Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 65 FRÉTTIR Styrkir til eflingar dönsku MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá dönsk-íslensku samstarfsnefndinni um styrkveit- ingu til eflingar danskrar tungu á Islandi: „Frá því nefndin var skipuð í desember 1995 hefur hún úthlutað styrk af fjárveitingu danska þjóð- þingsins að upphæð 3 millj. d.kr. (u.þ.b. 35 millj. ísl. kr.) fyrir árið 1996 til styrktar dönskukennslu og danskrar menningarmiðlunar á ís- landi. Nefndina skipa: fyrir hönd ís- lenska menntamálaráðuneytisins Sigríður Anna Þórðardóttir alþing- ismaður og Svandís Skúladóttir deildarstjóri, frá danska mennta- málaráðuneytinu Niels Hummeluhr forstjóri og Niels Heyn Christiansen fulltrúi og fulltrúar danska sendi- ráðsins Henning Rovsing Olsen sendifulltrúi og Klaus Otto Kappel sendiherra. Á árinu hefur nefndin tekið ákvörðun um íjárveitingu til eftir- farandi verkefna: Að sendur yrði danskur lektor ti! Kennaraháskóla íslands, að sendir yrðu þrír farkenn- arar, sem staðsettir eru á Isafjarð- ar-, Keflavíkur- og Reykjavikur- svæðunum, að gerð yrðu ný kennslugögn, m.a. myndbönd, til þjálfunar hins talaða máls, að stuðla að þátttöku íslenskra kennaranema og íslenskra dönskukennara í nám- skeiðum, sem haldin eru í Dan- mörku, og að stuðla að skólaferða- lögum til Danmerkur. Á fundi samstarfsnefndarinnar 17. desember var úthlutað fé til eftirfarandi verkefna: 50.000 d.kr. til Bókasafns Kennaraháskóla ís- lands, 180.000 d.kr. til endur- menntunarnámskeiða fyrir íslenska grunnskólakennara og 60.000 d.kr. til námskeiða í Danmörku fyrir ís- lenska kennaranema og veittur styrkur til kennslu og ráðgjafar danskra háskólalektora við Háskól- ann á Akureyri og aðra skóla á landinu. Ennfremur ræddi nefndin um að leggja bæri mat á framkvæmd verkefnisins fram til þessa, en fram- kvæmdin byggist á fjárveitingu danska þjóðþingsins. Áætlanir um framhald verkefnisins byggjast á nýrri fjárveitingu frá þjóðþinginu að upphæð 2 millj. d.kr. fyrir árið 1997. Ákveðið var að framhald verði á dvöl danskra lektora við Kennaraháskólann og haldið verður áfram að styrkja íslenska dönsku- nema og dönskukennara til endur- menntunamámskeiða í Danmörku á árinu 1997. Það sama gildir um samkomuiagið við farkennarana, sem þeir geta átt von á að verði sendir til annarra byggðarlaga landsins, þar sem þörfin fyrir stuðn- ing við dönskukennsluna er mjög mikil. Nefndin ákvað ennfremur að veita 10 styrki að upphæð 35.000 ísl. kr. til námskeiða fyrir íslenska dönskukennara í lýðháskólum í Danmörku. Fjöldi danskra menningarvið- burða hefur verið styrktur á árinu 1996, og má þar m.a. nefna: Merka sýningu um Grænlandsísinn, skóla- tónleika danskra hljómsveita, sem yfir 5.000 nemendur sóttu, vísna- hljómleikaför þeirra Benny Ander- sens og Povls Dissings, danska djasstónleika með söngkonunni Ann Farholt og Kvartett Pierre Dorge og námskeið Karenar Blixen. í áætluninni fyrir árið 1997 er stefnt að eftirfarandi: Skólatónleik- um á haustönn, uppfærslu verka Carls Nielsens í orði og tónum, þjóð- lagatónlist, djass og rokktónlist með Bazaar tríóinu, röð fyrirlestra Lise Norgaard, höfundar „Matador" sjónvarpsþáttanna, og þátttöku danskra hljómsveita m.a. í íslensk- um djasshátíðum." LEIÐRÉTT Vélorka hf. ÞAU mistök urðu í frétt í sérblaði Morgunblaðsins Úr verinu í gær, að nafn fyrirtækisins Vélorku hf. misritaðist í frétt um nýjar aðalvél- ar frá Mermaid. Vélorka er með umboð fyrir umræddar vélar, en ekki Vélar hf. eins og misritaðist í fréttinni. Morgunblaðið biðst vel- virðingar á þessum mistökum um leið og þau eru leiðrétt. Jólakveðjur á Suður-Skáni í FRÉTT Mbl. 12. desember sl. var sagt frá jólakveðjum sem hægt væri að senda til vina og ættingja á Suður-Skáni í gegnum Útvarp ímon. Uppgefið var heimilisfang, bréfasími og tölvupóstfang en þau reyndust ekki rétt og eru þau gefin upp hér með: Heimilisfang: Útvarp ímon, Box 283, 201-22 Malmö, Sverige. Bréfasími: + 46-40-93-32- 77. Tölvupóstfang: georg.frank- lins@malmo.mail.telia.com Stone Free Enn bætt við aukasýningu SÝNINGUM á Stone Free lýkur um áramótin. Enn hefur verið bætt við aukasýningu og er hún 30. desem- ber nk. kl. 22 en fljótlega varð uppselt á hinar tvær aukasýning- arnar sem eru 27. og 28. desember. Nissan ófundinn DÖKKGRÁUM Nissan Cherry var stolið aðfaranótt 3. desember sl. og hefur ekkert til hans spurst. Bíllinn er af árgerð 1985 og ber skráningarnúmerið R-63197. Hann hvarf frá Reynimel aðfaranótt þriðjudagsins 3. desember og eru þeir, sem vita hvar bíllinn er nú, beðnir um að hafa samband við rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. Frábær sjónvörp á fínu verði RflDÍÚBÆB ÁRMÚLA 38 SÍMI5531133 Heimsklúbbur Ingólfs Jólafagnaður á Hótel Sögu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Heimsklúbbi Ingólfs: „Heimsklúbbur Ingólfs efnir að nýju til jólafagnaðar á aðventu í Súlnasal Hótels Sögu föstudags- kvöldið 20. desember fyrir félaga Heimsklúbbsins og gesti þeirra. Þetta er í fjórða sinn sem Heimsklúb- burinn efnir til hátíðar af þessu tagi, sem er í senn íslensk og alþjóðleg og til þess fallin að auka á fjöl- breytni og innihald jólanna, festa fallega siði í sessi og skapa hefð. Skemmtunin sem er bæði vönduð og fjölbreytt er jafnframt þakkar- gjörðarhátíð Heimsklúbbsins fyrir gott ár sem senn er að baki og hefst á upprifjun með myndasýningum úr eftirminnilegum ferðum á fagra staði Evrópu og í fjarlægum álfum heimsins. Þarna hittast ferðafélagar og rifja upp góð kynni hver við ann- an og undur heimsins yfir léttum veigum áður en sjálf hátíðarveislan hefst með glæsilegum kvöldverði á jólahlaðborði. Jólatónlist og myndasýningar verða í gangi allt kvöldið og greint frá helstu ferðanýjungum næsta ár, þar sem m.a. hnattreisa með nýju sniði verður kynnt, ólík öllu öðru sem áður hefur boðist og tekur með í áætlun sinni marga af frægustu stöðum og náttúruundrum heimsins. Nokkrir af fremstu tónlistar- mönnum landsins og félagar í Kammersveit Reykjavíkur leika tón- list eftir J.C. Bach. Sérstakur gestur verður hinn heimsfrægi tónlistar- maður og stjórnandi Roy Goodman sem kominn er til að stjórna Kamm- ersveitinni á jólatónleikum nk. sunnudag. Skemmtiatriðið „Föt og fegurð" er sýning á fatatískunni frá bað- og nærfatnaði til dýrindis loðfelda. Sýn- ingarfólkið er á vegum fyrirtækisins Johns Casablanea og í hópi þess eru sýningarstúlkur í heimsklassa sem eru nú í fremstu röð módela í París, Mílanó og New York, staddar hér í jólafríi en taka þátt í sýningunni undir stjórn Kolbrúnar Aðalsteins- dóttur. Skemmtun þessi er í boði Heims- klúbbsins, gestir greiða aðeins fyrir veitingar en jólahlaðborðið er á sér- stöku tilboðsverði, 2.500 kr. Auk þess fylgir happdrættismiði og ferða- punktar sem reiknast til frádráttar í næstu heimsreisu. Slíkir vildarpunkt- ar munu framvegis gilda fyrir þátt- töku bæði á ferðakynningum og skemmtunum Heimsklúbbsins." JÓLATILBOÐ a símum Frá kr. .900 Bestu verðin á aukahlutum fyrir allar gerðir GSM síma. SNORRABRAUT27 SÍMI 551-3060 Ef við þekkjum innsta eðli okkar munum við finna innri frið, en hann skapar vellíðan og heilbrigði. Við munum eiga kærleiksrík samskipti við annað fólk og fyllast nýrri lífsorku. Og efnisleg velsæld mun falla okkur í skaut án átaka og fórna. í þýðingu Gunnars Dal ^ VtLCENGNl Gunnar Dal er einn ástsælasti hugsuður þjóðarinnar. Þýðing hans er vitnisburður djúprar visku og sannrar þekkingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.