Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ LIFEYRISSJOÐUR STARFS- MANNA RÍKISINS OG FRUMVARP TIL NÝRRA LAGA UM S JÓÐINN FRÉTTIR af því að samkomulag hafi tekist milli ríkisins og samtaka starfsmanna þess um breytingar á lífeyriskerfi þeirra hafa að vonum vakið athygli. Hvort tveggja má til tíðinda telja það að samkomulag takist milli þessara aðila um svo margslungið hagsmunamál og hitt að hinar nýju tillögur eru í fyllsta máta athyglisverðar og einkar þarf- ar í ljósi þess að umræða um lífeyr- ismál hefur á síðustu árum á vissan hátt staðnað og fest í ófijórri fjár- málafræði. Skiljanlegt er að sitthvað í hinum nýju tillögum falli ekki að réttri trú þeirra sem þegar hafa haslað sér völl og kalli á gagnrýni og athuga- semdir. Slíkt er eðlilegt og getur leitt til frjórrar umræðu ef þátttak- endur eru reiðubúnir til málefna- legra skoðanaskipta, virði rök hver annars og viðurkenni sjónarmið, sem kunna að stangast á við þeirra eigin. Það er miður að opinber umræða um lífeyrismál hefur ekki náð að ■ komast á það stig að geta talist upplýsandi eða gefandi. Fræðilegar athuganir á þessum málum eru af skomum skammti og lítt hefur ver- ið litið til umheimsins til að fræðast og skoða hvað aðrir aðhafast og hvað af þeim megi læra. E.t.v. er það vegna þess hve málið er flókið að umræðan hefur að mestu snúist um að prédika gott og illt og hefur fremur leitt til kreddusetninga en þess að vera til upplýsinga fyrir al- menning um þetta mikilsverða mál. Lífeyrismál opinberra starfs- manna hafa skipað séstakan sess í þessari umræðu. Fátt hefur reynst haldbetra fíkjublað í málefnasnauðri umræðu um lífeyrismál en það að ■*- skammast ærlega út í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Hefur honum verið fundið flest það til foráttu sem óprýða má einn lífeyrissjóð. Því er lýst með tilþrifum hvemig hann of- ali sjóðsfélagana, ríði ríkissjóði á slig og sé hengingaról fyrir skatt- borgara í nútíð og framtíð. Það er marglitur og skrautlegur hópur, sem borið hefur á torg hneykslan sína yfir þessu fyrirbæri. Forystu- menn þeirra samtaka, sem með ágætum hafa staðið að uppbygg- ingu lífeyrissjóða fyrir launafólk á almennum vinnumarkaði virðast haldnir þráhyggju hvað þennan sjóð varðar, fjölmiðlum liggur við gráti nokkmm sinnum á ári yfir þessu böli og í augum sjálfskipaðra ridd- ara sannleikans í lífeyrismálum er LSR orðinn að virki hins illa, sem nú skal lagt í rúst með reiknistokk að lensu. I kjölfar þess að lagt hefur verið fram frumvarp um breytingu á lög- um um LSR hefur umræða um sjóð- inn magnast þó ekki verði sagt að gæðin hafi aukist. Stjórn LSR hefur verið seinþreytt til að beijast við bábiljur en hefur að undanförnu leg- ið undir ámæli fyrir að mótmæla ekki rakalausum fullyrðingum og . þeirri röngu mynd sem dregin hefur verið upp af sjóðnum. Af þeim ástæðum mæltist stjórnin til við höfund þessa pistils að taka saman greinarstúf í þeirri von að hann mætti upplýsa þá nokkuð sem ekki vilja láta mata sig á einhliða áróðri. Hvernig skyldi hann nú vera þessi LSR, þessi sjóður sem er þyrnir í augum svo margra. Ætli hann sé kjötketill ofalinna ríkisforstjóra, al- þingismanna og ráðherra. Oráðsíu- í kjölfar þess að lagt hefur veríð fram frum- varp um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins hefur umræða um sjóð- inn magnast þó ekki verði sagt að gæðin hafí aukist, skrifar Indríði H. Þorláksson. Stjóm Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hefur verið seinþreytt til að berjast við bá- biljur en hefur að undanfömu legið undir ámæli fyrir að mótmæla ekki rakalausum fullyrðingum o g þeirri röngu mynd sem dreg- in hefur verið upp af sjóðnum. hít, sem gleypir í sig ómældar fúlgur af skattpeningum borgar- anna, sem duga þó hvergi til þannig að ókomnar kynslóðir muni sligast undir skuldabagganum. Það er e.t.v. fróðlegt að skyggnast á bak við stóru orðin og virða fyrir sér staðreyndirn- ar. Það er ekki síður fróðlegt að skyggnast á bak við sýndarrökin, sem borin hafa verið á borð og líta á stað- reyndir og rök í málinu. Að því loknu kunna menn að sjá nokkuð aðra og rauns-' annari mynd af LSR. Nokkrar staðreyndir um LSR LSR er einn stærsti lífeyrisssjóð- ur landsins miðað við flesta tiltæka mælikvarða. Greiðandi sjóðfélagar á árinu 1995 voru rúmlega 18.850. Það eru tæp 14% af sjóðfélögum allra lífeyrissjóða í landinu og fleiri en hjá nokkrum öðrum lífeyrissjóði. Lífeyrisþegar hjá LSR eru rúmlega 5.000, eða rúmlega 14% af lífeyris- þegum allra lífeyrissjóðanna og að- eins einn sjóður hefur fleiri lífeyr- isþega. Tafla I sýnir LSR í saman- burði við þá sjóði sem næstir eru að stærð. LSR greiddi á sl. ári út lífeyri að fjárhæð tæplega 2,9 milljarðar króna, sem er um 28,5% af öllum lífeyri sem greiddur var úr lífeyris- sjóðum en hann var rúmlega 10 milljarðar króna. Lífeyrisgreiðslur LSR eru meira en þrefalt hærri en hjá nokkrum öðrum Iífeyrissjóði. Astæðurnar eru að sjálfsögðu þær að LSR er eldri en flestir aðrir sjóð- ir og hefur alla tíð tryggt lífeyri með launaviðmiðun en verðtrygging lífeyris hjá öðrum sjóðum er tilkom- in miklu síðar. Iðgjöld sjóðsfélaga og framlög launagreiðenda voru rúmlega 2,6 milljarðar króna á árinu 1995 að meðtöldu framlagi launa- greiðanda til LSR vegna lífeyris- hækkana enda er þar um að ræða síðbúin framlög sem koma í stað iðgjalda. Þessi fjárhæð er reyndar svipuð þeirri fjárhæð sem rynni til sjóðsins sem iðgjöld og framlög væru þau miðuð við heildarlaun eins og gert er í öðrum sjóðum. Vaxta- tekjur áður en þær eru skertar skv. sérstöku ákvæði í lögum um LSR og að frátöldum reiknuðum gjöldum Indriði H. Þorláksson vegna verðlagsbreyt- inga voru nærri 1,7 milljarðar króna. Sam- anburður við framan- greinda sjóði er í Töflu II. Eins og þessar tölur sýna eru tekjur LSR um 4,3 milljarðar króna. Tekjurnar eru þannig um 1,4 milljörð- um hærri en lífeyris- greiðslurnar. Sá mis- munur ætti að ganga til að byggja upp höf- uðstól sjóðsins en vegna sérstaks ákvæð- is í lögum var um helm- ingur af mismuninum endurgreiddur ríkinu og öðrum launagreiðendum, sem greiddu til sjóðsins. Samanburður talnanna úr töflum hér að framan leiðir einnig í ljós athyglisverðar tölur um meðal- lífeyri á lífeyrisþega og meðaliðgjöld á sjóðfélaga, sem sýndar eru í Töflu III. Mismunur á meðalfjárhæð lífeyris stafar að mestu af því að LSR er eldri en flestir aðrir lífeyrissjóðir og greiðir launatengdan lífeyri. Aðrir lífeyrissjóðir hafa margir hverjir varla hafið Iífeyrisgreiðslur svo að heitið geti vegna ungs aldurs og líf- eyrisréttur í þeim var framan af óverðtryggður og eignir sjóðanna eyddust í verðbólgu. Greiðslur til sjóðanna, þ.e. iðgjöld og framlög launagreiðenda, á hvern sjóðsfélaga eru einnig athyglisverð- Tafla I ar. Þær eru hærri hjá LSR en að jafnaði hjá öðrum sjóðum en eins og fram hefur komið eru meðtalin hjá LSR framlög launagreiðenda vegna lífeyrishækkana, sem eðlilegt er að líta á sem greiðslu iðgjalda, sem frestað hafði verið. Reikningsglöggir menn hafa un- að sér við það um nokkurt skeið að færa alþjóð hryllingssögur um LSR. Frýr þeim enginn vits og þótt þeir kunni að vera grunaðir um gæsku hafa ýmsir góðviljaðir menn lagt trúnað á sögur þeirra enda hafa sumir sagnameistaranna komist til mannvirðinga og áhrifa. í sögum þessum eru ávirðingar sjóðsins ós- part tíundaðar og hvergi slegið af í kröftugum lýsingum. Oftrygging lífeyrisréttinda, umframréttindi, of- urskuldbinding lífeyrissjóðsins, skuldaklafi skattborgaranna o.s.frv. Það er ekki alltaf auðvelt að sjá hvað þessi orð eiga að merkja. Hér á eftir verður reynt að ráða það af samhenginu um leið og gerð er grein fyrir staðreyndum, sem vera mega til að auðvelda mönnum að meta þessar staðhæfingar. Oftrygging lífeyrisréttinda. Oftryggingu lífeyrisréttinda ber væntanlega að skilja á þann veg að sé veittur of mikill réttur, þ.e. of hár lífeyrir. Virðist miðað við annað tveggja að lífeyrir sé óeðlilega hár með tilliti til þeirra tekna sem við- komandi aflaði sér í starfi eða að hann sé óþarflega hár miðað við það sem hæfilegt er talið og nauðsyn- legt að lífeyrisþegar hafi sér til framfærslu. Ætli LSR oftryggi sjóðfélaga sína og beri í lífeyrisþegana meira fé en þeir eiga skilið eða jafnvel meira en þeir fá torgað á elliárunum? Lít- um aðeins á staðreyndir. Sjóðfélagar í LSR fara að jafnaði á lífeyri um 68 ára gamlir. Aidur þeirra við upphaf starfs er misjafn. Sé reiknað með að sjóðfélagi úr röðum BSRB hefji starf hjá ríkinu 22 ára gamall hefur hann verið í sjóðnum í 46 ár. Réttindahlutfall hans er 81%, þ.e. lífeyrir hans verð- ur 81% af lokalaunum fyrir dag- vinnu. Algengast er að dagvinna sé 60-70% heildarlauna og reikna má með að meðallaun yfir starfsævina séu um 90% af lokalaununum. Líf- eyririnn yrði samkvæmt því 54- 63% af meðaltekjum á starfsævinni en 45-55% af lokalaununum. Félagi í BHM er að jafnaði eldri þegar hann Sjóðfélagar Lífeyrisþegar LSR 18.853 5.043 Framsýn 16.263 6.179 Lífeyrissjóður verslunarmanna 18.383 2.849 Lífeyrissjóðir alls1 135.281 34.709 Tafla II Lífeyrir Iðgjöld og Fjármunatekiur framlög nettó LSR 2.891 2.659 1.672 Framsýn 990 1.367 1.582 Lífeyrissj. verslunarmanna 764 2.449 1.941 Lífeyrissjóðir alls 10.120 16.766 14.334 Tafla III Lífeyrir á lífeyrisþ. Iðgjöld og framlög á þús.kr. á mánuði sjóðfél., þús. kr. á ári LSR 47,7 141,0 Framsýn 13,4 84,1 Lífeyrissjóður verslunarmanna 22,3 133,2 Lífeyrissjóðir alls 6,2 123,9 hefur störf og ávinnur sér því minni rétt. Gera má ráð fyrir að þar geti munað um 10% og lífeyrir hans þá 48-56% af meðaltekjunum og 44-51% af heildarlokalaununum. Er þetta oftrygging að mati reikni- meistaranna? Meðaldagvinnulaun félaga í BSRB eru nálægt því að vera um 82 þús. kr. Lokalaun fyrir dagvinnu kunna því að vera nálægt 90 þús kr. og heildarlokalaunin 125 - 135 þús. kr. Samkvæmt framansögðu má gera ráð fyrir að lífeyrir úr LSR hjá þeim BSRB manni, sem unnið hefur sleitulaust hjá ríkinu frá 22 ára aldri verði um 73 þús. kr. á mánuði. BHM-félaginn hefur að meðaltali nálægt 107 þús. kr. í dag- vinnulaun. Lokalaun fyrir dagvinnu eru líklega um 120 þús. kr. og heild- arlokalaunin 160-180 þús. kr. BHM- félagi í LSR, sem færi á lífeyri 68 ára gamall eftir fullt ævistarf hjá ríkinu fengi því um 87 þús. kr. í lífeyri á mánuði. Er þetta oftrygging að mati reiknimeistaranna í þeim skilningi að það sé óhóflegt og ónauðsynlega hátt? Til að auðvelda þeim að svara spurningunni geta þeir tekið mið af almannatryggingum. Samkvæmt þeim er fjárhæð ellilífeyris, tekju- tryggingar og heimilisuppbóta um 52 þús. kr. ef engar aðrar tekur eru til staðar, tekjutrygging greiðist allt þar til lífeyristekjur hafa náð rúm- lega 81 þús. kr. Meðallífeyrisþegi BSRB nær þannig 21 þús. kr. um- fram það sem almanntryggingar hefðu greitt honum hefði hann ekki haft neinar tekjur og hann nær ekki að komast upp fyrir þau mörk að almannatryggingar bæti ekki nokkru við til þess að afkoma hans teljist viðunandi. BHM maðurinn sleppur aðeins yfir þau mörk. Ofurskuldbinding LSR Það er ofureinfalt að sjá að þótt lífeyrisgreiðslur séu ekki hærri en að framan greinir verður útkoman stór ef lífeyrisþegarnir eru margir og lífslíkurnar miklar. Þannig verð- ur sú fjárhæð sem allir núverandi félagar í LSR eiga í vændum að fá í lífeyri þegar þar að kemur, þ.e. hin margumtalaða lífeyrisskuld- binding, býsna há sé hún reiknuð til núvirðis. Sú tala er reyndar svo há að sumir tryggingafræðingar verða að leggja talnakerfið til hliðar og mæla ofurskuldbindinguna í fast- eignum og lendum til þess að fá skilið hana. Það er auðveldara fyrir alþingismenn, sem ekki eru slegnir talnablindu, að leggja mat á þessa stærð. Áfallnar skuldbindingar LSR, núvirtar með 2,5-3% vöxtum, eru 105-115 milljarðar króna. Eign- ir sjóðsins eru um 22 milljarðar króna þannig að munurinn er 80 - 90 miiljarðar króna. Sú fjárhæð er allnokkru lægri en þau fjárlög sem eru til afgreiðslu hjá þingmönnum um þessar mundir. Munurinn er hins vegar sá að í fjárlögum eru eins árs útgjöld ríkisins en skuldbindingar LSR greiðast á næstu 6 til 7 áratug- um. Lífeyrisskuldbindingar hvort sem þær eru hjá LSR, öðrum lífeyrissjóð- um eða hjá ríkissjóði eru hluti af þeirri samfélagslegu ákvörðun að tryggja framfærslu þeirra borgara, sem komnir eru yfir þann aldur að geta aflað sér tekna eða eru ekki í færum til þess af heilsufarsástæð- um. Sú ákvörðun birtist með ýmsum hætti en þó fyrst og fremst í ákvæð- um almannatryggingalaga um elli- og örorkulífeyri og í löggjöf um skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Kostnaður vegna þessara ákvarðana er mikill og ræðst fyrst og fremst af tvennu, þ.e. fjölda þeirra sem rétt eiga á greiðslum og hversu háar greiðslurnar eru á hveijum tíma. Fyrir þjóðfélagið í heild er þessi kostnaður þess eðlis að honum verður ekki skákað verulega til í tíma, hvorki með því að safna fé í sjóði né slá lán. Kostnaðurinn er einfaldlega sá hluti þjóðarfram- leiðslunnar, sem aldraðir og öryrkjar fá í sinn hlut. Sá kostnaður ræðst af því hvaða réttindareglur gilda, þ.e. með hvaða hætti og hvernig kröfur lífeyrisþega til hlutdeildar í þjóðarframleiðslunni myndast og hversu háar þær eru þegar þær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.