Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 67
FRETTIR
Ályktun stjórnarfundar Leigjendasamtakanna
Nýr fjármagnskostnaður
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun stjórnarfundar
Leigjendasamtakanna:
„Fundurinn lýsir undrun sinni á
þeirri ákvörðun borgaryfirvalda að
endurfjármagna skuldlausar leigu-
íbúðir borgarinnar og búa með því
til nýjan fjármagnskostnað sem
hlýtur að hækka að ástæðulausu
húsnæðiskostnað leigjendanna og
auka útgjöld borgarinnar. Þetta er
álíka gáfulegt og að maður sem á
skuldlausa íbúð taki lán til þess að
kaupa íbúðina af sjálfum sér svo
hann geti skuldað eins og aðrir!
Leigjendasamtökin hafa í 18 ár
barist fyrir viðurkenningu á heimil-
isrétti leigjenda og lækkun hús-
næðiskostnaðar. Hvort tveggja er
hægt að gera með því að sameina
leiguíbúðir Félagsmálastofnunar og
íbúðir Húsnæðisnefndar, breyta
„verkamannabústöðum" í leigu-
íbúðir þegar þeim er skilað og búa
þannig til raunverulegan leigu-
markað sem sinnt getur sívaxandi
ásókn í leiguíbúðir. Slík húsnæðis-
skrifstofa gæti einnig miðlað leigu-
íbúðum fyrir aðra gegn gjaldi. Fé-
lagsmálaráðuneytið hefur heimilað
fasteignasölum að reka leigumiðl-
anir á kostnað leigjenda sem eykur
enn á vanda þeirra sem nú leita
eftir leiguíbúðum.
Skuldasöfnun íslenskra heimila
er hrikalegt vandamál og eyðileggj-
andi fyrir heimilin ásamt löngum
vinnudegi. Til að ráðast gegn þessu
verður að gerbreyta húsnæðisstefn-
unni. íslensk alþýða getur ekki ris-
ið undir einokun húsnæðisstefnu
yfirstéttarinnar. Loks vekja Leigj-
endasamtökin athygli á því að leiga
á íbúðum í „verkamannabústöðun-
um“ gömlu í Breiðholti er sú sama
og í samskonar íbúðum hjá Félags-
málastofnun enda reiknuð af Fram-
kvæmdanefnd byggingaáætlunar
strax í upphafi og hefur fylgt breyt-
ingum vísitölu.
Telja verður flest brýnna í þessu
þjóðfélagi en að hækka húsnæðis-
kostnað heimilanna og reyna með
því að aðlaga réttlætið ranglætinu.“
Jólatréssala
Flugbjörg-
unarsveit-
arinnar
HIN árlega jólatréssala Flugbjörg-
unarsveitarinnar í Reykjavík hófst
þann 14. desember sl. og eru út-
sölustaðnir í húsi Flugbjörgunar-
sveitarinnar við Flugvallarveg, við
Skógarsel þar sem Alaska var
áður til húsa og í Byggingarvöru-
versluninni BVN, Nethyl 3.
Boðið verður upp á Normanns-
þin og íslensk grenitré en öll tré
eru hengd upp innandyra. Þá verða
einnig seldar greinar, jólatrésfæt-
ur, kerti og aðrar hefðbundnar
vörur er tilheyra jólahaldinu.
Opið er til kl. 22 öll kvöld vik-
unnar. Greiðslukortaþjónusta.
Blysför friðarhreyf-
inga á Þorláksmessu
ÍSLENSKAR friðarhreyfingar
standa að blysför niður Laugaveg-
inn á Þorláksmessu. Safnast verður
saman kl. 17.30 á Hlemmi og lagt
af stað kl. 18. Fólk er hvatt til að
mæta tímanlega.
Þetta er 17. árið sem friðarganga
er farin á Þorláksmessu og líta
margir á hana sem ómissandi hluta
jólaundirbúningsins. Að venju
munu friðarhreyfingar selja kyndla
á Hlemmi og á leiðinni.
© ©
Jólagjöf
~Í) golðkonunnar
Vindþéttar golfbuxur
með fleecefóðri og
golfsumarið byrjar
snemma hjá henni.
Opiö mán.-lau. kl. 10-18
og sun. kl. 13-17.
Qhitttv
ehf. tískuverslun
v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Sími 561 1680.
TÖLVUSTÓLAR
HEIMILISINS
Vandaður skrifborðsstóll
með háu fjaðrandi baki
og á parket hjólum.
Teg 235
Litlr: Blár, svartur,
rauður grænn.
Kr 12.900,-*
^SILFURBÚÐIN
Nxy Kringlunni 8-12 *Slmi 568 9066
- ÞarfœrÖu gjöfina -
lcr. 1.980 I