Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ eftir Indriða G. Þorsteinsson ÖLD er liðin frá fæðingu eins ágætasta sonar þessa lands frá síð- ari tímum, Hermanns Jónassonar, forsætisráðherra í tug ára og for- manns Framsóknarflokksins á miklum umbrotatímum og vandlif- uðum (f. 25. des. 1896). í þágu þjóðar sinnar leysti Hermann öll störf af hendi af öryggi og festu. Einkalíf hans var farsælt. Hann kvæntist Vigdísi Oddnýju Stein- grímsdóttur vorið 1925. Hún var þremur mánuðum eldri en Her- mann, fædd 4. október 1896. Sagt var um Vigdísi að hún hafi verið ljúf kona í viðmóti og mikil og góð húsmóðir. Hún var dóttir Stein- gríms Guðmundssonar, bygginga- meistara, í Reykjavík, sem átti ætt- ir að rekja til Skagaíjarðar; var af svonefndri Steingrímsætt. Stein- grímur var kvæntur Margréti Þor- láksdóttur frá Þórukoti á Álftanesi af Húsatóftaætt. Hermann Jónasson var frá Syðri- Brekkum í Blönduhlíð. Bærinn stendur sæmilega hátt í úthlíðinni og þar er gott undir bú, stararengj- ar nær Héraðsvötnum en góð útsýn til búfénaðar í högum fyrir ofan bæinn. Á þessu stað ólst Hermann upp og sparði sig hvergi til vinnu. Hann fékk snemma óvenju mikla burði. Hermann eignaðist fimm systkini. Auk hans voru það Pétur, sem flutti uppvaxinn til Sauðár- króks, Björn sem tók við búinu af föður sínum, Sigurður sem bjó út af fyrir sig á heimilinu á Syðri- Brekkum, Sigríður sem var bústýra hjá Birni bróður sínum og Margrét, sem giftist Guðvarði Guðmunds- syni. Þau bjuggu einnig á Syðri- Brekkum og blómgaðist þríbýlið vel. Móðir Hermanns hét Pálína Guðný Björnsdóttir og var ljósmóð- ir byggðarinnar. Maður hennar var Jónas Jónsson, lærður smiður. Höfðu þau bæði hjónin leitað sér menntunar í starfi. Hún hafði farið til Akureyrar og numið ljósmóður- fræði hjá lækninum þar, Þorgrími Johnsen, en Jónas hafði siglt til Kaupmannahafnar til að fullnuma sig í húsasmíði. Jónas var mikið að heiman við smíðar, en Pálína stjórn- aði búinu af dugnaði þangað til Björn sonur hennar óx það úr grasi að hann gat farið að létta undir með henni. Sjálf var hún oft að heiman við ljósmóðurstörf. Það var í frásögur fært, að Björn, Sigurður og Hermann urðu fljótt vei að manni. Gerðist það síðar á ævi Hermanns að stundum var vitnað til hans sem kraftamanns, enda við fáa að keppa um slíkt í pólitíkinni, þar sem hún ræðst af öðru en kröft- um. Hermann Jónasson hélt úr föður- garði í Gagnfræðaskólann á Akur- eyri, sem síðar varð menntaskóli. Þar kynntist hann piltum á líku reki og sumir þeirra urðu ævilangt vinir hans. Hermann innritaðist í skólann haustið 1914, en hélt síðan suður þremur vetrum síðar og sett- ist í Menntaskólann í Reykjavík. Árið 1924 lauk hann lögfræðiprófi við Háskóla Islands með hárri 1. einkunn. Eftir það stundaði hann lögfræðistörf og var stöðugt falinn meiri trúnaður, enda gegndi hann að lokum æðsta embætti þjóðarinn- ar, sem hún átti þá völ á. Á meðan á skólanámi stóð vann hann beykis- störf á Siglufirði og önnur aðkall- andi verk við síldina á öðrum og þriðja tug aldarinnar. Að sjálfsögðu vandist hann allri búskapariðju og vann eitthvað við vegagerð, sem var frumstæð á unglingsárum hans. Fyrir utan þann mikla styrk sem Hermanni var gefinn til sálar og líkama, var hann barn síns tíma VIGDÍS Oddný Steingrímsdóttir. um aflraunir og íþróttir. Hann varð glímukóngur íslands árið 1920 og vann konungslímu skömmu síðar þótt ekki þægi hann verðlaun úr hendi Kristjáns tíunda. Sögðu menn að Hermanni hefði sárnað þetta. Og ekki keppti hann framar í glímu. Strax að loknu háskólaprófi varð Hermann fulltrúi hjá Jóhannesi Jó- hannessyni, borgarfógeta í Reykja- vík. Þar vann hann til ársins 1928. Systir Jóhannesar var gift Valtý Guðmundssyni og höfðu þeir verið samhetjar í stjórnmálum. Þeir stofnuðu í fyrstu Framsóknarflokk en breyttu fljótt um nafn. Þegar Hermann var fulltrúi fógeta sat Jóhannes á þingi fyrir íhaldsflokk- inn. Einhver kvittur kom upp um það að Jóhannes hefði viljað fá Hermann í íhaldsflokkinn, en Her- mann var á þeim árum áhugalítill um stjórnmál og afskiptalítill um helstu mál þeirra tíma. Hitt er svo annað að á þessum árum voru tíð- indi að gerast í þjóðfélaginu, sem höfðu áhrif á ævi Hermanns. En hinn ungi hreystimaður úr Skaga- fírði virðist í fyrstu ekki hafa rennt hýru auga til þeirra tækifæra sem buðust ungum og menntuðum mönnum á íslandi strax upp úr 1920. í byijun júlí árið 1927 voru háð- ar þingkosningar. Þá sat ríkisstjórn Jóns Þorlákssonar við völd og sagði stjórnin strax af sér eftir að úrslit voru kunn. Framsóknarflokkur hafði fengið nítján menn kjörna og myndaði stjórn að konungsboði. Þingmenn Alþýðuflokksins hétu stjórninni hlutleysi og hið sama gerði Gunnar á Selalæk en hann hafði verið kjörinn utanflokka. Þá voru komnir til sögu þeir Tryggvi Þórhallsson og Jónas Jónsson frá Hriflu, Tryggvi forsætisráðherra og Jónas dómsmálaráðherra. Þetta var þriggja manna ríkisstjórn. Sá þriðji í stjórninni var Magnús Kristjáns- son. Jónas frá Hriflu breytti bæjar- fógetaembættinu og embætti lög- reglustjóra og átti lögreglustjóri að verða héraðsdómari í sakamálum og almennum lögreglumálum. Full- trúi bæjarfógeta sótti einn um lög- reglustjóraembættið og var skipað- ur í það 1. janúar 1929. Segja má að með þessari veitingu hafi tening- um verið kastað hvað Hermann varðar. Eftir þetta fylgdust Her- mann og Framsóknarflokkurinn að. Og flokknum vann hann það sem hann mátti eftir að hann var kosinn í bæjarstjórn í Reykjavík. Fyrir þær kosningar mun Sjálfstæðisflokkur- inn, en svo hét þá íhaldsflokkurinn, hafa snúið sér til Hermanns og boðið honum fyrsta sæti á lista flokksins í bæjarstjórnakosningun- um. Hermann fékk 1357 atkvæði til bæjarstjórnar í efsta sæti á lista Framsóknarflokksins. Hann kynnt- ist því í kosningabaráttunni að hart getur verið sótt að frambjóðendum. Það voru einkum tveir Framsóknar- menn sem fengu gusur hjá Alþýðu- blaðinu og Morgunblaðinu. Héðinn HERMANN Jónasson, forsætisráðherra. GLÍMUKAPPINN. Valdimarsson réðst harkalega að Hermanni, vegna þess að hann taldi að framboð Hermanns væri liður í svikum Framsóknar, sem átti að hafa heitið því að bjóða ekki alvöru- menn gegn Alþýðuflokknum í bæj- um landsins. Framsóknarmenn svöruðu Héðni á viðeigandi hátt, en Héðinn vissi sem var að Jónas frá Hriflu hafði verið hugmynda- smiður beggja flokkanna. Þótt Her- mann ætti í önnum sem lögreglu- stjóri og bæjarstjórnarmaður, en á þessum tíma var mikill órói í bæn- HUNDRAÐ AR FRA FÆÐINGU HERMANNS JÓNASSONAR FORSÆTISRÁÐHERRA OG VIGDÍSAR STEIN GRÍMSDÓTTUR um, sinnti hann starfi í flokknum í auknum mæli. Hægt er að nefna Gúttóslag og ráðherra í gijótinu samkvæmt dómsúrskurði lögreglu- stjóra. Hann var jafnan þar fyrir sem erfiðast var, en þeirri tegund af flokksbaráttu lauk eiginlega þegar hann fór í framboð gegn Tryggva Þórhallssyni í Strandasýslu. Tryggvi hafði verið óvenju vinsæll maður og gerðist nú bankasjóri Búnaðarbankans. Hann hafði staðið upp og sagt: Jæja, verið þið blessað- ir, og gengið út af þingflokksfundi Framsóknarflokksins á eftir Jóni í Stóradal og Hannesi Jónssyni. Þeir fóru allir þrír í framboð fyrir Bændaflokkinn. Þessi mál réðust öll áður en Hermann kom í þing- flokkinn. Pólitískir andstæðingar Hermanns fundu upp á ýmsu sem átti að verða honum til hnekkis. En Hermann var þannig skapi far- inn, að það var eins og hinar póli- tísku glímur skemmtu honum. Þannig var það með „kollumálið“ fræga. Hann var sýknaður í því máli. Skömmu eftir að Hermann varð forsætisráðherra árið 1934 keypti hann strokuhest og geymdi um hríð í girðingu bak við gamla stjórnar- ráðshúsið. Hesturinn var erfiður mjög og vildi fijáls vera. Hann komst úr girðingunni og náðist við Kolviðarhól. Þá orti Hermann: Einn ég barði ísafald oft var kviður hálfur yfír mér hafði enginn vald átti ég frelsið sjálfur. Betra er að vera klakaklár og krafsa snjó til heiða en lifa mýldur öll sín ár undir hnakk og reiða. Seinna voru Hermann og Bjarni Ásgeirsson að gantast á þingi vegna þess að tvær Svanhildar unnu á skrifstofunni, sem kölluð var Álfta- ver af því tilefni. Bjarni orti um Álftaverið en Hermann orti: Ævi mín var eintóm leit eftir villisvani. En ég er eins og alþjóð veit aðeins kollubani. Hermann var prýðilega hagorður og hafði gaman af skáldskap og vís- um. Hann gerði sjálfur vísur við ýmis tækifæri eins og þessa til álft- anna og var þá ófeiminn að grínast út af kollumálinu í leiðinni, en Svan- hildamar brugðu á það ráð að láta taka mynd af sér á skrifstofunni til að senda forsætisráðhen-a neð áletr- uninni: Skáldalaun úr Álftaveri. Ótrauður hélt Hermann Jónasson á Strandir til að heyja kosningabar- áttu við Tryggva Þórhallsson, fyrr- um ástsælan foringja Framsóknar- flokksins. í raun virðast flestir í þeim samtíma hafa álitið að erfitt mundi reynast að sigra Tryggva í kosningunum. En það kom á daginn að Hermann vann kosninguna og var ætíð sigurvegarinn á Ströndum þangað til kjördæmaskipaninni var breytt í núverandi horf. Þá varð hann þingmaður Vestfirðinga og sat á þingi fyrir þá á meðan heilsan leyfði. Trúnaðurinn, sem var á milli Hermanns og Strandamanna breyttist ekkert þótt kjördæmið yrði mikið víðfeðmara. Þeir héldu áfram að koma á heimili hans og Vigdísar og kvöddu hann sumir skömmu áður en hann andaðist. Mun sjald- gæft að slík tengsl skapist á milli kjósenda og þingmanns, en þá er að gæta þess að Hermann var um margt einstakur maður. Eftir nokkrar pólitískar svipting- ar á afmælistíma Alþingis í kring- um 1930 og fram að þingkosning- um, höfðu Tryggvi og Jónas frá Hriflu verið samherjar, en brátt skildu leiðir, þó án þeirra sárinda sem oft vilja verða við slíkar uppá- komur. Tryggvi Þórhallsson hafði frá upphafi stjórnmálaferils verið það sem kallað hefur verið bænda- sinni, þ. e. hann hafði bæði róman- tísk viðhorf og þau praktísku til landbúnaðarins. Jónas frá Hriflu safnaði aftur á móti í kringum sig ungum mönnum, sem í annarra munni nefndust „bæjarradíkalar", þ. e. félagslega sinnuðum mönnum en andsósíalistum í flestum grein- um, svo Alþýðuflokknum blöskraði frekjan. Þeirra kenning var að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.