Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
FÓLKIÐ sem fékk að fara var margt þreytulegt og grét hástöfum. „Þeir láta okk- VOPNAÐIR lögreglumenn við bústað sendiherrans í gær. Þjóðverjar
ur laus til að sýna að okkur verði enginn miski gerður," sagði kona í hópnum. og Bretar hafa boðið stjórnvöldum í Perú aðstoð.
Liðsmenn skæruliðasamtakanna Tupac Amaru taka hundruð gísla í Lima
Heimta að fangelsaðir fé-
lagar verði leystir úr haldi
JAPANSKA SENDIRAÐIÐ I LIMA
ÞUNGVOPNAÐIR skæruliðar hótuðu að
myrða um 200 gísla sem þeir tóku í bústað
sendiherra Japans í Líma í Perú.
Félagar i samtökum byltingarsinna, Tupac Amaru (MRTA), hafa krafist
þess að félagar þeirra í fangelsi verði látnir lausir. MRTA sleppti eldra
fólki og konum úr haldi í gær.
Sprenging heyrðisl í sendiráðinu um kl. 14 að
ísl. tíma og skæruliðamir óskuðu eftir
læknisaðstoð þar sem
sært fólk væri!
húsinu.
Lima, Madrid, Tókýó. Reuter.
LIÐSMENN skæruliðasamtak-
anna Tupac Amaru í Perú hertóku
á þriðjudagskvöld húsakynni jap-
anska sendiherrans í Lima, höfuð-
borg Perú og héldu síðdegis í gær
hundruðum manna í gíslingu.
Kröfðust mennirnir þess að leið-
togar samtakanna yrði látnir laus-
ir úr haldi og fengju að fara með
gíslatökunum á felustað sinn í
frumskógum við Amazón. Ella
yrðu gíslarnir skotnir, Ekki var
ljóst hve margir voru upphaflega
í húsinu en konur og aldrað fólk
fengu fljótlega að yfirgefa stað-
inn. Gíslatakarnir, sennilega um
20 manns, voru að sögn sumra
sjónarvotta dulbúnir eins og þjón-
ar, óku inn á lóðina þar sem veislu-
tjaldið var og báru gestum veislu-
mat og kampavín. Höfðu þeir fal-
ið vopn og skotfæri í blómaskreyt-
ingum og mat, þ. á m. skothylki
í jólaköku.
Heimildarmaður bresku sjón-
varpsstöðvarinnar Sky sagði að
gíslatakarnir hefðu grafið göng
að húsinu og komist þannig fram
hjá vörðum en ekki var ljóst hvort
þeir fóru allir inn með þeim hætti.
Einnig sagði hann að meðal gísl-
anna væri háttsettur lögregiu-
maður sem hefði yfirumsjón með
baráttu gegn skæruliðahópum og
hryðjuverkum í landinu.
Atburðirnir hófust klukkan átta
að kvöldi að staðartíma, um eitt
að morgni miðvikudags að ísl.
tíma. Mun hópurinn þá hafa
sprengt öfluga dínamíttúpu og
tvær minni, síðan var skotið eld-
flaug að húsinu og kúlum látið
rigna yfir það. í ringulreiðinni
notuðu mennirnir tækifærið, klifu
yfir múrveggi og komust þannig
inn í húsið.
„Við viljum að allir félagar okk-
ar, sem nú sæta illri meðferð og
pyntingum í dýflissum margra
fangelsa, verði frelsaðir,“ sagði
leiðtogi hópsins er kynnti sig sem
Mejia Huerta yfirforingja. Einnig
var þess krafist að endurbætur
yrðu gerðar á réttarkerfinu og
beinar samningaviðræður hafnar
milli þeirra og stjórnvalda.
„Þögnin rofin“
Hópurinn gaf aðgerðinni heitið
„Þögnin rofin“. Annar skæruliði á
staðnum sagði síðar í samtali við
útvarpsstöð að yrði ekki fallist á
kröfurnar myndu liðsmenn hópsins
fyrirfara sér og taka gíslana með
sér í dauðann.
Skæruliðar kröfðust viðræðna
við Alberto Fujimori forseta og
yrði þeim útvarpað beint. Forsetinn
sagði fréttamönnum að innanríkis-
ráðherra landsins væri í sambandi
við skæruliðana og reyndi að finna
friðsamlega lausn. Utanríkisráð-
herra Japans hafði á hinn bóginn
eftir sendiherra sínum, sem hringdi
úr prísundinni, að hann sæi engin
merki um að viðræður væru í gangi
eða nokkrar tilraunir til að finna
lausn. Um 60 Japanar munu vera
meðal gíslanna.
Þeim sem haldið var eftir var
leyft að hringja í ættingja og vini.
Sendiherrann, Morihisa Aoki,
hringdi í útvarpsstöð. „Það er eng-
inn særður, ekkert að okkur,“ sagði
hann og taldi að gíslatakamir væru
vel vopnaðir. „Eg get ekki sagt
allt sem ég vil núna,“ bætti hann
síðan við. Hann mælti á spænsku
að fyrirskipun skæruliðanna.
Misvísandi fréttir bárust af því
hve margir hefðu verið í húsinu
þegar atlagan hófst, í fyrstu var
sagt að þeir hefðu verið um 800
en síðar var nefnd talan 600. Fuji-
mori forseti sagði að um 200
manns væru enn í gíslingu en um
170 hefði verið sleppt. Síðdegis
barst símbréf frá utanríkisráðherra
Perú, Francisco Tudela, sem er í
húsinu, og sagði hann að gíslarnir
væru nær 500. Þörf væri á læknis-
hjálp en einn gíslatakanna mun
hafa særst á fæti.
Meðal gíslanna voru auk utan-
ríkisráðherra Perú annar ráðherra,
forseti hæstaréttar landsins og
sendiherrar Japans, Þýskalands og
Austurríkis, einnig var talið að
sendiherrar Brasilíu, Bólivíu,
Kúbu, Venezúela og Suður-Kóreu
væru í hópnum auk margra ann-
arra sendiráðsmanna. Fujimori
forseti ræddi við forsætisráðherra
Japans, Ryutaro Hashimoto, i síma
og lagði hinn síðamefndi áherslu
á að allt yrði gert til að tryggja
öryggi gíslanna. Ráðamenn í Bret-
landi og Þýskalandi buðu Fujimori
sérfræðiaðstoð en liðsmenn sér-
sveita Breta, SAS, þykja mjög vel
þjálfaðar í að fást við vanda af
þessu tagi. Spánverjar vöruðu
Yinstri- og byltingarsinnaðir skæruliðar í Perú kenna sig við síðasta Inkakónginn
Tolla kókaín og deila
um hugmyndafræði
SKÆRULIÐASAMTÖKIN Tupac
Amaru voru stofnuð í Lima 1984
og eru einn af mörgum slíkum
hópum í Rómönsku Ameríku sem
boða marxisma og byltingu. Þau
stóðu fyrir fjölda tih-æða í Perú
næstu tvö árin en hafa síðan að
mestu verið í skugga annars hóps,
Skínandi stígs (Sendero Luminoso),
sem stofnaður var á sjöunda ára-
tugnum. Lengi hvíldi mikil leynd
yfir Stígnum er kennir sig við
maóisma. Leiðtogar Stígsins fyrir-
líta keppinautana og saka þá um
hugmyndafræðilega villu og svik
en Tupac Amaru er undir miklum
áhrifum Kúbveija. Lögreglan í
Lima gerði skyndiárás á hús í borg-
inni í fyrra og handtók þá rúman
tug liðsmanna Tupac Amaru.
Sögðu yfírvöld að mennirnir hefðu
ráðgert gíslatöku til að fá leiðtoga
sína leysta úr haldi.
Meðal hinna handteknu var
bandarísk kona, Lori Berenson,
sem viðurkennir að hafa starfað
með hópnum en segir hann aðeins
vilja bæta hag fátækra, hún hafi
ekkert ólöglegt aðhafst. Berenson
var dæmd í lífstíðar fangelsi og
segist ekki hafa hlotið réttláta
málsmeðferð en herréttur dæmir í
málum af þessu tagi. Yfirvöld hafa
viðurkennt að hundruð saklausra
manna hafi verið fangelsuð í bar-
áttunni gegn skæruliðum en neita
að taka mál Berenson upp á ný.
Skínandi stígur olli miklum usla
undir lok níunda áratugarins og
virtist um hríð ætla að takast að
brjóta endanlega niður stjómkerfí
landsins með árásum sínum. Al-
berto Fujimori forseti, sem var
kjörinn 1990 og beitti síðar miður
lýðræðislegum aðferðum við að
halda völdum, gerði það að helsta
markmiði sínu að brjóta skæruliða
á bak aftur. Leiðtogar Tupac Am-
aru og Skínandi stígs, Victor Polay
og Abimael Guzman, náðust báðir
1992 og hafa síðan verið í fang-
elsi. Taldi stjórn Fujimoris að stutt
væri í lokasigur á skæruliðum en
gíslatakan á þriðjudagskvöld hefur
bundið enda á þær vonir.
Um 30.000 manns, aðallega
óbreyttir borgarar, eru sagðir hafa
faliið í átökunum í Perú frá því um
Polay Guzman
1980 og stjórnvöld segjast hafa
fangelsað um 8.000 liðsmenn
hreyfínganna tveggja. Efnalega
tjónið er mikið fyrir land sem ekki
var auðugt fyrir, skiptir tugum
milljarða króna.
Um 200 liðsmenn?
Samtök Polays heita fullu nafni
Byltingarhreyfíng Tupac Amaru
(MRTA) og höfðu allt að 1.000
menn undir vopnum er mest var
en heimildarmenn álíta að þeir séu
vart meira en 200 núna. Frum-
kvöðlarnir voru einkum vinstrisinn-
aðir stúdentar. Samtökin kenna sig
við uppreisnarmann úr röðum indí-
ána er barðist gegn yfirráðum
Spánveija í Perú seint á 18. öld
og breiddist uppreisn hans til Bóliv-
íu og Argentínu áður hann náðist
og var pyntaður til dauða. Upp-
reisnarleiðtoginn kallaði sig Tupac
Amaru II. og var afkomandi ann-
ars Tupac Amaru en sá var síðasti
konungur Inkanna í Perú og var
uppi á 16. öld.
Tupac Amaru beitti ýmsum að-
ferðum í baráttu sinni á níunda
áratugnum. Bankar voru rændir,
fulltrúum stórfyrirtækja var rænt
og krafist lausnargjalds og gerðar
sprengjuárásir á sendiráð og
skyndibitastaði, tákn heimsvalda-
stefnu Bandaríkjanna. Stuðnings-
menn sögðu að samtökin fetuðu í
fótspor Hróa hattar, þau rændu frá
þeim ríku og gæfu fátækum.
Helstu bækistöðvar beggja
hreyfínganna í Perú eru í Huallaga-
dal í austurhluta landsins þar sem
framleiðsla og sala á fíkniefnum
eru einn helsti atvinnuvegurinn.
Vitað er að oft hefur komið til
átaka milli Tupac Amaru og Skín-
andi stígs er barist hafa um réttinn
til að tolla kókaínviðskiptin í daln-
um.
Fujimori forseti er af japönskum
ættum og hafa samskipti Perú-
manna og Japana aukist mjög í
stjórnartíð hans, honum hefur tek-
ist að fá japönsk stjómvöld til að
veita landinu stór lán. Samtímis
þessum opinberu tengslum hafa
vinstrisinnaðir hryðjuverkamenn í
báðum löndunum haft með sér
samráð, að sögn sérfræðinga í slík-
um málum. Lítið er þó vitað um
þessi mál með vissu. í júní fram-
seldi Perú til Japans Kazue Yoshi-
mura, konu sem grunuð var um
aðild að árás samtaka Rauðu her-
deildanna á franska sendiráðið í
Haag árið 1974 og í fyrra var ann-
ar Japani, Yukiko Ekita, handtek-
inn í Rúmeníu með fölsuð skilríki
frá Perú.
Heimildir: The New York
Times, Reuter o.fl.
I
I
I
)
I
I
I
I
E
I
t
:
i
i
:
I
I
:
i
I
E
I
4