Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ URVERINU Morgunblaðið/Áki Guðmundsson Góð þorskveiði á línu Milosevic varar námsmenn við Belgrad. Reuter. SERBNESKIR stjórnarandstæð- ingar sögðust á þriðjudag vera viss- ir um, að mótmælin síðustu vikur hefðu komið á samstöðu, sem myndi neyða Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, til að viðurkenna sigur stjórnarandstöðunnar í sveitar- stjórnarkosningunum. Milosevic varaði hins vegar námsmenn við í gær að ýta undir afskipti erlendra ríkja af serbneskum innanríkismál- um. Talsmaður stjórnarandstöðunnar sagði, að í fyrstu hefðu menn ekki verið vissir um, að mótmælin ent- úst út vikuna en nú væri fimmta vikan hafin og mótmælendum fjölg- aði stöðugt. Augljóst væri, að Mil- osevic væri farinn að óttast um sinn hag. Milosevic átti á þriðjudag fund með fulltrúum námsmanna og kvaðst mundu láta kanna ásakanir þeirra urn stórfelld kosningasvik sósíalista. Hann varaði þá hins veg- ar við að ýta undir afskipti erlendra ríkja. Milosevic ónauðsynlegur? Miroljub Labus, frammámaður í einum stjórnarandstöðuflokknum, sagði á þriðjudag eftir viðræður í Washington, að Bandaríkjastjórn teldi Milosevic ekki lengur nauðsyn- legan til að tryggja frið í Bosníu. Sagði hann, að embættismenn í bandaríska utanríkisráðuneytinu hefðu lýst yfir fullum stuðningi við serbnesku stjórnarandstöðuna ef hún kæmi á lýðræði í landinu. MJÖG góð þorskveiði hefur verið á línu hjá bátum frá Bakkafirði að undanförnu. Hafa bátarnir ver- ið með að jafnaði 200 til 250 kíló á bala, róður eftir róður. Hér er Kristín HF 165 á línunni fyrir sunnan Viðvík. Kristján Jónsson, skipstjóri og útgerðarmaður, er í önnum með gogginn, en þennan dag réri Kristján með 8 bala og fiskaði á þá rúm 1.800 kíló af þokkalegum fiski. Utflutningur á óunnum þorski eykst um fjórðung ÚTFLUTNINGUR á óunnum þorski á fiskmarkaðina í Bretlapdi hefur aukizt á haustmánuðum. í lok nóv- ember hafði því verið flutt meira utan af þorski á þessa markaði en á sama tíma í fyrra, en þessi útflutn- ingur hefur farið minnkandi ár frá ári frá því á síðasta áratug. Alls fóru 2.145 tonn utan þetta tímabil, sem er 26% aukning miðað við sama tíma í fýrra, samkvæmt upplýsing- um frá LÍÚ. Allt síðasta ár fór 1.831 tonn af óunnum þorski á fiskmarkaðina í Hull og Grimsby svo ljóst er að út- flutningurinn verður meiri í ár en í fyrra. Mestu munar nú að í október fóru 300 tonn utan og 548 í nóvem- ber, en það er nálægt því að vera þrefalt meira en í sömu mánuðum í fyrra. Þorskverð á fiskmörkuðum heima og úti Kr/kg. 1996 Veröáíslandi ggg Verð i Englandi T I j j ; i j ] ; I T J ’ F Nl' a'm' j' J ' Á' S' O' n' Verðið í nóvember var að meðal- tali 140 krónur, sem er 3% hærra en í fyrra í krónum talið, en 4% lægra miðað við pundið. Meðalverð allt þetta ár í krónum talið er 132 krón- ur. Sala á þorski á innlendum fisk- mörkuðum hefur einnig aukizt milli ára. Til loka nóvember í ár höfðu 33.513 tonn farið um innlendu mark- aðina, en 31.040 á sama tíma Verð að meðaltali í ár er 93 krón- ur, sem er 3% lækkun frá meðal- verði síðasta árs. Mesta sala á inn- lendu mörkuðunum í einum mánuði í ár var í marz, 4.662 tonn og er það eini mánuðurinn sem salan hef- ur farið yfir 4.000 tonnin. Minnst var svo selt í ágúst eða 1.636 tonn. í fyrra var mest af þorski selt í maí, 4.893 tonn. Mf Veislustjóri Ingólfur Guðbrandsson. f Súlnasal, Hótels Sögu § föstudaginn 20. des. kl. 19.30 Tryggið ykkur þátttöku í glæsilegum mannfagnaði á heimsvísu nk. föstudagskvöld, þar sem sönn gleði og jólastemmning ríkir og brugðið er upp myndum af undrum heimsins í fyrri og nýjum ferðum. Félagar Heimsklúbbsins: Munið ferðapunktana fyrir þátttöku ykkar. Takið með gesti og pantið borð í tíma á Hótel Sögu, sími 552 9900. Aðgangur ókeypis fyrir matargesti. Aðeins veitingar greiddar, veislu- kvöldverður á lækkuðu verði. FLUGLEIDIR Tramlur hkmhur feti*/ILi[i W HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS Austurstræti 17.4. hæð 101 Revkiavík. sími 562-0400. fax 562-6564 Reuter Hlutum úr Challenger skolar á land TVEIMUR stórum hlutum úr flaki geimferjunnar Challenger, sem fórst yfir Flórída fyrir tæp- um ellefu árum, hefur skolað á land, skammt sunnan við Kennedy geimvísindastofnunina á Flórídaskaga. Hlutarnir sem fundust á Cocoa-strönd voru úr vængjum ferjunnar, annar var 4,1 x 2,5 metrar, hinn 1,5 x 3 metrar. fJÖÚÐB MECIWt LNvÁiAOO M MJO v ;1'l So fitll< Brak geimfeijunnar kom nið- ur um 56 km undan landi og náðist um helmingur hennar upp af hafsbotni skömmu eftir slysið. Nokkrum minni hlutum Challenger hefur skolað á land frá því geimfeijan sprakk skömmu eftir flugtak árið 1986, en nokkuð er nú um liðið frá því að síðustu hlutarnir fundust. Sögðu vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA, að hlutarnir úr Chall- enger væru auðþekkjanlegir á hitaþolnum flögum sem vængur- inn væri lagður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.