Morgunblaðið - 27.08.1996, Side 26

Morgunblaðið - 27.08.1996, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ Hitamál í norskum menntamálum Bekkjum skipt eftir kynjum FYRIR skömmu lögðu kvennasamtök Kristi- lega þjóðarflokksins í Noregi fram hugmynd- ir um að skipta bekkjum eftir kynjum í fram- haldsskólum og brugðust margir harkalega við, sögðu að verið væri að stíga skref hálfa ——------------------------ öld aftur í tímann. I Aftenposten kemur á hinn bóginn fram að æ fleiri telja nauðsyn- legt að huga að slíkum lausnum til að auka hlut stúlkna í ákveðnum námsgreinum Kynskipting eftir námsgreinum í Noregi Norskar stúlkur í framhaldsskólum leggja fyrst og fremst stund á nám í heilbrigðis- og félagsgeiranum, drengirnir sýna byggingariðnaði og tæknigreinum mestan áhuga 10 20 30 40 50% 60 70 90 100 Kynjahlutfall íheild: Heilbrigðis- og félagsþjónusta Hönnun Tónlfst, dans og leiklist Nám í viðskiptum og stjórnun Veitinga- og gistihúsaþjónusta Landbúnaður íþróttir Efnavinnsia Trjávfnnsla Byggingatækni Véltækni Raftækni Byggingariðnaður r I Drengir I i Stúlkur 100 90 80 70 60 50% 40 30 10 0 REKTOR framhaldsskólans í Sola hefur tekið af skarið í samvinnu við fræðslustjóra Rogalands og þar hefst kennsla í haust í bekk með 15 nemendum sem eingöngu eru stúlkur. Markmiðið er að auð- velda stúlkunum að fara inn á námsbrautir sem kannanir sýna að eru fýrst og fremst „stráka- greinar“ eins og t.d. ýmsar tækni- greinar í byggingariðnaði. A áttunda og níunda áratugnum jókst hlutfall stúlkna í hefðbundn- um strákagreinum í norsku fram- haldsskólunum stöðugt en allra síðustu ár hefur þróunin snúist við. Áður en skiptingin var ákveð- in höfðu aðeins fimm stúlkur sótt um nám í tæknigreinum bygging- ariðnaðar í skólanum. Hvað er það sem einkum veldur ójafnri skiptingu kynjanna eftir greinum? Svarið vefst fyrir flest- um en Aftenposten spurði eina af stúlkunum á Rogalandi. „Ég hafði hugsað mér að byija í tæknideild byggingariðnaðar vegna þess að mig langar til að verða tækniteiknari," sagði Evy Olavsen. „En vinkona mín gafst upp í fyrra eftir hálfs árs nám og þá missti ég áhugann. Hún þoldi ekki lengur að hlusta á strákana lýsa því hvað hún væri klaufaleg." Olavsen var ekki í vafa þegar boð- ið var upp á hreinan stúlknabekk og sótti um. Stúlkur njóta sín betur í eigin hópi Þýskar rannsóknir gefa til kynna að stúlkur eigi oft undir högg að sækja í venjulegum, blönduðum bekkjum. Árangur stúlkna er betri ,þar sem skipt er í bekki eftir kynjum. Fullyrt er að flestir kennarar taki minna tillit til stelpnanna, grípi oftar fram í fyrir þeim en strákunum, geri lítið úr skoðunum hinna fyrrnefndu og spyrji oftar um skoðanir „karl- anna“. Þegar bekkjum er skipt eykst áhugi stúlkna á eðlisfræði og efnafræði verulega. „Samkennsla [kynjanna] veldur meiri skilum milli kynjanna en kynjaskiptir bekkir,“ segir Jo- hanna Mehler, skólastjóri við St. Anna-menntaskólann í Múnchen í viðtali við Der Spiegel. Konurnar í Kristilega þjóðar- flokknum benda á að í 30 ár hafi verið unnið að jafnrétti kynjanna í skólunum og á sumum sviðum hafi ekki náðst árangur. Þær vilji bregðast við þeirri staðreynd og gera aðlaðandi fyrir stúlkur að læra greinar sem þær forðist nú; skiptir bekkir séu tilraun í þá átt. Andvígur tillögunum en viðurkennir vandann Svein Sjoberg, prófessor við Óslóarháskóla er andvígur til- lögunum, segir slíka skipan mála vera í andstöðu við þær grundvall- arhugmyndir að jöfnuður sé auk- inn með því að láta nemendur með ólíkan bakgrunn og af báðum kynjum stunda nám saman í bekk. Hann viðurkennir þó vandann. „Við vitum að stúlkurnar verða út undan, einkum í tilraunastund- um í t.d. eðlisfræði. Strákarnir hertaka bókstaflega öll hjálpar- tækin sem á að nota. Þeir eru vanir að nota ýmis tæki og tól og þetta veldur því að þeir ráðskast með allt sem við kemur tilraun- inni. Stúlkurnar eru látnar skrá niðurstöðurnar og taka til á eftir,“ segir Sjoberg. Skólabúðir að Reykjum áfram starfræktar ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda áfram starfsemi Skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði fyrir grunn- skólanemendur af öllu landinu. Reykvískir skólastjórar höfðu borið kvíðboga fyrir að stafsemin félli niður þegar rekstur þess færi af höndum menntamálaráðu- neytis og sendu þeir frá sér áskor- un um áframhaldandi starfsemi síðastliðið vor. Skólabúðirnar að Reykjum hafa tekið við 2-3 hópum í senn af 12-13 ára nemendum af öllu landinu. Hafa þeir dvalist viku í einu þar sem brotið hefur verið upp hefðbundið skólastarf en nemendur settir í ákveðin verk- efni eins og íþróttir og útiveru, líffræði þar sem lífríki fjörunnar er m.a. kannað og Byggðasafnið og hákarlaskipið er skoðað undir leiðsögn heimamanna. Hefur starfsemin mælst mjög vel fyrir bæði af kennurum og nemendum. Fjórhliða samningur Að sögn Siguijóns Péturssonar, deildarstjóra grunnskóladeildar Sambands íslenskra sveitarfé- Iaga, hefur verið gerður samning- ur á milli Staðahrepps vegna rekstrarins, Jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga vegna fjármunanna, menntamálaráðuneytisins vegna húsnæðisins og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga vegna skipulags eða tengingar við sveit- arfélögin um þennan rekstur. „Sambandið hefur á þennan hátt beitt sér til lausnar ýmsum sam- eiginlegum málum, þ. e. að fá það sveitarfélag sem verkefnið er staðsett í, til að taka það að sér og bera ábyrgð á því en fjármagn- ið kemur frá Jöfnunarsjóðnum," sagði hann. Verzlunarskóli íslands Öldungadeild Lœrið fijd þeim sem þefikja þarfir viðskiptalífsins Öldungadeild skólans gefur fólki kost á að stunda nám (einstökum áföngum jafnt hefðbundinna bóknámsgreina sem viðskiptagreina. Ekki er nauðsynlegt að stefna að ákveðinni prófgráðu og algengt er að fólk leggi stund á einstakar námsgreinar til að auka atvinnumöguleika sína eða sér til ánægju. Sem dæmi um námsgreinar í boði má nefna íslensku, erlend tungumál, sögu, hagfræði, bókfærslu, verslunarrétt og margt fleira. Bókhalds- og tölvunám Markmið er að þjálfa nemendur í bókhaldi og tölvunotkun. Námið er 208 kennslustundir. Kennslugreinar: Almenn tölvunotkun - Stýrikerfið WINDOWS 95 Töflureiknirinn EXCEL Gagnagrunnurinn ACCESS Ritvinnslukerfið WORD for Windows 7.0 Bókfærsla Tölvubókhald (Opus-Alt) 208 kennslustundir. Verð kr. 51.800. Kennsla hefst 4. september og náminu lýkur með prófum í desember. VR og mörg önnur stéttarfélög og starfsmenntasjóðir styrkja þátttöku félagsmanna sinna. Upplýsingar og innrítun á skrífstofu Verzlunarskóians, Ofanleiti 1. skólar/námskeið myndmennt [ Handmenntaskóli íslands • Bréfaskólanámskeið Eins og áður kennum við: Grunnteikningu, litameðferð, líkams- teikningu, listmálun með myndbandi, skrautskrift, innanhússarkitektúr, hí- býlatækni, garðhúsagerð, teikningu og föndur fyrir börn og húsasótt. Nýtt hjá okkur er hljómblóma-námskeið- ið, sem eykur vöxt blóma, grænmetis, jurta, trjáa o.s.frv. Fáið sent kynningarrit skólans og hring- ið í 562-7644 eða sendið okkur línu í pósthólf 1464, 121 Reykjavík eða lítið á slóðina http://www.mmedia.is/hand- ment/ tungumál ■ Enskunám í Englandi. í boði er enskunám allt árið við virtan ensku- skóla. Fæði og húsnæði hjá enskri fjöl- skyldu. Fámennir námshópar. Sérstök 14 vikna námskeið hefjast 11. septem- ber (Cambridge Examination Courses). Upplýsingar veitir Marteinn M. Jóhanns- son eftir kl. 19 í síma 581 1652. HEILSUSETUR ÞÓRGUNNU ■ Svæðameðferðaskólinn Kynningarnámskeið byrjar 3. september. ■ Ylmolíunudd með sérstöku andlits-, handa- og fótanuddi. Þriggja helga námskeið. ■ Ungbarnanudd Námskeið fyrir foreldra með börn á aldr- inum 1-10 mánaða. Upplýsingar og innritun á Heilsusetri Þórgunnu, Skúlagötu 26, í síma 562 4745. ýmislegt ■ Söngsmiðjan Nú geta allir lært að syngja Hóptímar/einkatfmar Byrjendanámskeið; Framhaldsnámskeið; Raddbeiting, öndun, tónheym, samsöngur. Söngnámskeið fyrir börn og unglinga. Aldursskipt námskeið frá 5 ára aldri. Einsöngur; Undirbúningsdeild; einsöngsdeild. Sveifludeildin: Söngleikjatónlist, gospel, jass og blues. Upplýsingar og innriturí í síma 561-2455, fax 561-2456 og á skrifstofu skólans, Hverfisgötu 76, Reykjavík, alla virka daga frá 11—18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.