Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Færni nemenda í 4. og 7. bekkjum í íslensku og stærðfræði skilgreind að loknum prófum Nauðsyn að herða á um 20% nema Hægt að fylla upp í eyður eða göt sem myndast hafa Og MEÐ niðurstöðum úr samræmd- um könnunarprófum í stærðfræði og íslensku hjá 4. og 7. bekk, sem fram fóru í nóvemberbyijun og eru nú að berast skólunum, er í fyrsta sinn skilgreint hver færni nem- enda er í hinum ýmsu námsþátt- um. „Niðurstöður prófanna eiga að veita ákveðnar upplýsingar um stöðu námsgreinarinnar um landið allt en megintilgangur- _______ inn er að kannanimar nýtist hveijum nemanda og hægt verði að bregð- ast við niðurstöðunum,“ sagði Einar Guðmunds- son deildarstjóri hjá Rannsóknastofnun uppeldis- menntamála. Ekki hærra en 9 Einar segir að ekki hafi verið gefið hærra en 9 þar sem ein- kunnastiginn varð að vera sá sami alls staðar, þ.e. í námsþáttum og í heildareinkunn. „Sumir náms- þættir eru það stuttir að þeir bera ekki uppi 10-kvarðann,“ sagði hann. Allar einkunnir eru „normal- dreifðar“, sem þýðir að þær segja til um hver staða nemenda er mið- að við jafnaldra sína. „Ljóst er að herða þarf verulega á um 20% nemenda til þess að þeir nái grund- vallarfærni í einstökum námsþátt- um. Þess má geta að einungis 41% nemenda í 7. bekk hefur þá færni í rúmfræði en t.d. móti 93% nem- enda í tölfræði. Þessar niðurstöður segja ekki til um hvernig nemend- ur nýta sér aðferðirnar." Heildarframmistaða nemenda í íslensku er best í Reykja- ____ vík og nágrannabyggðum bæði í 4. og 7. bekk. í 4. bekk standa nemendur á Vestfjörðum jafnfætis nemendum á höfuðborg- arsvæðinu, en árangur þeirra er mun lakari í 7. bekk. Þá eru nemendur á Vesturlandi með einna lakastan árangur í íslensku á landinu bæði í 4. og 7. bekk. í Ijós kemur að stúlkur standa sig betur en drengir bæði í ís- lensku og stærðfræði. Séu hóparn- ir skoðaðir hver um sig sést að stúlkur fá hærri einkunn í íslensku en stærðfræði en stærðfræði er sterkari hlið drengjanna innan síns hóps. Hlutur foreldra Með niðurstöðum úr könnunar- prófunum fá forráðamenn grunn- skólanemenda einnig í fyrsta sinn nýtanlegt mælitæki til að meta ________ stöðu barnanna í ein- stökum námsþáttum. „Með því að hafa marktækar niðurstöður í höndum eiga þeir að ________ geta brugðist við í sam- r ráði við bekkjarkennara. í upplýsingum til foreldra er lögð áhersla á að þessi vitnisburður sé hjálpartæki til að bæta námsstöðu bama en ekki endanlegur dómur um námsgetu þeirra eða frammi- stöðu skólans. Reynt er að leggja áherslu á að fólk nálgist þetta ják- vætt og hafi hagsmuni barnsins í fyrirrúmi. Umfram allt sé reynt að bregðast við,“ sagði Einar. Sem dæmi má nefna að tekið er fram í leiðbeiningunum að fái nemandi 9 þurfí að velta fyrir sér hvort hann fáist við nægjanlega krefjandi verkefni frá einni viku til annarrar. „Þessir nemendur eru ekki líklegir til að valda vandræð- um í kennslu og gætu því gleymst,“ segir þar. Þurfa sérkennslu Fái nemendur einkunnina 1 er staða þeirra alvarleg og tekið er fram að þeir þurfi að fá stuðning _________ eða sérkennslu tíma- bundið eða til lengri tíma. Nemendur með einkunnina 2 þurfa stuðningskennslu. Hjá þeim sem fá 3 segir að kanna þurfi hvernig staða þeirra sé í öðrum náms- greinum, svo og að athuga þurfí hvort bæta megi við heimanámi. „Þessir nemendur eiga á hættu að dragast enn meira aftur úr sé ekki brugðist við.“ Það sem einnig er sérstakt við 39% nem- enda fá villu fyrir stóran staf í„svo“ Fást i öllum helstu bókaverslunum Meðaltöl einkunna í íslensku og skipting einstakra námsþátta Meðaltöl heildareinkunnar I íslensku Meðaltöl einkunnar í stafsetningu Meðaltöl einkunnar í lestrarhraða Meðaltöl einkunnar í lesskilníngi MEÐ því að bera saman heildarframmistöðu nemenda í íslensku og frammistöðu þeirra í einstökum námsþáttum er hægt að sjá hvaða þættir það eru sem draga landshluta niður eða hækka þá upp. Sem dæmi má nefna aðheildar- frammistaða nemenda í stafsetningu í Reykjavík er betri en heildarframmistaða þeirra í íslensku í 7. bekk. Á Suður- nesjum er frammistaða nemenda í 4. bekk aftur á móti lakari í lesskilningi en heildarframmistaða þeirra gefur til kynna. f einkunnablöð nemenda í stærð- fræði er að á þeim sést hvernig þeir standa sig í námsefni sem þeir eiga að hafa lokið einum, tveimur og þremur árum áður. A þannig að vera hægt að fylla upp í þær eyður eða göt sem hugsan- lega hafa myndast hjá barninu til að hægt verði að byggja ofan á kunnáttu þess áfram. „Þegar göt myndast í kunnáttu nemenda er erfitt að byggja ofan á. Er það einn þáttur þess sem stuðlar að því að bilið stækkar milli nemanda og jafnaldra hans og gerir námið þar af leiðandi erfiðara og þyngra.“ Hlutur skóla Sérhver skóli fær auk einkunna eigin nemenda meðaltal einstakra landshluta og á landinu öllu og hefur því tækifæri til að bregðast við. „Ef bekkur er undir lands- meðaltali t.d. í stafsetningu og fyrir ofan meðaltal í lesskilningi þarf kennari að skoða hvort það geti skýrst af áherslum í kennslu. Ef hann er fyrir neðan meðaltal í öllum þáttum eru það ákveðin skilaboð, sem gætu skýrst í nem- endahópnum að einhveiju leyti en einnig gæti það skýrst af áherslu í kennslu kennarans," sagði Einar og bætti við að vegna þess að meðaltalið væri stillt á 5 sé auð- veldara að bera saman einkunnir á milli greina en t.d. í samræmd- um prófum í 10. bekk þar sem einkunnin 8 í ensku geti verið slakari en 7 í stærðfræði. Niðurstöður einstakra skóla ekki birtar Á næstu dögum munu líta dagsins ljós skýrslur um niður- stöður, sem sendar verða til skóla, foreldraráða, sveitarstjórna og skólaskrifstofa. í þeim verða með- al annars birt prófin auk ýmissa annarra upplýsinga. „Meðal nýj- unga þar má nefna að auk þess að tilgreina hversu stór hluti nem- enda gat tiltekin orð í stafsetn- ingu höfum við villugreint úr- lausnirnar. Þar kemur t.d. fram að 39% nemenda í 4. bekk fær villu fyrir að skrifa stóran upp- hafsstaf í orðinu „svo“ og 23% nemenda skrifa lítinn upphafsstaf í „Húsavík". Ég tel mjög mikil- vægt fyrir kennara að geta séð þarna hvers konar villur eru al- gengastar." Einar segir að enn um sinn verði ekki birtar niðurstöður ein- stakra skóla en umræður um þessi mál hafi verið í gangi um nokk- urt skeið. „Meðaltölin verða birt, en hvenær, hver gerir það og með hvaða hætti þau verða látin fara er ekki endanlega ákveðið. Víst er að upplýsingar um frammi- stöðu einstakra skóla verða gefn- ar, en ekki að sinni,“ sagði Einar og benti á að lög um upplýsinga- skyldu taki ekki gildi fyrr en um áramót. Um áramótin tekur einnig gildi reglugerð sem kveður á um fyrir- komulag og framkvæmd sam- ræmdra prófa. „Þar kemur fram að gefnar skuli út heildarniður- stöður prófanna og þeim dreift til ákveðinna aðila. Þar skuli koma fram meðaltöl einstakra skóla eftir prófum, meðaltöl allra skóla og aðrar upplýsingar sem þarf til að skýra niðurstöðurnar og auðvelda túlkun á þeim, þann- ig að þessar upplýsingar eru á næsta leiti. Það þarf hins vegar að vanda framsetningu þeirra og að mínu mati ekki hægt að birta þær án útskýringa.“ Námsþættir í stærðfræði , 4. bekkur * 7. bekkur 100 90 80 70 £ £ g’ ■O => '*0 & g’œ CQ “ CQ C .t; ^ S1 Hefurvald á grundvallarfærni Vantar nokkuð á grundvallarfærni Vantar verulega á grundvallarfærni í FLOKKNUM reikningur og aðgerðir er könnuð grundvallarfærni í sam- lagningu, frádrætti, deilingu og margföldun. i talnaskilningi er könnuð meðferð talna, s.s. að setja rétta tölu í eyðu. í stærðfræðihugtökum er kannaður hvort skilningur sé á orðum eins og summa, mismunur o.fl. I tölfræði er könnuð grunnfærni í gerð og lesturs súlurita o.fl. Einkunnir úr samræmdu íslensku Stærðfræði (meðaltal) könnunarprófi í stærðfræði og í 4. og 7. bekk íslenska (meðaltal) 4. bekkur 7. bekkur 4. bekkur 7. bekkur Nágr. Rvk. 5,2 Nágr. Rvk. 5,2 Nágr. Rvk. 5,2 Nágr. Rvk. 5,2 Reykjavík 5,0 Reykjavík 5,1 Reykjavík 5,2 Reykjavík 5,2 Vestfirðir 5,0 Norðurl.vestra 5,0 Vestfiröir 5,2 Austurland 5,1 Norðurl.vestra 5,0 Suðurland 4,9 Norðurl.eystra 4,9 Norðurl.eystra 4,9 Norðurl.eystra 4,9 Norðurl.eyslra 4,7 Norðurl.vestra 4,8 Suðurland 4,9 Suðurnes 4,8 Austurland 4,7 Austurland 4,8 Norðurl.vestra 4,8 Vesturland 4,8 Suðurnes 4,6 Suðurnes 4,7 Vesturland 4,4 Austurland 4,7 Vesturland 4,6 Vesturland 4,6 Vestfirðir 4,4 Suðurland 4,6 Vestfirðir 4,5 Suðurland 4,4 Suðurnes 4,3 REYKJAVÍK og nágrannabyggðir halda sér í efstu sætum í íslensku og stærðfræði í báðum bekkjardeildum en samanlagt býr um helmingur nemenda á þessu svæði. Athyglisvert er að sjá að nemendur á Vest- fjörðum eru ofarlega bæði í stærðfræði og íslensku í 4. bekk en í 7. bekk er farið að halla undan fæti. Samkvæmt niðurstöðum samræmdra prófa í 10. bekk á undanförnum árum hefur þessi landshluti verið mjög neðarlega. Á Norðurlandi vestra standa nemendur í stað á milli 4. og 7. bekkja en reynslan hefur sýnt að staða þeirra í 10. bekk á undanförnum árum er heldur slakari en hér er. Eitthvað virðist því fara úrskeiðis á unglingastigi. Einnig er athyglisvert að á Suðurlandi og Austurlandi bæta nemendur heldur stöðu sína í báðum greinum og ástæða gæti verið til að kanna hvort fara megi kröftugra af stað í yngstu bekkjum. Þá má geta þess að í leiðbeiningabæklingi til foreldra sem fylgir niðurstöðum prófanna kemur fram að árangur nemenda með einkunnir á bilinu 4-6 sé viðunandi miðað við jafnaldra þeirra. Nánast sé öruggt að í þessum hópi séu nemendur, sem náð geti betri árangri. Foreldrar þurfi að skoða vandlega og velta fyrir sér leiðum til að bæta árangur í samvinnu við kennara. Efling heimanáms undir eftirliti og stjórn bekkjar- kennara kann að vera rétt fyrir marga þessara nemenda," segir þar. I i i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.