Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 19
NEYTENDUR
Gestakokkar á mat-
stofunni A næstu grösum
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
ÞEIR Agúst Pétursson og Þorri Hringsson gestakokkar
SVILARNIR Ágúst
Pétursson og Þorri
Hringsson standa
saman yfír pottunum
á aðfangadag og
malla jólasteikina
sem í þeirra tilfelli er
grænmetissteik. Eig-
endur matstofunnar
Á næstu grösum hafa
nú samið við þá fé-
laga að koma eina
kvöldstund fyrir jólin,
nánar tiltekið á
morgun, föstudag, og
elda fyrir gesti mat-
stofunnar. Þeir ætla
að bjóða upp á hnet-
usteik með appels-
ínusósu, sætum kart-
öflum, steiktum
rauðrófum og selju-
rót. Val verður um
forrétti en í eftirmat
verður skyrterta með
beijasósu.
Við föluðumst eftir girnilegri
uppskrift að forrétti fyrir þá sem
vilja prófa sig áfram með grænmet-
isrétt á jólaborðið.
Spínatbollur
1 kg ferskt spínat eða 450 g frosið
1 meðalstór laukur
1 lítil dós kotasæla
__________i egg__________
olia til steikingar
250-350 g hveiti (ennþó betrg oð
_________hgfo dúrruhveiti)_________
salt og pipor
Að sögn þeirra félaga er betra
að nota ferskt spínat sé það til.
Skolið það vel og setjið í pott. Sjóð-
ið í um þijár mínútur, setjið á sigti
og kreistið vatnið úr. Saxið fínt en
ekki þó í matvinnsluvél. Ef spínatið
er frosið fylgið þá leiðbeiningum á
umbúðum, kreistið úr því vatnið og
saxið fínt. Saxið laukinn og gyllið
á pönnu. Blandið saman spínati,
lauk, kotasælu og eggi. Magn hveit-
is fer eftir ýmsu s.s. vökva í spínati
en útkoman á að vera nokkuð þykkt
deig. Saltið og piprið og hálffyllið
pott af vatni. Látið suðu koma upp.
Saltið. Ekki er nauðsynlegt að vatn-
ið bullsjóði því þá geta bollurnar
liðast í sundur. Notið skeið til að
móta bollur og setjið í pottinn. Sjóð-
ið í 4-5 mínútur, veiðið bollur uppúr
potti og setjið í eldfast mót. Hitið
ofn í 180qC, stráið Parmesanosti
yfir eða Grana Pedano og hitið boll-
urnar í 20 mínútur. Við steikingu
þorna þær og bragðið skerpist. Ber-
ið fram með bræddu smjöri með
salvíu út í og Parmesanosti. ■
Sænskar
kalkúna-
bringur í
Hagkaupi
HAGKAUP hefur hafið sölu á bein-
lausum og ósoðnum kalkúnabring-
um. Að sögn Árna Ingvarssonar
kemur kjötið frá fjölskyldufyrirtæki
í suðurhluta Svíþjóðar sem bæði sér
um ræktun, slátrun, úrvinnslu og
sölu. Hann segir að árlega sé um
hundrað þúsund kalkúnum slátrað
hjá þessu fyrirtæki en Árni giskar
á að ársneyslan hér á landi sé um
einn tíundi af þeirri tölu.
Kílóið af sænsku kalkúnabring-
unum kostar 1.498 krónur.
Handverks-
sýning- á
Garðatorgi
UM helgina verður handverkssýn-
ing á Garðatorgi, sú síðasta fyrir
jól. Um fjörutíu manns taka þátt í
að sýna og selja verk sín. Að þessu
sinni verður mikið um uppákomur
og verslanir eru opnar lengur en
ella. Sýningin verður opnuð klukkan
10 laugardaginn 21. desember en
klukkan 12 sunnudaginn 22. des-
ember.
Segulspjöld
hjá Útilífi
Á SÍÐUSTU neytendasíðu var sagt
frá segulspjöldum fyrir pílukast en
láðist að segja frá því að þau fengj-
ust í Útilífi.
Morgunblaðið/Ásdís
JÓNAS Þór í Gallery kjöt.
Verslunin
Gallery kjöt
stækkuð um
helming
VERSLUNIN Gallery kjöt sem er
við Grensásveginn og í eigu Jónasar
Þórs var nýlega stækkuð um helm-
ing. Verslunin sem er sælkeraversl-
un leggur áherslu á úrval í kjöt-
borði en með stækkuninni hefur
úrval forrétta verið aukið til muna.
Meðal þess sem þar er að finna er
grafið kjöt, smalaskinka og Bolc-
anoskinka auk reyksoðinna gæsa-
bringa og reykts áls. Þá eru á boð-
stólum ýmiskonar paté eins og dá-
dýra-, hjartar- og villihérapaté og
auk þess gæsa-, og andalifur.
Meðal nýjunga eru einnig nokkrar
tegundir af eftirréttatertum frá
Frakklandi og vínlegnir ávextir.
Belgískt kon-
fekt hjá Esso
BELGÍSKA konfektið Mondose er
nú fáanlegt á öllum bensínstöðvum
Esso á höfuðborgarsvæðinu.
Konfektið er fiutt inn af Olíufélag-
inu hf. og er selt í gylltum gjafa-
öskjum. Hver askja inniheldur 227
grömm af konfekti.