Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli SAMNINGINN undirrituðu f.h. Fáks Bragi Asgeirsson, formað- ur Fáks og Þórður H. Ólafsson, gjaldkeri, og f.h. ÍTR og Reið- hallarinnar Óskar Bergsson og Ómar Einarsson. Samstarf Fáks og ÍTR réttindin úr LV. Þessi niðurstaða er vel að merkja miðuð við þá skipt- ingu launa í dagvinnu og eftirvinnu sem gengið var út frá og er nálægt því meðaltali sem er hjá ríkisstarfs- mönnum. Þetta dæmi sýnir eingöngu ellilíf- eyri. Þegar jafnframt er tekið tillit til betri makalífeyris hjá LSR en hjá öðrum sjóðum verður niðurstað- an sú, eins og fram kemur í greinar- gerð með frumvarpinu, sem lagt hefur verið fram, að í heild séu rétt- indin nokkru betri í LSR en í flestum öðrum sjóðum þegar miðað er við sömu laun. Lífeyrisréttindi og laun opinberra starfsmanna Þróunin hefur verið sú hér á landi að réttindi í lífeyrismálum hafa ver- ið samningsatriði við samninga um kaup og kjör. Er það ekki óeðlilegt með tilliti til þess að líta má svo á að með ákvörðun lífeyris sé verið að semja um hvernig ævilaunin skiptist á milli starfsævi og eftir- launatíma. Þó að lífeyrismál hafi ekki lögum samkvæmt verið beint samningsatriði milli ríkisins og starfsmanna þess má segja að þau hafi engu að síður mótað niðurstöð- ur kjarasamninga. í kjarasamning- um er ætíð verið að gera saman- burð á kjörum og er þá litið til allra atriða hvað varðar kjör og réttindi. -Erfitt kann að vera að segja til um með vissu að hve miklu leyti lífeyris- mál hafa mótað launakjör en óhætt er að fullyrða að svo hafi verið. Sem dæmi má nefna að fyrir gerð kjara- samninga 1985 var unnin ítarleg kjarakönnun vegna háskólamennt- aðra starfsmanna ríkisins. Einn lið- ur í að meta mismun kjara milli rík- isins og almenna markaðarins var að meta mismunandi lífeyrisréttindi og var Pétur Blöndal trygginga: fræðingur fenginn til þess verks. í kjarasamningum við BHMR á árinu 1985, sem ákveðnir voru með kjara- dómi, var þessi samanburðarkönnun eitt af aðalatriðum málsins. Þá má nefna að í nokkrum tilvikum hefur verið samið við almenn stéttarfélög um störf, sem jafnframt voru launuð skv. samningum félaga innan BSRB. í þeim samningum hafa al- mennu stéttarfélögin m.a. stutt kröfur sínar um hærri laun með mismunandi lífeyrisréttindum og hefur verið samið um hærri launa- taxta við þau en gilda fyrir félaga í stéttarfélögum opinberra starfs- manna. í frumvarpi til laga um breyting- ar á LSR er við það miðað að lífeyr- ^isréttindi félaga í LSR hafi verið betri en hjá þeim sem eru í almennu lífeyrissjóðunum og er gert ráð fyr- ir að halda þeim réttindum þó í nokkuð breyttri mynd sé. Það er hægt að fullyrða með vissu að þessi betri lífeyrisréttindi hafa komið fram í lægri launum hjá opinberum starfsmönnum en ella hefði verið. Þannig má segja að aðilar hafí geng- ið frá því sín á milli hvernig launum væri skipt á milli starfsævinnar og eftirlaunatímans eins og einnig hef- ur verið gert á hinum almenna vinnumarkaði. Með samþykkt nýrra laga um LSR í samræmi við frum- varpið verður þessi skipting gagn- særri en áður var og það verður aðgengilegra og auðveldara en áður fyrir aðila að þessu samkomulagi að breyta því telji þeir t.d. að æski- legt væri að hækka launin á kostn- að lífeyrisréttarins. Að því leyti færast þeir nær því sem gerist á almennum markaði þar sem þetta hefur verið beint kjarasamningaatr- iði lengi. Af lítt skiljanlegum ástæðum hafa ýmsir snúist öndverðir við þess- ari breytingu sem felur í að gera heildarkjör opinberra starfsmanna sýnilegri og umsemjanlegri. Annars vegar er það átalið af samningsaðil- um á almennum vinnumarkaði, sem krefjast þess að um opinbera starfs- menn gildi í lífeyrismálum það sama og um þá sem þeir semja fyrir. Telji þeir það sem í frumvarpinu felst eftirbreytnivert ættu það að vera hæg heimatökin fyrir þá að semja sín á milli um aðra skiptingu launa en nú er á milli starfsævi og * eftirlaunatíma eins og þeir hafa hingað til gert. Hitt verður að telj- SKOÐUN ast óeðlilegt og er ekki trúlegt að þeir telji sig eiga að hafa um það að segja og jafnvel ráða því hvemig ríkið og starfsmenn þess semja um kjör sín á milli. Hins vegar hafa heyrst raddir þeirra sem telja sig sjálfsagða dómara í því hvemig þessum hlutum eigi að skipa og vilja lögbinda lífeyrisrétt í samræmi við það. Telja þeir sig geta boðið launa- hækkun sem nemur 1-2 mánaðaðar- launum á ári (8-16% launahækkun) í stað þess hærra iðgjalds sem í frumvarpinu er. Ný lög um LSR Þó svo að mikið af hávæmstu upphrópunum um LSR eigi lítinn rétt á sér standa veigamikil rök til þess að gera breytingar á lögum um sjóðinn. Hann var í upphafi ein- göng^u fýrir starfsmenn ríkisins og þó ýmis af þeim atriðum sem nefnd hafa verið hér áður skipti ekki miklu ef um hreinræktaðan ríkissjóð væri að ræða em þau óviðunandi þegar margir launagreiðendur eru aðilar að sjóðnum. A síðustu ámm hefur aðild annarra en ríkisins verið um 20% en vex stórlega við flutning gmnnskólans til ríkisins. Núverandi kerfi er ekki fært um að tryggja það að skuldbindingar lendi á launa- greiðendum í samræmi við þau ið- gjöld sem þeir hafa greitt í sjóðinn. Þá er það háð verðbólgu og hraða launabreytinga hversu mikið af líf- eyrisskuldbindingunum lendir á sjóðnum og hversu mikið á launa- greiðendunum. í mikilli verðbólgu dafnar sjóðurinn vel en miður á þeim tímum sem launahækkanir em minni þannig að ekkert rökrétt samhengi er á milli stöðu sjóðsins og þeirra byrða sem lenda á launagreiðendum. Af þessum ástæðum er æskilegt að skuldbindingar séu fullnustaðar með samtímagreiðslum. Þá má nefna að réttindareglur sjóðsins torvelda mjög tilflutning á starfsmönnum milli opinberra vinnuveitenda og gera breytingar á verkaskiptingu erfíða. Réttindaregl- ur eins og reglur um makalífeyri og örorkulífeyri em mótaðar við allt aðrar aðstæður en nú er og em úreltar. Ýmsar framkvæmdareglur, eins og eftirmannsreglan, em þung- ar í framkvæmd. Tengsl á milli raunvemlegra launa og lífeyrisrétt- inda sem áunnust em lítil og þann- ig mætti lengi telja. Þetta allt og margt fleira er ærið tilefni þess að gera á sjóðnum breyt- ingar í veigamiklum gmndvallaratr- iðum eins og lagt er til í því fmm- varpi, sem nú liggur fyrir Alþingi. Meginkjarni breytinga í því, sem jafnframt er skilyrði fyrir lausn á ýmsum vandamálum sjóðsins er að byggja hann á sjóðsöfnun, þ.e. að þeir launagreiðendur fullnusti skuldbindingar sínar með samtíma- greiðslu. Önnur mikilvæg breyting er að tengja ávinnslu lífeyrisréttinda launum á starfsævinni með því að miða iðgjöld við öll laun. Þriðja meginbreytingin er að færa réttindi úr makatryggingu yfír í elli-, ör- orku- og bamalífeyri. í fjórða lagi er að nefna að lífeyrisréttindi em fest með lögunum óháð vaxtastiginu en iðgjöld breytileg. Þessar tillögur hafa orðið ýmsum tilefni til stóryrða og vafasamra fullyrðinga. Af því tilefni er rétt að benda á nokkrar staðreyndir í málinu. Lífeyrisréttur og iðgjald í hinu nýja kerfi Því er haldið fram af sumum að verið sé að stórauka lífeyrisrétt starfsmanna og auka kostnað ríkis- ins með hinu nýja kerfi. Það er rangt. Fmmvarpið er miðað við það að sá lífeyrisréttur sem borinn er af launagreiðanda verði óbreyttur, þ.e. að kostnaður launagreiðandans verði óbreyttur. Eina breytingin er sú að starfsmaðurinn fær réttindi fyrir það aukna framlag sem hann greiðir til sjóðsins. Samkvæmt fmmvarpinu og á grundvelli út- reikninga færustu sérfræðinga em réttindin talin samsvara 15,5% ið- gjaldi af heildarlaunum. Þar af koma um 1,5% sem aukið framlag launþeganna, sem lækkar laun þeirra að sama marki. Kostnaður launagreiðandanna er óbreyttur frá því sem er í núverandi kerfi. Meginbreytingin er sú að með hinu nýja kerfi em áhrif þess gerð sýnileg bæði fyrir þá sem í því eru og fyrir þá sem utan þess standa. Þar með er auðvelt að leggja mat á gildi þess og það verður auðvelt fyrir þá sem fara með forsvar fyrir þá sem í kerfínu em, þ.e. stéttarfé- lög opinberra starfsmanna og ríkið að semja um breytingar á því, t.d. að draga úr réttindum, lækka þann- ig iðgjaldið og hækka launin. Það er hins vegar óeðlilegt og ekki í samræmi við það sem viðgengst hjá öðmm launþegum að hlutast sé til um breytingu á þessum kjömm með lagaboði að ekki sé talað um að fela öðmm en ríkinu og stéttarfélög- um starfsmanna þess að taka ákvarðanir um kjaramál þeirra. Það má að sjálfsögðu lengi um það deila hver sé eðlilegur lífeyris- réttur. Hér á undan er gerð nokkur grein fyrir hver lífeyrisréttur LSR er nú. Með frumvarpinu er verið að breyta þessum réttindum hvað form varðar en ekki verið að auka hann á kostnað ríkisins. Hvort sá réttur sem um er að ræða er óhóflegur eða ekki vísast til þess sem áður hefur komið fram. Þá má í því sam- bandi geta þess að í nágrannalönd- um okkar eins og Danmörku, sem hafa svipuð lífeyriskerfí og hér, er iðgjaldaþörfin talin liggja á biíinu 15-20%. í áætlunum um breytingar á sænska lífeyriskerfinu, sem eins og tillögur fmmvarpsins er byggt á lífeyri sem hlutfalli af meðallaunum yfír ævina, er reiknað með að ið- gjaldaþörfín verði 19,5%. Frumvarpið um LSR víkur frá þeirri reglu sem er ráðandi í almenn- um lífeyrissjóðum hér á landi í því að iðgjaldið er fastbundið en lífeyris- réttindin em háð ávöxtun sjóðsins en ekki öfugt. í þessu efni eins og svo mörgu öðm hefur hvort fyrir- komulagið nokkuð sér til ágætis og hvoragt er án galla. Því fyrirkomu- lagi sem valið var má færa til tekna að það samrýmist á ýmsan hátt betur þeim sjónarmiðum sem liggja til gmndvallar lögbundinni skyldu- tryggingu lífeyrisréttinda. Megin- forsenda hennar er að tryggja beri þeim sem komnir em fram yfír þann aldur að þeir afli sér viðurværis með launaðri vinnu einhveija lágmarks- framfærslu. Eðlilega tekur það lág- mark mið af þeim launa- og lífskjör- um sem eru til staðar á hveijum tíma. Til þess að tryggja það er ein- faldast að réttindin séu miðuð við laun á hveijum tíma eða eins og fmmvarpið gerir ráð fyrir meðal- launin á starfsævinni. Ráði vextir réttindunum að of miklu marki get- ur það leitt til vemlegs misgengis á milli launakjara og lífeyris. Þó að ávöxtun skipti ekki máli fyrir lífeyrisréttindin verður það stórt hagsmunamál fyrir launa- greiðendur og sjóðfélaga að ná sem bestri ávöxtun á sjóðnum í þeim til- gangi að halda iðgjaldinu eins lágu og unnt er. Hátt iðgjald eykur út- gjöld launagreiðenda og kemur sér illa fyrir sjóðfélaga í kjarabaráttu þeirra. Ávöxtun á sjóði LSR hefur verið góð á undanförnum ámm og sambærileg við það sem gerist hjá öðrum lífeyrissjóðum, einkum m.t.t. þess að ávöxtunarheimildir sjóðsins hafa verið takmarkaðar. Með breyttum lögum má búast við að enn meiri áhersla verði lögð á góða ávöxtun um leið og heimildir til ávöxtunar verða auknar og bættar. Lokaorð Ekki leikur vafi á um það að fyrir- liggjandi frumvarp um breytingar á lögum um LSR er mikið framfara- spor og mun, ef það verður sam- þykkt, verða opinbemm launagreið- endum, sem aðild vilja eiga að sjóðn- um, og starfsmönnum þeirra til hagsbóta. Frumvarpið felur ekki í sér aukinn lífeyrisrétt og aukinn kostnað launagreiðenda. Það lagar lífeyriskerfí opinberra starfsmanna að nútímanum, gerir réttindamál þeirra gagnsærri, skýtur traustum fótum undir fjármögnun lífeyrisrétt- inda og leysir fjölda framkvæmda- atriða, sem til staðar hafa verið. Höfundur er hagfræðingur og formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. UNDIRRITAÐUR hefur verið samstarfssamningur milli Hesta- mannafélagsins Fáks og íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur varðandi rekstur Reiðhallarinnar. Reksturinn verður frá og með 1. janúar 1997 sjálfstæður og óháður rekstri ÍTR og Fáks. Skipuð hefur verið rekstrar- stjórn yfír rekstri Reiðhallarinnar og er formaður hennar Óskar ÁRLEGA veitir átakið Öryggi barna - okkar ábyrgð viðurkenn- ingar vegna framúrskarandi fram- lags til slysavarna barna. Tilgang- urinn með veitingu viðurkenning- anna er að hvetja til þess að vel- ferð og vemd bama séu virt og stuðla að öruggu umhverfí barna. í framkvæmdastjóm átaksins sitja fulltrúar frá Rauða krossi íslands, Landlæknisembættinu, Foreldra- samtökunum, Neytendasam- tökunum og Umferðarráði. „Slys á börnum á íslandi em hlutfallslega mun algengari hér á landi en í nágrannalöndum okkar og segja má að slysin séu stórt heilbrigðisvandamál. Kostnaður vegna slysa og afleiðinga þeirra er gífurlegur. Fjölmörg samtök og stofnanir starfa markvisst að GÍTARINN ehf., Laugavegi 45a, hefur opnað nýja verslun með gjafavörur svo sem bindi, eyrnalokka, könnur, boli, úr, Bergsson. Aðirir í stjóm em Ómar Einarsson frá íþrótta- og tóm- stundaráði, Þórður Ólafsson og Hjötur Bergstað frá Fáki. Hlut- verk stjórnar verður að annast allan almennan rekstur, fram- kvæmir og markaðsmál fyrir Reið- höllina. Framkvæmdastjóri Fáks, Þórður Hilmarsson, verður jafn- framt framkvæmdastjóri Reiðhall- arinnar. slysavörnum bama og að því að minnka slysatíðni. Reynt er að ná til foreldra með ýmiskonar fræðslu, myndböndum og bækl- ingum. En betur má ef duga skal. Framkvæmdastjóm átaksins hef- ur það markmið að fækka slysum á börnum og skorar á stjórnvöld að gera það sem í þeirra valdi stendur til að auka varnir gegn barnaslysum á íslandi. Það er þörf fyrir úrbætur og það strax. Það hefur sýnt sig og sannað að með öflugum forvörnum er hægt að draga verulega úr slysum og koma í veg fyrir þjáningu og örkuml þeirra barna sem slasast,“ segir í fréttatilkynningu frá átakinu Ör- yggi barna - okkar ábyrgð. spiladósir, sokka, axlabönd, vettlinga, belti o.fl. Gítarinn verður áfram á sama stað með úrval hljóðfæra á lága verðinu. Eflum slysavarnir barna - fækkum barnaslysum Morgunblaðið/Golli ANTON Kröyer, eigandi og Guðmundur Sigurjónsson, verslun- arstjóri. Á myndina vantar Gísla Siguijónsson, afgreiðslumann. Ný gjafarvöruverslun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.