Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 47 ! I 1 I I í I i l ( ( ( ( ( ( ( ( ( Á FIMMTUGSAFMÆLINU. Hermann og Vigdís ásamt Steingrími, syni sínum, og dótturinni Pálínu. VEIÐIFÉLAGARNIR Skúli Guðjónsson, Hermann Jónasson og Valtýr Blöndal að loknum góðum degi í Laxá í Leirársveit. Myndina tók Steingrímur Hermannsson, líklega 1954. Framsókn ætti ekki að koma nærri bæjunum, en Jónas frá Hriflu sýndi í verki að honum væri ekki markað- ur bás meira en svona og svona, svo vitnað sé í Leirulækjar-Fúsa. Til liðs við sig fékk hann m.a. Her- mann Jónassson og Eystein Jóns- son. Þeir voru að vísu komnir til sögu fyrir 1934, en þá var steinin- um kastað. Stjórn hinna vinnandi stétta var sett á laggirnar, en Al- þýðuflokkurinn veitti henni braut- argengi. Þriðji maður í stjóm var Haraldur Guðmundsson, en næstu árin minnti Alþýðuflokkurinn stundum á það, að Framsókn hefði farið yfír landamærin, þótt erfitt væri um vik, þar sem tveir helstu bæjarraalar Framsóknar sátu í rík- isstjórni nni. Þeir Hermann og Eysteinn voru báðir ungir að ámm, þegar þeir urðu ráðherrar. Það þótti óvenjuleg- ur glæsibragur yfir ráðherravali Framsóknarflokksins. Fjármálaráð- herrann vantaði þrjú ár í þrítugt, en sjálfur forsætisráðherra var að- eins þijátíu og átta ára. Færi stjórn- in vel úr hendi var þetta snjöll ráð- stöfun og ekki ólík sumum hug- myndum Jónasar frá Hriflu. En skipun stjórnarinnar var ekki hug- mynd hans. Framsóknarflokkurinn var neyddur til að halda Jónasi frá Hriflu utan við stjórnina. Forysta Alþýðuflokksins var ákveðin í því að hann skyldi fá að gjalda fyrir að gefa ekki Alþýðuflokknum eftir bæina. Það var látin heita ástæðan, en var í raun dugnaður Jónasar frá Hriflu og málafylgja hans. Þegar fara átti að mynda stjórn hinna vinnandi stétta, leit Héðinn Valdi- marsson svo á, að koma yrði í veg fyrir að Jónas tæki sæti í stjórn- inni. Hann gerði uppkast að harð- orðu bréfí til Jónasar, þar sem hann er sakaður um óbilgirni og frekju og bar uppkastið undir aðra for- ustumenn í flokknum. Þeim leist vel á bréfið, en Vilmundur Jónsson, landlæknir, tók það síðan og lag- færði. Þegar Jónas fékk bréfið í hendur sá hann strax að ekki var nauðsynlegt að efna til óvinafagn- aðar út af setu í ríkisstjórn, því bæjarradíkalana hans skyldu þeir fá í staðinn. í raun hafði röð tilviljana hrund- ið Hermanni Jónassyni í æðsta stól metorða í landinu. Hann var vel vaxinn til þeirra hluta sem biðu hans. Þeir voru það raunar allir þrír ráðherrarnir. Hermann hafði eins og áður segir unnið í vegavinnu sem ungur skólapiltur. Fyrirsjáan- legur halli var bæði á utanríkis- versluninni og ríkisrekstrinum. Kreppan var í algleymingi, en þyngst hafði hún verið í skauti árin á undan. Samt sá ríkisstjórnin sér fært að hækka kaup í vegavinnu. Þannig byijaði stjórn hinna vinn- andi stétta, en innan fárra ára horfðist hún í augu við enn meiri vanda. Utanríkisviðskipti okkar voru mikil og hagkvæm við Þýska- land. Eftir því sem nær dró styijald- arátökum tók fyrir viðskiptin þang- að. Ofan í þessa örðugleika neitaði Hermann þýska flugfélaginu Luft- hansa um lendingaraðstöðu hér á landi, sem kunnugt er. Einhvern- tímann hefði einhver kinkað kolli við slíku boði á tímum mikilla við- skiptahagsmuna. Hermann Jónasson var forsætis- ráðherra samfleytt frá 1934 til 1942. Þrátt fyrir kreppu og síðan ófrið og þrátt fyrir hernám landsins var aldrei farið út í neinar vanhugs- aðar aðgerðir. Réttur lands og þjóð- ar sat alltaf í fyrirrúmi og var átta- viti sem stýra bar eftir. Á ýmsu gekk í samstarfi við Alþýðuflokk- inn, sem vildi koma þjóðnýtingar- áformum í framkvæmd. Af því til- efni flutti Hermann ræðu á þingi, þar sem hann tók fram, að þjóðnýt- ing (togaraflotans) væri svo önd- verð stefnumiðum Framsóknar- flokksins, að um hana yrði ekki samið. Menn réðu því svo hvort stjórnarsamstarfið stæði áfram eða ekki. íjóðnýtingarmálið bar á góma þegar stjórnarslit voru í aðsigi, en Ný sending Samkvæmisdragtir frá KS Dömu- og herrasloppar frá Yves Saint Laurent Skólavörðustíg 4a, sími 551 3069 Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! Alþýðuflokkurinn taldi sig þá hafa að mörgu að hyggja í samstarfinu við Framsókn. Eitt var Iög um al- mannatryggingar. Vilmundur og fleiri toppkratar vildu feta í fótspor grannþjóða og settu í stjórnarsamn- ing 1934, að koma skyldi á al- mannatryggingum. Framsóknar- menn féllust á þetta, en samstarfs- flokknum fannst þeir hvorki nógu áhugasamir um málið eða nógu fljótir að koma því fram á þingi. En tryggingalögin komu, svo þetta jafnaðist. Seint á árinu 1936 töldu Alþýðu- flokksmenn sig sjá merki þess að Jónas frá Hriflu væri með ýmsu móti að reyna að kúga Alþýðuflokk- inn. Þetta var á viðkvæmum tíma fyrir flokkinn. Kommúnistar höfðu klofið hann 1930 og talið hann ófeijandi, en allt í einu var komin skipun að austan um að hefja skyldi samstarf við Alþýðuflokka. Þetta var aðfarinn að því að ná Héðni Valdimarssyni úr flokknum. Á hinn bóginn fannst Jónasi frá Hriflu, að tími væri til kominn fyrir hann, þ.e. Jónas, að taka við stjórnar- taumunum. Hann ræddi þessi mái ekki við Hermann Jónasson því hann hefði eflaust á stundinni látið þingfiokkinn kjósa næsta hugsan- legt forsætisráðherraefni flokksins við stjórnarmyndunina 1937. Hins vegar ræddi Jónas persónulegan vanda sinn við Eystein, sem sagði sem var að hann, Jónas, myndi ekki ná kosningu til embættis for- sætisráðherra í þingflokknum gegn sitjandi forsætisráðherra. Endir þessarar deilu varð svo á flokks- þingi Framsóknar 1944, þegar Jón- as var felldur frá formennsku en Hermann kjörinn formaður. Hafði þá sársaukafull brýna staðið lengi og stóð í nokkurn tíma til viðbótar eins og sjá má á skrifum Jónasar. En hin raunverulegu stjórnarslit stöfuðu af því, að stjórnarflokkarn- ir voru búnir með hina umsömdu dagskrá stjórnarsamstarfsins, og hvor fyrir sig undirbjó margvísleg- an málatilbúnað, sem féll ekki að samstarfinu. Má vera að Jónas frá Hriflu hafi á sinn hátt flýtt fyrir kosningum og myndun nýrrar stjórnar. Þær hreyfðu hins vegar ekki við stöðu bæjarradíkalanna tveggja, sem voru nú orðnir sjálfs sín húsbændur og höfðu í raun ver- ið það einnig frá fystu árum sam- starfsins við Alþýðuflokkinn. Það eina sem ekki hafði tekist að afgreiða af þeim málum, sem stjórnarsamkomulag hafði verið gert um 1934, var stofnun við- skipta- og utanríkisráðuneytis. Stjórn hinna vinnandi stétta hafði. samt sem áður verið óvenju ötul við að fylgja málum eftir samkvæmt málefnasamingi. Eitt af ► Einmitt núna er þörf fyrir þessa bók! „Spurningin er: Erum við að gera rétt?“ Efnið í þessari bók leyfír manni að hugsa upp á nýtt. Það er óvægið, en samt fallegt og hvetur mann til að horfa á lífið á þann hátt, að maður skilur eftir sig kærleik í öllu, þ.e. lífinu sjálfu.“ Þórhattur Guðmttndsson, miðitt. „Bókin er sérstök, öðruvísi en bækur, sem hér hafa verið gefnar út um andleg efni á síðustu árum. Hún fjallar um samstarf við englana. Þessi englabók er stórkostlegt tilboð mannkyni til handa vegna væntanlegra þrenginga.“ Úlfur Ragnarssoti, Leknir. Bókf sem gerir kröfur til þín... um ábyrgð. LEIÐARLJ*S ehf. Leiðandi útgáfa á sjálfræktunarejni Dreifingarsími 567 3240 „Okkar markmið er... að hjálpaþér að ná þinu!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.