Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Mikil kuldatíð í Bandaríkjunum Kansasborg. Reuter. Annan hvetur til umbóta við embættistöku Reuter KOFI Annan frá Ghana sver embættiseið framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í höfuðstöðvum stofnunarinnar í New York á þriðjudag. Andspænis honum stendur Razali Ismail frá Malasíu, forseti allsheijarþings SÞ. MIKLIR kuldar eru í Bandaríkjun- um og hafa samgöngur, skólahald og ýmis önnur starfsemi farið úr skorðum vegna ófærðar. Er jafn- fallinn snjór sums staðar á annan metra og vegna skafrennings hef- ur gengið illa að halda vegum opnum. Bílar voru fastir í snjónum á mörgum þjóðleiðum í norðanverð- um Bandaríkjunum en vegna hríð- arinnar var ekkert rutt í fyrradag en það átti að reyna í gær. Var nokkuð um fjöldaárekstra vegna veðursins en ekki var þó vitað um alvarleg slys. í fyrrakvöld var 12 stiga frost HUNDRUÐ íbúa Goma-borgar í Austur-Zaire, sem er í höndum uppreisnarmanna Tútsa, flúðu þaðan í gær af ótta við árás zaír- skra stjórnarhermanna eftir heimkomu forseta landsins, Mob- utu Sese Seko. Mobutu kom til Kinshasa, höfuðborgar Zaire, í fyrradag en þá hafði hann verið í krabbameins- meðferð í Evrópu í fjóra mánuði. Hann hefur þó ekkert sagt um það hvernig hann hyggst ná aftur því landi, sem uppreisnarmenn hafa lagt undir sig. Borgarbúar í Goma í Minneapolis og veðurfræðingar þar og annars staðar vöruðu fólk sérstaklega við vindkælingunni. Sögðu þeir, að frostið færi vax- andi og næði líklega 45 gráðum á celsíus ef vindkælingin væri tekin með. Frost í Texas Þessir kuldar hafa náð suður eftir öllum Bandaríkjunum og var til dæmis spáð frosti í San An- tonio í Texas. Þar var heimilis- laust fólk, sem annars er vant að sofa í bílum, undir brúm og á öðr- um slíkum stöðum, farið að leita á náðir hjálparstofnana. sögðust hins vegar ekki treysta því, að uppreisnarmenn gætu var- ið borgina gerði stjórnarherinn árás. Yfirmaður uppreisnarmanna í Goma sagði í gær, að koma Mobut- us breytti engu og borgin yrði varin kæmi til þess. Sumir borg- arbúa höfðu þó orð á því, að ekki væri að vita nema uppreisnarmenn yrðu jafn gírugir og spilltir og stjórnarhermennirnir en viður- kenndu þó, að friður hefði ríkt í borginni síðan hún féll þeim í hendur. Kveðjuræða Boutros-Ghalis lítt dulbúin gagn- rýni á Bandaríkin Sameinuðu þjóðunum. Reuter. KOFI Annan hvatti til þess að Sam- einuðu þjóðirnar yrðu reknar á hag- kvæmari og skilvirkari hátt í ávarpi sínu eftir að hann tók við embætti framkvæmdastjóra stofnunarinnar á þriðjudagskvöld. Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna, sem skipað er fulltrúum 185 ríkja, samþykkti með lófataki að Annan, sem hefur starfað hjá Sam- einuðu þjóðunum í um 30 ár og ver- ið aðstoðarframkvæmdastjóri með friðargæslumál undir sinni umsjá undanfarin ár, yrði arftaki Boutros Boutros-Ghalis. Annan sagði að Sameinuðu þjóð- irnar yrðu að starfa í samræmi við óskir aðildarríkja. Talaði gegn vanrækslu SÞ „Hrósið okkur þegar við höfum betur; leiðréttið okkur þegar miður fer,“ sagði Annan. „En umfram allt, látið þessa ómissandi, óbætanlegu stofnun ekki hröma, reka á reiðanum eða hrynja vegna kæruleysis, sinnu- leysis eða fjársveltis aðildarríkjanna.“ Annan lagði áherslu á breytingar í ræðu sinni og sagði þær ekki að- eins mikilvægar fyrir SÞ, heldur heiminn ailan. „Gerum breytingar að bandamanni okkar, ekki óvini, lít- um á þær sem tækifæri, ekki ógn.“ Annan tekur við 1. janúar og verð- ur 7. framkvæmdastjóri SÞ. Árslaun hans verða 205.809 dollarar (um 13,5 milljónir króna). Annan lofaði sérstaklega Boutros- Ghali, sem hefði sennilega setið ann- að fimm ára kjörtímabil hefðu Bandaríkjamenn ekki beitt neitun- arvaldi í nóvember á þeirri forsendu að hann hefði ekki verið nógu áfram um umbætur. Hvatti til greiðslu skulda Kveðjuræða Boutros-Ghalis var lítt dulbúin ádrepa á skuldseiglu Banda- ríkjamanna við Sameinuðu þjóðimar. Hann sagði að vandræði SÞ væru ekki vegna óstjómar eins og oft væri haldið fram, heldur þess að þjóðir neituðu að standa við skuldbindingar i sínar. „Nú þegar verið er að skipa nýjan framkvæmdastjóra ætti að greiða allar gamlar skuldir samstund- is eins og svo oft hefur verið lofað undanfama mánuði," sagði Boutros- Ghali á meðan Madeleine Albright, fráfarandi sendiherra Bandaríkja- manna hjá SÞ og verðandi utanríkis- ráðherra, fylgdist svipbrigðalaus með. Bandaríkjamenn skulda SÞ 1,3 milljarða dollara (um 86 milljarða króna) og er það rúmlega helmingur þess fjár, sem ýmis aðildarríki skulda stofnuninni. Sérfræðingar segja að framtíð SÞ velti á því hvort skuldir aðildarríkjanna verði greiddar og þar séu Bandaríkjamenn í lykilstöðu. Flýja Goma af ótta við Mobutu forseta Goma. Reuter. Tákn evrósins EVRÓIÐ, hin sameiginlega Evr- ópumynt sem á að taka gildi i ársbyrjun 1999, mun hljóta eigið tákn eins og ýmsir aðrir gjald- miðlar, til dæmis dollarinn ($), og pundið (£), til þess að fljót- legra sé að skrifa upphæðir í evróum. Peningamálastofnun Evrópu (EMI) hefur gert tillögu um táknið, sem sjá má á mynd- inni. REUTERS Þráðlaus kerfi í settum frá kr. 19.890 stgr. Kapalkerfi í settum frá kr. 11.610stgr. Kerfin eru viðurkennd af Fjarskiptaeftirlitinu og hafa fengið IDEAL HOME verðlaunin fyrir frábæra hönnun. Auðveld í uppsetningu. Fjöldi aukahluta á hagstæðu verði, svo sem: Reykskynjarar, símhringibúnaður, aukasírernur o.m.fl. Veitum tæknilega ráðgjöf, önnumst uppsetningu. Tryggðu öryggið með ELFA ! Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 s 562 2901 og 562 2900 HVERJIR UPPFYLLA SKILYRÐI FYRIR EMU-AÐILD? Fæst ríki Evrópusambandsins uppfylla skilyrðin, sem sett eru i Maastricht- sáttmálanum fyrir aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU), samkvæmt nýlegu mati Deutsche Bank. Verðbólga Fjárlaga- Heildar- Langtímavextir innan við halli skuldir innan við 1,5% yfir innan við hins opinbera 2% yfir meðaltali 3% af innan við 60% meðaltali þriggja beztu VLF afVLF þriggja beztu “I Austurríki Uj Belgia íj(| Danmörk ■ j El Finnland I i Frakkland Þýskaland Grikkland írland n ítalfa Lúxemborg F*3 Holland Portúgal Spánn ÍfS] Svíþjóð Bretland I ! I T I I II 71.8% 130.6% 71.3% 63.4% 56.0% 60.3% 109.3% 75.7% 124.3% 7.8% 78.8% 70.7% 67.4% 78.7% 55.2% | 1 I SL É Tr. Tf 6.4% 6.6% 7.3% 7.3% 6.5% 6.3% |13.4% 7.5% 10.0% 6.6% 6.2% 9.1% 9.3% 8.4% 7.9% REUTERS (Síðustu tölur) (Meðaltal 1 996) (Meðaltal 12 mánaða fram til júlí) Grikkir stefna að EMU-aðild upp úr aldamótum Aþenu. Reuter. GRIKKLAND, eina Evrópusam- bandsríkið sem ekki uppfyllir eitt einasta skilyrði fyrir þátttöku í Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu (EMU), stefnir að því að verða í öðrum hópi nýrra aðildarríkja EMU upp úr aldamótunum. Breið pólitísk samstaða er um að Grikkir þurfi á EMU að halda og aðeins litlir flokkar yzt á vinstrivæng stjórnmálanna eru á móti aðild. „Við verðum að vera í kjarnanum ef við viljum hafa eitthvert hlutverk í málum, sem snerta hagsmuni okk- ar. Þetta snýst um framtíð okkar,“ segir Costas Simitis forsætisráð- herra. „Efnahagsstefna okkar mið- ar að því að skapa skilyrði tii að við getum gengið í EMU með öðrum hópi aðildarríkja árið 2000 eða 2001.“ Sósíalistaflokkurinn, undir for- ystu Simitis, vann sigur í þingkosn- ingum í september síðastliðnum og boðaði stefnu aðhalds í ríkisfjármál- um í því skyni að greiða fyrir EMU- aðild. Óánægja vegna niðurskurðar og skattahækkana Róttækur niðurskurður og skattahækkanir í fjárlögum næsta árs hafa orðið tilefni mótmæla og verkfalla verkamanna og bænda. Engu að síður viðurkenna samtök þeirra þörfina á EMU-aðild, en þau eru ósammála aðferðum ríkis- stjórnarinnar. Markmið fjárlaganna er að ná íjárlagahallanum úr 7,6% af vergri landsframleiðslu á þessu ári í 4,2% á því næsta og í 2,4% árið 1998, en til að eiga möguleika á EMU- aðild má ríki ekki reka ríkissjóð með meiri halla en sem nemur 3% af VLF. Grikkland er hins vegar langt frá því að ná markmiðinu um að skuld- ir hins opinbera séu ekki hærri en 60% af VLF. Hlutfallið er nú áætl- að um 111%. Þá hafa Grikkir enn ekki veitt seðlabanka sínum sjálfstæði, en það er ein forsenda EMU-aðildar. Búizt er við að lög um sjálfstæði seðla- bankans verði samþykkt á næsta ári. i I i L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.