Morgunblaðið - 15.06.1996, Síða 25

Morgunblaðið - 15.06.1996, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ Þj óðargersemi Hælbítar UNDANFARNA daga og vikur hafa ýmsir þeir, sem þekktir eru að því að vera dagfarsprúðir og grandvarir íhaldsmenn, umturnast algerlega í heiftúðugum árásum á Ólaf Ragnar Grímsson. Það er hryggilegt að sjá gagnmenntaða menn, sem sinna vandasömum trúnaðarstörfum, beita slíkum að- ferðum gegn Ólafi Ragnari, sem þjóðin þekkir að grandvarleik, sann- girni og víðsýni. Glefsitíkur og hælbít- ar breyta engu um þá einlægu aðdáun og djúpu lotningu sem hann hefur öðlast með þessari þjóð. Alþýðuhetjan Ólafur Ragnar er rakarasonur frá ísafirði, alinn upp að nokkru leyti hjá afa sínum og ömmu á Þingeyri, eins og hann hefur oft tíundað að undanförnu. Honum eru því kunn kjör al- þýðu manna og störf hans í henn- ar þágu hafa mótast af umhyggju og skilningi. Þjóðin hefur leitað til Ólafs Ragnars og sótt hann til trúnaðarstarfa, setu á Alþingi og ráðherradóms. A þeim vettvangi hefur skýrast birst hlýhugur hans í garð vinnandi stétta. Enginn átti jafnríkan þátt í því og Ólafur Ragnar að koma hér á þjóðarsátt milli launamanna og atvinnurek- enda. Sáttargjörð þessi fólst að vísu í því einu að vinnandi menn skyldu ganga niðurlútir og hoknir í hnjánum að þeim afarkostum að ríkisvald og atvinnurekendur mættu skerða kjör þeirra bóta- laust. Þetta þrekvirki Ólafs Ragn- ars í þágu íslenskrar alþýðu er nú að bera fullan ávöxt í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og lög- um um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna. Þannig verður merki Ólafs Ragnars enn haldið á lofti og þjóðarsáttin tryggð um ókomin ár. Vissulega neyddist Ól- afur Ragnar til þess þegar hann var að koma þjóðarsáttinni í kring að bijóta samninga sem hann hafði sjálfur gert og bundið drengskap- arheiti sínu, en ástæðulaust að erfa það við jafnágætan dreng. Hefðu þeir samningar verið látnir standa gæti verið að stórir hópar íslenskra launamanna hefðu nú svipuð kjör og best gerist hjá ná- grannaþjóðum okkar, en Ólafi Ragnari tókst að afstýra þeirri ógæfu með dyggri aðstoð nokkurra verkalýðsforingja og alþýðuvina. Menntafrömuðurinn Eftir að hann hafði lokið dokt- orsnámi í stjórnmálafræðum kom Ólafur Ragnar til starfa við ný- stofnaða félagsfræðideild við Há- skóla íslands. Þeir sem hlýddu á fyrirlestra Ólafs Ragnars ljúka all- ir upp einum munni um að þeir hafi borið fræðimannslegu innsæi hans og óskeikulli dómgreind fag- urt vitni. Því miður neyddist Ólafur Ragnar til að draga verulega úr kennslu þegar hann gerðist þing- maður og hætti henni síðar alveg. En í virðingarskyni við fræðin og af umhyggju fyrir velferð nemenda sagði hann þó ekki lausri prófess- orsstöðu sinni við Háskólann, enda óljóst að hæfari maður fyndist til að gegna henni. Ýmsir starfsfélag- ar hans töldu að það væri stjórn- málafræðinni ekki til framdráttar að eina prófessorsstaðan í grein- inni væri árum saman skipuð manni sem fékkst við önnur og ólík störf. Munu menn fara nærri um hvort þessi gagnrýni var sprottin 'af sanngirni og heilbrigð- um metnaði eða einhveiju öðru. Annað dæmi sem sýnir prýðilega hversu djarflega Ólafur Ragnar vann að framgangi menningar og mennta er drengskaparbragð það er hann sýndi aðstandendum út- gáfufyrirtækisins Svarts á hvítu. ðlafur Ragnar sýndi þeim þá vin- semd að þiggja af þeim einskis verðan gagnagrunn og gaf eftir skuldakröfur ríkissjóðs á móti. En jafnvel fyrir þetta gagnrýndu and- stæðingar Ólafs Ragnars hann og héldu því fram að allir skuli njóta jafnræðis gagnvart stjórnvöldum en hann sýndi svart á hvítu að menningin á að hafa forgang, ekki síst ef aðstoðarmaður ráð- herra og kosninga- stjóri eiga hlut að máli. Stjórnmála- foringinn Þegar Ólafur Ragn- ar hóf siðbót innan Framsóknarflokksins ungur að árum snerust gegn honum ýmsir varðhundar spillingar- aflanna í flokknum og mátti hann lúta í lægra haldi fyrir ofureflinu; siðbót- armanninum var vísað úr paradís Framsóknarflokksins út í ystu myrkur. Eftir skamma viðdvöl í Samtökum fijálslyndra og vinstri manna fann hann loks hæfilegan vettvang fyrir hugsjónir sínar í Alþýðubandalaginu. Þar var hann fljótlega sóttur til að gegna leið- togahlutverki. Meiri samheldni og eindrægni ríkti í þeim flokki undir forystu Ólafs Ragnars en áður hafði þekkst, þótt það skilaði sér, einhverra hluta vegna, illa í kosn- ingum. Ekki er ráðrúm hér til að tíunda einstök afrek Ólafs Ragnars á sviði stjórnmálanna, enda eru þau mörg og stór, en eitt verður þó að nefna. Ötullegar en nokkur annar hefur hann reynt, af full- komnu hreinlyndi, að stefna jafn- aðarmönnum saman í öfluga breið- fylkingu. Þetta ætlunarverk hefur gengið miður en skyldi, enda mannskepnan einatt kynleg, oft vanþakklát og eigingjörn, eins og sést best á því að pólitísk stjúp- börn Ólafs Ragnars, aðstoðarmenn hans úr fjármálaráðuneytinu, hlupu úr náðarfaðmi Alþýðubanda- lagsins yfir til Þjóðvaka um leið og þau eygðu þar von um þing- sæti. En eins og oft hefur verið bent á er ekki við Ólaf Ragnar að sakast í þessum efnum, heldur alla aðra. Hann getur því yfirgefið leik- svið stjórnmálanna hnarreistur og hreykinn af þeim afrekum sem hann ætlaði að vinna. Þjóðarsómi Af því sem dregið er saman hér má ljóst vera að þjóðinni er sómi að því að Ólafur Ragnar skuli láta svo lítið aö bjóða sig fram til að gegna embætti forseta lýðveldis- ins. Af verkum hans öllum og per- sónunni sjálfri stafar slíkum ljóma að eftir er tekið, ekki aðeins hér- lendis heldur um veröld víða og má hann sannarlega heita þjóðar- gersemi. Verum samtaka í því að sýna honum með eftirminnilegum hætti það þakklæti og virðingu sem hann verðskuldar á kosningadag- inn 29. júní. ÁRSÆLL FRIÐRIKSSON, Rekagranda 1, Reykjavík Höfundur er kennari. Blað allra landsmaima! - kjarni málsins! Ársæll Friðriksson LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 25 Guðrún Pétursdóttir og Ólafur Hannibalsson verða á Akureyri 16. júní. Samkoma verður í Húsi aldraðra, Lundargötu 7, kl. 17-19. f • Lýður Ólafsson og Matthías Stefánsson leika létta tónlist • Ólafur Hergill Oddsson býður gesti velkomna • Haraldur Bessason flytur stutt ávarp • Skúli Gautason tekur lagið • Friðfinnur Hermannsson frá Húsavík flytur stutt ávarp • Kaffiveitingar Ávarp dagsins: Guðrún Pétursdóttir. Guðrún Pétursdóttir mun taka þátt í Kvennahlaupinu á Akureyri kl. 14.00. Að hlaupi loknu mun Guðrún heimsækja kosningaskrifstofuna í Hafnarstræti 101. Þjóðhátíðarkaffí 17. júní víð AusturvöU Þjóðhátíðarkaffi með Guðrúnu Pétursdóttur verður í Kosningamiðstöðinni við Austurvöll á 17. júní kl. 16-18. Grettir Björnsson tekur í nikkuna. Kosningaskrifstofur Guðrúnar Pétursdóttur: Reykjavík: Pósthússtræti 9, 4. og 6. hæð, sínii: 552 7913 Akureyri: Hafnarstræti 101, sími: 462 7858 Selfoss: Tryggvaskáli, sími: 482 2456 Keflavík: Hafnargata 29, sími: 421 6021 Höfn á Hornafirði: Vesturbraut 2, sími: 478 2411 ísafjörður: Hafnarstræti 14, sími: 456 3613 Hafnarfjörður: Fjarðargata 17, sími: 555 0820 Guðrún Pétursdóttir ein af okkur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.