki í frá- sögur færandi ef hér væri um að ræða almennan ogjafn- an niðurskurð til vegamála sem kæmi jafnt niður á öllum landsmönnum. Því miður er það ekki svo. Samgönguráðherra héfur nú boð- að og lagt til að ijármagn til vega- framkvæmda á Reykjavíkursvæðinu skuli skorið niður um tæpan einn milljarð'. Þetta er niðurskurður á framkvæmdafé til Reykjavíkursvæð- isins um 36% þegar aðrir landshlutar þurfa aðeins að þola um 17% niður- skurð. Nú er atvinnuástandið víða á land- inu slæmt og síst betra hér í Reykja- vík en annars staðar. Það væri því fróðlegt að vita hvers vegna sam- göngumálaráðherra telur það rétt- lætanlegt að skera niður fram- kvæmdafé tii vegamála til Reykja- víkur um 36% en aðeins 17% til ann- arra landshluta. Reykjavík má þola helmingi meiri niðurskurð en aðrir. Skyldi þetta hafa eitthvað með það að gera að samgöngumálaráðherra er ekki þingmaður Reykjavíkur held- ur þingmaður annars kjördæmis, eða skyldi þetta vera út af því að sam- göngumáiaráðherra er sjálfstæðis- maður en nú er Reykjavíkurlistinn við vöid í Reykjavík? Getur það verið að Reykjavík eigi ekki neina þingmenn á Álþingi sem telja það vera hlutverk sitt að standa vörð um hagsmuni kjördæmisins? Nei, það getur ekki verið, eða hvað? Það kemur nefniléga æ oftar í ljós að þing- menn Reykjavíkur telja sig fyrst og fremst vera þingmenn landsins í heild og ekki þurfa að sinna Reykjavík sér- staklega, meðan þing- menn annarra kjör- dæma sinna og standa fyrst og fremst vörð um hagsmuni síns eigin kjördæmis en síðan landsins í heild. Það gefur líka auga leið að þess vegna er landinu skipt í kjördæmi til að þingmenn geti skipt með sér verkum, hver gætt hagsmuna síns kjördæmis og sinnt því sérstaklega. Það er mjög mikilvægt fyrir Reyk- víkinga að þessi stórfelldu niður- skurðaráform ríkisstjórnarinnar verði ekki að veruleika. Það er bæði Þingmenn Reykja- víkur, segir Gunnar Levý Gissurarson, telja sig fyrst og fremst vera þingmenn landsins í heild. mikilvægt vegna mikilla hagsmuna í atvinnumálum á svæðinu og einnig hvað varðar áframhaldandi uppbygg- ingu höfuðborgarsvæðisins í heild. Það er því full ástæða til að bæði borgarfulitrúar Reykjavíkurlistans og Sjálfstæðisflokksins taki nú hönd- um saman og þrýsti duglega á þing- merui sína, sem eru kjörnir af Reyk- víkingum til að standa vörð um hags- muni kjördæmisins, og láti ekki nið- urskurðaráform ríkisstjómarinnar bitna mun harðar á Reykvíkingum en öðrum landsmönnum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Reykja víkurlistans. Gunnar Levý Gissurarson Yinnueftirlitið? ATHUGASEMDIR frá Sigurði T. Sigurðs- syni, formanni Verka- mannafélagsins Hlífar, vegna viðtals við Guð- mund Eiríksson, um- dæmisstjóra í Vinnu- eftirliti ríkisins, í Morgunblaðinu mars sl. Ég mótmæli í fyrrgreindu viðtali lætur Guðmundur í það skína að allt sé í besta lagi með^ mengunar- varnir hjá íslenska álfé- laginu hf. Ég vil f.h. verkamanna sem vinna hjá ÍSAL mótmæla þessu og villandi tilsvörum Guðmundar. I svörum sín- um fer Guðmundur á skjön við þann veruleika sem verkamenn í kerskál- um ÍSAL búa við og það er með ólík- indum að starfsmaður Vinnueftirlits ríkisins skuli leyfa sér slíkt. Hverra hagsmuna skyldi Guðmundur vera að gæta í -þessu viðtali og hvers vegna segir hann ekki rétt frá? Ef Guðmundur hefði gert meira af því að tala við verkamennina sem vinna t.d. í kerskálum og hlustað á það sem þeir hafa að segja, þá væri hann upplýstari um hvernig hið raunveru- lega ástand er. Skortur á siðferði Guðmundur segir að hann geti ekki annað séð en mengunarmæling- arnar hafi verið í góðum farvegi. Þessi orð Guðmundar mótmæla sér sjáif, því það er á móti öllu sið- ferði og eðlilegum vinnubrögðum að mengunarmælingar séu fram- kvæmdar af fyrirtækinu sjálfu og síðan komi starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins eins og gestir sem fyrirtækið matar á heimatilbúnum upplýsing- um. Með þessum vinnubrögðum er Vinnueftirlitið að gefa ÍSAL nokkurn veginn fijálsar hendur með niður- stöðu mengunarmæl- inga. Þetta viðurkennir Guðmundur í viðtaiinu með því að segja: „Við höfum farið suður eftir, skoðað búnaðinn og að- ferðafræðina. Undir okkur hafa verið bornar allar niðurstöður fyrir birtingu og við höfum skrifað undir niðurstöð- urnar.“ Handahófskennd vinnubrögð Haft er eftir Guð- mundi „að ijöldi mæl- inga, haustmælingar og mælingar í einstökum hlutum áiversins, ætti að vera næg- ur. Hins vegar væri spurning hvort mæiingarnar ættu að ná til fleiri loft- Ég fer fram á að starfs- menn Vinnueftirlits rík- isins sinni hlutverkum sínum eins og lög gera ráð fyrir, segir Signrð- ur T. Sigurðsson, en séu ekki með fullyrðing- ar í fjölmiðlum sem kasta rýrð á réttlátar kröfur verkafólks. tegunda. Áhersla hefur verið lögð á ryk- og flúormælingar“. Það er álit Verkamannafélagsins Hlífar og verkamanna hjá ÍSAL að ekki hafi verið staðið rétt að fyrr- greindum mælingum, þær hafi verið handahófskenndar og hefðu átt að ná til fleiri lofttegunda. 12. Sigurður T. Sigurðsson kerfi mun ekki gefa það eftir baráttu- laust. íslenska velferðarkerfið Við Islendingar höfum, eins og aðrir Evrópubúar, ekki farið varhluta af þessari umræðu. Hér á landi hefur mikið verið rætt um sparnaðarhug- myndir ríkisstjórnarinnar í heilbrigð- ismálum. Lagðar voru fram hug- myndir um innritunargjald á sjúkra- hús, sjúklingar greiddu fyrir mat sinn, hagræðingartillögur o.fl. í þá átt. Þó svo að fæstar þessar tillögur hafi náð fram að ganga telja ráða- menn að nauðsynlegt sé að stokka upp kerfið og reyna að ná fram sparnaði með hagræðingu og sam- einingu. Stórframkvæmdir eins og t.d. stækkun álversins, göng undir Hval- fjörð og virkjunarframkvæmdir hafa örvandi áhrif á aðrar atvinnugreinar eins og þjónustu og verslun. Sam- hliða er gert ráð fyrir að hagvöxtur muni aukast sem hefur jákvæð áhrif á afkomu fyrirtækja í heild sem ættu þá að hafa bolmagn til að greiða hærri laun og bæta við sig starfs- fólki. Þetta hefði í för með sér aukin atvinnutækifæri og fækkun atvinnu- lausra hér á landi á næstu misserum. Ef þessar jákvæðu breytingar ganga eftir, koma auknar tekjur inn í ríkis- kassann sem nýttar verða tii að greiða niður halla ríkissjóðs og einn- ig væri þá hægt að greiða meira til samneyslu. Þrátt fyrir að nú virðist vera bjart framundan í efnahagsmál- um er nauðsynlegt að leita áfram allra leiða til að styrkja stoðir velferð- arkerfisins, hvort sem það er með uppstokkun og hagræðingu eða nið- urskurði. Það er mun heillavænlegra að gera þessar breytingarnar smátt og smátt á meðan efnahagsástandið er það gott að ekki þarf að fara út í róttækar aðgerðir eins og til að mynda er verið að gera í Frakklandi. Höfundur er stjórnmálafræðing- ur. í fyrsta lagi hafa mælingarnar ekki farið nógu skipulega fram til að sýna mismun á mengun, miðað við ýmiss konar veðurskilyrði og árstíma. I öðru lagi er Vinnueftirlit ríkisins einungis umsagnaraðili á sýni sem ÍSAL tekur og hefur þar af leiðandi aðeins umsögn og fullyrðingar ÍSAL til að fara eftir, í stað þess að óvil- haljur aðili framkvæmi mælingarnar. í þriðja iagi ættu starfsmenn VER að hlusta betur á hvað verkamenn, sem búnir eru að vinna í álverinu áratugum saman, hafa að segja um mengunina í stað þess að snúast til varnar fyrir ÍSAL þegar farið er fram á eðlilegar breytingar. I fjórða lagi hafa verkamenn í kerskálum ítrekað krafist þess að óhlutdrægur aðili sjái um mengunar- mælingar í fyrirtækinu og að trúnað- armönnum verkalýðsfélaganna sé gefinn kostur á að fylgjast með þeim. Núverandi fyrirkomulag, að fyrir- tækið hafi á sinni hendi mengunar- mælingar hjá sjálfu sér, er óviðun- andi og verður að leggjast af. í fímmta lagi er hér einungis ver- ið að tala um mengun í kerskála, en það eru fleiri vinnustaðir hjá ÍSAL, svo sem steypuskáli, skautsmiðja o.fl., sem þyrftu nánari athugunar við og mun komið að því síðar. Rangar fullyrðingar Guðmundur lætur hafa eftir sér „að starfsmenn ynnu t.a.m. ekki lengur meira og minna á gólfinu við opin kerin, heldur fyrst og fremst úr loftræstum tækjurn". Ef ég vissi ekki betur mundi ég halda að hér talaði blaðafulltrúi ÍSAL en ékki starfsmaður Vinnueftirlits ríkisins. Ég spyr: Af hveiju fullyrðir maðurinn þetta? Veit hann ekki að það eru einungis 3-4 skautskiptar og skautbrúarlyftarar á hverri vakt, sem vinna í loftræstum tækjum. All- ir aðrir starfsmenn kerskála vinna á gólfínu í menguninni eins og áður. Eg fer fram á að starfsmenn Vinnu- eftirlits ríkisins sinni hlutverkum sín- um eins og lög gera ráð fyrir, en séu ekki með fuliyrðingar í fjölmiðlum sem kasta rýrð á réttlátar kröfur verkafólks um mannsæmandi vinnu- umhverfi. Höfundur er formaður Verka- numnafclagsins Hlífar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.