Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 13 FRÉTTIR Félag þroskaþjálfa Innganga ÍSFR samþykkt AÐALFUNDUR Félags þroska- þjálfa samþykkti á þriðjudags- kvöld að breyta því úr fagfélagi í stéttarfélag og óska aðildar að Starfsmannafélagi ríkisstofnana í kjölfarið. Fjölmennt var á fundinum, eða um 120 manns. Tekist var á um hvort ganga ætti í SFR eða óska aðildar að BSRB. Atkvæði féllu þannig að 33 sögðu já en 72 sögðu nei við inngöngu í BSRB, en 76 sögðu já við inngöngu í SFR en 20 sögðu nei, og auðir og ógildir seðlar voru 8. Stéttinni til sóma Hrefna Haraldsdóttir formaður félagsins kveðst afar sátt við þessa niðurstöðu og telja hana allri stétt þroskaþjálfa til sóma. Á fundinum hafi verið skiptar skoðanir eins og eðlilegt sé, en góð aðsókn sýni að hennar mati að hugur sé innan stéttarinnar. Guðný Stefánsdóttir, ein þeirra sem vildu inngöngu í BSRB, kveð- ur niðurstöðuna vonbrigði að því leyti að ákveðinn hluti félags- manna hafi viljað að félagið stæði á eigin fótum, auk þess sem marg- ir þeirra þroskaþjálfa sem starfa hjá hinum ýmsu sveitarfélögum búi við óvissu um hvort þeir haldi áunnum réttindum sínum við inn- göngu í SFR. Hún telji hins vegar aðeins um áfanga að ræða. Framhaldsaðalfundur verður haldinn næstkomandi þriðjudag. Þar verða drög að lagabreytingum rædd, auk þess sem kosið verður í stjórn. Formaður félagsins, Hrefna, kveðst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í emb- ætti. -----»• ♦ ♦--- Tvö ný apótek fá leyfi borgarráðs BORGARRÁÐ hefur samþykkt fyrir sitt leyti erindi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um leyfi fyrir tveimur nýjum apó- tekum í borginni, við Langarima 21-23 í Grafarvogi og við Ármúla 7. Erindið var samþykkt með fjór- um atkvæðum í borgarráði en Guðrún Ágústsdóttir sat hjá og vísaði til fyrri bókunar varðandi veitingu lyfsöluleyfa. í erindi ráðuneytisins til borgar- ráðs kemur fram að samkvæmt lyfjalögum ber að óska eftir um- sögn sveitarstjórnar um lyfsölu- leyfi. Samkvæmt þeim lögum skuli við mat á umsókn meðal annars stuðst við íbúðafjölda að baki lyfja- búðar og fjarlægð hennar frá næstu lyfjabúð. Þetta bara er í hættu! .. .því ekki er víst að það muni hafa aðgang að tölvu með íslensku stýrikerfi. Þess vegna er máltilfinningu þess og orða- forða hætta búin. Við viljum að sjálfsögðu búa börnum okkar bjarta framtíð, þar sem íslensk menning er í hávegum höfð. Það getum við gert með því að miðla þeim af visku og þekkingu okkar, kenna þeim góða siði og veita þeim vandað, öflugt námsefni og verkfæri. Vitanlega á allt námsefnið að vera á íslensku, því málfar barnanna mótast af því sem íyrir þeim er haft. Apple-umboðið er eina íslenska fyrirtækið sem ver árlega umtalsverðu fé til íslenskunar á nýjum uppfærslum stýrikerfis og hugbúnaðar, s.s. ritvinnslu, töflureikni, gagnagrunni, kennsluforritum og ýmsu fleira. Veitum börnunum okkar aðeins það besta - kennum þeim íslensku og bjóðum þeim tölvur sem eru á sama máli og þau. Apple-umboðið Skipholti 21, 105 Reykjavík, sími: 511 5111 Heimasíða: http://www.apple.is Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! Sjóvá-Almennra deildin á Lengjunni 1,15 4,00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.