Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 MINIUINGAR MORGUNBLAÐIÐ V t Elskuleg eiginkona mín og frænka okkar, LÁRA STEFANI'A JÚLÍUSDÓTTIR, Austurbraut 5, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 20. desember kl. 15.00. Helgi Jónsson, Sigriður Elentínusdóttir, Sigurður Sverrir Witt. t Móðurbróðir minn, PÉTUR GUÐMUNDSSON OTTESEN, Hólmgarði 31, Reykjavík, er lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnu- daginn 15. desember, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju mánudag- inn 30. desember kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Auður Kristjánsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VALGEIR M. EINARSSON, Nökkvavogi 29, Reykjavik, er lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 13. des- ember síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. des- ember nk. kl. 15.00. Helga Sigurðardóttir, Einar Björn Valgeirsson, Sigurður Valgeirsson, Birna Leifsdóttir, Valgeir Valgeirsson, Auður Ingólfsdóttir, Hörður Valgeirsson, Kristín Ásta Þórsdóttir og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓN SIGBJÖRNSSON, fyrrv. deildarstjóri tæknideildar RÚV, Austurströnd 14, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. desember kl. 13.30. Vigdís Sverrisdóttir, Anna Vigdis Jónsdóttir, Jörundur Sv. Guðmundsson, Sigurlaug Jónsdóttir, Hallgrimur Þ. Magnússon, Sverrir Jónsson, Danfrfður Kristjónsdóttir, Sigbjörn Jónsson og barnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir og amma, ANNA MARÍA GEORGSDÓTTIR, Álftalandi 11, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 11. desember sl., verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 20. desember kl. 13.30. Óli Pétur Olsen, Jenny Björk Olsen, Reynir Jóhannesson, Gísli Ottó Olsen, Fanney Karlsdóttir, Georg Kristjánsson, Dórothea Gunnarsdóttir, Ingibjörg Eiríksdóttir, Vaka Ingibjörg Georgsdóttir. t Hjartans þakkir til allra, er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, VILHJÁLMS FRIÐRIKSSONAR, Skúlagötu 74, v Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna, barnabarnabarna og annarra ættingja hins látna, Guðrún Klara Jóakimsdóttir. STEINUNN H. TRA USTADÓTTIR + Steinunn H. Traustadóttir fæddist í Grenivík í Grímsey 19. desem- ber 1926. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 27. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Krist- ín Þórleif Valde- marsdóttir, f. í Grenivík í Grímsey 5. júní 1901, d. 16. mars 1982, og Jón Trausti Pálsson, út- vegsbóndi og smið- ur í Grímsey, f. 10. september 1899, d. 22. febrúar 1933. Börn þeirra sem komust til fullorð- insára voru auk Steinunnar: Valdemar Guðmundur, sjómað- ur í Grímsey, f. 27.8. 1922; Sæmundur, sjómaður í Gríms- ey, f. 7.12. 1924, d. 31.3. 1986; Daniel Williard Fiske, skip- sljóri í Vestmannaeyjum, f. 18.6. 1928, d. 27.9. 1981; Þór- unn Margrét, húsmóðir á Sel- fossi, f. 13.3. 1931, og Halldóra Anna, húsmóðir i Grímsey, f. 3.4. 1932. Elstu systkini Stein- unnar dóu á fyrsta aldursári, þau hétu Valdimar og Steinunn. Steinunn giftist 16. nóvember 1946, íjól- mundi Karlssyni vél- smíðameistara og framkvæmdastjóra Stuðlabergs hf. Hann var fæddur 16. júlí 1922 og lést af slys- förum 10. desember 1989. Foreldrar hans voru Karl Guðvarðar- son bóndi í Garði í Ólafsfirði og kona hans, Sólveig Rögn- valdsdóttir. Steinunn og Fjólmundur eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Trausti Berg- land, f. 28.9. 1945 og býr á Ljóts- stöðum í Skagafirði. Hann á sjö börn og níu barnabörn. Kona hans er Ásdís Sveinbjörnsdóttir. 2) Fjólmundur Bergland, f. 4.10. 1947, sjómaður, kvæntur Sigr- únu Kristjánsdóttur. Þau eiga þijú börn og þijú barnabörn. Heimili þeirra er að Berglandi, Hofsósi. 3) Kristín Ruth Berg- land, f. 17.6. 1950, verslunareig- andi, gift Sigurði Kristjánssyni. Þau eiga fimm börn og eitt barnabarn. Þau búa í Álmholti 4 t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KARL PÁLSSON, áðurtil heimilis á Birkivöllum 26, Selfossi, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 5. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Fyrir hönd aðstandenda, Lára Björnsdóttir, Ragnar Snær Karlsson, Málfn'ður Jóhannsdóttir, Kristrún Karlsdóttir, John Lowrey og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför EIRÍKS GUÐBERGS ÞORVALDSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild E 11, Landspítalanum. Guð gefi ykkur gleðileg jól og farsælt komandi ár. Margét Eiríksdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Minningarathöfn um móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SÓLRÚNU EINARSDÓTTUR, Skipasundi 58, Reykjavík, fer fram í Áskirkju föstudaginn 20. des- ember kl. 13.30. Jarðarförin fer fram frá Hafnarkirkju, Hornafirði, laugardaginn 21. desember kl. 13.30. Einar Kristjánsson, Guðrún Snorradóttir, Gústaf Kristjánsson, Jónina M. Kristjánsdóttir, Þórmar Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför GUÐNÝJAR BJÖRNSDÓTTUR frá Eskifirði, Grænuhlíð 16, Reykjavík. Björn Karlsson. í Mosfellsbæ. 4) Valbjörg Berg- Iand, f. 1.9. 1955. Sambýlis- maður hennar er Gunnlaugur Steingrímsson, og eiga þau saman tvö börn, en Valbjörg átti áður tvö börn með Hreini Gunnlaugssyni. Afkomendur Steinunnar og Fjólmundar eru því orðnir 32 talsins. Steinunn lauk unglingaprófi í Grímsey 1938. Hún sótti nám- skeið í Kennaraháskóla ís- lands, handmenntadeild, 1973-1974, auk margra ann- arra námskeiða i ýmsum hand- menntum. Hún var kennari í Grunnskólanum á Hofsósi 1968-1986. Áður hafði hún talsvert tekið að sér fatasaum og haldið námskeið fyrir fé- lagasamtök. Steinunn starfaði ötullega í Kvenfélaginu á Hofs- ósi og sinnti þar oft stjórnunar- störfum. Hún var áhugamann- eskja og mikill frumkvöðull í garðblómaræktun á Hofsósi og félagi í Skógræktarfélagi Skagafjarðar og Garðyrkjufé- lagi Islands. Steinunn og Fjólmundur bjuggu fyrstu búskaparárin um skeið á Siglufirði og í Grímsey, en fluttu 1951 til Hofsóss og bjuggu þar til dauðadags. Þau komu á fót málmiðjunni og hljóðkútaverk- smiðjunni Stuðlaberg hf. 1965. Útför Steinunnar fór fram frá Hofsóskirkju 2. nóvember. Mig langar til að minnast mömmu með nokkrum orðum. Hún hefði orðið sjötug í dag, 19. desember, hefði hún lifað. Nú er hún laus við sársaukann sem var svo snar þáttur í lífi hennar. Að alast upp norður í íshafi í raf- magnsleysi og sambandsleysi við umheiminn og missa föður sinn sex ára frá sex ungum börnum, það hefur ekki verið neinn dans á rósum. Systkinin urðu átta alls en elstu systkinin dóu bæði á fyrsta ári, svo varla hefur amma haft mikinn tíma né getað miðlað mikilli lífshamingju til barna sinna eftir allan þennan missi. Mömmu hefur örugglega skilist fljótt að hér gilti ekkert nema það „að duga eða drepast“. Sorg og harðræði umhverfisins mótuðu barnið og tilfinningasemi var grafin djúpt í sálina. Tilfinning- arnar áttu því sjaldnast greiða leið upp á yfirborðið. Þær voru eins og íslenska náttúran, ýmist fallegar og friðsælar eða kraft- miklar og ógnvekjandi. Af erfið- leikum, veikindum og vansæld fékk hún meira en nóg, en þó hafði hún óbilandi áhuga á nátt- úrunni, lífinu og tilverunni og framkvæmdagleðin var tak- markalaus þær stundir sem slíkt var mögulegt. Hún hafði ríka sköpunarþörf og hæfileika, sem birtust í endalausri fjölbreytni sköpunarverka. Hún saumaði, málaði og ræktaði garðinn sinn, auk ótal margs annars. Ég minn- ist þess oft þegar ég var að benda vinkonum mínum á það, að flest „stássið“ í stofunni heima var búið til annaðhvort af mömmu eða pabba. Ég var ekki nema svona níu ára og upplifði snögglega stoltið yfir hagleik foreldra minna. Elsku mamma mín, nú ert þú komin til pabba, sem þér þótti svo innilega vænt um. Ég efast ekki um að hann hafi tekið þér opnum örmum. Þið voruð náttúrubörn og samlíf ykkar tók líka mið af hrynj- andi íslensku náttúrunnar. Stundin er komin sem ég kveð sem barn, þegar engin tilhugsun var verri en sú að missa mömmu. Ég hefði viljað hafa þig lengur og hjálpa þér af fremsta megni í veikindum þínum sem öðru, en drottinn ræður. Ég finn fyrir ná- lægð þinni og veit að nú hef ég verndarengil, sterkari en nokkru sinni fyrr. Blessuð sé minning þín. Valbjörg B. Fjólmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.