Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Landlæknir telur að hætta eigi niðurskurði í heilbrigðismálum Heilbrigðis- þjónustan njóti góðs árangurs Ólafur Ólafsson landlæknir segirtímabært að heilbrigðiskerfið fái að njóta góðs árang- urs síðustu ára og að niðurskurði verði hætt. Ólafur sagði Helga Þorsteinssyni frá árangri íslenskra heilbrigðisstarfsmanna. Fjöldi ársverka heilbrigðisstarfsmanna á rð, Norðurlöndum á 100.000 íbúa ] i ísland Danmörk Finnland Noregur Svíþjóð 1992 1991 1994 1994 1994 Læknar j 294 r 279 \ 269 i 225 L J 261 1 Hjúkrunarfræðingar 550 706 1111 780 808* Sjúkraliðar 375 f 716 I 729 I 750 í i 703 | Ljósmæður 52 19 77 25 * Sjúkraþjálfar 76 L ! 153 ! 98 i 80 Tannlæknar 98 87 91 83 95 lÁÍÍs 1445 | 1808 I 2430 i 1960 | 1946 * Einnig sjúkraiiðar Heimild: Health Statistics in the Nordic Countries 1996 Hlutfall af landsframleiðslu til heilbrigðismála árin 1970-1996 j i sútgiöld all ncuuui U1« s h eil hri qð isútai nln hi ns op int iera : —j ; | / neiiDngoisuigj o/o neimuma / i ' ■-! ÓLAFUR Ólafsson landlæknir seg- ir að samkvæmt matsaðferðum á ríkissrekstri sem fj ármálaráðuneyt- ið hefur gefið út hafi mjög góður árangur náðst í heilbrigðiskerfinu á undanförnum árum og áratugum. Ríkisrekstur er þar metinn á svip- aðan hátt og einkafyrirtæki. Ólafur telur rétt að heilbrigðisþjónustan verði látin njóta þessa árangurs og niðurskurði verði hætt. í samantekt frá landlækni kem- ur fram að útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu hafi farið lækk- andi á síðustu árum. Á móti kemur að heilbrigðisútgjöld heimilanna hafa aukist. Að teknu tilliti til mismunandi forsendna j útreikn- ingi eru heildarútgjöld íslendinga til heilbrigðismála þau 18. hæstu meðal OECD-ríkja. „Sem röksemd fyrir lækkun útgjalda til heilbrigð- isþjónustu heyrist oft nefnt að útgjöld séu há á íslandi miðað við aðrar þjóðir. Við nánari athugun virðist svo ekki vera,“ segir í sam- antekt landlæknis. Þar segir einnig að hlutfallslega starfi mun færri heilbrigðisstarfs- Fjöldi útskrifta á heilbrigðisstarfsmann á sérgreinasjúkrahúsum á íslandi og í Danmörku island Danmörk Læknar ............. 124 115 m Hjúkrunarfræðingar 62 45 § Sjúkraliðar 99 88 « Sjúkraþjálfar 776 775 f Meinatæknar........ 304 248 J Röntgentæknar 1782 1538 | Sálræn, félagsleg þjón. 349 1410 J Lyfjamál (stjórnun) 2291 3682 | Stjórnendur : 109 119 £ menn við heilbrigðisþjónustu en í nágrannalöndunum. Áfköst þeirra, eða framleiðni, mæld í útskriftum á starfsmenn, eru að jafnaði tölu- vert hærri en til dæmis í Dan- mörku. Landlæknir telur að árangurinn af góðri heilbrigðisþjónustu komi fram í tölum um sjúkdóma og slys. Sem dæmi nefndi hann að dauðs- föll vegna afleiðinga slysa séu færri en á öðrum Norðurlöndum. Einnig hafí góður árangur náðst í baráttu við mislinga og hettusótt og íslend- ingar urðu fyrstir þjóða til að út- rýma hæmofilus-heilahimnubólgu. Einnig má nefna að líf krabba- meinssjúklinga hefur lengst til muna. í samanburði Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, frá árinu 1989 á heilbrigði og sjúkleika í 28 Evrópulöndum voru íslendingar í efsta sæti. Fjögur hundruð milljóna króna f organgs ver kefnasj ó ður Reykjavíkurborgar Hæstu nppliæðir til mennmgarmála LÖGÐ hefur verið fram í borgar- ráði 21 ályktunartillaga um nýt- ingu fjármagns úr 400 milljón króna forgangsverkefnasjóði sam- kvæmt fjárhagsáætlun ársins 1997. Hver málaflokkur borgar- innar skilaði 3% af áætluðu rekstr- arfé sínu í sjóðinn til sérstakra verkefna, sem hefur verið for- gangsraðað. Á fundi borgarstjórnar í dag verða tillögurnar lagðar fram til samþykktar við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar. Gert er ráð fyrir að 110 milljónir fari til menningar- mála úr sjóðnum en lagt er til að 50 millj. verði veitt til Hafnarhúss- ins og 60 millj. til Safnahússins í Tryggvagötu. Skólamál Gert er ráð fyrir viðbótarstund- um fyrir hvern nemanda frá og með 17. nemanda í bekkjardeild í 1.-3. bekk. Tilgangurinn er að auka svigrúm í skólastarfi yngstu barnanna og draga úr álagi á þau í upphafi skólagöngu. Við 25. nemanda í bekkjardeild verður hópnum skipt í tvo bekki með 12-13 nem- endum. Verður varið 20 millj. til verkefnisins árið 1997. Lagt er til að stuðn- ingsfulltrúum í grunnskólum verði fjölgað og þannig stuðlað að því að yngstu nemendurnir aðlagist skólastarfi sem best. Hver grunn- skóli með yngstu börnin fær a.m.k. 'Astöðugildi stuðningsfulltrúa. Til þessa verður varið 7,5 millj. árið 1997. Gert er ráð fyrir að fjöldi viku- legra kennslustunda f grunnskól- um borgarinnar verði samtals 319 Handsmíðaðir 14kt gullhringar Kringlunni 4-12, sími 588 9944 stundir í öllum árgöngum, skólaár- ið 1997-1998. Samkvæmt grunn- skólalögum skulu stundir ekki vera færri en 314 og er gert ráð fyrir að veija 2,5 millj. til að fjölga um eina stund í 4. bekk umfram lágmark grunnskólalaga. Tillagan gerir ráð fyrir að náms- ráðgjafi starfi við alla grunnskóla borgarinnar sem hafa nemendur á unglingastigi. Frá næsta hausti verða ráðnir námsráðgjafar í 50% starf við þá skóla borgarinnar með unglingastig, sem ekki hafa náms- ráðgjafa og er gert ráð fyrir að veija til þess 3 millj. árið 1997. Ráðnir verða umsjónarmenn í 25% starf f hveijum skóla til að sjá um tölvu- stofur og staðarnet í grunnskólunum og verður varið til þess 5 millj. Lagt er til að samþykkt verði að vinna markvisst að eflingu nátt- úruvísinda- og tæknikennslu í grunnskólum borgarinnar með áherslu á þróunarstarf í 2-3 skól- um og öflugri endurmenntun kennara sem vilja sérhæfa sig á þessum sviðum. Engin ákveðin upphæð er tilgreind með tillög- unni. Tillagan gerir ráð fyrir að næsta haust hefjist tilraun í 2-3 grunn- skólum í borginni með 6-7 klst. skóladag fyrir alla nemendur til þess að undirbúa einsetinn skóla og lengri skóladag sem kemur væntanlega að fullu til fram- kvæmda árið 2001. Engin ákveðin upphæð er tilgreind með tillög- unni. Lagt er til að í tengslum við endurskoðun á reglum um styrki til einkarekinna leikskóla, leik- skóla sjúkrahúsa og dagmæðra skuli fjárveiting samkvæmt fjár- hagsáætlun hækka um 10 millj. Ennfremur liðurinn sameiginlegur rekstur leikskóla um 10 millj. til að mæta ófyrirséðum kostnaði og systkinaafslætti fyrir skemmri vistun en sex tíma. Menningarborg Evrópu í tillögunni er gert ráð fyrir að veija 20 millj. í undirbúning að verkefninu Reykjavík Menningar- borg Evrópu árið 2000. í greinar- gerð með tillögunni kemur fram að borgirnar níu sem valdar voru menningarborgir árið 2000 hafa haldið með sér fundi, þar sem hver borg valdi sér þema og kom náttúra og menning í hlut Reykja- víkur. Lagt er til að samþykkt verði að hefja á árinu rekstur hverfi- smiðstöðvar í tilraunahverfinu Grafarvogi og að til þess verði varið 12,2 millj. Gert er ráð fyrir að samþykkt verði að veija 10 millj. til eflingar forvarnarstarfs á vegum Reykja- víkurborgar. Skiptist fjárveitingin þannig að 7 millj. eru ætlaðar til starfsemi á vegum Vímuvarna- nefndar Reykjavíkurborgar og 3 millj. til annarra verkefna sem tengjast forvarnarstarfi í miðborg Reykjavíkur á vegum fram- kvæmdanefndar um miðborgar- mál. Sumarverkefni unglinga Lagt er til að samþykkt verði að gera ráð fyrir störfum skóla- fólks á vegum garðyrkjudeildar Reykjavíkurborgar í fjárhagsáætl- un ársins 1997 og að fjárveiting til umhverfismála verði hækkuð um 40 millj. vegna þessa. í tillögunni er gert ráð fyrir að samþykkt verði að Vinnuskóli Reykjavíkur annist sérstök sumar- verkefni 16 ára unglinga með svip- uðum hætti og Vinnuskólinn hefur annast sumarvinnu yngri ung- menna í Reykjavík. Áhersla verði lögð á samspil hollra og upp- byggjandi viðfangsefna og fræðslustarfs. Lagt er til að Vinnuskólinn fái 35 millj. til verkefnisins. Til sumarskóla sem rekinn yrði af íþrótta- og tómstundaráði í nánu samstarfi við Fræðslumið- stöð Reykjavíkur verði varið 8 millj. Atvinnumál Tillagan gerir ráð fyrir að veija 20 millj. til sérstaks átaks í at- vinnumálum langtímaatvinnu- lausra og atvinnulausra ungmenna án bótaréttar. Er Hinu húsinu, Félagsmálastofnun og Vinnumiðl- uninni falið að gera tillögur um verkefnið. Lagt er til að ráðstöfunarfé Atvinnu- og ferðamálastofu verði aukið um 2,6 millj. til að standa straum af kostnaði við aukna við- skiptaráðgjöf og aðstoð við ný- virkja við uppbyggingu smárra fyrirtækja. Auk þess að koma á betra samstarfi við fyrirtæki í borginni. Lagt er til að framlag til Vinnu- miðlunar Reykjavíkurborgar verði hækkað um 7,4 millj. vegna ráð- gjafar í náms- og starfsráðgjöf og kynningarstarfa á hennar vegum á árinu 1997. Félagsstarf í Gerðubergi Gert er ráð fyrir að samþykkt verði tilraun með opið félagsstarf í féiagsmiðstöðinni í Gerðubergi í samstarfi Félagsmálastofnunar, ÍTR og Gerðubergs. Starfið verði með líku sniði og áður nema ald- ursmörk verða felld niður og starf- ið þróað í þá átt að þjóna fleiri aldurshópum. Lagt er til að mynd- aður verði sérstakur verkefnishóp- ur, sem ákveði fyrirkomulag starfsins og aðra þætti varðandi reksturinn. Til verkefnisins verður varið 7,6 millj. í fjárhagsáætlun 1997. Menning Lagt er til að samþykkt verði að hluti af Hafnarhúsinu verði tekinn undir starfsemi á vegum Listasafns Reykjavíkur og að til þess verði varið 60 millj. á árinu 1997 til hönn- unar- og byijunarfram- kvæmda. Markmiðið er að auka svigrúm fyrir listræna starfsemi og skapa möguleika á að gera lista- verkaeign borgarinnar sýnilegri og aðgengilegri almenningi en nú. Tillagan gerir ráð fyrir að á árinu verði varið 50 millj. til að gera Tryggvagötu 15 að safnahúsi og skapa þannig aðstöðu í húsinu fyrir aðalstöðvar Borgarbókasafns Reykjavíkur, Borgarskjalasafns og Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Loks er í tillögunum gert ráð fyrir að um 20 millj. verði varið til átaks í eflingu almenningssam- gangna í borginni. Átakið verði skipulagt af stjórn SVR í 'sam- vinnu við skipulags- og umferðar- nefnd, umhverfismálaráð og emb- ætti borgarverkfræðings. Unnin verði sérstök framkvæmdaáætlun og leitað eftir samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæð- inu auk þess sem óskað yrði eftir þátttöku ríkisvaldsins í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar um eflingu almenningssam- gangna. Menningin fær HOmillj ónir króna Svigrúm í skólastarfi aukið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.