Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 67 FRETTIR Ályktun stjórnarfundar Leigjendasamtakanna Nýr fjármagnskostnaður MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun stjórnarfundar Leigjendasamtakanna: „Fundurinn lýsir undrun sinni á þeirri ákvörðun borgaryfirvalda að endurfjármagna skuldlausar leigu- íbúðir borgarinnar og búa með því til nýjan fjármagnskostnað sem hlýtur að hækka að ástæðulausu húsnæðiskostnað leigjendanna og auka útgjöld borgarinnar. Þetta er álíka gáfulegt og að maður sem á skuldlausa íbúð taki lán til þess að kaupa íbúðina af sjálfum sér svo hann geti skuldað eins og aðrir! Leigjendasamtökin hafa í 18 ár barist fyrir viðurkenningu á heimil- isrétti leigjenda og lækkun hús- næðiskostnaðar. Hvort tveggja er hægt að gera með því að sameina leiguíbúðir Félagsmálastofnunar og íbúðir Húsnæðisnefndar, breyta „verkamannabústöðum" í leigu- íbúðir þegar þeim er skilað og búa þannig til raunverulegan leigu- markað sem sinnt getur sívaxandi ásókn í leiguíbúðir. Slík húsnæðis- skrifstofa gæti einnig miðlað leigu- íbúðum fyrir aðra gegn gjaldi. Fé- lagsmálaráðuneytið hefur heimilað fasteignasölum að reka leigumiðl- anir á kostnað leigjenda sem eykur enn á vanda þeirra sem nú leita eftir leiguíbúðum. Skuldasöfnun íslenskra heimila er hrikalegt vandamál og eyðileggj- andi fyrir heimilin ásamt löngum vinnudegi. Til að ráðast gegn þessu verður að gerbreyta húsnæðisstefn- unni. íslensk alþýða getur ekki ris- ið undir einokun húsnæðisstefnu yfirstéttarinnar. Loks vekja Leigj- endasamtökin athygli á því að leiga á íbúðum í „verkamannabústöðun- um“ gömlu í Breiðholti er sú sama og í samskonar íbúðum hjá Félags- málastofnun enda reiknuð af Fram- kvæmdanefnd byggingaáætlunar strax í upphafi og hefur fylgt breyt- ingum vísitölu. Telja verður flest brýnna í þessu þjóðfélagi en að hækka húsnæðis- kostnað heimilanna og reyna með því að aðlaga réttlætið ranglætinu.“ Jólatréssala Flugbjörg- unarsveit- arinnar HIN árlega jólatréssala Flugbjörg- unarsveitarinnar í Reykjavík hófst þann 14. desember sl. og eru út- sölustaðnir í húsi Flugbjörgunar- sveitarinnar við Flugvallarveg, við Skógarsel þar sem Alaska var áður til húsa og í Byggingarvöru- versluninni BVN, Nethyl 3. Boðið verður upp á Normanns- þin og íslensk grenitré en öll tré eru hengd upp innandyra. Þá verða einnig seldar greinar, jólatrésfæt- ur, kerti og aðrar hefðbundnar vörur er tilheyra jólahaldinu. Opið er til kl. 22 öll kvöld vik- unnar. Greiðslukortaþjónusta. Blysför friðarhreyf- inga á Þorláksmessu ÍSLENSKAR friðarhreyfingar standa að blysför niður Laugaveg- inn á Þorláksmessu. Safnast verður saman kl. 17.30 á Hlemmi og lagt af stað kl. 18. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega. Þetta er 17. árið sem friðarganga er farin á Þorláksmessu og líta margir á hana sem ómissandi hluta jólaundirbúningsins. Að venju munu friðarhreyfingar selja kyndla á Hlemmi og á leiðinni. © © Jólagjöf ~Í) golðkonunnar Vindþéttar golfbuxur með fleecefóðri og golfsumarið byrjar snemma hjá henni. Opiö mán.-lau. kl. 10-18 og sun. kl. 13-17. Qhitttv ehf. tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Sími 561 1680. TÖLVUSTÓLAR HEIMILISINS Vandaður skrifborðsstóll með háu fjaðrandi baki og á parket hjólum. Teg 235 Litlr: Blár, svartur, rauður grænn. Kr 12.900,-* ^SILFURBÚÐIN Nxy Kringlunni 8-12 *Slmi 568 9066 - ÞarfœrÖu gjöfina - lcr. 1.980 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.