Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 37 LISTIR Fræðileg fiskabók á mannamáli að sleppa frá um- breytingunni. Bókin skiptist í sex meginkafla og hver þeirra brotnar upp í marga undir- kafla. í efnisyfirliti virkar þetta hinn mesti hrærigrautur, en við lestur bókar- innar flæðir textinn vel og næsti kafli eða undirkafli er beint og eðlilegt framhald af þeim sem á undan var. Aldrei fær mað- Guðni Þórólfur ur á tilfinninguna að Guðbergsson Antonsson frásögnin sé sam- hengislaus og annað: Við lesturinn BÆKUR F r æ ð i r i t FISKAR í ÁM OG VÖTNUM eftir Guðna Guðbergsson og Þórólf Antonsson. Útgefandi: Landvemd. Stærð: 191 blaðsíða, innbundin. ÚT ER komin bókin „Fiskar í ám og vötnUm“ eftir fiskifræðing- ana Guðna Guðbergsson og Þórólf Antonsson, en báðir eru starfs- menn hjá Veiðimálastofnun og meðal fremstu vísindamanna þjóð- arinnar á sviði ferskvatnsfiska og veiða. Undirritaður veit það af samtölum við þá félaga að hug- myndin var að rita bók sem „al- menningur" gæti lesið sér til gagns og ánægju, sem sagt að reynt yrði að hafa textann ekki of fræðileg- an. Það getur verið erfitt fyrir vís- indamenn að hætta að skrifa á fræðimáli og taka allt í einu upp á því að skrifa á „mannamáli". Ekki ber að skoða þessa athuga- semd sem meinlega, sérstaklega þar sem þeim Guðna og Þórólfi tekst í heild séð alveg ágætlega vakna jafnan spurningar. Og það sem betra er, þeim er svarað jafnt og þétt. Textinn er á köflum örlít- ið hátíðlegur og fræðilegur og tíð línurit og súlurit minna á að vís- indamenn halda á pennanum, en eins og fyrr var frá greint, komast þeir Guðni og Þórólfur almennt vel frá sínu. Kaflarnir sex eru þessir, að lokn- um inngangi og formála frá Land- vernd, sem er útgefandi bókarinn- ar: 1) Fiskifræðin - útbreiðsla teg- undanna, 2) Líffæri fiska, 3) Heim- kynni fiska, 4) Líffræði og vist- fræði ferskvatnsfiska, 5) Afskipti mannsins og 6) Algengar spurn- ingar um veiðimál og svör við þeim. Að þessum sex köflum lesnum koma menn að viðaukum sem eru sex talsins. Það sem undirrituðum þykir hvað best við þessa bók er, að fyrirsjáanlegt er að fjölmargir verði fróðari um ferskvatnsfiska almennt. Eg hef ritað um veiði í ferskvatni í Morgunblaðið um langt árabil og ritstýrt árbókum um stangaveiði í næstum áratug. Á þeim tíma hef ég hlustað á og talað við aragrúa fólks, áhuga- fólk um veiðiskap og veiðimál. Þó að ég sé langt frá því að vera alvitur og margur viti jafnmikið og ég og meira, hefur mér þó stundum blöskrað hvað margir vita lítið. Dæmi: Það er ekki sjaldgæft að hitta á förnum vegi veiðimenn sem telja að laxinn éti í fersku vatni. Ánnað dæmi: Margir sem veiða sjóbirting standa í þeirri trú að vorbirtingurinn sé nýrunninn úr sjó. Menn kalla bleikjur urriða og urriða bleikju. Enn aðrir neita því að sjóbirtingur sé silungur. Sumir þekkja ekki einu sinni væna sjóbirtinga frá löxum. Þetta eru aðeins fá dæmi af ótalmörg- um. Mörgu hefur verið svarað í greinum og viðtölum í blöðum og bókum, en hér eru öll svörin sam- ankomin á einum stað. í einni bók þar sem þau eru skipulega sett upp og yfirleitt framreidd á góðu auð- lesnu máli. Persónulega hafði ég einna mesta ánægju af því að lesa um hornsíli og ál, en þótt þekktir séu, veit almenningur sáralítið um lífshlaup þessara fiska. Viðaukarnir eru sex talsins eins og fyrr var getið. Sá fyrsti er hval- reki fyrir áhugamenn um veiðitölur og samanburð á milli ára, enda eru þar samankomnar allar veiðitölur í laxveiðiám frá árinu 1974 og tölur um veiddar bleikjur og urriða frá árinu 1987. Viðauki 2 er um stærstu fiska hverrar tegundar sem höfundar vita um veidda hér á landi. í þess- um_ viðauka eru margar brotalam- ir. í urriða- og sjóbirtingstöfiunum vantar t.d. marga fiska og listarn- ir því mjög ófullkomnir. Viðaukar 3 og 4 eru hins vegar góðir, annar „Litla orðabókin“ og hinn greiningarlykill laxfiska. Við- auki 5 er leiðinleg tafla með fram- leiðslutölum úr fiskeldi og viðauki 6 er höfundaskrá yfir myndir. Þegar allt er saman dregið, þá hefur hér verið fettur fingur út í eitt og annað. Heildarmyndin er samt það sem máli skiptir og hún er mjög góð. Þetta er þörf og gagn- merk bók. Frágangur einnig til fyrirmyndar. Guðmundur Guðjónsson Ævintýri ljúft BOKMENNTIR Barnasaga Litli grísinn góði Höfundur texta og mynda: Áshildur Haraldsdóttir. Filmugerð: PMS, Súð- arvogi 7. Prentverk: Grafík hf. Út- gefandi: Fjölvi 1996.27 síður. Eg er pll og gersemi gimsteinn elskurikur. Eg er djásn og dýrmæti, drottni sjálfúm líkur. VAR það ekki Sölvi Helgason, blessaður, sem orðaði svo snilldarvel hroka okkar manna? Við okkur sjálf miðum við, þá við met- um hæfileika og verk. Þvi líkari sem við erum meðalmennskunni, því sennilegra er að við lif- um óáreitt og sæl. Áshildur Skaparinn er sjálfsagt Haraldsdóttir með annan málstokk því oft sendir hann til jarðar verur sem okkur þykir hann hafa kastað höndum til. í þeim dómi felst í raun ekkert annað en það, að þær líkjast okkur ekki. H.C. Andersen benti okkur á að oft verður svanur úr ljótum andarunga og því skuli vanda dóm. Þann fróðleik umburð- arlyndis þylur Áshildur ungum syni með þessari sögu. Lítill grís, pervisið grey, er af öðrum grísum talinn slík svínastíu skömm, að Jóhannes bóndi hljóti að sjá, henda honum á „haug“. Viðkvæmt hjarta heyrir, - hræðist þennan dóm, - flýr, - kemst frá kofa, - kemst undan Hrappi, hundi Jóhannesar, - heldur út í heim. Þar hittir hann tvíburana Fönn og Fannar, lömb, sem taka hann með sér til hjarðar. Sumarlangt lifir hann dásamlega tíð við leik, og fræðslu forystusauðsins. Vetur sezt að og vinir skilja. Grísinn heldur í borg, á bág kjör, hittir Ólíver, annan undanvillugeml- inginn til. Sá reynir að temja grís- inn sér til hags, - en samvizka dýrsins er hlýrri en drengsins, og svo fer, að stráksi lætur af þver- móðsku sinni og klóri, verður ljúfl- ingspiltur. Aftur vorar, og grísinn hyggst leita uppi vini sína úr fjallinu góða, Fönn og Fannar og sagnahrútinn. Ólíver slæst í för, og eftir hremm- ingar vorhrets ná þeir í sælureit- inn. Lestu sjálf(ur) hvernig það tókst. Fallegt ævintýr ungu barni, og höfundur segir söguna vel, það vantar aðeins meiri ögun, svo eg noti listavel. Tökum dæmi: „Á svínabúi Jóhannesar var allt hljótt. Taktfastur andardráttur sofandi svína hljómaði um alla stíuna.“ Víst er þetta sparðat- íningur, því eg þekkti eitt sinn konu sem ærðist af hávaða þagnar, náði hvorki svefni né rænu nema í skarkala borgar. En því tíni eg þetta til, að slík listasál sem Ás- hildur er í heimi tóna og með pensil sér í hönd, má ekki sætta sig við neitt minna en listatök í meðferð máls líka. Það getur hún, það sannar hún mér þessi bók. Skreytingar hennar og myndir eru frábær- ar. Er ekki prentvillupúkinn að glett- ast á síðu 16 ..... fijála grísinn, ...“? Prentverk allt vel unnið, út- gáfunni til sóma. Bók sem gaman er að lesa með barni. Sig. Haukur Metsölubókin sem fer sigurför um heiminn... TÍUNDA INNSÝNIN AÐ FANGA HUGSÝNINA James Redfield ...er sjálfstætt framhald af margfaldri metsölubók CELESTINE HANDRITINU, sem selst hefur í tæpum 6 milljónum eintaka og hefur verið á New York Times listanum yfir söluhæstu bækur í II0 vikur. Til marks um trú mannahjá Warner Books á velgengni þessarar bókar, þá prentuðu þeir 1.000.000 eintök í fyrstu prentun. Fæst í öllum helstu bókaverslunum. Dreyfingarsími 567 3240 LEIÐARLJ*S ehf. Leiðandi í útgdfii sjálfsrœktarefn is „Okkar markmið er... að hjálpa þér að ná þínu!“ Þorgrímur Þráinsson, rithöjundur Kristin Snœhólm, dagskrárgerðarkona „í ævintýralegum og spennandi söguþræði er okkur sýnt fram á hversu andleg auðlind, sterk sjálfsmeðvitund og kærleikur kemur til með að skipta miklu máli í framtíðinni - þegar við siglum inn í nýja tíma.“ „Tíunda innsýnin er heillandi framhald af fyrri bók James Redfield - Celestine handritinu. Fyrir mér opnar þessi ;a nýja sýn i fyrir töfrandi saj og vísar lei mannkynið í átt að því eina, sem skiptir raunverulega máli, egar upp er staðið, rleikanum." þef kæi Guðjin Bemnann, kynningarpiUtrúi og blaiamaður „Tiunda innsýnin setti hugsanir mínar um andleg málefni í skýrara samhengi, auk þess sem hún var skemmtileg aflestrar. Mannkynssagan verður aldrei söm ásýndar eftir að þú hefur lesið Tíundu innsýnina.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.