Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 13 FRÉTTIR Sjálfstætt starfandi heimilislæknum fækkar Ný leyfi hafa ekki verið veitt í sjö ár Morgunblaðið/Jón Svavarsson SJÁLFSTÆTT starfandi heimilis- læknum hefur fækkað jafnt og þétt á undanförnum sex árum og að sögn Ólafs F. Magnússonar, formanns Félags sjálfstætt starf- andi heimilislækna, FSSH, hefur enginn heimilislæknir fengið að hefja sjálfstæðan rekstur stofu í Reykjavík undanfarin sjö ár. I maí sl. sóttu tveir heimilislækn- ar um að fá að opna sjálfstætt rekna læknastofu í samræmi við samning Tryggingastofnunar ríkis- ins og Læknafélags íslands þar sem kveðið er á um að ef læknar vilja opna stofu í Reykjavík og nágrenni þá þurfa þeir að fá samþykki samn- ingsaðila og jákvæða umsögn við- komandi héraðslæknis. Hvað varðar heimilislæknana tvo hefur Lúðvík Ólafsson, settur hér- aðslæknir, gefið umsögn um að ekki sé þörf á fleiri heimilislæknum í sjálfstæðum rekstri í Reykjavík. Þessu mótmælir FSSH og sendi félagið frá sér ályktun þann 16. desember sl. þar sem Lúðvík er borinn þungum sökum um að hann láti andúð sína á þessari starfsemi ráða gjörðum sínum en ekki fagleg sjónarmið. í ályktuninni kemur fram að í umsögn héraðslæknisins frá 13. ágúst sl. var talin þörf fyrir fleiri heimilislækna í Reykjavík. Aftur á móti komi fram í umsögn héraðs- læknis í þessu sama máli frá 20. nóvember sl. að hann telji að engin þörf sé fyrir fleiri heimilislækna í Reykjavík. Tryggingaráði gert að taka stefnumótandi ákvarðanir Lúðvík segir að hann hafi ritað þrjú bréf um málið og þau séu í raun samhljóða og því sé hvorki um sinnaskipti að ræða né andúð á sjálfstæðri starfsemi. „Ég tel að það sé ekki þörf fyrir fleiri heimilis- lækna sem starfa samkvæmt samningi Tryggingastofnunar og Læknafélags íslands. Að mínu áliti eiga heimilislæknar að starfa við ákveðnar starfsaðstæður sem bjóða upp á að þeir geti nýtt menntun sína og þekkingu, bæði sjálfum sér og þjóðfélaginu að fullu. Þessar starfsaðstæður er miklu frekar að finna á heilsugæslustöðvum en á sjálfstæðum stofum. Undantekning er heilsugæslan í Lágmúla en þrátt fyrir að vera einkarekin sinnir hún ákveðnu hverfí og er ígildi heilsugæslustöðv- ar og er þar um gott framtak ræða.“ Að sögn Boila Héðinssonar, for- manns Tryggingaráðs, var sam- þykkt hjá Tryggingaráði að fela formanni ráðsins að hafa forgöngu um að ráðuneytið, héraðslæknar Reykjavíkur og Reykjaness, lækna- félögin og Tryggingastofnun ríkis- ins hefji viðræður um það hvernig þessi t.vö kerfi heilsugæslustöðva og sjálfstætt starfandi heimilis- lækna skuli starfa samhliða. „Þetta er okkar svar við þeirri stöðu sem komin er upp í máli lækn- anna tveggja. Okkur er nánast gert að taka stefnumótandi ákvörðun í heilbrigðismálum sem er í rauninni ekki okkar hlutverk. Við viljum losna úr þessari klemmu og þetta er okkar leið til þess,“ sagði Bolli. Fyrirhuguð stækkun í Fossvogshverfi Fyrirhugað er að stækka heilsu- gæslustöðina í Fossvogi þar sem þrír heimilislæknar starfa. Áætlað er að eftir stækkun fjölgi þeim í 5-6. Ólafur F. Magnússon segist ekki skilja í því hvers vegna eigi að fjölga læknum á svæði þar sem starfandi er einn heimilislæknir á hveija þúsund íbúa ef engin þörf er fyrir fleiri heimilislækna í Reykjavík. „Rekstur Fossvogsstöðvarinnar var bytjaður áður en rekstur sjálf- stætt starfandi heimilislækna hófst í Kringlunni og það hefur alltaf verið markmiðið að stöðin yrði nægjanlega stór þannig að hún gæti sinnt öliu hverfinu," segir Lúðvík Ólafsson, settur héraðs- læknir í Reykjavík. Þingmenn áminntir um sparnað ÓLAFUR G. Einarsson, forseti Alþingis, tók í vikunni við Heim- dallarhendinni af Elsu B. Vals- dóttur formanni Heimdallar. Heimdallarhendurnar eru pappa- spjöld með mynd af hendi og áletrunum til áminningar um sparnað í ríkisrekstrinum. í fréttatilkynningu frá Heim- dalli segjr að höndin sé þingmönn- um til aðstoðar við atkvæða- greiðslur um fjárlagafrumvarpið. „011 viljum við gleðja bömin um jólin og færa þeim góðar gjafir. Besta jólagjöfin sem hægt er að færa börnunum í þessu landi er björt framtíð án skulda og hárra skatta. Þú getur átt þátt í að færa þeim þessa gjöf með því að tryggja með atkvæði þínu að fjárlög fyrir árið 1997 verði án halla,“ segir í bréf i Heimdellinga til þingmanna. Möguleikar á nýrri íbúða- byggðí Skerjafirði MEÐ kaupum Reykjavíkurborgar á eignum Skeljungs í Skeijafirði eru borgaryfírvöld að tryggja það að hægt verði að uppfylla skilyrði um öryggi Reykjavíkurflugvallar. Því verða allir olíugeymar fjarlægðir af svæðinu, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri. „í skýrslu sem gefín var út af Samgönguráðuneytinu fyrir fímm árum var lagt til að flugbrautin 0125 verði lögð niður og hafa borg- aryfirvöld lagt ríka áherslu á að það verði gert. Með því opnast ákveðnir möguleikar fyrir borgina á að skipuleggja íbúðabyggð á svæðinu en mikil eftirspurn er eftir nýju íbúðarhúsnæði í eldri hverfum borgarinnar,“ segir Ingibjörg Sól- rún „Bókin er frábær fyrir þá sem vilja fræðast um getu sína til að ná hámarks árangri og taka ábyrgð á eigin lífi. Án vafa er þetta ein langbesta bók sem ég hef lesið.“ Siguringi Sigurjónsson, áfengisráðgjafi. „Markmiðin virðast stundum jafn fjarri og stjömumar. Brian Tracy kveikir í þér þann eldmóð sem þarf til að ná til þeirra, koniast í ferðina til stjamanna, okkar æðstu drauma og markmiða." Fanný Jónmundsdóttir, lciðbcinandi. „Bók Brian Tracy „Háinarks árangur" er frábær bók. í henni setur hann fram áhrifaríkar reglur sem gagnast öllum á leið þeiira til betra lífs. Ég mæli óhikað með þessari bók.“ Stella Sæmundsdóttir, verslunarstjóri Betra lífs. „Á undanfömum ámm hef ég kynnst Brian Tracy gegnum bækur hans, myndbönd og hljóðsnældur. Hann er tvímælalaust í hópi hæfustu manna á sviði sjálfsþekkingar, tímastjómunar og þjálfunar til árangurs.“ Thomas Möller, framkvæmdastjóri markaðssviðs Ólís. „Brian Tracy hefur hæfileika til að gera jafnvel stærstu ákvarðanir í lífinu auðveldar. Leit hans eftir hámarks árangri í lífinu og list hans í að setja fram markmið, sem auðvelt er að ná, gerir þessa bók að nauðsynlegu lesefni fyrir alla.“ Phil Hunter, atvinnumaður í golfi. „Ég fagna útgáfu bókarinna Hámarks árangur eftir Brian Tracy. Hún er tvímælalaust gott verkfæri fyrir hvem þann sem rækta vill sjálfan sig til árangurs. Bókin er vel skipulögð og aðgengileg fyrir hvem þann sem vill stefna hátt til árangurs á hvaða sviði sem er og búa við velsæld í líftnu og hamingju“. Hiálmar Arnason. binemaður. „Kveiktu ekki á sjónvarpinu fyrr en þú hefur lesið þessa bók. Sum ráðin eru milljóna virði. Önnur verða ekki metin til fjár, t.d. besta lækningin við óhamingju er að gera einhvem annan hamingjusaman.“ Jón Ögmundur Þormóðsson, lögfræðingur, höfundur bókarinnar „Fegursta kirkjan á íslandi" „Bókin er ekki bara athyglisverð fyrir þá lýsingu sem sett er fram á lífinu eins og við flest lifum því. Hún er einnig holl áminning um að þrátt fyrir mismunandi aðstæður er sérhver einstaklingur sinnar eigin gæfu smiður.“ Jóhann Björnsson, M.A. í heimspeki. Bók fyrir bæði kynin í öllum aldurshópum, Fæst í öllum helstu í hvaða starfstétt sem er, bókaverslunum landsins. því það er aldrei of snemmt eða of seint að leita eftir Dreifingarsími: HÁMARKS ÁRANGRI 567-3240 LEIÐARLJ*S ehf. Leiðandi í útgáfu á sjálfsraktarefni Afgreiðsla í Reykjavík: 567 3240. Þorir þú að ná HÁMARKS ÁRANGRI í eigin lífi - og viltu gefa öðrum tækifæri að gera siíkt hið sama? „Þessi frábæra bók er leiðbeining til ánægjulegra, árangursríkara og hamingjusamara lífs. Með því að ástunda það. sem þú getur lært af þessari bók, geturðu orðið framúrskarandi foreldri eða uppalandi.“ Ásta Árnadóttir, listmálari. Höfundur bókarinnar, Brian Tracy, er einn af helstu sérfræðingum heims í velgengni og persónulegum árangri og efni hans hefur verið þýtt á 14 tungumál í 30 löndum. Hann hefur einnig talað til yfir milljón karla og kvenna. Brian Tracy hefur tileinkað líf sitt og starf rannsóknum á mismuninum á þeim sem ná velgengni í líft sínu og þeirra sem ná henni ekki. „ Þessi bók er einstök í röð sjálfshjálparbóka að því leiti að hún dregur lesandann út úr heimi óraunhæfra draumóra og inn í raunveruleika þar sem honum eru allir vegir færir ef hann tileinkar sér ákveðnar meginreglur í lífsbaráttunni. Þessi bók er grundvallarlesning fyrir hvent þann sem vill ráða eigin örlögum.“ Árni Þór Hilmarsson, sálfræðingur og höfundur „Tilfinningalífs karla“ og „Uppkomin börn alkóhólista“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.