Morgunblaðið - 16.03.1996, Síða 44

Morgunblaðið - 16.03.1996, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ + Guðrún Sig-ur- laug Jónasdótt- ir fæddist á Fjósum í Laxárdal 24. ágúst 1894. Hún andaðist á St. Fransiskus- spítalanum í Stykk- ishólmi 4. mars síð- astliðinn og var því orðin liðlega 101 og hálfs árs gömul þegar hún lést. For- eldrar hennar voru hjónin Halldóra Guðbrandsdóttir, f. 29. sept. 1860, d. 23. jan. 1945, og Jónas Jóhannesson, f. 29. sept. 1866, d. 1. ágúst 1954, en þau bjuggu lengst eða í aldarfjórðung á heiðarbýlinu Ljárskógaseli, en fluttust 1924 að Sámsstöðum í Laxárdal og bjuggu þar til árs- ins 1932. Halldóra var dóttir Guðbrands Guðlaugssonar bónda í Þorgeirsstaðahlíð í Miðdölum og konu hans Guð- rúnar Jónsdóttur frá Ytri- Hrafnabjörgum í Hörðudal. Jónas var sonur Sesselju Bjarnadóttur frá Hömrum í Laxárdal (d. 1884) og Jóhannes- ar Halldórssonar frá Svarfhóli i Laxárdal, en hann fór til Vest- urheims 1891 ásamt þremur sonum sínum. Bróðir Guðrúnar var Jóhannes skáld úr Kötlum, f. 4. nóv. 1899, d. 27. apríl 1972. Guðrún bjó með foreldrum sínum til 1930 að hún fluttist til Gísla Jóhannssonar bónda i Pálsseli í Laxárdal, f. 2. júni 1875, d. 15. apríl 1961. Hjá þeim í heimili voru fóstursynir hans frá fyrra hjónabandi, Jóhannes Asgeirsson og Kristján Einars- son. Einnig fluttist til þeirra Halldóra móðir Guðrúnar eftir að hún og Jónas hættu búskap og dvaldist hjá þeim það sem Guðrún föðursystir mín er látin í hárri elli og mig langar til að minnast hennar nokkrum orðum. Ævistarf hennar var orðið langt og mikið. Búin að lifa í heila öld og einu og hálfu ári betur. Guðrún ólst upp með foreldrum sínum og bróður langt fram á heiði í hjá- leigukoti sem Miðsel hét, en var í daglegu tali kallað Ljárskógasel og var langt til næstu bæja. Eng- inn nema sá sem komið hefur í Selið getur ímyndað sér hvað þetta hefur verið mikil einangrun, sér- staklega þegar borið er saman við allar þær tækninýjungar og þaeg- indi sem við höfum yfir að ráða í dag. Það hefur verið erfitt að draga fram lífið á þessum árum á harð- indavetrum og ótrúlegt að nokkrar manneskjur skyldu hafa þetta af. Ef við lítum svolítið nánar á ætt Guðrúnar og uppruna, þá kemur í ljós að afi hennar Jóhannes á Svarfhóli og Sesselja fyrri kona hans áttu alls 13 börn, en af þeim komust aðeins fimm til fullorðins- aldurs. Þau sem lifðu voru allt drengir og fóru þrír þeirra til Vest- urheims með föður sínum að freista gæfunnar. Einn þeirra, Sigurbjörn, féll í fyrri heimsstyrjöldinni 1917. Um hina vitum við lítið. Þeir tveir sem eftir voru á íslandi, Jónas, faðir Guðrúnar, og Jóhannes bróð- ir hans kusu að þreyja þorrann hér heima í Laxárdalnum og ekki var að miklu að hverfa. Eilíft basl á einni leigujörðinni eftir aðra. Samt bjó Jónas lengst af á þessu heiðar- býli, Ljárskógaseli. Ég heyrði einu sinni gamlan mann lýsa því hvern- ig Jónas afi minn, pabbi Guðrúnar, hefði þrætt heiðarnar norðan frá Borðeyri í vonskuveðri, heim í Sel- ið. Það var skafrenningskóf, en á milli örlaði í bjartan stjörnuhimin- inn og taldi sögumaður að Jónas hefði nýtt sér afstöðu stjarnanna eftir var ævinnar. Árið 1943 fluttust þau neðar í dalinn að Lambastöðum og þar bjuggu þau ásamt Kristjáni Einarssyni og fjöl- skyldu hans þar til Gísli lést 1961. Dóttir Guðrúnar og Gísla er Ása Guð- björg, f. 9. okt. 1933. Hennar mað- ur var Gunnlaugur Hannesson bóndi á Litla-Vatnshomi í Haukadal, f. 19. nóv. 1921, d. 25. júlí 1975. Flutt- ist Ása að Litla-Vatnshomi 1965. Eignuðust þau sex börn: Fyrsta barnið fæddist and- vana. Hin em öll á lífi og er Guðrún Gísla elst, búsett í Reykjavík. Maður hennar er Þorsteinn Sævarsson og eiga þau einn son. Stefán, búsettur í Hafnarfirði. Kona hans er Rakel Ólafsdóttir og eiga þau tvo syni. Ingileif Helga, Jó- hannes Bjarni og Halldór Jón- as eru öll búsett á Hornstöðum. Guðrún bjó áfram á Lamba- stöðum til 1968 en flytur þá til Ásu dóttur sinnar og tengda- sonar að Litla-Vatnshorni í Haukadal og var Guðrún með þeim í heimili, ásamt Stefaníu móður Gunnlaugs þar til Gunn- laugur féll frá fyrir aldur fram og hélt Ása þá áfram búskap á Litla-Vatnshorni ásamt gömlu konunum og börnum sínum, sumum kornungum þar til hún flyst að Hornstöðum í Laxárdal með móður sína og börnin, en þá var Stefanía lát- *n-. Útför Guðrúnar fer fram frá Hjarðarholtskirlqu í dag og hefst athöfnin klukkan 14. til þess að komast til síns heima. Ég man fyrst eftir Guðrúnu frænku minni þegar hún var í Páls- seli og ég var lítill strákur og kom þangað í heimsókn með foreldrum mínum. Þetta var lítill torfbær eins og þeir gerðust á 19. öldinni, með dimmum og löngum göngum sem Iágu í vinkil og svo hoppaði maður upp á baðstofuskörina þar sem allt fór fram, talað saman, eldað, borð- að og sofíð. Rúmstæðin voru sitt til hvorrar handar og þá var oft þröng á þingi þegar gestir komu. En Guðrún kunni ráð við öllu og alltaf var eins og ekkert væri sjálf- sagðara en að taka við þeim sem að garði bar. Það var hlýtt að koma inn í baðstofuna til hennar Gunnu frænku í Pálsseli, amma mín Hall- dóra að pijóna sokka á rúminu sínu og Gunna að bjástra við pottana eða sækja tað í eldinn. Þegar leið að kveldi komu Gísli, Stjáni og Jói úr heyskapnum, en Óli Þorsteins, Ása og ég lékum okkur við heimaln- inginn úti á hlaði. Stundum fórum við pabbi niður að Sólheimafossi til að veiða silung í soðið og þá var nú gaman að lifa. Guðrún var einstaklega myndar- leg kona á sínum yngri árum, há, spengileg og fríð sýnum. Ég hef það líka fyrir satt að hún hafí verið sérstaklega góð hannyrðakona og móðir mín sagði mér að það hefðu verið þær Guðrún, sem hefðu saum- að fommannabúninginn á föður minn fyrir Alþingishátíðina 1930, en hann er nú geymdur á fjóð- minjasafni íslands. Þessi búningur er sérstakur að því leyti að Tryggvi Magnússon málari teiknaði út- saumsmynstrið eftir fyrirmyndum frá Þjóðminjasafninu og bróðir Stefáns frá Hvítadal smíðaði silfrið sem hann var skreyttur með. Guðrún var sterk kona bæði and- lega og líkamlega enda sýndi aldur- MINNINGAR inn að henni var ekki físjað saman. Á miðjum aldri varð hún fyrir því eins og margir aðrir á þessum tíma að veikjast af berklum og það var búist við því að hún þyrfti að vera í gifsi í langan tíma. Hún var sjúkl- ingur á Vífílstöðum nokkra hríð og þangað kom ég að heimsækja hana. Mér fannst hún hafa breyst. Hún var ekki lengur grönn en hafði fitn- að og það eitt veit ég að aldrei þurfti hún að fara í gifsið. Berklarn- ir bara hurfu, hvað svo sem því hefur valdið. Guðrún var einstaklega gestrisin kona eins og Dalamenn eru al- mennt. Ég man sérstaklega eftir einni heimsókn að Lambastöðum er ég kom þangað með tveimur vin- um mínum. Við vorum í sumarfríi og það var tekið á móti okkur eins og höfðingjum, þótt við værum rétt komnir af unglingsaldri. Ferðirnar að Litla-Vatnshorni og seinna að Hornstöðum urðu fleiri eftir því sem samgöngurnar urðu betri og bílarnir komu til skjalanna. Þar var oft komið við og spjallað við Guðrúnu og heimil- isfólkið og þáðar góðgerðir. Guð- rún hafði alveg ótrúlega gott minni sem virtist endast nánast til ævi- loka. Gilti einu hvort það var ætt- fræði eða liðin tíð, alls staðar virt- ist hún með á nótunum. Guðrún dvaldist á heimili Ásu dóttur sinnar þar til nokkrum dögum áður en hún lést. Ég vil að lokum fyrir hönd móð- ur minnar og fjölskyldu hennar þakka Guðrúnu fyrir samfylgdina og órofa tryggð alla tíð. Dylur nú fymdin þá heiði sem ól bemskunnar lifgrös - og fal hennar tán mjúkur var vanginn á lambinu þínu systir mín góða í dali. Kofamir veðrast nú óðum í svörðinn heima - og landið er frá okkur tekið: göfugt á svipinn var folaldið þitt systir mín góða í dali. Fár veit hvað angrar að síðustu mest þann sem er horfínn í veraldarstrið: stór vora aupn í kálfinum þínum systir mín góða í dali. Alit eins og golan í haustlaufi víðis minningin skijáfar í gulnuðum blöðum: veistu að ég heyri þitt fótatak enn systir mín góða í dali? (Jóhannes úr Kötlum.) Svanur Jóhannesson. Hádegis§allið heima horfið er fyrir lönp. Leggst ég í mjúkan mosann maður þreyttur af gönp. Undan myrkrinu mjakast mosans deyjandi slikja. Oræfi á alla vep um mig þegjandi lykja. Sál mín, útlagans andi, einskis væntir né biður. Tár mitt, hart eins og haglið, hrýtur í mosann niður. (Jóhannes úr Kötlum.) Mig langar að minnast elsku Gunnu ömmu minnar, eða þeirrar einu sem ég hafði af að segja. Ég var svo lánsöm að hún var í tvíbýli með foreldrum mínum, en Gísli maður hennar ól pabba minn upp, en Gísli var þá búinn að missa fyrri konu sína. Þeim fækkar nú óðum sem unnu að mótekju og þurrkuðu tað og hreyktu til eldsneytis eins og hún gerði, og það alla tíð til ársins 1968, en þá flutti hún frá Lambastöðum að Litla-Vatnshorni til Ásu dóttur sinnar og Lauga manns hennar, en þá voru þau búin að stofna saman bú._ Ég man hana fyrst þegar verið var að blása hana eftir að hún kom frá Vífílsstöðum, þar sem hún var á annað ár, víst mikið veik, en Gísli, Ása og Jóhannes bróðir hennar báðu heitt til Guðs um bata henni til handa og fleiri vinir og kunningjar. Svo man ég eftir þegar Jóhannes bróðir hennar úr Kötlum og Jói Ásgeirs komu í heimsókn. Þá var nú kátt í kotinu, bæði hjá henni og GUÐRUN SIGURLAUG JÓNASDÓTTIR okkur krökkunum og Jóhannes bróðir hennar stríddi henni þá svo oft með því að hún væri bfldótt, en hún gekk oftast með klút um höfuð- ið og komu þá litaskil þegar hún tók hann af sér. Hún Gunna amma mín gekk að öllum verkum, sló með orfí og ljá, rakaði, batt í sátur eins og karlmað- ur, stakk út úr fjárhúsum og hirti búpening eins og þurfti. Gunna amma mín var kærleiks- rík og hafði læknishendur bæði fyr- ir menn og málleysingja. Ég veit með vissu að hún tók á móti þrem- ur börnum sem öll eru á lífi og eiga börn og barnabörn. Hún var kona sem vann sín störf með hægð og án gums. Hún var kona stálminnug allt fram á það síðasta, vel gefin og vel lesin. Þegar amma _ flutti að Litla- Vatnshomi var Ása búin að eiga eitt bam sem dó í fæðingu, en böm Ásu em fimm á lífí, öll fæddust þau með stuttu millibili. Svo það geta nú allir séð að hún var lengi í hlut- verki uppalandans og ekki síst eftir að Ása missti manninn sinn þegar yngsta bamið var í vöggu, en þá vom ömmumar sterkari en nokkm sinni fyrr við að hjálpa til, sem þeim tókst svo yndislega vel. Þær bökuðu og ptjónuðu, en nú em pijónarnir hennar þagnaðir, en þeir gengu fram yfir síðastliðin áramót. Fjölskyldan flutti inn að Hom- stöðum árið 1984 og þar var elsku amma síðustu ár ævi sinnar, en tæpa viku var hún á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Hún var ekki munaðarkona, en eitt veitti hún sér og það var að fá sér kom í nefíð og eftir að hún flutti að Litla-Vatnshomi mun hún hafa fengið sér staup af sérrí áður en hún fór að sofa. Þegar ég var á ferðinni fyrir vestan var eins sjálf- sagt að koma til Gunnu og Ásu eins og að koma til pabba og mömmu. Og nú er þessi góða kona farin yfír til Guðs. Nú þegar jörð fer að gróa og blóm að lifna veit ég líka að hún tekur á móti sól og sumri þama uppi. Ég get víst aldrei þakkað eins og vert væri henni elsku ömmu fyrir allt sem hún kenndi mér og það ætla ég að reyna að varðveita. Ég og fjölskylda mín biðjum góð- an Guð að varðveita hana og styrkja Ásu, börnin og barnabömin hennar og okkur öllum styrk í sorg og sökn- uði. Blessuð sé minning þín, elsku Gunna amma. Við kveðjum þig með þessum orðum: Þökk fyrir langa trú og tryggð og tár og strit og raun. Þökk fyrir langa dáð og dyggð og Drottinn sé þín laun. Kristín og fjölskylda. Ég heimsótti þessa gömlu vin- konu mína á Hornstöðum í Laxár- dal í fyrrasumar þegar hún var nýorðin hundrað og eins árs göm- ul. Ég ætlaði að fara að segja henni hvað ég væri orðinn gamall, en þá greip hún fram í fyrir mér og sagði: „Þú þarft nú ekki að segja mér neitt um það, Ragnar minn. Ég stóð á tvítugu þegar ég hjálpaði mömmu að taka á móti þér þegar þú fæddist í Ljárskógaseli. Nú er ég hundrað og eins, og þá hlýtur þú að vera áttatíu og eins.“ í Ljárskógaseli var tvíbýli, en aðeins einn lítill torfbær sem báðar fjölskyldumar bjuggu í. Þama var oft þröngt í búi og mikil fátækt. Foreldrar Guðrúnar áttu aðeins tvö böm, en hjá þeim ólust líka upp tvær stúlkur, Jensína og Friðmey. Ég var elstur minna systkina sem fæddust í Selinu, en alls urðum við sex systkinin, svo þama vom krakk- ar á ýmsum aldri. Baðstofur vom tvær, en við krakkamir vomm báðum megin eins og það væri eitt heimili. Þar var aldrei nein úlfúð, hvorki meðal bama né fullorðinna. Þessi bær var langt frammi á Gaflfellsheiði, um tveggja tíma gangur til næsta bæj- ar. Það gátu liðið margar vikur án þess að gest bæri að garði. Ég leit alltaf á Gunnu sem stóm systur og foreldrar hennar, Jónas og Halldóra, vom líka eins og for- eldrar mínir. f Þama voru miklar vetrarhörkur og í hríðum var erfitt að rata á flatri víðáttu heiðarinnar. Eitt sinn er Jónas var í kaupstaðarferð með einn reiðingshest í taumi skall á hann stórhríð nokkuð fram á heiðinni. Hann fann ekki bæinn og varð að snúa við undan veðrinu. Þá hrapaði hann og hesturinn niður í árgljúfur | og undir morgun fann hann annan i bæ og komst ekki lengra. Þá átti Jónas fé sitt úti í bylnum og Gunna t sem var þá á fermingaraldri fór út í óveðrið að leita ánna. Henni tókst að bjarga um helmingi ánna í hús, hitt hrakti undan veðrinu og týnd- ist. Jóhannes bróðir hennar segir svo í löngu kvæði sem hann orti um karl föður þeirra: Mér er ungfrúin skyld, en ég efast um það j að íslenska konu ég finni sem legði út í hæpnari hildarleik en hún gerði þetta sinni. ( Guðrún Jónasdóttir var lengi bústýra hjá Gísla Jóhannssyni i Pálsseli og síðar á Lambastöðum. Þau eignuðust eina dóttur, Ásu, sem nú er bóndi á Homstöðum í Laxár- dal. Þar hefur Guðrún dvalist und- anfarin ár. Þegar ég kom til hennar síðastliðið sumar var hún farin að tapa nokkuð heyrn, en hafði alltaf fótaferð. Síðasta árið gat hún ekki hlustað á útvarp og þótti það slæmt. Henni þótti vænt um að sjá mig, faðmaði mig innilega og sagði: „Þetta verður nú síðasta sinn sem við sjáumst, Ragnar minn.“ Það fór líka svo. En hún lifir í vitund minni og mun gera það meðan ég tóri. Kærar þakkir fyrir rúmlega áttatíu ára kynni. Ragnar Þorsteinsson. Með mikilli virðingu og hlýju hugsa ég til elsku Guðrúnar ömmu minnar þegar þessar linur eru skrif- aðar. Hversu dugleg og atorkusöm hún var alla sína tíð, vildi öllum vel og gaf svo mikið af sér. Ég hugsa til þess í dag hversu sérstakt það var að alast upp með báðar ömm- umar heima, Guðrúnu ömmu og Stefaníu ömmu. Þær deildu saman herbergi heima og skiptu verkum milli sín. Ég man að amma Guðrún sá um aðalrétt og bakstur en amma Stefanía sá um eftirrétt og upp- vask. Þær unnu mjög skipulega og vel saman enda man ég alltaf eftir þeim sem beztu vinkonum. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð þama þinna. Þú vildir rækta þeirra ættaijörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú, En það er eðli mjúkra móðurhanda, að miðla gjöfum - eins og þú. Amma vildi alltaf að maður hefði eitthvað fyrir stafni því nóg var af verkefnum að taka og ekki vildi hún hafa okkur systkinin aðgerðarlaus. Vildi hún að verkin yrðu vel unnin og kláruð eins og henni einni var lagið. Enda hafði hún alla sína tíð unnið þau verk sem þurfti að gera hvort sem það voru karl- eða kven- mannsverk og fyllist ég stolti þegar ég hugsa til þess hversu mikill vinnu- þjarkur hún var. Gaman var að fylgj- ast með þegar gestir komu heim að Litla-Vatnshorni í Haukadal, því oft og iðulega bárust í tal ættir manna, þá virtist aldrei vera komið að tóm- um kofunum því hún var þeim gáf- um gædd að geta rakið ættir manna fram og til baka án þess að líta í bók, svo stálminnug var hún og allt til síðasta dags. Man ég eftir því að hún tók í nefíð og sagði hún mér frá því að um tvítugsaldur hefði aðgerð á nefkirtlunum mistekist og tók hún í nefíð upp frá því, og hin seinni ár fannst henni gott að fá sér sherrytár fyrir svefninn en sparlega fór hún með það. Vorið 1984 fluttum við frá Litla- Vatnshorni að Hornstöðum í Lax- árdal. Þar hélt hún áfram að sinna sínum verkum og ekki er langt síðan hún hætti að geta gert heimilisverk- in. En haustið 1988 verður hún fyr- ir því að fótbijóta sig og eftir það

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.