Morgunblaðið - 16.03.1996, Side 51

Morgunblaðið - 16.03.1996, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 51 FRÉTTIR STJÓRN Iðjuþjálfafélags íslands f.v.: Anna Sveinbjörnsdóttir, Elsa Ingimarsdóttir, Hope Knútsson, formaður, Lillý Sveins- dóttir, Lovísa Ólafsdóttir og Auður Axelsdóttir. Iðjuþjálfafélag íslands 20 ára Fundur Evrópusam takanna um ríkja- ráðstefnu ESB Dagskráí Stígamótum Á SÝNINGU Stígamóta, „Þvottur á snúru“, laugardaginn 16. mars nk. hefst dagskrá kl. 15. Þá segir móðir reynslusögu sína. Kl. 15.30 verður sýndur einleik- urinn „Þá mun enginn skuggi vera til“ eftir Kolbrúnu Emu Pétursdótt- ur og Björgu Gísladóttur. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. Sunnudaginn 17. mars hefst dagskrá kl. 17. Þar fjalla Guðrún Linda Rafnsdóttir frá Vinnueftirliti ríkisins og Stefanía Traustadóttir frá Skrifstofu jafnréttismála um kynferðislega áreitni á vinnustað og munu greina frá sænskum rann- sóknum um þessi mál. ----»-♦ ♦---- Kaffidagur Dýrfirðinga DÝRFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík heldur árlegan kaffidag félagsins í Bústaðakirkju sunnu- daginn 17. mars nk. Hefst hann með messu kl. 14 og kaffiveitingum í samkomusal kirkjunnar að lokinni messu. Allir velunnarar félagsins og Dýrafjarðar eru velkomnir og þeir sem era 70 ára og eldri era sérstak- lega boðnir. Þessi samkoma hefur tvíþættan tilgang sem er að allur ágóði af kaffisölu rennur til byggingar aldr- aðra í Dýrafirði sem félagið hefur safnað til á síðustu áram og í öðra lagi að styrkja samheldni þeirra Dýrfirðinga sem flutt hafa að vest- an á liðnum árum. Stjórn félagsins væntir þess að fá að sjá sem flesta á þessum kaffi- degi. IÐJUÞ JÁLFAFÉLAG íslands átti 20 ára afmæli 4. mars sl. og var afmælisins minnst á aðal- fundi félagsins sem haldinn var nýlega. Formaður félagsins er Hope Knútsson en hún hefur verið formaður frá upphafi. í Iðjuþjálfafélagi íslands eru nú um 80 félagar. Þegar félagið var stofnað voru 9 iðjuþjálfar starfandi hér á landi en nú eru þeir um 65. Þar af eru aðeins 7 starfandi á landsbyggðinni. Fyrsti iðjuþjálfinn hóf störf hér á landi árið 1945 en það var ekki fyrr en 1975 sem heitið iðjuþjálfi var endanlega ákveðið. Starfs- heitið var verndað með lögum árið 1977. Nám í iðjuþjálfun er á háskóla- stigi og verða íslenskir iðjuþjálf- ar að sækja nám sitt til útlanda. Flestir faratil Norðurlandanna. Eitt helsta baráttumál félagsins er að stofna námsbraut við há- skóla hér á landi sem lyki með BS-gráðu. Spáð fjölgun í stéttinni Eftir venjuleg aðalfundarstörf flutti Guðrún Pálmadóttir, iðju- þjálfi, fyrirlestur sem bar yfir- skriftina: Iðjuþjálfun á Islandi í 20 ár: Þróun, staða, framtíðar- sýn. I erindi hennar kom fram að iðjuþjálfar hér á landi vinna enn sem komið er aðallega hjá ýmsum heilbrigðisstofnunum en miðað við þróunina erlendis má gera ráð fyrir að iðjuþjálfum fjölgi á næstu árum og þeir hasli sér völl víðar í þjóðfélaginu. E VRÓPU S AMTÖKIN gangast næstkomandi mánudag, 18. mars, fyrir fundi um ríkjaráðstefnu Evr- ópusambandsins, sem hefst síðar í mánuðinum. Frummælandi á fundinum verður Valgerður Bjarnadóttir, viðskipta- fræðingur og starfsmaður EFTA í Brussel. Að loknum' inngangi henn- ar verða umræður og fyrirspurnir. Fundurinn verður haldinn á Litlu- NÝLEGA var haldinn aðalfundur Fagráðs í upplýsingatækni (FUT), sem starfar á vegurn Staðlaráðs íslands og er fulltrúi íslands í al- þjóðastöðlun á sviði upplýsinga- tækni. í ársskýrslu fagráðsins kom m.a. fram að tvær tækninefndir luku störfum á árinu með útgáfu íslenskra staðla um hnappaborð og útboð. Tækninefnd um þjóðleg- ar kröfur skilaði af sér frumvarpi að forstaðli'FS 130 og barst tölu- vert af athugasemdum við það sem eru nú í úrvinnslu hjá nefndinni. Á árinu var einnig gert yfírlit um staðla sem tengjast útboðum á gagnavinnslubúnaði og sett upp heimasíða sem er vel sótt (http://tobbi.iti.is/). Fjárhagslega fór mest fyrir er- lendu samstarfi í tengslum við Evrópunefnd um stafatækni, sem hefur skrifstofu sína hjá fagráð- Brekku, að baki veitingahússins Lækjarbrekku, og hefst hann klukkan 17.15. Fundurinn er öll- um opinn. Fund- argjald er krónur 400 og eru kaffi- veitingar inni- faldar í því. inu. Úr því starfi liggja nú fyrir 2 samþykktir Evrópustaðlar ásamt skýrslu sem lýsir því sem þarf að gera til að koma alheimsstafatöfl- unni í almenna notkun í Evrópu. Gústav Arnar var kjörinn for- maður fagráðsins í stað Friðriks Sigurðssonar sem nú er orðinn formaður Staðlaráðs íslands. Aðr- ir í stjórn eru Halldór Kristjánsson varaformaður, Eggert Claessen, Stefanía Júlíusdóttir, Sverrir Júl- íusson og Om Kaldalóns. ------------------- ■ SIGURÐUR Bárðarson, þýð- andi bókarinnar Heimkoma (Uppgötvaðu og stattu með barninu í sjálfum þér), kynnir bókina laugardaginn 16. mars kl. 17 í sal verkalýðsfélaganna á Garðarsbraut 26 á Húsavík. Sig- urður fjallar um hugleiðslu og æfingar sem í bókinni eru. Fagráð í upplýsingatækni Athugasemdir við frétt MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ragn- ari Halldóri Hall, hrl. og formanni örorkunefndar: „í Morgunblaðinu 15. mars 1996 er birt sú frétt að Rannsóknarlög- regla ríkisins hafi óskað eftir því að „örorkumatsnefnd“ afhendi nektarmynd af konu, Ásdísi Frí- mannsdóttur, sem ekki vilja sætta sig við að slík mynd af henni skuli varðveitt meðal gagna nefndarinn- ar. Ýmislegt í þessari frétt er óná- kvæmt og tel ég óhjákvæmilegt að koma á framfæri nokkram athuga- serndum við efni hennar. RLR hefur ekki óskað eftir því við þrorkunefnd að umrædd mynd af Ásdísi Frímannsdóttur verði af- hent. Hið rétta er að 15. febrúar sl. kynnti RLR undirrituðum, sem er formaður örorkunefndar, kröfu lögmanns Ásdísar um að myndin verði gerð upptæk og óskaði RLR eftir skriflegu svari mínu um af- stöðu til þeirrar kröfu. Það svar var sent með bréfi 17. febrúar. . I fréttinni segir að Ásdís hafi farið fram á „einkaörorkumat" vegna mistaka í lýtaaðgerð sem hún hafði farið í. Örorkunefnd starfar samkvæmt 10. gr. skaðabótalag nr. 50/1993 og heyrir undir dómsmála- ráðuneytið. Nefndin framkvæmir því ekki „einkaörorkumat“ heldur tekur til meðferðar beiðnir sem henni berast á grundvelli umræddra laga. Um starfsháttu nefndarinnar hafa verið settar formlegar starfs- reglur og er þar m.a. áréttað að í störfum sínum skuli nefndin fara að stjórnsýslulögum. Nefndarmenn eru skipaðir til sex ára í senn. Hér er því ekki um neitt einkafyrirtæki að ræða. 29. nóvember 1994 barst örorku- nefnd beiðni um mat á varanlegri örorku og miskastigi Ásdísar Frí- mannsdóttur. Beiðnin var undirrituð af lögmanni fyrir hönd Ásdísar sam- kvæmt umboði. í matsbeiðninni er m.a. lýst yfir af hálfu Ásdísar að örörkunefnd sé heimilt að afla gagna beint frá læknum, sjúkrastofnunum og öðrum opinberam aðilum eftir því sem þurfa þykir við meðferð og afgreiðslu beiðni þessarar. I matsbeiðninni kemur fram að meðal fylgigagna með henni vora ljósmyndir af Asdísi. Tilefni matsbeiðninnar var, eins og fram hefur komið, lýtaaðgerð sem framkvæmd hafði verið á Ás- dísi og afleiðingar hennar. Ég tel að nokkuð ljóst ætti að vera hveijum sem um það hugsar, jafnvel blaða- manni Morgunblaðsins, að við mat á afleiðingum slíkrar aðgerðar verði að líta til þess hvernig viðkomandi leit út fyrir aðgerðina og hvernig hann lítur út eftir hana. í gögnum málsins kom fram að Ijósmyndir hefðu verið teknar af Asdísi þann dag sem hin upphaflega skurðaðgerð fór fram og fékk nefnd- in afhent eintak af einni þeirra mynda. Örorkunefnd lauk álitsgerð sinni í umræddu matsmáli í júlí 1995. Öll skjöl þessa máls eru varðveitt með sama hætti og önnur .gögn um störf örorkunefndar. Ekkert slikra skjala, hvorki matsbeiðnir, læknisvottorð né önnur gögn eru aðgengileg óvið- komandi aðilum sem áhuga kynnu að hafa á að kynna sér þau, heldur er efni þessara skjala að sjálfsögðu trúnaðarmál. Frásögn sem virðist höfð eftir Ásdísi í umræddri frétt um það hvernig hún fékk vitneskju um til- vist myndarinnar meðal gagna máls- ins er vægast sagt ónákvæm en ég sé þó ekki ástæðu til að rekja þann þátt hér í smáatriðum. í fréttinni segir m.a.: „Sjálf segist Ásdís hvorki hafa fengið kvörtun frá eiginmanni sínum né fæðingarlækni um að kynfæri hennar séu ekki á réttum stað.“ Ég tel ástæðu til að taka sérstaklega fram að ekkert í svarbréfi mínu til RLR eða öðram gögnum sem ör- orkunefnd hefur látið fara frá sér hefur gefíð minnsta tilefni til slíkra hugleiðinga.“ HOAIDA Gunnai Bemhard hf., Vatnagöiðunt 24, Reykjavík, sími 568 990Q LJpplýsingar um Honda Civic 5 dyra '36: kraftmikill 90 hestafla léttmálmsvél 1 B venta og bein innspnautun hraðatengt vökva- og veltistýri þjófavörn pafdnifnar núðun og speglan viðaninnnétting í mselabonði • 1 4 tommu dekkjastasnð ■ útvanp og kassettutaeki • stynktanbitan í hunðum ■ sépstaklega hljóðeinangnaðun ■ féanlegun sjálfskiptun ■ samlaesing é hunðum spontsasti — núðuþunnka fynin aftunnúðu — fnamhjóladnifin — 4na hnaða miðstöð með inntaksloka — haeðanstillanlegun fnamljósageisli — stafnœn klukka — bnemsuljós í aftunnúðu — eyðsla 5,B I á 90 km/klst. — 4,31 metni ó lengd — nyðvönn og sknóning innifalir - bottai nýja tima -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.