Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 69 BREF TIL BLAÐSINS Bjarnargreiði Gunnars Birgissonar Frá Þórði Krístleifssyni og Stefáni J. Arngrímssyni: GUNNAR Birgisson, stjórnarfor- maður LÍN, gerir menntamálaráð- herra sannkallaðan bjarnargreiða í Morgunblaðinu um helgina með því að minna landsmenn á að ráðherra Þórður Stefán J. Kristleifsson Arngrímsson hélt því fram fyrir skömmu að bankakostnaður námsmanna vegna eftirágreiðslna væri óverulegur, þ.e. að námsmaður með 400.000 kr. lán bæri aðeins 1500 kr. kostnað i bankanum. Tölurnar voru í kjölfarið leiðréttar og réttar reikniaðferðir útskýrðar. Eftirágreiðslukerfið byggir á því að tekin eru yfirdrátt- arlán hjá bönkum gegn framvísun lánsloforða frá LÍN. Lánþegar bera því fjármagnskostnað vegna óhag- stæðra bankalána allan námstím- ann. Hann er 10.099 kr. hjá ein- staklingi í leiguhúsnæði á hverju námsári, miðað við jákvæðar niður- stöður úr prófum. Einstaklingur í sambúð með eitt barn greiðir 12.384 kr. í bankavexti og einstætt foreldri með tvö börn greiðir 18.853 kr. á hverju námsári miðað við sömu forsendur. Hlekkist námsmönnum á hækkar kostnaðurinn. Kostnaður eykst við skakkaföll Falli námsmaður á haustönn þannig að lán fæst ekki afgreitt fyrr en upptökuprófum hefur verið náð næsta sumar á eftir tvöfaldast vaxtakostnaðurinn. Hann verður 20.205 kr., 22.837 kr. og 37.718 kr. t ofangreindum dæmum. Við þessar upphæðir geta bæst eftir- stöðvar af bankaskuldum vegna skerðingar námláns í hlutfalli við námsframvindu á bilinu 75-100%. Hjá ofangreindum einstaklingum þýðir 25% skerðing eftirstöðvar á bankavöxtum á bilinu 124.675 kr. til 232.740 kr., auka vaxtakostnað- ur, sem falli eða veikindum, fylgir bætist við þessar tölur. Að auki má nefna að fái námsmaður ekki ábyrgðarmann á yfirdráttarlánið fær hann enga bankafýrirgreiðslu og vandséð er hvernig hann geti gengið menntaveginn. Hæðst að ráðherra? Ráðherra hefur ekki enn birt reikniforsendur sínar. Allir bankar landsins nota hins vegar svipaðar eða sömu reikniaðferðir og náms- menn og fá sviplíkar eða sömu niðurstöður. Þetta veit Gunnar Birgisson. Hann gerir hins vegar ráðleysislega tilraun til að reikna niður bankakostnað námsmanna. Af útreikningum hans er fyrst og fremst ljóst að hann hefur meira gaman af tölum og talnaleikjum en þeim raunveruleika sem náms- menn búa við. Af stakri snilld bætir hann nefnilega þeirri for- sendu inn í sína útreikninga að námsmenn fresti yfirdráttarlánum sínum með því að framfleyta sér með greiðslukortum! Hugmyndin virðist vera sú að þar sé komið vaxtalaust lán sem lengi þannig í vaxtaólinni. Með þessu segist Gunnar vera að sanna að ráðherr- ann hafi farið með réttar tölur! Jafnvel þótt nálgast megi nið- urstöðutölur ráðherrans með þess- um skringireikningum má fullljóst vera að menntamálaráðherra var ekki að reikna greiðslukortanotkun inn í eftirágreiðslukerfið, enda ekki vanur að gera sig að athlægi í opinberri umræðu. Námslán fara nefnilega að stærstum hluta í að greiða húsaleigu og matarkaup. Og hvar kaupa námsmenn mat nema í Bónus? Hvorugt býður upp á greiðslukortanotkun eins og al- þjóð veit. Húsaskjól fæst heldur ekki á raðgreiðslum. Engu er lík- ara en að stjórnarformaðurinn vilji með skemmtiskrifum sínum hæð- ast að yfirboðara sínum og strá salti í sárin. Áður en Gunnar sting- ur næst niður penna ætti hann að íhuga að það er ekki til fyrirmynd- ar að vera fyndinn á annarra kostn- að. Allra síst á jólaföstu. ÞÓRÐUR KRISTLEIFSSON, formaður Bandalags íslenskra sér- skólanema, BÍSN. STEFÁN J. ARNGRÍMSSON, varaformaður Bandalags íslenskra sérskólanema, BÍSN. Bréfkorn til Helgu Siguij ónsdóttur Frá Jóni Hafsteini Jónssyni: HEIÐRAÐI kollega, Helga Sigur- jónsdóttir. Bestu þakkir fyrir tvær síðustu greinar þínar, og þá ekki síður það fyrirheit, að gefa út í bókar- formi greinaflokk þinn, sem birtist í Morgunblaðinu 1993. Þótt kennsluárangur hjá mér væri ekki lakari en hjá öðrum fann ég oft til vanmáttar gagnvart hinum vísu sérfræðingum, sem vissu svo vel, hvernig átti að láta enn fleiri nem- endur skilja það, sem reynt var að kenna. Ég vildi gjarnan geta náð til allra, sem mér var falið að sinna, en töframeðul kennslu- fræðanna voru mér óskiljanleg. Þar sem þau áttu að hafa skilað árangri, kom sú skýring ein í ljós að dregið hafði verið úr kröfum og það var ekki það sem ég taldi vera markmiðið. Svo kom krafan um að meðaleinkunn einstakra námsgreina ætti ætíð að vera hin sama, en þá sannfærðist ég um að ekki yrði hjá því komist að spyrna við fótum. Fyrir kom að ég fékk tækifæri til að hlusta á trúboðana (jafnvel postulana! Æðsta goðið sá ég þó aldrei.), þegar þeir af umhyggju sinni heimsóttu framhaldsskólana með fagnaðarerindið í pússi sínu og veittu kennurum af fjálglegri rausn. Sumt af því, sem þeir reyndu að fá okkur til að líta á sem merka nýjung fannst mér að vísu að ég hefði alltaf vitað og iðkað, og það hefðu einnig þeir mætu menn gert, sem ég hafði fyrir kennara. Dæmi um þetta er t.d. „uppgötvunaraðferðin", sem ég held að hver einasti kennari grípi til, en háskalegt er að of- nota. Hitt var þó miklu algengara að þessir predikarar töluðu lengi og skörulega án þess að ég (og fleiri) vissi hvað þeir vildu segja. Satt að segja hvarflaði stundum að mér að þeir vissu það ekki sjálf- ir, en lengi vel hafði ég nú ekki hátt um það. Það var mér því bæði léttir og örvun að lesa greinaflokk þinn 1993. Þá sá ég m.a. að hægt er að tala um þessa hluti á skiljanlegu máli. Nú skrifa svo margir þvílík reiðinnar ósköp um skólamál í blöðin, að mér finnst ég geti notað Morgunblaðið sem póstleið fyrir þetta tilskrif. Ég endurtek þakkir mínar og vona að það verðir þú en ekki ríkjandi valdaklíka, sem mótar skólakerfið til næstu framtíðar. Nú hefði ver- ið fengur að því að heyra rödd þína í þingsölum vorum! Með góðri kveðju. JÓN HAFSTEINN JÓNSSON, fv. menntaskólakennari. Forsvars- menn lánasjóðs gleymnir Frá Hildigunni Rúnarsdóttur: VEGNA bréfs frá Gunnari Birg- issyni í Morgunblaðinu þann 15.12.96, þar sem hann fjallar um vaxtagreiðslur námslána. Gunnar skrifar: „Staðreyndin er sú að á öllum Norðurlöndum, nema Noregi greiða menn vexti af námslánum sínum á námstíma. Danir og Svíar hafa þó t.d. aldrei verið taldir andfélagslegir gagn- vart námsmönnum.“ Þetta er satt og rétt, en herra Gunnar gleymir algerlega að geta þess að (að minnsta kosti í Danmörku) þarf fólk yfirleitt ekki að taka náms- lán, þar sem það dregur fram líf- ið - reyndar ekki auðveldlega, en lifir þó - á námsstyrkjunum sínum, sem það þarf aldrei að borga til baka! Hvernig stendur nú á því að forsvarsmenn lána- sjóðsins gleyma að nefna þetta? Spyr sá sem ekki veit! HILDIGUNNUR RÚNARSDÓTTIR, Njálsgötu 6, Reykjavík. yfirburða hljómtæki RflDÍÓBÆR ÁRMÚLA 38 SÍMI5531133 ÍSLENSK GÆÐAFRAMLEIÐSLA Við framleiðum reiðtygi á íslenska hestinn, Þar á meðal hnakkinn SMÁRA. Verið velkomin! HESTAVÖRUR SÍÐUMÚLA 34, 108 Reykjavík. Sími / Fax 588-3540 Söðlasmiður, Pétur Þórarinsson. NÝSMÍÐI, VIÐGERÐIR, VERSLUN. miiÁa Opið um helgar kl. 11-17 Qpið VIRKA DAGA kl. 12-18 ..i jolapakkann Iff-lTMkm Snúrustýrðir bílar kr. 950,- smábílar kr, 180,- dúkkur kr. 500,- Múmínálfahús kr. 4800,- Yess drengjaarm- bandsúr kr, 3500,- E'legal barnahúfur kr. 490,- 7C síðkjólar kr. 2990,- dömukjólar kr. 1600,- sokkar kr. 50,- Chantelle undirfatasett kr. 1000,- armbönd frá kr. 600,- dömu og herrapeysur frá kr, 990,- þrír 14k gullhúðaðir skartgripir að eigin vali kr. 1990,- handmáluð glervara frá kr. 300,- stofuklukkur kr. 7600,- jóladúkar kr. 790,- Kerfajólaseríur kr. 490,- boröklukkur kr. 1500,- borð- speglar kr. 1500,- úrval af jólabókum frá kr. 200,- barnakjólar kr. 1200,- bílabraut kr. 999,- Martines a skólatöskur kr. 1400,- svartar vafteraðar úlpur með loðkraga kr. 3990,- barnaskíðagallar kr. 1900,- skíða- vettlingar kr. 500,- seríur kr. 125,- koparvara frá kr. 200,- jólamatinn Gott verð Mikil gæði * handa öllum * Lambakjöt, svínakjöt, hangikjöt, síld, reyktur og grafinn lax, humar. rœkjur, kartöflur, laufabrauð, jólakökur, tertur, ný og kœst skata, hákarl, saltfiskur, harðfiskur og margt, margt fleira, 7C ■ffr.. Komdu í Kolaportið -þar sem allt fæst í jólapakkann ^ og jólamatinn á góðuverði 7Á ARS ÞÓRS í KoUpORTÍNU LAUGAHDAG KL. 15:00- 16:00 Rúnar Þór kynnir nýjan disk með ljúfri og rómantískri tónlist. Áritaður diskur með Rúnari Þór er jólagjöfm í ár. Jólahús og jólabílar Okeypis í #róbær leiktæki aíla virka daga kl. 12-18 JÓLA KOLAPORTIÐ opið virka daga kl. 12-18 til jóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.