Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hamfarir í Vatnajökli ARI Trausti Guðmundsson og Ragnar Th. Sigurðsson. BOKMENNTIR F r æ ö i r i t VATNAJÖKULL - FROST OG FUNI eftir Ara Trausta Guðmundsson og Ragnar Th. Sigurðsson. Hönnun og prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Arctic Books, 1996 - 47 bls. ELDGOSIÐ í Vatnajökli í októ- berbytjun og Skeiðarárhlaupið mikla sem kom í kjölfarið, 5. nóv- ember, voru gífurlegar náttúru- hamfarir sem fönguðu hugi lands- manna. Helstu náttúruljósmyndar- ar landsins flykktust austur á Skeiðarársand og sættu færis að fljúga yfír gosstöðvarnar þegar skyggni leyfði, og jarðeðlisfræð- ingar voru í essinu sínu. Einn þess- ara jarðeðlisfræðinga, Ari Trausti Guðmundsson, og Ijósmyndarinn Ragnar Th. Sigurðsson hafa unnið talsvert saman á liðnum árum, meðal annars gefið út bók um ís- lenska jökla. Að hamförunum af- stöðnum fengu þeir þá snjöllu hug- mynd að koma upplifunum sínum á atburðunum á bók og örfáum vikum síðar var bókin komin í verslanir og kölluð Vatnajökull - Frost og funi. Höfundarnir höfðu ekki langan tíma til stefnu enda er bókin stutt, einungis 47 blaðsíður, en prýdd á sjöunda tug litljósmynda. Sú leið er farin að fjalla í fyrri hlutanum um Vatnajökul í sem víðastri mynd; hvernig jökullinn hefur orð- ið til, hvernig hann er flokkaður, hátterni skriðjöklanna og þesshátt- ar. Ari Trausti, sem ritar textann, á gott með að lýsa eðli jökulheims- ins og auðnast í stuttu máli að gefa lesandanum tilfmningu fyrir því hvílík reiðinnar býsn af ís er um að ræða: „Það tæki Ölfusá ríf- lega 300 ár að skila bræðsluvatn- inu öllu til sjávar, miðað við meðal- rennsli hennar. Yfir 1.000 stærstu Skeiðarárhlaup bæru með sér þetta vatnsmagn en 16 milljón olíuskip með 200.000 tonna burðargetu þyrfti til þess sama“ (bls. 11). Eftir að hafa fjallað um þær miklu eldstöðvar sem eru undir Vatnajökli vestanverðum, er sjón- um beint að eldsumbrotunum og Skeiðarárhlaupinu í október og nóvember. Hratt er farið yfír sögu, sérstaklega varðandi gosið, og hefði mátt útskýra atburðina mun ítarlegar, bæði í texta og með góð- um kortum. Þess í stað er stiklað á helstu staðreyndum og myndirn- ar látnar um að segja frá. Sérkennileg mistök eru á bls. 34, og endurtekin aftan á bókinni, þar sem talað er um að textahöf- undur hafi verið i hópi fjögurra nafngreindra manna sem lentu á goseyjunni 4. nóvember. Hvað varð um flugmennina tvo á þyrlunum; þær hafa varla verið á sjálfstýringu í jafn vandasömu flugi! í fyrri hluta bókarinnar er fjöl- breytilegt safn ljósmynda þar sem Vatnajökull birtist frá ýmsum sjón- arhornum. Sumar myndanna eru ágætar landslagsmyndir, eins og af kvöldkyrrð við Höfn og klettafrú við Skálafellsjökul. Svo eru margar myndir til að sýna ýmsar ásýndir jökulsins, eins og fjölskyldumyndir við snjósleða og jöklaklifur, mynd- ir sem eru lítt spennandi ljós- myndalega. í síðari hlutanum bein- ast linsurnar að gosi og hlaupi. Þar eru nokkrar ágætar og drama- tískar ljósmyndir, eins og af flug- vél við gosstrókinn, kvöldsól við sprengibólstrana, háloftamynd af austuijaðri hlaupsins, rafmagnsl- ínum sem liggja út í beljandann og stórum kötlum við útfall Gígju. En þar sem undirritaður hefur góða yfírsýn yfir þær myndir sem náðust af hamförunum, þá sakna ég þess að sjá ekki fleira. Að sjá hvergi ísjakana í návígi eftir hlaup- ið, með menn til samanburðar; að skynja ekki betur afl hlaupsins, því aftur vantar þar eitthvað til samanburðar til að sýna stærðina. Að sjá ekki brýrnar fara og hvern- ig Skeiðarárbrú stóð uppi eftir hlaupið. Engin mynd er að bólg- inni íshellunni yfir Grímsvötnum. Eins er undarlegur myndskurð- urinn af sigkötlunum við upphaf gossins, þar sem annar ketillinn er nánast alveg skorinn af mynd- inni. Höfundar hefðu getað fyllt mun betur út í heildarmyndina með því að leita eftir örfáum lykilmynd- um til annarra og fá þannig til dæmis fleiri sjónarhorn af gosstöð- inni til að sýna gosferilinn betur. Kápuhönnun er grípandi og lit- irnir vinna vel með ljósmyndinni af gosinu, en það er hinsvegar lýti að hafa flugvélarvæng skagandi inn í myndrammann. Að öðru leyti er hönnun bókarinnar ágæt, lítið er gert til að lyfta einstökum ljós- myndum upp en þess í stað reynt að láta myndir og texta falla sam- an. Hinsvegar eru blá og kartonleg saurblöðin ósmekkleg. Prentunin er þokkaleg, nokkuð flöt og yfir- borðsleg, en verður varla betri á jafn plastkenndan pappír. Styrkur þessarar bókar Ara Trausta og Ragnars Th. er fyrst og fremst sá hve fljótt þeir hafa brugðið við og komið þessum miklu hamförum á prent. Með meiri tíma hefði mátt gera betur en Vatnajök- ull - Frost og funi er ágæt heim- ild sem fólk hefur eflaust gaman af að skoða. Einar Falur Ingólfsson Skagfirsk ættvísi BÆKUR Ættf ræði KRÁKUSTAÐAÆTT Ættarsaga, niðjatal og framættir Sigurbjargar Margrétardóttur og Guðvarðar Þorsteinssonar á Kráku- stöðum. Halldór Armann Sigurðsson tók saman. Þjóðsaga ehf, 1996, 328 bls. RIT þetta skiptist í þijá aðal- flokka, inngang, niðjatal og fram- ættabálk. I sjálfu sér er þetta ósköp venjuleg efnisskipting, en þegar betur er að gáð er hér sitt- hvað óvenjulegt að fínna. Inngang- urinn er lengri en tíðkast eða um 50 bls. Fyrsti hluti hans nefnist Brot um upphaf Krákustaðaættar. Það er athyglisverður og vel skrif- aður þáttur um formæður og forf- eður ættarinnar. Margrét nokkur Halldórsdóttir f. 1796, d. 1865 úr Fljótum, vinnukona víða í Skaga- firði og Hörgárdal, eignaðist dóttur sem hún kenndi bónda einum frammi í Skagafirði. Úr því varð bamsfaðemismál sem hér er gerla frá sagt. Meintur bamsfaðir sór fyrir barnið, en allt bendir til þess að hann hafi svarið rangan eið. Dóttir þessi hlaut nafnið Sigur- björg og þar sem ekki tókst að feðra hana var hún skráð Margrét- ardóttir. Það var sem sé af nauð- syn en ekki neinni nútíma fordild. Sigurbjörg þessi telst formóðir Krákustaðaættar. Hún var einnig bláfátæk vinnukona fram á fer- tugsaldur og eignaðist tvær dætur fyrir hjónaband. Frá þeim var að- eins einn afkomandi sem dó barn- laus. Um síðir giftist Sigurbjörg Guðvarði Þorsteins- syni, álíka fátækum bóndasyni. Þau gerðu bú á Krákustöðum í Sléttuhlíð (Hrolleifs- dal) og bjuggu þar við mikla fátækt og ómegð (1856-1894). Krákustaðir voru víst mikið eymdarkot og er löngu komið í eyði. Eina dóttur átti Guð- varður fyrir hjóna- band, en saman áttu þau hjón átta börn. Einungis þijú þeirra náðu fullorðinsaldri og eignuðust afkomendur og era það hinir þrír leggir ættarinnar. Er nú sjöunda kynslóðin að byija að ganga fram. Vel er sagt frá þeim Sigurbjörgu og Guðvarði í þessum fyrsta hluta og eru lýsingar á þeim og erfiðum æviferli þeirra ljósar og rækilegar. Annar hluti inngangs, Kráku- staðaætt, er sérstæður í ættfræði- ritum. Þar er gert vandað yfirlit yfír viðgang ættarinnar, búsetu, störf og menntun, nöfn í ættinni og ættareinkenni. Þetta er að mínu viti stórmerkilegt tölfræðilegt yfir- lit, með 23 töflum og samanburður er gerður við önnur niðjatöl og landsmeðaltöl, þar sem því verður við komið. Hér eru lagðar nýjar línur í ættfræðirannsóknum, sem sýna hversu mikilvægur þáttur í félagssögu þjóðarinnar þær geta orðið. Ég vil hvetja félagsfræðinga og sagnfræðinga til að skoða þenn- an kafla vel. Þriðji hluti inngangs er langstyst- ur. Þar greinir höfundur frá því hvemig hann hefur unnið að niðja- talinu og birtir skrá yfir þær heimildir sem hann hefur stuðst við. Niðjatalið sjálft er vitaskuld aðalhluti bókarinnar. Það er ekki langt, um 210 bls. ásamt allmörgum myndum, enda er niðjafjöldi ekki_ nema rúmt þúsund. I öllum höfuðatriðum er skráning niðja með hefðbundnum hætti og ekki ástæða til að fjöl- yrða um það. Þó era frávik sem rétt er að vekja athygii á. Sér- staklega ítarlega er greint frá menntun og starfsferli og hjá eldri kynslóðunum era ein- att góðar mannlýsingar. Þá er í smáletursgreinum tilgreint í hvaða prentuðumn heimildum frekari upp- lýsinga er að leita og oft er þar greint frá skyldleika við aðra í niðja- talinu og tilgreint þekkt skyldfólk sem þar er ekki að finna (skyld- menni maka). Loks era fjölmargar neðanmálsgreinar. þar sem leiðrétt- ar era villur í öðram ættfræðiritum eða bent á mismunandi upplýs- ingar. Allt veldur þetta því að niðja- skrárnar verða efnismeiri en oft er og jafnframt mun læsilegri. I þriðja hluta bókar, Framætta- bálki, er fyrst á einni opnu áatré Sigurbjargar og Guðvarðar fyrir fjóra ætliði, sem veitir glögga yfir- sýn. Síðan koma ættartölur þeirra beggja, sem ná gjarnan aftur á 16. öld, þar sem vitneskja hefur fengist. Einkar vel er þetta gert og stundum margt fróðlegt um forforeldrana sagt. Af öllu þessu ætti að mega sjá að Krákustaðaætt er vandað rit og ryður að sumu leyti nýjar braut- ir í ættfræðirannsóknum. Ekki fer þó hjá því að einhveijar villur hafl slæðst með. Við yfir- borðslegan lestur rakst ég á tvær villur í heimildaskrá. Fáeinar smá- villur rakst ég á í Niðjatali og Fram- ættabálki, en lítilfjörlegar. Prýði- lega er annars frá þessu riti geng- ið. Myndir eru allmargar, án þess þó að um ofhleðslu sé að ræða og hafa þær yfirleitt prentast vel. Sigurjón Björnsson ORIENT Fallegt, ofnæmisprófað dömuspangarúr frá ORIENT, fáanlegt tvílitt og gyllt. Verð kr. 9.900. — ura-og sbrtffripavmkin Axel Eiríksson úrsmíBur ISAf IKDI-ADttSTRÆTI 22-SÍMI94-3023 ALFABAKKA16* MJODD.SfMI 87(r?06 Halldór Ármann Sigurðsson Unglingar í samtímanum BÓKMENNTIR llnglingasaga Á LAUSU eftir Smára Frey Jóhannsson og Tómas Gunnar Viðarsson. Bókaút- gáfan Skjaldborg, 1996.162 bls. ÞEIR SMÁRI Freyr og Tómas Gunnar senda nú frá sér sína þriðju bók og kalla hana Á lausu. I sögunni er rakinn ferill Þorgríms sem er fimmtán ára og kallaður Toggi. Við fylgjum honum í gegn- um síðustu daga skólans, dvöl hans á Siglufirði og hans fyrstu kynlífsreynslu. Sagan er sögð að mestu leyti sem fyrstu persónu frásögn Togga sjálfs en þó bregð- ur aðeins útaf þegar lesandinn þarf að kynnast öðru sjónarhorni. Þá er kölluð til flugan Zóran sem leiðir frásögnina og leggur til málanna hvað sagt er um Togga þegar hann er horfinn af sjónar- sviðinu! Þetta er sniðugt bragð ekki síst vegna þess að oft er þörf á því í fyrstu persónu frásögn að vera fluga á vegg. Að vísu er flugan ekki alltaf á veggnum held- ur felur sig í hári þeirra sem hún er að segja frá, kitlar þá í nefið og er þar af leiðandi í stöðugri lífshættu! Höfundar grípa jafnvel inn í söguna og tala beint til le- sandans og segja honum hvað hann eigi að halda eða hugsa. Þótt saga Togga sé sögð í hálf- kæringi þess sem er ekki alltof viss um sjálfan sig er hægt að sjá í gengum hana ýmis vandamál sem unglingar þurfa að ganga í gegn- um. Toggi býr hjá móður sinni og litlu systur en pabbi er fluttur að heiman. Samkomulagið er ekki alltaf upp á það besta og skiptar skoðanir um uppeldið. Mamma horfir á ensku knattspyrnuna af mikilli áfergju en pabbi er fylli- bytta og lúrir hjá hveijum þeim kvenmanni sem hann kemst yfir. í gegnum frásagnir Togga sést hver vandamálin eru og ekki er neinn skortur á þeim í lífshlaupi þessa fimmtán ára unglings. Þrátt fyrir allt er Toggi fyrst og fremst eðlilegur unglingur, viðkvæmur og reynslulaus í upphafi og dálítið áhyggjufullur yfir því hvort hann bregðist rétt við óvæntum uppá- komum. í sögunni er fjallað um marga mjög alvarlega atburði. Vera, stelpan sem Toggi er mjög hrifínn af, reynist vera í rugli enda þótt hann vilji ekki trúa því í fyrstu. Viðbrögð hans við að sjá hana í vímu og síðan viðbrögð hennar við því að hann reynir að hjálpa henni era mjög sannfærandi. Þó að sagt sé frá þessu öllu á þann kæraleys- islega hátt sem einkennir söguna er ekki hægt annað en finna þann stingandi brodd sem fylgir þessari óskemmtilegu reynslu. Lífsreynsla Togga á Siglufirði er skemmtileg og sýnir að unglingar úti á landi eru ekki neitt frábrugðnir Reykvík- ingum þegar kemur að því að skemmta sér. Toggi verður einnig fyrir lífshættulegu ofbeldi og þegar hann rankar við sér er flugan Zór- an (sem er reyndar dauð) komin inn í drauma hans... Textinn er skrifaður á þessu sérkennilega unglingamáli sem þróast og breytist frá ári til árs. Textinn er nokkuð enskuskotinn en allur skrifaður eftir fram- burði. Nokkur dæmi má taka: „Við sjeikuðumst", (s. 22), „Mamma virtist vera í böggfíl- ing“, (s. 37) „ .. .eddu med stöffid mittttt" (s. 73). Sögur þeirra félaga eru mjög sérstakar meðal íslenskra barna- og unglingabóka, bæði í stíl, frá- sögn og efnistökum. Þær fjalla allar um unglinga, eru sagðar frá sjónarhorni unglinga og skrifaðar á þeirra máli og allur tilfinninga- skalinn er notaður í þessari sinfó- níu. Stíllinn er óagaður talmálsstíll og þeir láta allt vaða án tillits til allra bókmenntahefða. En undir niðri er alvara í frásögninni og heimur unglinganna er sýndur út frá reynslu þeirra sem eru þátttak- endur í þessum heimi. Sigrún Klara Hannesdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.