Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 1
r 96 SÍÐUR B/C 291. TBL. 84.ÁRG. FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Skæruliðar segjast halda 490 manns í gíslingu í sendiráði Japans í Lima McDonnell Douglas og Boeing Utanríkisráðherra Perú efstur á aftökulistanum Lima. Reuter. VIN STRISINNAÐIR skæruliðar, sem halda hundruð manna í gíslingu í japanska sendiráðinu í Lima í Perú, hótuðu í gær að taka gíslana af lífi hæfu stjórnvöld ekki viðræður við þá um lausn 500 félaga í samtökum skæruliðanna, Tupac Amaru. Klukkustundarfrestur, sem þeir settu stjórnvöldum, rann út síðdegis en seint í gærkvöldi virtust þeir ekki hafa látið verða af hótun sinni. Slepptu þeir fimm gíslum, þeirra á meðal fjórum sendiherrum, sem sögðust eiga að vera tengiliðir skæruliða við stjórnvöld. Utanríkis- ráðherra Perú er efstur á aftökulista skæruliðanna, sem hafa verið í stöð- ugu símasambandi við útvarpsstöðv- ar í Perú, auk þess sem gíslunum hefur verið leyft að hafa samband við fjölskyldur sínar og stjórnvöld. Skæruliðarnir tóku sendiráðið um kl. 20 að staðartíma, kl. 1 í fyrri- nótt, en þá stóð yfir boð í tilefni afmælis Japanskeisara. Voru gísla- tökumennirnir dulbúnir sem þjónar og höfðu falið vopn og skotfæri í mat og blómaskreytingum. Fullyrt var í gær að skæruliðarnir hefðu grafið göng að húsinu og komist þannig fram hjá vörðum. Fyrirmenn í haldi Ekki er ljóst hversu margir gíslar eru í haldi skæruliðanna. Þeir slepptu konum og eldra fólki fljót- lega úr haldi, þeirra á meðal móður Albertos Fujimoris, forseta Perú, að því að talið er fyrir mistök. Var þá talið að eftir væru um 250 manns í sendiráðinu. í símbréfi sem nokkr- ir gíslanna sendu seinnipartinn í gær,að skipan skæruliðanna sögðust þeir hins vegar tala fyrir 490 manns. Fjöldi fyrirmenna er í haldi skæru- liðanna; utanríkis- og landbúnaðar- ráðherrar Perú, forseti þingsins, for- seti hæstaréttar og þrír þingmenn á þingi Perú. Þá eru þar sendiherrar fimmtán erlendra ríkja að talið er og fjöldi japanskra kaupsýslumanna. Þá er fullyrt að fyrrverandi og núver- andi yfirmenn lögreglusveita, sem beijast gegn hryðjuverkamönnum, séu í hópi gíslanna. FORSETI Rauða kross Perú (fyrir miðju) leiðir tvo gísla, sem látnir voru lausir í gær, frá sendiráðinu. Reuter LÖGREGLUMENN skoða jólaköku sem reyndist full af skotfær- um. Kakan fannst í sjúkrabifreið við japanska sendiráðið. Um miðjan dag í gær kvað við kynntu skæruliðarnir að nokkrir öflug sprenging að því að talið er þeirra og gíslanna hefðu særst við í sendiráðinu. Skömmu síðar til- töku sendiráðsins og þyrftu nauð- synlega á læknisaðstoð að halda. Skæruliðar kröfðust viðræðna við Fujimori forseta og yrði þeim út- varpað beint. Fujimori hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið en innanríkisráðherra landsins fer með það fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Haft var eftir skæruliðunum að ráðist hefði verið á japanska sendi- ráðið til að mótmæla stuðningi jap- anskra stjórnvalda við Perústjórn en Fujimori er af japönskum ættum. Mikið áfall Gíslatakan er geysilegt áfall fyrir stjórnvöld í Perú sem hafa háð harða baráttu gegn skæruliðasamtökum. Vonuðust þau jafnvel til þess að sig- ur væri að nást í baráttunni en stöð- ugleiki og aukið öryggi voru grund- vallarforsendur efnahagsumbóta. Atburðirnir í sendiráði Japan gera þær vonir að engu og kunna að koma hart niður á efnahag landsins, þar sem þær gera að engu tiltrú erlendra fjárfesta. ■ Krefjast lausnar/24 ESB með athuga- semdir Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins, ESB, tilkynnti í gær, að fyrirhuguð sameining Boeings og McDonnell Douglas bryti ef til vill í bága við eðlilega samkeppni innan sambandsins. „Ymsir telja, að sameiningin veki spurningar um yfirburðastöðu Bo- eings á þessum markaði," sagði Kar- el Van Miert, sem fer með samkeppn- ismál í framkvæmdastjórninni. Sagði hann, að samningur fyrir- tækjanna yrði „fínkembdur" til að skoða hvaða áhrif hann hefði á stöðu nýja fyrirtækisins. Van Miert dró enga dul á, að kom- ið yrði í veg fyrir sameiningu Bo- eings og McDonnell Douglas ef í ljós kæmi, að hún samræmdist ekki eðli- legum samkeppnisreglum og fyr- irtækin skirrtust við að bæta úr því. Umhyggja fyrir Airbus Ýmsir telja, að fyrir ESB vaki ekki síst umhyggja fyrir evrópsku Airbus-samsteypunni en Boeing hef- ur oft kvartað yfir miklum, opinber- um stuðningi við hana. ESB gagnrýnir hins vegar gífur- legar niðurgreiðslur, sem það segir bandarísku flugiðnaðarrisana fá frá Bandaríkjastjórn í gegnum samninga við herinn. Talið er, að þessi mál geti kynt undir nýrri spennu milli Bandaríkjanna og ESB. ■ Ríkið i rikinu/8B ------»■ .♦----- Jagland hót- ar afsögn Ósló. Reutcr. THORBJ0RN Jagland, forsætisráð- herra Noregs, hótaði afsögn í gær- kvöldi linnti stjórnarandstaðan ekki árásum á dómsmálaráðherrann, Anne Holt. Holt er sökuð um að hafa ekki sagt þinginu satt um vitneskju sína um njósnahneyksli sem upp kom í síðustu viku. I samtali við NTB- fréttastofuna sakaði Jagland stjórn- arandstöðuna um nornaveiðar. Brussel. Reuter. Varnarmálaráðherra Rússlands fundar með ráðherrum Atlantshafsbandalagsins Telur samráð vera ótímabært Njósnari í röðum FBI Washington. Reuter. BANDARÍSKA alríkislögregl- an (FBI) handtók í gær einn af mönnum sínum en hann er grunaður um hafa selt Rússum skjöl sem varða öryggi ríkisins. Er þetta annað njósnamálið sem kemur upp hjá stofnuninni á einum mánuði. Starfsmaðurinn heitir Earl Edwin Pitts og er talið að frá árinu 1987 hafí hann selt Rúss- um skjöl og þegið fyrir þau 224.000 dali, um 15 milljónir ísl. króna. Fylgst var með Pitts í 16 mánuði áður en látið var til skarar skríða í gær. IGOR Rodíonov, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, neitaði í gær boði Atlantshafsbandalagsins (NATO) um að skiptast á liðsforingjum til að sjá um samhæfingu herja Rúss- lands og NATO. Sagði hann slíkt ekki tímabært á fundi sem hann átti með varnarmálaráðherrum banda- lagsins en gaf til kynna áhuga rússn- eskra stjórnvalda á að auka tengslin við NATO síðar. Áður en Rodíonov hitti ráðherrana lýstu þeir yfír vilja sínum til að koma á fót alþjóðlegri lögreglusveit til að hafa hendur í hári manna, sem ákærðir hafa verið fyrir stríðsglæpi. Þeir eru hins vegar ekki sammála um framkvæmdina. Rodíonov þótti óvenju harðorður er hann fordæmdi stækkun NATO og sagði að hún kynni að ógna stöð- ugleika og stefna í hættu samningum um vopnaeftirlit. Yrði af stækkun myndu Rússar grípa til pólitískra, hernaðarlegra og efnahagslegra að- gerða en Rodíonov vildi hins vegar ekki tilgreina í hverju þær fælust. Lögreglusveitir gegn stríðsglæpamönnum Bandarískur embættismaður sagði í gær „mikla samstöðu um sjálfa hugmyndina“ að sérstökum lögreglu- sveitum til að hafa uppi á stríðs- glæpamönnum. William Perry, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, átti viðræður um málið við Charles Mill- on, varnarmálaráðherra Frakklands, og síðar við varnarmálaráðherra Hollands, Danmerkur og Noregs. Sagði hann, að lögreglusveitirnar gætu heyrt beint undir stríðsglæpa- dómstólinn í Haag og að öðrum kosti undir Evrópusambandið eða Örygg- is- og samvinnustofnun Evrópu „Það, sem nú er rætt um, er hvað kalla skuli þessar sveitir, hver skuli stjórna þeim, hvernig skuli skipu- leggja þær og hveijir leggi til liðið,“ sagði embættismaðurinn. Embættismenn NATO lögðu þó á það áherslu, að engar ákvarðanir hefðu verið teknar og sögðu, að allir óttuðust hugsanlegar hefndarað- gerðir gegn hermönnum og starfs- mönnum hjálparstofnana. Flestir ganga lausir Ráðherrarnir voru sammála um, að það yrði ekki í verkahring 30.000 manna NATO-liðs, sem á að leysa af hólmi núverandi friðargæslulið, að hafa uppi á stríðsglæpamönnum en lýstu jafnframt áhyggjum af því, að enn hefur aðeins tekist að hand- taka sjö af um 80 mönnum, sem ákærðir hafa verið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.