Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Opið hús og aðstoð HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri ætlar að hafa opið hús á aðfanga- dagskvöld. Er það einkum ætlað þeim sem eru einir eða vegna veik- inda og annarra ástæðna eiga erfitt með að undirbúa jólakvöldið heima. Margir leita eftir aðstoð Erlingur Níelsson foringi segir að á aðfangadagskvöld muni Hjálpræð- isherinn bjóða upp á kvöldstund með góðum mat, pökkum, sælgæti, kaffi og kökum. Aðgangur er ókeypis, en þeir sem áhuga hafa eru beðnir að tilkynna þátttöku til Hjálpræðishers- ins á Akureyri eigi síðar en föstudag- inn 20. desember. Mæðrastyrksnefnd á Akureyri hefur einnig haft í nógu að snúast síðustu daga en í gær höfðu um 100 heimili í bænum leitað eftir aðstoð nefndarinnar fyrir jólin. Jóna Berta Jónsdóttir hjá Mæðrastyrksnefnd segir ástandið síst betra en í fyrra en þá leitaði á annað hundrað heim- ila á Akureyri eftir aðstoð fyrir jólin. Jóna Berta segist sjá mörg ný andlit sem leita eftir aðstoð þetta árið en á árum áður kom sama fólk- ið ár eftir ár. Velta Slippstöðvarinnar eykst um 200 milljónir króna Starfsmönnum fjölg- aði um 36 á árinu Samið um viðhald og viðgerðir á öll- um togurnum MHF SLIPPSTÖÐIN hf. hefur gert samn- ing við þýska útgerðarfyrirtækið Mecklenburger Hochseefischerei, MHF, dótturfyrirtæki Útgerðarfé- lags Akureyringa hf., um viðhald og viðgerðir á öllum fimm togurum fyr- irtækisins. Togararnir liggja nú þeg- ar við landfestar á Akureyri og er miðað við að verkinu verði lokið fyr- ir febrúarlok á næsta ári. Verkefnastaða Slippstöðvarinnar hefur verið mjög góð allt þetta ár og útlitið næstu tvo mánuði í það minnsta mjög gott. Ingi Bjömsson, fram- kvæmdastjóri Slippstöðvarinnar, seg- ir að velta fyrirtækisins muni aukast um 200 milljónir króna á milli ára og verði um 800 milljónir króna í ár. Ingi gerir einnig ráð fyrir að hagnað- ur fyrirtækisins verði ívið meiri í ár en í fyrra án þess þó að hann vilji fara nánar út í tölur en hagnaður síðasta árs nam 30 milljónum króna. Húsnæði endurkeypt Slippstöðin hefur nú keypt til baka húsnæðið sem hýsir skrifstofur og trésmíðaverkstæði fyrirtækisins af Iðnlánasjóði og Iðnþróunarsjóði. Sjóð- imir eignuðust húsið er Slippstöðin fór í nauðasamninga árið 1994. Hús- næðið, sem er um 1800 fermetrar að stærð verður afhent Slippstöðinni nú um áramótin. Áður fyrr var einnig um 20 manna tæknideild í húsnæðinu en sú deild lagðist af á mesta erfið- leikatíma fyrirtækisins og í dag er öll hönnununarvinna aðkeypt. Vinna við þýska togarinn Eridan- us, er þegar hafin en þar er jafn- framt um stærsta verkið að ræða. „Við erum m.a. að breyta vinnslu- þilfarinu, stækka frystilest og frysti- Morgunblaðið/Kristján SLIPPSTÖÐIN hefur samið um viðhald og viðgerðir á öllum fimm togurum þýska útgerðarfyrirtækisins Mecklenburger Hochseefischerei. Togararnir liggja allir við bryggju á Akur- eyri, tveir við slippkantinn og þrír við Torfunefsbryggju. móttöku og þessu verki á að vera lokið í janúar. Vinna við hin fíögur skip MHF snýr meira að hefðbundnu viðhaldi en þetta eru stór skip og því er um ræða töluverða vinnu fyrir okkur. Til viðbótar erum með önnur smærri verk og það er því ljóst að hér verður enginn verkefnaskortur næstu vikur og mánuði." Mörg stór verk á árinu Ingi segir að unnið hafí verið við mörg stór verk á þessu ári_ og nefnir í því sambandi vinnu við Árbak EA, þýska togarann Cuxhaven, sem er í eigu DFFU dótturtækis Samheija hf. í Þýskalandi, Frosta ÞH og Dalborgu EA. „Allt hefur þetta aukið veltu fyr- irtækisins mikið. Við höfum verið með mikið af undirverktökum og sam- starfsfyrirtækjum í vinnu hér og erum búnir að byggja upp net samstarfsfyr- irtækja í kringum okkur, sem við tök- um inn á álagstímum. Þá höfum við tvisvar á árinu tekið pólska vinnu- flokka og það hefur gefist ágætlega." Starfsmönnum Slippstöðvarinnar hefur jafnframt fjölgað jafnt og þétt. í ársbyijun 1995 voru starfsmenn um 100 og meðaltalsstarfsmannafjöldi ársins 118 heil störf. í janúar á þessu ári voru starfsmenn 140 og um 170 þegar mest var í júní sl. í dag starfa 157 manns í stöðinni en meðalstarfs- mannafjöldi ársins er 154 og hefur því fíölgað um 36 milli ára. Ingi seg- ir eifiðast að fá jámiðnaðarmenn til starfa en þeim hafí þó fjölgað á árinu. Áhugi á að hefja nýsmíði á ný Á árunum 1966-1992 voru smíð- uð 35 ný stálskip af ýmsum stærðum í Slippstöðinni en eins og flestum er kunnugt hefur ekki verið mikið um nýsmíðaverkefni hjá íslenskum skipasmíðastöðvum síðustu ár. Ingi segir að hjá Slippstöðinni sé mikill áhugi fyrir því að hefja nýsmíðar á ný. „Þar horfum við m.a. á nýtt skip Hafrannsóknastofnunar og ef ríkið ætlar að fjárfesta í slíku skipi, er hér kjörið tækifæri til þess að styðja við bakið á skipaiðnaðinum í leið- inni,“ segir hann. Hluti af andvirði hverrar seldrar bókar rennur til forvarnarstarfs Jafningjafræðslunnar. BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR EFNISYFIRLIT Baninan við fíknieftiin er eVki löpuð .... S*“S1, Orra Siein, Helga»n» aegja Sárteraðmissagóðanvin ............. _ Gulli, vinur Orra Steins .. ■ HéltaðE-taflanværihættulaus ......... _ Inga, vinkona Ona Steins pálv Ósgar Hjálmlýsson, hljónilislanna®ur Efnin 02 afleiðingar neyslunnar........ EmilianaTorrini, hljóiniislnnnaBur . .. ú®SXu - ión Amar Magnússon. ftjálsiþróttanraBnr .. Un!BníoyiaJónssonsáltrstingo' .... Vala Flosadóltir, frjálsíþróltamaður . Bókin sem talar til unglinganna um djöfulskap eiturlyfjanna og til foreldranna um gildrurnar stóru, sem lagðar eru fyrir börnin okkar á hverjum degi. DANSAÐ VIÐ DAUÐANN er bók sem tengir saman foreldra og unglinga í umræðu um fíkniefnavandann. Áhrifamikil bók, sem enginn leggur frá sér hálflesna. Tillögur Alþýðu- bandalags felldar BREYTINGATILLÖGUR bæjarfull- trúa Alþýðubandalagsins við fjár- hagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana voru felldar við afgreiðslu áætlunar- innar á fundi bæjarstjórnar. Fulltrúarnir lögðu til að Rafveita Akureyrar myndi greiða 7 milljóna króna arðgreiðslu í bæjarsjóð og yrði fénu að hluta varið til að hækka framlag til atvinnudeildar vegna ráð- gjafar við atvinnulausa, samtals 2 milljónum, og 5 milljónir yrðu notað- ar til umbóta í skólastarfi. Þá lögðu fulltrúar flokksins til að afborganir langtímaskulda á næsta ári yrðu lækkaðar um 50 milljónir króna. Af þeim fjármunum yrði 40 milljónum varið til framkvæmda við viðbyggingu við Amtsbókasafn og 10 milljónir færu óskiptar til viðhalds og endurbóta á fasteignum. Rekstur yfirfarinn með gagnrýnum hætti í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokks við afgreiðslu fjárhagsáætlun- arinnar kemur fram að vanda hefði átt undirbúning mun betur en gert var. Árið hafi ekki verið nýtt til að yfirfara rekstur með gagnrýnum hætti. Veruleg fjölgun starfa, án þess að nokkru sé hægt að breyta gagnvart því sem fyrir er, hækki rekstrarkostnað og auki vandann. Mikilvægt sé að komandi ár verði nýtt betur til að ná skilvirkari tökum á rekstri og þjónustu og sé sérstak- lega mikilvægt að fylgjast náið með kostnaði vegna nýrra þjónustuþátta og móta sýn til næstu ára. Bæjarfulltrúar, sem sátu hjá við afgreiðslu áætlunarinnar fagna þó ýmsum breytingum sem náð hafa fram að ganga, sem og verkefnum reynslusveitarfélags og flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga og vonast þeir til að reynsluverkefni leiði til enn frekari tilfiutnings verk- efna frá ríki til sveitarfélaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.