Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR Hvað eru beingreiðslur og hverjum til hagsbóta? UPP ER komin mikil umræða um beingreiðslur til bænda í fram- haldi af tveimur fyrirspurnum sem bornar eru fram á Alþingi. Eins og oft vill verða er umræðan villt og líkleg til að festa ranghug- myndir í sessi. Eða var það til- gangurinn að sparka enn í þann atvinnuveg sem mest hefur lagt á sig sl. 6 ár til að bæta hag heimil- anna í landinu? Ekki hefur verkalýðshreyfmgin sótt gull í greipar fyrirtækjanna á þessu tímabili þrátt fyrir batnandi tíð í atvinnurekstri. Ríkisvaldið hefur á sama tímabiii skapað fyrir- tækjunum allt annað umhverfi með breytingu á skatta- og tolla- lögum og fært álögur upp á eina 5 milljarða af fyrirtækjum yfir á almenning í landinu. Á sama tíma hefur ríkið lækkað opinber fram- lög til stuðnings landbúnaði u.þ.b. 40% og er stærsti sparnaðurinn í fjárlögum. Engin ein stétt hefur lagt jafn stóran skerf til þjóðar- sáttar og bændur - því er það einelti sem landbúnaðurinn býr við umhugsunarefn ekki síst að harð- ast hafa gengið fram í frekari kröfugerð á bændur hagfræðingar ASÍ. Kjarabætur sóttar í vasa bænda Sú var tíð að ASÍ átti öfluga forystumenn, einn þeirra var As- mundur Stefánsson sem stóð að þjóðarsáttarsamningunum 1990. Ekki hygg ég að það hafí verið ætlan hans að sækja eingöngu kjarabætur í vasa bænda né viiji að ASÍ gerði atvinnu- veg, sem veitir þús- undum félagsmanna atvinnu, óstarfhæfan. Skora ég á nýjan for- seta ASI, Grétar Þor- steinsson, að ræða þessi mál í forystu- sveit sinni og setja sig inn í staðreyndir máls- ins og biðja hina hag- fræðimenntuðu starfskrafta að gæta hófs í málflutningi á meðan. Þakkarvert er hvernig BSRB hefur haft allt annan mál- flutning í frammi og vandaðri vinnubrögð í garð landbúnaðarins þó beinir hagsmunir séu þar minni en hjá ASÍ. ASÍ hlýtur að klofna ef ekki verður breyting á málflutningi, landsbyggðarfólk sem sækir lifi- brauð sitt í þjónustufyrirtæki land- búnaðarins hlýtur að snúast til vamar fleipri hagfræðiforystunn- ar í ASI. Eg skal viðurkenna það hér að ég batt miklar vonir við nýjan forseta ASI og mér finnst að öll hans framkoma bendi til að þar fari sanngjarn maður sem ekki hallar réttu máli. Matvara lækkar í verði Það liggur fyrir úr gögnum Hagstofu Islands hver verðþróun landbúnaðarvara hefur verið frá 1991 til dagsins í dag samkvæmt neysluverðsvísitölu. A þessu tíma- bili hefur vísitala neysluverðs hækkað um 13,4% en kjöt og kjötvörur hafa aðeins hækkað um 0,3%, mjólkurafurðir og egg hafa lækkað um 5%, séu þessar afurðir vegnar saman hafa þær lækkað í verði um 2% að meðaltali. Öll aðföng og allt annað hefur hækkað í verði á þessu tímabili. Ég spyr: Hverjar væru nú skuldir heimilanna í landinu ef bændur hefðu ekki af sann- girni sætt sig við þá skerðingu sem raun ber vitni? Bið ég Grétar Þor- steinsson að láta vinnumenn sína, hagfræðingana, sem em ráðnir en ekki kjörnir til neins, reikna út hver væri skuldastaða heimilanna og launafólksins ef landbúnaður- inn hefði krafist þess að allt fylgdi þeim hækkunum sem átt hafa sér stað sl. 6 ár. Beingreiðslur eru jafnaðarmennska til launamanna Beingreiðslur eru ekki styrkir til bænda og segja ekkert um af- komu bænda. Þær eru hluti af framleiðslukostnaðarverði vörunn- ar. Beingreiðslurnar eru niður- greiðslur til heimilanna og jöfnun- araðgerð til þeirra sem búa við lakari kjör og fjölskyldna sem þyngri hafa framfærslu, bein- greiðslur koma daglega á hvers Guðni Ágústsson manns disk í lægra verði á hollum mat. Það var ömurlegt að sjá um- fjöllun DV á dögunum þar sem reynt var að telja fólki trú um að beingreiðslur væru ölmusa eða styrkur til bænda. íslenska ríkið er að gera nákvæmlega sama hlutinn og viðgengst í Evrópu að tryggja að allur almenningur, rík- ir og fátækir, hafi aðgang að góðum mat á skikkanlegu verði. Hér er þetta kerfi mjög einfalt og gegnsætt, í Evrópusamband- inu er kerfið flókið og óskiljan- Iegt. Hvar á ríkið að stuðla að jöfnuði lífskjara ef ekki má stuðla að lægra matarverði? Beingreiðslur eru nú um 4 millj- arðar, vissulega há upphæð en kemur hveiju einasta heimili í landinu að gagni. Þetta er ein af mörgum aðferðum ríkisins til að jafna kjör, nefna má að barnafólk fær 5,1 milljarð í bamabætur og Engin stétt hefur lagt á sig stærri skerf til þjóð- arsáttar en bændur, segir Guðni Agústsson, sem telur mál að einelti í garð landbúnaðarins linni. barnabótaauka, skuldugir húseig- endur fá 3,6 milljarða eða næstum jafnháa upphæð og beingreiðslur í vaxtabætur. Ennfremur jafnar ríkið hag fólks á fleiri sviðum í skóla- og heilbrigðismálum. Hér má nefna styrk til útgerðar eða sjómanna í svokölluðum sjó- mannaafslætti, en Morgunblaðið greinir frá því laugardaginn 14. des. sl. að þessi skattaafsláttur sé 1,5 milljarðar. Ég tek fram að ég styð það að sjómenn sem dvelja löngum stundum frá fjölskyldu sinni búi við góð kjör en í þessu tilfelli mætti halda því fram að hér væri um styrk til útgerða að ræða en ekki sjómanna. Útgerð styrkt þar um 1,5 milljarða eða um 40% af beingreiðslum til bænda sem ættu að heita bein- greiðslur til neytenda því þær eru til þeirra. Lokaorð Bændur hafa hagrætt og gefið eftir af sínum kjörum og ef saga síðustu 6 ára er skoðuð af sann- girni hafa þeir bætt kjör heimil- anna í landinu með lægra verði á nauðsynjum eins og hér var rakið. Launaskerðing bænda á sama tímabili nemur trúlega fast að 30% og að ætla að sækja þangað meira er ekki raunhæft eða sanngjarnt. Beingreiðslur koma bústærð ekki við og segja lítið um afkomu bænda af því þær eru neytenda- styrkur og til þess greiddar af rík- inu. Bið ég nú alla sanngjama menn að gefa bændum starfsfrið. Þeir hafa ekkert til saka unnið. Þetta fólk vinnur myrkra á milli og er á lágu kaupi. Við eigum bændur sem framleiða einhveijar bestu matvörur í heimi. Það er hart að segja það en kannski verður það að vera krafa bænda að íslending- ar gangi í Evrópusambandið en þar skortir nú ekki styrkina. Þar fá margir úr digrum sjóðum mikið fyrir lítið. Allavega væri það harð- ur dómur um verkalýðshreyfingu sem afrek hefur unnið á þessari öld að halda því fram að ESB væri betri hreyfing fyrir stritandi fólk. Höfundur er alþingismaður og býr á Selfossi. Þar sem sandurinn er þakinn ísbjörgum ÍSBJÖRG á Skeiðarársandi BORGIN er enn í fasta svefni klukkan sjö að morgni þegar við leggjum af stað frá Umferðarmið- stöðinni með rútu frá Vestfjarða- leið. Ferðinni er heitið austur á Skeiðarársand til að skoða ísbjörg- in eftir hinar voldugu náttúru- hamfarir. Hálfur máni skín á dimmbláum vetrarhimni þennan laugardagsmorgun 30. nóvember, þremur dögum eftir að hringvegur- inn var opnaður að nýju. Þegar borgarljósin eru að baki grillir í þunna snjóbreiðu á ásjónu land- sins. Stjörnurnar kvikna ein af annarri á himinhvelfmgunni og skærust þeirra skín Venus. Krist- ján bílstjóri ekur hratt á auðum veginum og fararstjórinn, Jón Jónsson jarðfræðingur, tekur brátt að segja sögu Skeiðarárhlaupa meðan dagur rennur. Eldur sem nærist af vatni Til eru gamlar munnmælasagn- ir, að sönnu sveipaðar dulúð, um Grímsvötn sem eldstöðvar í Vatna- jökli þar sem eldur logaði og nærð- ist af vatni. Elsta ritaða heimild um eldgos í Grímsvötnum er hins vegar frá um 1600 og er sú lýsing bæði skáldleg og tilkomumikil. Skaftfellingar hafa alltaf vitað að samband er milli jarðeida í Gríms- vötnum og hlaupa í Skeiðará. Árið 1919 römbuðu tveir Svíar fyrstir manna á seinni öldum á Gríms- vötn. Sagan segir að þeir hafi ver- ið með hesta á jöklinum, en allt í einu staðnæmdust hestarnir og varð ekki mjakað úr sporunum. Svíarnir könnuðu aðstæður og sáu að þeir voru staddir á bjargbrún og mikill gígur fyrir neðan. Þannig gerðist tvennt í senn: Þeir fundu Grímsvötn og hestarnir björguðu lífí þeirra. Þeir kölluð gíginn Svía- Á slóóum Ferdafélags íslands V_________________________________ gíg og hæstu tindana á Gríms- fjalli Svíahnjúka. Grímsvötn komust í sviðsljósið á ný við eldgos 1934 en gosinu fylgdi stórhlaup í Skeiðará eins og kunnugt er. Merkileg er sagan af Hannesi Jónssyni pósti á Núps- stað sem hélt með póst frá Skafta- felli til Núpsstaðar á meðan á hlaupinu stóð. Hann fór upp á jökulinn, sem víða var mikið sprunginn, og komst á leiðarenda aðfaranótt páskadags eftir átján stunda göngu , en þá hafði kyngt niður miklum snjó. Undir Grímsvötnum_ er lang- stærsta jarðhitasvæði íslands og jafnvel hið mesta í heimi hvað varmaafl snertir. Þá eru Grímsvötn virkasta eldstöð landsins en fimm- tíu eldgos hafa orðið þar eftir land- nám. Hraunkvikan undir jöklinum er alltaf til staðar. Það er samspil hennar við jökulbráð sem viðheldur vatni í öskjunni og veldur Skeiðar- árhlaupum, en þau koma að jafn- aði á tíu ára fresti. Um Grímsvötn og Skeiðarár- hlaup má lesa í árbók F.í. 1993, Við rætur Vatnajökuls eftir Hjör- leif Guttormsson líffræðing og al- þingismann. í undraveröld íssins Við þjótum áfram eftir mal- bikuðum veginum. Það tekur að rigna þegar við nálgumst Vík í Mýrdal en þar fáum við okkur morgunhressingu og höldum síðan áfram ferðinni. Við höfum keyrt út úr rigningunni og framundan eru Núpsvötn og hinn svipmikli Lómagnúpur sem fararstjórinn kallar Lómanúp, „er aldrei kallað- ur annað hér fyrir austan", segir hann. Við tekur Skeiðarársandur sem er um fjörutíu km langur. Brátt komum við að skilti og á því stendur: „22 km bráðabirgðaveg- ur“. Kristján bílstjóri sveigir þar af veginum og út á sandinn með- fram Gígjukvísl. Þar liggja bílför um allt. Við göngum síðan upp á Ferðinni var heitið austur á Skeiðarár- sand, segir Gerður Steinþórsdóttir, til að skoða ísbjörgin eftir náttúruhamfarirnar. Sandgígur, en svo kallast gamlar jökulöldur lítið eitt norðan við veg- inn. Á háöldunni er sandfok og fínlegur sandurinn smýgur í augu, nef og munn. Þarna má sjá hvern- ig hlaupið hefur brotið svarta jök- ulurðina og velt henni áfram. Við höldum síðan niður ölduna, út á sandinn og inn í ævintýrið. Þarna eru jakarnir stærstir, og svo ein- kennilegir og fjölbreytilegir að lög- un og lit að undrum sætir. Sumir eru tærir eins og kristallar og slær á þá undarlegum bláma. Þarna eru pýramídar, háir og tignarlegir, tinnusvartir. Þarna eru ógnarstór frostblóm og grænir risademantar. Við reikum um þessa furðuveröld íssins sem er engu lík. Brátt mun fínlegur sandurinn þekja kristall- ana og síðar eiga eftir að myndast hér ægilegir kviksyndisbollar þeg- ar ísinn bráðnar. Þá verður nauð- synlegt að loka þessu svæði. „Við erum búin að fá stóra lax- inn,“ segir einn ferðafélaginn með sigurbros á vör þegar við komum aftur í rútuna. Við keyrum yfir Gígjukvísl á nýju bráðabirgðabrúnni og göngum yfir Skeiðarárbrú. Upp í hugann kemur mynd af hlaupinu þegar það æddi áfram og tók með sér hluta þessarar rammgerðu brú- ar. Við horfum á einmana stöpul sem stóð af sér tröllagreipar hlaupsins. Hérna á sandinum eru ísjakarnir mun minni en við Gígju- kvísl. í Freysnesi Vegurinn yfir sandinn er mun betri en ég hélt. Bráðabirgða- vegurinn er venjulegur malarveg- ur. Umferðin er lítil þennan tíma sem við dveljumst á sandinum og fáir að vinna við vegaframkvæmd- ir. Við ákveðum að fara í Freysnes sem frægt er orðið af fréttum eft- ir gosið. Þar fáum við hlýjar mót- tökur og heitt kaffi. Fyrir ofan fellur Skeiðaráijökull fram. Sú hugmynd kviknar að halda þorra- blót Ferðafélags íslands i Freys- nesi 8.-9. febrúar á nk., en á því ári verður félagið 70 ára. Þá er komið að því að kveðja Öræfin og halda heim á leið - suður yfir sandinn. Klukkan á Hallgrímskirkjuturni slær sjö þeg- ar rútan rennur í hlað á Umferð- armiðstöðinni. Höfundur er ritari Ferðafélags íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.