Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 70
70 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Vinsælu gönguskórnir komnir aftur
Stærðir 27-35, bláir og brúnir, kr. 4.990,-
Stærðir 33-40, bláir, brúnir, ljósbrúnir,
rauðir og svartir, kr. 5.990,-
Stærðir 41-46, svartir og brúnir, kr. 6.590,-
Vinsamlegast sækið pantanir.
SKÓVERSLUNIN Póstsendum
samdægurs.
KRINGLUNNI SÍMI 568 9345
SKO
GLUGGINN
Reykjavíkurvcgi 50 - Sími 654275
Leynist jolagjöfin
hjá okknr....?
Opið virka daga kl. 10-17.
Póstsendum um land allt.
Hjálpartœhjabanhinn9
Verslun fyrir alla-
Hátúni 12. sími 562 3333, grænt númer 800 6233.
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Netfang: lauga@mbl.is
Ljúfur
listamaður
KONA hafði samband við
Velvakanda og langaði að
þakka Páli Oskari fyrir
ljúft viðmót og mikla þolin-
mæði sem hann sýndi ung-
um sem öldnum þar sem
hann var að árita vegg-
spjöld, kort og geisladiska
í Kringlunni fyrir skömmu.
Töluverður fjöldi hafði
safnast saman fyrir fram-
an borðið hjá honum, flest-
ir komungir aðdáendur, og
með brosi á vör skrifaði
hann fyrir þá á kort og
spjold, jafnvel þótt þeir
væru ekki að kaupa neitt.
Einu reglurnar sem hann
setti var að leyfa þeim, sem
keypt höfðu geisladiskinn
hans, að hafa forgang í
röðinni umfram þá sem
ekkert höfðu keypt. Hann
dúllaði síðan við hveija
mynd og skrifaði til allra
með nafni viðkomandi.
Sérstaklega var aðdáun-
arvert hvað hann virtist
láta sig litlu skipta hver
það var sem bað um
áskriftina, allir fengu
smádúllur á kortin sín
væri beðið um það, og á
eins mörg og hveijum og
einum datt í hug.
Leitað að
Regínu, kennara
í Noregi
NORÐMAÐUR hafði sam-
band við Velvakanda
gegnum tölvupóst fyrir
hönd vinar síns, en sá er
að reyna að hafa uppi á
konu sem heitir Regína,
en hann mundi ekki föður-
nafnið.
Regína var kennari í
Stavanger í Noregi fyrir
u.þ.b. 23 árum og sá sem
leitar hennar, Trond Toll-
efsen, var nemandi hennar
þar. Hún fluttist síðan til
Islands 1974 eða 1975.
Hún átti son sem heitir
Ragnar og dóttur fædda
1975, og það síðasta sem
Trond heyrði frá henni
voru skilaboð á jólakorti
frá 1975.
Ef Regína sér þessar lín-
ur, eða einhver sem kann-
ast við málið, er hún vin-
samlega beðin að hafa
samband við þennan fyrr-
um nemanda sinn í Nor-
egi, nafn hans og heimilis-
fang er:
Trond Tollefsen,
Selvikveien 7B,
N-3189 Horten,
Noregi,
Ekki meira klám
ÞORBJÖRG hringdi til að
taka undir með konunni
sem skrifaði í Velvakanda
fyrir nokkru og baðst und-
an klámmyndum, eða
myndum af hálfnöktu
fólki, sem hanga víða uppi,
s.s. í söluturnum og á verk-
stæðum. Henni fínnst að
áhugafólk um slíkar mynd-
ir geti haft þetta fyrir sjálft
sig en þurfí ekki að kiína
þessu framan í gesti og
gangandi.
svaf í pappakössusm á
götunni. Þá sagði litla
stúlkan: „Pabbi, það er
laust rúm heima hjá okk-
ur.“
Til íhugunar
SKÖMMTUNARSTJÓRN
og launþegar í næstu
kjarasamningum. Okkur
launþega vantar ekki
kauphækkun sem jafnóð-
um er rifin af okkur aftur
- jafnvel daginn eftir.
Okkur láglaunafólkið vant-
ar hækkun á skattleysis-
mörkum.
Okkur vantar líka að
afborganir af húsnæðis-
lánum lækki, en hækki
ekki við hveija afborgun.
Okkur vantar líka að við
íbúðalán sé miðað við
greiðslugetu viðkomandi
lántaka, en ekki krafist
ábyrgðarmanns, sem tíðk-
ast hvergi erlendis.
Það er liðin tíð að hinir
ungu sjái fyrir þeim eldri.
Guðrún Jacobsen,
Bergstaðastræti 34.
í öllum kirkjunum. Vonin
er mikilvæg og sameigin-
leg bæn styrkir hana.
Börnin heim fyrir jól.
Anna Mikaelsdóttir
Þjónustan á
Mánabergi
FYRIR hönd trimmklúbbs-
ins Eddu vil ég koma
áframfæri þakklæti til
Mánabergs og alls starfs-
fólksins þar. Við erum
trimmklúbbur sem stund-
um jóga og sund einu sinni
í viku á veturna og trimm-
um úti á sumrin. I klúbbn-
um eru blindir, sjónskertir
og fatlaðir einstaklingar
og við endum árið með
jólahátíð sem haldin er á
Mánabergi. En þar á bæ
hafa menn breytt salernis-
aðstöðu svo að hjólastólar
komast þar vel inn og allt
er gert fyrir okkur. Þjónar
og annað starfsfólk stjanar
við okkur af bestu getu og
með ánægju. Hjartans
þakkir fyrir okkur, við
sjáumst að ári liðnu. Gleði-
leg jól.
Guðný Guðnadóttir
Tapað/fundið
Hálsmen fannst
SILFURHÁLSMEN
fannst við horn bókabúðar
Máls og menningar á
Laugaveginum sl. mánu-
dag. Upplýsingar um
hálsmenið fást í síma
552-2828.
Kanína fannst
GRÁBRÚN kanína með
hvítan kvið fannst í
Garðabæ fyrir nokkrum
dögum. Upplýsingar í síma
565-7466.
Köttur á flækingi
SVARTUR og hvítur
hálfstálpaður köttur hefur
verið á þvælingi á Grettis-
götu í einhvern tíma. Upp-
lýsingar í síma 551-0929.
Þakkir
ST. GEORGSSKÁTAR í
Keflavík vilja koma fram
þakklæti til Vegagerðar-
innar og allra þeirra mörgu
sem að framkvæmdum
stóðu við uppsetningu
vegaljósa við Reykjanes-
braut. Það er allt annar
heimur að aka brautina
svona vel upplýsta.
Gæfan fylgi öllum ykkar
störfum í framtíðinni.
F.h. St. Georgsskáta-
gildis í Keflavík,
Jóhanna Kristinsdóttir,
gildismeistari.
Samhjálp
LÍTIL þriggja ára íslensk
stúlka, sem býr með ís-
lenskum foreldrum sínum
sem eru við nám í Wash-
ington DC, var á gangi
með föður sína um flöl-
farna götu þar í borg. Þar
sáu þau gamla konu, sem
Þakkir til La
Primavera
KÆRAR þakkir til eig-
enda La Primavera fyrir
frábæra fyrirgreiðslu þeg-
ar frakkinn minn fór óvart
út úr húsinu án mín.
Hólmfríður
Börnin heim
fyrirjól
ALLIR landsmenn fylgjast
af áhuga með hvernig
Sophiu Hansen reiðir af í
baráttu sinni fyrir að fá
að hitta dætur sínar í Tyrk-
landi og fá sinn rétt í um-
sjá þeirra. Ég legg til að í
öllum íslenskum kirkjum
verði þess beðið í messu
næstkomandi sunnudag,
að dætur Sophiu fái að
koma heim fyrir þessi jól.
Ég skora á kirkjuyfirvöld
að koma því svo fyrir að
bænagjörð verði samræmd
Víkveiji skrifar...
UM síðustu mánaðamót var
kveikt á lýsingunni milli
Reykjanesbæjar og Reykjavíkur,
en unnið hefir verið að þessari
framkvæmd í sumar. Víkveiji fer
þessa leið oft og þykir þetta mikið
framfaraspor. Það er einkum
tvennt, sem mjög er til bóta. Fyrst
skal telja að nú aka allir bílar með
lága ljósgeislann og eilíf vandamál
með að fá gagnstæðan bíl til að
skipta ljósunum þar með úr sög-
unni. Hins vegar er það svo að
margir ökumenn eru náttblindir,
sem kallað er, og mat þeirra á fjar-
lægð bíla, sem á móti koma, er
ekki gott. Með nýju lýsingunni hef-
ir þetta breyzt til hins betra og
þrátt fyrir að það sé alltaf jafnerf-
itt að taka framúr á brautinni er
miklu minna um það nú að öku-
menn séu að taka vafasamar
ákvarðanir í framúrakstrinum.
xxx
ISLENDINGAR eru alltaf að
taka upp nýjar þjóðaríþróttir.
Nýjustu íþróttina geta allir stund-
að svo fremi sem þeir hafa bíl-
próf. Reglurnar eru einfaldar. Þú
ferð bara út í þinn fína bíl og ekur
af stað. Innan skamms kemur þú
að götuvita og bíður eftir grænu
ljósi. Eftir skamma stund kemur
grænt, þá gult og síðan rautt og
þá er um að gera að vera þriðji,
fjórði eða fimmti bíll frá gatnamót-
unum og aka á móti rauðu Ijósi
og sjá hvort þú sleppur ekki örugg-
lega yfir. Best er ef þú getur trufl-
að sem mest þá sem aka þvert á
þína akstursleið og eru á grænu
ljósi.
Þessi rússneska rúlletta er svo
mikið stunduð í borginni þessa dag-
ana að trúlega gæti fjárlaganefnd
hætt að velta fyrir sér niðurskurði
ef lögreglan tæki hressilega á þess-
um málum. Við getum t.d. gefið
okkur að það séu 30 gatnamót í
Reykjavík sem ofangreind Iýsing
gæti átt við. Ef við gefum okkur
að ljósin skipti á 4 mínútna fresti
og við miðum við að 3 bílar fari
yfir á rauðu þá fara 45 bílar yfir
á hveiju ljósi á klukkustund. Þann-
ig að um gatnamótin 30 fara 1.350
bílar yfir á rauðu ljósi á hverri
klukkustund. Sektin mun vera 7
þúsund kr. fyrir brotið og hlutur
ríkissjóðs gæti verið 9 milljónir 450
þúsund krónur á tímann eða um
90 milljónir á dag.
xxx
NOKKRIR þingmenn tóku sig
til á haustdögum og fluttu
frumvarp á Alþingi um að „hækka"
hámarkshraða á þjóðvegum úr 90
km í 110 km. Eins og við var að
búast hafði öll þjóðin skoðun á
þessu máli. Flestir töldu að menn-
irnir væru gengnir af göflunum.
Svo hart var gengið að þessum
flutningsmönnum að þegar gengið
var til atkvæða í þinginu vildi einn
flutningsmanna ekki kannast við
krógann, jafnvel þó að maðurinn
sé prestlærður.
Víkveiji var þjóðinni ekki sam-
mála. Með þessu frumvarpi var
aðeins verið að staðfesta það sem
nú er orðið. Allir vita að þegar
þeir aka um þjóðvegi landsins er
hraðinn 105-110 km áklukkustund
og lögreglan hefir fyrirmæli um
það að taka ekki ökumenn sem aka
á 101-104 km hraða. Væri ekki
nær að hafa hámarkshraðann 110
og taka þá sem voga sér að aka
hraðar? Hvenær á að kenna okkur
Islendingum að lög og reglur séu
til að fara eftir þeim og hafa þau
þannig að hægt sé að fara eftir
þeim? Það er nefninlega líka erfitt
að vera löghlýðinn í þessum darrað-
ardansi. Sem dæmi má nefna að
þú getur átt á hættu að það sé
ekið aftan á þig ef þú stöðvar bíl
þinn á gulu ljósi, en ekur ekki yfir
á rauðu eins og nefnt var í ofan-
greindri þjóðaríþrótt.