Morgunblaðið - 16.03.1996, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 57
FÓLK í FRÉTTUM
i
!
I
I
I
I
I
í
(
EINS OG margir vita er Les
Ferdinand leikmaður með enska
knattspyrnuliðinu Newcastle,
sem nú berst um þarlendan
meistaratitil. Hann er talinn vera
einn besti sóknarmaður úrvals-
deildarinnar, en hann hefur ekki
alltaf verið svo góður. Til að
mynda lék hann í markinu
með skólaliði sínu í gamla
daga. „Sumir segja að það
hafi verið vegna þess að
ég hafi ekki verið nógu
góður til að leika í sókn-
inni, en það er ekki satt.
Það orsakaðist af því að
við höfðum engan mark-
vörð eitt tímabilið og mér
leist ágætlega á mark-
mannsstöðuna. Ég spilaði
ágætlega í einum eða
tveimur leikjum og festist
þá í stöðunni."
Knattspyrnumenn
heimskir?
Hvað segir hann um þá
fullyrðingu að knatt-
spyrnumenn séu yfir höfuð
ekki mjög skýrir í kollinum?
>,Fólk dæmir knattspyrnumenn
af því sem það sér í sjónvarpinu
og það eru ekki allir góðir í sjón-
varpsviðtölum. Við verðum að
gæta orða okkar, því hvert mis-
mæli verður fyrirsögn blaðanna
daginn eftir," segir Les. „Sjón-
varpsstjörnur eru vanar þessari
Lékí
marki
í gamla
daga
meðferð og hafa þjálfun í svona
löguðu. Ekki við — við erum
aðeins þjálfaðir til að spila knatt-
spyrnu.“
Nýleg skoðanakönnun leiddi í
ljós að sextíu prósent ensku þjóð-
arinnar væru á þeirri skoðun að
Les ætti að spila með enska
landsliðinu. Alan Shearer,
leikmaður Blackburn, er nú
í framlínu landsliðsins. Ætli
hann sé betri leikmaður en
Ferdinand? „Alan hefur
sýnt og sannað á síðustu
tveimur keppnistímabilum
að hann er besti sóknarmað-
ur úrvalsdeildarinnar. Hann
verðskuldar að leiða sókn
Englendinga,“ svarar Les,
hógvær sem ávallt.
Læt þetta ekki
hafa of mikil áhrif á mig
Um fyrrgreint „álit“ al-
mennings, að hann ætti að
leika í landsliðinu, segir
Ferdinand: „Það er alltaf
sagt að ég ætti að leika
með Alan Shearer. Enginn
hefur sagt að ég ætti að
spila í stað Alans. Fjölmiðlar
hafa haft hátt um að ég ætti
heima í landsliðinu, en í fyrra-
sumar var nafn mitt ekki einu
sinni nefnt.
Ég læt þetta því ekki hafa of
mikil áhrif á mig sagði Les Ferd-
inand.“
<_____c
FOLK
Sting í
Rússlandi
• STING, skallapopparinn
góði, sést hér handfjatla bass-
ann og syngja á sviði í þing-
höllinni í Kreml. Hann var
staddur í Moskvu í nokkra
j daga og hélt tvenna tónleika.
Rússneskir aðdáendur Stings
greiddu að meðaltali 300 doll-
ara eða um 20.000 krónur fyr-
ir miðann.
SÝNINGARSTÚLKUR, kvikmynd Pauls Verhoevens, er sögð
vera ieiðiniegasta kynlífsmynd ársins.
Hljómsveit
Geirmundar
Valtýssonar
► KVIKMYNDIRNAR „Congo“
og „Dracula - Dead and Loving
It“ eftir Mel Brooks urðu þess
vafasama heiðurs aðnjótandi að
vera kosnar leiðinlegustu myndir
ársins 1995 af stofnun nokkurri
sem kennir sig við leiðindi. Leið-
indastofnunin er reyndar aðeins
einn maður, Alan Caruba, sem
sparar ekki lýsingarorðin um
myndir þær sem um titlana
keppa.
„Congo“ vann titilinn í flokki
hasarmynda á meðan „Dracula“
kom úr flokki gamanmynda. Car-
uba segir „Congo“ svo heimsku-
lega að ekki hefði verið hægt að
Nancy heldur á
stígvélunum
• NANCY Sinatra, dóttir
Franks Sinatra, heldur hér á
stígvélum sem hún ánafnaði
Hard Rock-veitingastaðnum í
Los Angeles nýlega. Vinsæl-
asta lag hennar heitir „These
Boots Are Made for Walking"
eða Þessi stígvél eru ætluð til
gönguferða.
taka hana al varlega þó líklega
hefði það verið meiningin. Eins
segir Caruba að því miður sé
hann orðinn það gamall að hann
muni hvenær Mel Brooks hafi
verið skemmtilegur.
Einnig fékk myndin Sýningar-
stúlkur þá umsögn að hún væri
án vafa ömurlegasta kynlífs-
mynd ársins. Skýring Caruba er
sú að handritið hafi verið afar
slæmt og leikurinn hálfu verri.
Caruba segir að skemmtilegra
hefði verið að fara í keilu en
horfa á myndina. Þegar keila er
farin að slá kynlífið út er ekki
von á góðu.
leikur fyrir dansi í kvold.
Ath. enginn aðgangseyrir
á dansleik.
Leiðinlegustu
myndir ársins
rff/f^YsÆrs/'f/tsi
Hljómsveitin Hunang
í kvöld, laugardagskvöld.
Sigurður Sigurjóns og Karl Ágúst
skemmta matargestum
Munið leikhúsmatseðilinn.
25 ára aldurstakmark.
Snyrtilegur klæðnaður.
Borðapantanir í síma 568 9686.
-þín saga!
Upplifið söng, glens og gaman í SÚLNASAL
með hinum óviðjafnanlegu Borgardætrum en þær kunna
svo sannarlega að skapa ósvikna stemningu.
Ásamt Borgardætrum koma fram Ragnar Bjarnason og
stórhljómsveit undir stjórn Eyþórs Gunnarssonar.
Borðapantanir á Borgardætur eru í síma 552 9900.
Listamennirnir
Raggi Bjama og
Stefán Jökulsson
» halda uppi stuðinu á
1 MI'MISBAR.
u.
<
Athugið! Sunnudaginn 17. mars verður íslandsmeistara-
keppni barþjóna haldin í Súlnasal. Eftir keppnina skemmta
Borgardætur og danshljómsveitin Saga Klass.
Danshljómsveitin
SAGA KLASS leikur fyrir
dansi ásamt söngvurunum
Sigrúnu Evu Ármannsdóttur
og Reyni Guðmundssyni.