Morgunblaðið - 15.06.1996, Síða 11

Morgunblaðið - 15.06.1996, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 11 FRÉTTIR NATTURUFARSGILDI Mat á fíölbreytni og sérstœbni náttúrufars, þ.e. lanaslags, jarbmyndana, gróburminja og lífríkis Mikil Ijölbreylni i náttúrutari, merkar eöa einstæðar minjar al mismunandigerðum, óröskuðsvæði Niikii Ijöibreytni i náttúrulari, merkar minjar og/eða einstæðar mlnjar /tni I nátturulari, I strjálar og'/eða lábreyttar minjar Fábreytt svæði, litlar og/eða nær engar minjar VIRKJANLEG VATNSORKA ■I Meirien 1.000 GWháári ■ 300-1.000 GWháári ■ 100 - 300 GWh á ári d. Minni en 100 GWh á ári Heimlld: Orkustolnun BELTASKIPT LANDNOTKUN Heimild: Landmótun Verndarsvæði, lítt röskuð víðerni nátlúruverndarsvæði ýmis konar, útivistar- og ferðamannasvæði, vatnsvernd, minjavernd | 1 Byggingarbelti, mannvirkjabrautir I I stotnvegir, orkuvinnsla, hálendismiðstöðvar Flestar byggingar reistar án leyfis bygginganefnda í tengslum við undirbúning skipulagsins gerði Landmótun frumkönnun um ástand í bygging- armálum á hálendinu. Niðurstöður þeirrar könnunar leiða m.a. í ljós að af 370 byggingum sem eru á svæðinu er aðeins þriðjungur þeirra með tilskilin byggingarleyfi og að- eins í 30% tilvika eru fráveitumál talin viðunandi. Að sögn landslags- arkitektanna eru þeir annmarkar á könnuninni að mjög misjafnt var hversu nákvæm svör fengust hjá byggingarfulltrúum um ástand húsa. Ennfremur kom í ljós að níu hús af hveijum tíu eru reist eftir 1960 og að helmingur húsa er í einka- eign. Gistirými í skálum eru 3500, flest á suðurhálendinu. í tillögunni er lagt til að byggingar verði flokk- aðar eftir hlutverki og reglur gefn- ar út um útlit og gerð þeirra en margar byggingar séu hreinlega lýti á umhverfinu. Loks sé mikil- vægt að leyfisveiting fyrir bygging- arframkvæmdum verði háð því að skálar séu opnir til neyðarnota og ennfremur að hollustu- og fráveitu- mál séu í lagi. Stjórnsýslumörk enn óljós Samhliða vinnu samstarfsnefnd- arinnar starfar sérstök nefnd, skip- uð fulltrúum umhverfis-, félags- mála- og dómsmálaráðuneytisins, Enn er ekið á nagladekkjum Ólíklegt að snjói úrþessu LÖGREGLAN í Reykjavík hefur undanfarið stöðvað 17 bíla sem enn voru á nagladekkjum. Refsivert er að keyra á nagla- dekkjum eftir 15. apríl og nem- ur sektin 2.500 krónum. Auk þess er harla ólíklegt að það snjói úr þessu, þannig að bíieig- endur ættu ekki að halda í nagl- ana þess vegna. Lögreglan vill benda mönnum á að vilji þeir keyra dekkin út, eins og margir þeirra sem stöðv- aðir hafa verið síðustu daga hafa borið við, þá verður að plokka naglana úr dekkjunum. Lögreglan hefur einnig verið að stöðva og sekta ökumenn sem hafa böm óbundin í aftursæti. Börn yngri en sex ára skulu í stað öryggisbeltis nota barnabíl- stól, beltispúða eða annan sér- stakan öryggisbúnað, ætlaðan bömum. Sekt við því að nota ekki belti er 2.000 krónur. sem vinnur að því að greiða úr ágreiningi um stjórnsýslumörk, þ.e. mörk sveitarfélaga. Þar til þau verða ákveðin segir skipulagsstjóri erfitt sé að sjá fyrir um hvernig framkvæmd skipulagsins verði og hvernig nánari deiluskipulagningu verði háttað á einstökum svæðum á hálendinu. Umhverfisráðherra lýsti yfir því á ráðstefnu Ferðamálaráðs og Skipulags ríkisins um skipulag og nýtingu hálendisins í vetur að gild- andi löggjöf um stjórnsýslumörk væri ófullnægjandi en samhliða endanlegri afgreiðslu svæðisskipu- lags fyrir miðhálendið þyrfti stjórn- sýsluumgjörðin að vera ljós. Skipulagsstjóri lýsti þar þeirri skoðun sinni að áður en tillaga að svæðisskipulagi verði auglýst verði að vera ljóst hver fari með stjórn- sýslu á svæðinu og þar með fram- kvæmd svæðaskipulagsins. Hann kvaðst þá vera þeirrar skoðunar að engum væri betur falið það verk- efni en heimamönnum. Magnús Sigurðsson á Gilsbakka, einn fulltrúa í' svæðisskipulags- nefndinni, greindi frá því á fundi með sveitarstjórnarmönnum í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu að úrlausnarefni stjórnsýslunefndar- innar væru einkum tvö. Annars vegar að úrskurða um tilkall sveit- arfélaga til afrétta en líklegast muni afréttir fylgja þeim sveitarfé- lögum sem hafa nýtt þær til þessa. Hins vegar þyrfti að ákvarða með lagasetningu hvernig draga ætti stjórnsýslumörk um einskis manns lönd, s.s. jökla og almenninga. Katrín Pjeldsted varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis mótmælti því á Álþingi í vetur að fulltrúar flögurra byggðarlaga, Reykjavíkur, Reykjaness, Vestfjarða og Snæ- fellsness, ættu ekki aðild að mótun skipulags á miðhálendinu og hvatti til þess að skipulagið yrði unnið í sátt við alla íbúa landsins. Umhverf- isáðherra sagði réttast að halda sig við það að héraðsnefndir sem land ættu að hálendinu sæju um mótun skipulagsins en sjálfsagt væri og eðlilegt að leita samráðs hjá öllum þeim aðilum sem hagsmuna ættu að gæta. PIANOSNILLINGURINN - SONGVARINN - LAGASMIÐURINN OG UNDRABARNIÐ j ROBERT WELLS „RHAPSODY IN ROCK" OG HÖRKUSTUÐ ! í kvöld mun sænski píanósnillingurinn, söngvarinn,lagahöfundurinn s og undrabarnið Robert Wells halda tónleika ó Hótel íslandi. ^iluJ ROBERT WELLS er stórstjarna Skandínavíu og allstaðar sem hann kemur fram koma þúsundir fólks ó tónleika hans. Robert Wells er virtur og þekktur í ölium stærstu tónleikahúsum heims, jafnt sem einleikari með frægum sinfóníuhljómsveitum, eins og í Metropolitian óperunni i New York, eða sinni eigin hljómsveit. Lars Risberg leikur ó bassa og og syngur og Peter Eyre leikur ó trommur. Á efnisskró tón- leikanna eru lög eftir klussísku meistarana Chopin, Beethoven, Bach og Mozart. Svo blandar Robert saman lögum þessaru höfunda og annarra númtímalegri með útfærslu í jassi, blúsi og rokki ó við Jerry Lee Lewis. Þeir sem muna eftir Nigel Kennedy hér um órið ættu ekki að lóta Robert Wells fram hjó sér fara. Tónleikarnir hefjast kl. 22:00. Húsið opnað matargestum kl. 20:00. Missið ekki af þessum snillingi ! - Verð aðeins 3.500 kr. í mat og tónleikana, • en aðeins 1.500 kr. á sjálfa tónleikana. Frítt inn á dansleikinn á eftir. Matseðill Forréttur: Ostasalat í kryddpönnukökum, Vinegrette. Aðalréttur: Innbakaðir sjávarréttir með Basmati- hrísgrjónum og hvítvínssósu. Eftirréttur: Mokkaís með konfektsósu Sírni 568-7111 -Fax 568-5018

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.