Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Fjarst í eilífðar útsæ ...
BÆKUR
Þj6ð 1 íf og æviskrár
EYLENDA
I. bindi: Ábúendur í Flateyjarhreppi
og þjóðlífsþættir, 416 bls. II. bindi:
Æviskrár og saga
Flateyjarhrepps, 350 bls.
Útg.: Bvggðir og bú ehf.,
Reykjavík 1996.
Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson
BREIÐAFJARÐAREYJAR hafa
mikið aðdráttarafl í hugum fjöl-
margra íslendinga. Fólk skynjar
af frásögnum og myndum að þar
sé að finna töfraheim sumarlands-
ins, einstaka snertingu við náttúr-
una. Fyrrum var hér mikið og fjöl-
breytilegt mannlíf, matarkista og
forðabúr, þar sem aldrei var bú-
svelta þó að illa áraði og hungur-
sneyð væri víða í landi. Margir
nauðþurftamenn áttu þar athvarf.
Og í Flatey reis menning hvað
hæst á síðustu öld.
Nú er mannlíf í Breiðafjarðareyj-
um að mestu liðin tíð. Fiskur geng-
ur víst ekki lengur í Kolluál og
menn koma varla með 178 flyðrur
á land úr einni veiðferð. Og fáir
eru til að veija æðarfuglinn fyrir
vargi og flæðihættu. Hinir sér-
stæðu búskaparhættir eru sokknir
í fyrnsku fortíðar. Eyjanna njóta
nú aðallega ferðamenn og sum-
ardvalargestir, sem fer sífjölgandi
með bættum samgöngum, aukinni
velmegun og ferðagleði.
Það er því ekki að ófyrirsynju
að út kemur ritverk um Breiða-
fjarðareyjar. Margir munu telja sig
þurfa að leita þangað fróðleiks. En
ritverk eru mismunandi allt frá litl-
um ferðamannabæklingum til meiri
háttar fræðirita.
Þetta ritverk sem telur hátt á
áttunda hundrað blaðsíður í stóru
broti er að mínu viti einstakt í sinni
röð. Það er allt í senn ábúendatal
og æviskrár, héraðslýsing, saga og
þjóðlífsþættir. Ég minnist þess ekki
að hafa séð allt þetta fara saman
í einu riti. Það getur vart talist
annað en stórvirki.
Ekki eru hér allar Breiðafjarða-
reyjar til umfjöllunar, heldur þær
sem töldust til Flateyjarhrepps hins
forna og nefndust Vestureyjar. Það
var eitt sinn sjálfstætt sveitarfélag
með yfir 400 íbúa um síðustu alda-
mót.
Þær eyjar (eða eyjaklasar) sem
hér er um fjallað eru Stagley,
Bjarneyjar, Flatey, Hergilsey,
Svefneyjar, Hvallátur, Skáleyjar og
Sviðnur. Auk þess er stuttur þáttur
um Oddbjarnarsker, sem öldum
saman var mikil verstöð, þó að aldr-
ei væri þar föst búseta.
Sá háttur hefur verið hafður á
framsetningu að í upphafi umfjöll-
unar um hveija ey er iýsing eyjar-
innar ásamt öllum þeim úteyjum
sem undir hana heyra. Er sú lýsing
ljós og nákvæm og studd fjölda
örnefna ásamt ýmsu öðru fróðleiks-
efni svo sem um búsetu og nytjar.
Ávallt fylgir loftmynd þar sem sett
hafa verið inn örnefni og er því
auðvelt að átta sig á frásögninni.
Eysteinn Gíslason í Skáleyjum hef-
ur ritað þessa inngangsþætti af
traustri staðþekkingu og góðri rit-
leikni. Þá fer á eftir ábúendatal
eyjarinnar frá um það bil 1890.
Stundum nær það þó lengra aftur
á nítjándu öldina. Hver ábúandi
(heimilisfaðir) er skráður ásamt
þúsetutíma, fæðingar- og dánar-
degi, foreldrum og föður- og
móðurforeldrum. Sami háttur er
hafður um maka. Börn eru talin,
starf þeirra og maki. Sé fjallað um
einhvern í annarri æviskrá er það
merkt með stjörnu. í sérstökum
innfelldum textum er sagt nánar
frá ábúendum. Eru það hinar merk-
ustu upplýsingar um starfsferil og
furðu nákvæmar mannlýsingar eru
á báðum hjónum. Það er gaman
að lesa margar þessara lýsinga, því
að lifandi eru þær og segja oft
meira um manninn en venjan er
að skrá í eftirmælum. Þessar lýs-
ingar voru á sínum tíma gerðar af
Sveinbirni P. Guðmundssyni frá
Skáleyjum. Vann hann þar hið
merkasta starf. Fjölda marga aðra
innfellda texta er þarna og að fínna
eftir ýmsa höfunda frá liðnum tím-
um um hin margvíslegustu fróð-
leiksefni.
Lengsta umijöllunin er að vonum
um Flatey, sem var lengi höfuð-
staður Eyjamanna og raunar fleiri.
Þar eru auk almennrar lýsingar og
æviskráa ábúenda margir áhuga-
verðir textar svo sem um Flateyj-
ar-framfarastofnun og Flateyj-
arbókhlöðu. Teikning er af kirkju-
garðinum og henni fylgir legsteina-
skrá. Sérstakur þáttur heitir Húsin
í Flatey og íbúar Flateyjar 1930.
Mynd er af öllum húsunum, stutt
saga þeirra og íbúatal.
Sérstök ástæða er til að nefna
ritgerðir Bergsveins Skúlasonar,
eina um hverja árstíð - vetur -
sumar - vor og haust. Það eru
snilldarvel skrifaðar og heillandi
lýsingar á lífi og störfum í Breiða-
fjarðareyjum allan ársins hring.
Þessar fjórar ritgerðir ásamt rit-
gerð hans um landbúnað í Eyjunum
gæða svo sannarlega ritið lífi og
yndisþokka.
Það sem nú hefur verið sagt frá
er allt að finna í fyrra bindi. Það
endar á nafnaskrá, en hún er sér-
stæð að því leyti að þar er skotið
inn mörgum þráðsmellnum skop-
teikningum teiknuðum á árunum
1929-30 af Jóni Kristni Jóhannes-
syni. Þær birtust upphaflega í blað-
inu Eysteini sem gefið var út þar
vestra.
í seinna bindinu eru æviskrár
kaupmanna, presta og annarra
embættismanna, vinnufólks, sjó-
manna og ýmissa sem aldir voru
upp í Breiðafjarðareyjum en flutt-
ust burt. Ná þessar æviskrár mun
lengra aftur en þær sem voru í
fyrra bindi. Mér sýnist við fljótlega
athugun að þeir elstu séu fæddir
fyrir 1700. Þeirra, sem æviskrá
eiga i fyrra bindi, er getið í smálet-
urslínum og vísað til fyrra bindis.
Mikill meiri hluti þessara æviskráa
eru ítarlegar, sumar raunar býsna
langar. Talsvert er sagt frá mönn-
um, starfsferli þeirra, einstökum
atvikum ásamt kjarnmiklum mann-
lýsingum. Ættrakningar eru þó
minni hér en í fyrra bindinu og
upplýsingar eru auðvitað mismikl-
ar. Saga Flateyjarhrepps er sögð í
innfelldum textum. Sýnist mér þar
langmest tekið úr Sögu Flateyjar-
hrepps. Gísli Konráðsson ritaði
hana til ársins 1854. Þá tók Her-
mann S. Jónsson skipstjóri í Flatey
við og hélt sögunni áfram til alda-
móta, en síðan sonur hans Jens sem
skráði söguna til 1950. Það má
auðvitað um það deila hvort rétt
er að brytja söguna svo niður og
taka úr þenni valda kafla. En
lesturinn verður þægilegur þegar
sagan stígur fram jöfnum skrefum
eftir því sem líður á bókina. Nafna-
Vandaðir inn-
gangsfyrirlestrar
BÆKUR
Sálkönnun
INNGANGSFYRIRLESTR-
AR UM SÁLKÖNNUN
Síðara bindi eftir Sigmund Freud.
Þýðandi Siguijón Bjömsson.
Hið íslenska bókmenntafélag 1996.
Heimsbókmenntir
sálfræðinnar
SIGURJÓN Bjömsson prófessor
hefur á undanförnum árum verið
iðinn við að kynna löndum sínum
heimsbókmenntir sálfræðinnar með
vönduðum þýðingum og kynningar-
ritum. Hefur hann meðal annars
þýtt rit Aristótelesar um sálina úr
fomgrísku, fært nokkur meginrit
Sigmundar Freuds í íslenskan bún-
ing og samið yfirlitsrit um kenning-
ar svissneska sálfræðingsins
Piagets. Árið 1990 birtist þýðing
Siguijóns á víðkunnu riti Freuds
um siðmenningu (Undir oki sið-
menningar) og þremur árum síðar
á öðm þekktu riti hans um trúar-
brögð (Blekking trúarinnar). í ár
og í fyrra birti Siguijón síðan þýð-
ingu sína á Inngangsfýrirlestrum
um sálkönnun sem Freud flutti við
Háskólann í Vínarborg veturna
1915-16 og 1916-17. A fáeinum
árum hefur því aðstaða þeirra sem
rita og ræða um Freud á íslensku
gerbreyst. Hér ber ekki síst að
fagna íslenskri útgáfu af Inngangs-
fyrirlestrunum en þeir geyma mikið
safn af ítarlegum útskýringum
Freuds sjálfs á aðferðum sínum og
kenningum. Raunar eru þessir inn-
gangsfyrirlestrar holl lesning öllum
þeim sem vanist hafa á að einfalda
kenningar og aðferðir Freuds. Þeir
sýna glöggt hversu fjölbreytilegum
rannsóknaraðferðum hann beitir og
hversu margvíslegum stoðum hann
reynir að renna undir kenningar
sínar.
Inngangsfyrirlestrarnir eru alls
28 talsins. Fyrstu 4 fyrirlestrarnir
fjalla um mistök (svo sem mis-
mæli, misheyrn og gleymsku) og
þvínæst fylgja 11 fyrir-
lestrar um drauma og
draumráðningar og er
það ein albesta útlistun
Freuds á draumakenn-
ingu sinni. í þeim 13
fyrirlestrum sem enn
eru ótaldir, og nú birt-
ast í síðara bindi þessa
mikla verks, reifar Fre-
ud kenningar sínar um
taugaveiklun. í þeirri
umfjöllun ber margt á
góma. Má þar nefna
umræðu um hið dulvit-
aða, bælingu, kynlíf
mannsins, taugaveikl-
unarástand, kvíða,
gagnúð og sefjun. í síð-
asta fyrirlestrinum er að finna eink-
ar ítarlega greinargerð Freuds um
lækningarmátt sálkönnunar.
Fy rirlestrarformið
Freud gjörþekkir kosti og tak-
markanir fyrirlestrarformsins og
nýtir sér það snilldarlega til að út-
skýra kenningar sínar og aðferðir
og vinna þeim áheyrn. Hann á auð-
velt með að tala beint til lesandans
(áheyrandans), ræða opinskátt við
þann um áhyggjuefni sín og metn-
að. Hann á líka mjög auðvelt með
að útskýra hugmyndir sínar fyrir
ósérfróðum og bregður þá gjarnan
fyrir sig einföldum og oft bráð-
skemmtilegum dæmum og líking-
um. Það er eins og Freud leitist við
að gera lesandann að trúnaðarvini
sínum. Og hann hefur næma tilfinn-
ingu fyrir því hvenær ætla má að
áheyrendur séu búnir að fá nóg af
fræðatali: „Nú verð ég að spyija
yður, herrar mínir,“ segir hann til
dæmis á einum stað, „hvort það sem
ég er að segja yður sé ekki of
myrkt og flókið. Rugla ég yður
ekki með því að draga svo oft til
baka það sem ég hef áður sagt...?
Mér þykir leitt ef svo er. En mér
er afar illa við að einfalda málin á
kostnað sannleikans." En Freud er
líka vel meðvitaður um
þátt hlustandans (les-
andans) í fyrirlestr-
inum (bókinni): „Mér
er ljóst að þegar á allt
er litið lagar hver
hlustandi eða lesandi
til það sem fyrir hann
er sagt, styttir það og
einfaldar og velur úr
það sem hann vill
halda eftir.“
Merkingaryrkja
Freuds
Leit Freuds að
merkingu í mannleg-
um fyrirbærum er eins
og rauður þráður í öll-
um inngangsfyrirlestrunum. Og
hann leitar ákafast þar sem erfið-
ast er að koma auga á merkingar-
bært samhengi. Hann túlkar
drauma, fylgir eftir flugi ímyndun-
araflsins, grefst fyrir um rætur til-
finninga, langana og hvata, rann-
sakar mistök og grandskoðar
taugaveiklunareinkenni manna sem
oft eru ansi skrautleg og stundum
galin. Það er sérstaklega áhugavert
að fylgjast með rannsakandanum
Freud, sjá hvernig hann leitar af
óbilandi þolinmæði og þrautseigju
að merkingu í lífi einstaklinga sem
sjálfir hafa glatað rauða þræðinum
í eigin lífi og hvernig hann reynir
að koma þeirri merkingu áleiðis til
áheyrenda sem hann veit að hafa
stöðuga tilhneigingu til að laga
merkinguna að eigin þörfum og
óskum.
Vönduð atriðaorðaskrá fylgir síð-
ara bindi Inngangsfyrirlestranna og
eru allur frágangur Inngangsfyrir-
lestranna til sóma. Ég vona að ís-
lendingar megi lengi njóta starfs-
krafta Siguijóns Björnssonar.
Róbert H. Haraldsson
Sigmund Freud
Það er fleira en
fiskur í sjónum
BOKMENNTIR
Fræði rit
UNDRAVERÖLD
HAFDJÚPANNA
VIÐ ÍSLAND
eftir Jörund Svavarsson og Pálma
Dungal. Útlit og umbrot: Alda Lóa
Leifsdóttir. Prentun: Norhaven A/S,
Danmörku. Mál og menning,
1996 -120 bls. Verk kr. 3.990.
ÞAÐ ER mikið til í því, þegar
bent er á að þrátt fyrir að íslending-
ar séu fiskimenn og
sæfarendur að upp-
lagi, þá viti þeir al-
mennt lítið um það
hvað leynist undir þaf-
fletinum í kringum
landið. Því er útkoma
bókar á borð við
Undraveröld hafdjúp-
anna við ísland fagn-
aðarefni. Þetta er upp-
lýsandi og fræðandi
rit, ætti að geta höfðað
til ungra sem aldinna,
og margar litskrúð-
ugra ljósmyndanna
árétta bókarheitið, og
nánast fullyrða að í
hafdjúpunum í kring-
um landið sé sannköll-
uð undraveröld.
Höfundar bókarinn-
ar eru tveir. Dr. Jör-
undur Svavarsson
skrifar textann, en
hann starfar sem pró-
fessor í sjávarlíffræði
við Háskóla íslands og
hefur einkum stundað
rannsóknir á flokkun,
dýralandafræði og
lifnaðarháttum djúp-
sjávarlífvera, sem og
tekið þátt í umhverf-
isathugunum. Pálmi
Dungal tók þær tæp-
lega 100 ljósmyndir sem eru í bók-
inni, en hann hefur lengi stundað
froskköfun, er með full réttindi sem
atvinnukafari og hefur í fimm ár
tekið myndir neðansjávar.
Mest áhersla er lögð á að sýna
og segja frá grunnsjávardýrum í
sínu náttúrulega umhverfi, dýrum
sem lifa á minna en 20 metra dýpi
eða þar sem froskkafari getur tek-
ið myndir. Bókinni er skipt í kafla
eins og Heimur undir haffletinum,
þar sem gefið er yfirlit yfir lífheim
hafsins við ísland; Búsvæði;
Svampar; Holdýr; Lindýr og svo
framvegis og endað á því að fjalla
um fáeina fiska. Texti
Jörundar inniheldur
hverskyns upplýsingar
um ólíklegustu kvik-
indi og lífverur; um
einkenni, skyldleika,
fæðu, afkvæmi, nota-
gildi, og jafnvel þjóðtrú
og hugmyndir sjó-
manna hér áður fyrr.
Þetta er læsilegur
texti, frásögnin er vel
upp byggð, og vinnur
með ljósmyndunum.
Hafið við ísland er
ekki jafn tært eins og
fólk á að venjast úr
heimildarmyndum um
kóralrif og skrautfiska
við miðbaug, en engu
að síður tekst Pálma
Dungal að gera margt
mjög laglegt í mynd-
um sínum. Hann hefur
gott auga fyrir smá-
atriðum í atferli smá-
vera hafsins og hvers-
kyns formum. Sterk-
ustu ljósmyndir hans
eru þær þar sem hann
fer nærri skepnum ein-
sog hrognkelsi, sem
lítur út einsog skelfileg
forynja; dansandi
kampalampa; kamb-
hveljum sem minna
Jörundur
Svavarsson
Pálmi Dungal
I
í
I
I
I