Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996
-i
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Ný lögregluembætti
Bogi og Harald-
ur skipaðir
FORSETI íslands hefur skipað
Boga Nilsson rannsóknarlög-
reglustjóra í embætti ríkislög-
reglustjóra frá 1. júlí nk. að telja.
Þá hefur forseti skipað Harald
Johannessen, forstjóra Fangelsis-
málastofnunar ríkisins, í embætti
varalögreglustjóra í Reykjavík
frá sama tíma. Bogi og Haraldur
heQa störf að undirbúningi stofn-
unar embættanna um áramót.
Við stofnun embættis ríkislög-
reglustjóra verður rannsóknarlög-
regla ríkisins lögð niður og flytj-
ast meginverkefni hennar til emb-
ættis lögreglustjórans í Reykjavík
og til rannsóknardeilda við lög-
reglustjóraembætti víða um land.
Þær rannsóknardeildir verða jafn-
framt styrktar. Helsta viðfangs-
efni embættis ríkislögreglustjóra
verður rannsókn á brotum í
skatta- og efnahagsmálum.
Rannsókn allra sakamála, sem
hefur verið hjá RLR, færist til
embættis lögreglustjórans í
Bogi
Nilsson
Reykjavík. Embættið í Reykjavík
mun því stækka verulega og m.a.
mun rannsóknadeild þess verða
efld. Þá er stefnt að því að færa
stóran hluta ákæruvalds frá ríkis-
saksóknara til einstakra lög-
reglustjóraembætta. Lögreglu-
stjóri í Reykjavík mun því gefa
út ákærur og vera ákærandi í
þeim málum fyrir héraðsdómi.
Varalögreglustjóra er ætlað að
vera næstráðandi og staðgengill
lögreglustjóra.
Ákveðið að efna til 4 ára átaks í skóg- og landgræðslu |
450 mílljóna króna
framlag1 tíl aldamóta
RÍKISSTJORNIN hefur ákveðið að
veita 450 milljónir króna í viðbótar-
framlag til landgræðslu og skóg-
ræktarverkefna á næstu fjórum
árum. Opinber framiög til beinna
aðgerða í landgræðslu og skógrækt
eru í ár um 253 milljónir króna en
verða 403 milljónir árið 2000 sem
er um 59% hækkun framlaga.
Einnig er gert ráð fyrir framlög-
um bænda, sökum þess hversu
umfangsmikið átakið er, en óljóst
er hversu mikið það verður á um-
ræddu tímabili.
Binding aukin um
100 þús. tonn
Guðmundur Bjarnason landbún-
aðar- og umhverfisráðherra greindi
frá þessum áformum á fundi í gær
og sagði markmiðið að auka bind-
ingu koltvíoxíðs í gróðri um
100.000 tonn frá því sem var árið
1990, en talið er að bindingin nú
nemi um 50-60.000 tonnum.
Þetta markmið er í samræmi við
rammasáttmála Sameinuðu þjóð-
anna um loftlagsbreytingar sem
ríkisstjórnin samþykkti í október
1995. Ráðherra minnti á að auknar
stóriðjuframkvæmdir á næstu árum
hefðu áhrif á loftslag og því væri
einkar mikilvægt að efna til átaks
af þessu tagi.
Einnig er ætlunin að stöðva jarð-
vegsrof og gróðureyðingu á svæð-
um þar sem brýnustu aðgerða er
þörf og er miðað við upplýsingar
um jarðvegsrof sem safnað var
saman á seinustu tveimur árum.
Búist er við að á næsta ári verði
75 milljónum króna varið til þessa
átaks, til viðbótar tæplega 150
milljóna króna opinberu framlagi
til landgræðsluaðgerða. Þessi upp-
hæð á síðan að fara stighækkandi
og ná 150 milljónum árið 2000.
Nytjaskógar á Suðurlandi
Hluta af framlaginu á að veija
til ræktunar nytjaskóga á Suður-
landi og segir Jón Loftsson skóg-
ræktarstjóri að þar sé að fínna
stærstu samfelldu svæði sem henta
til nytjaskógræktar. Hann segir
áfonn um ræktun skyld átaki um
Héraðsskóga sem samþykkt var á
Alþingi árið 1991 og hafí það verk-
efni gefíð dýrmæta reynslu sem
nýtist við áframhaldandi ræktun.
Sérstaklega megi benda á að á
Suðurlandi gæti mikils áhuga
bænda og verði áhersla m.a. lögð
á landbótaskógrækt, en í því tilviki
er viðarvöxtur ekki meginmarkmið
heldur aðrar skógarnytjar.
Samgönguframkvæmdum frestað
Brugðist við
þensluhættu
STEFNT er að frestun ýmissa
framkvæmda við samgöngumann-
virki í landinu til að bregðast við
þensluhættu, sem við blasir ef af
álversbyggingu og virkjunarfram-
kvæmdum verður á næsta ári,
segir Halldór Blöndal samgöngu-
ráðherra. Frestunin snertir fyrir-
hugaðar framkvæmdir, sem ekki
hafa enn verið boðnar út.
Halldór segist hafa haft mikinn
áhuga fyrir að beita sér fyrir því
„að ráðast í það að endurbyggja
Reykjavíkurflugvöll á næsta ári,“
enda hafi „allur undirbúningur og
samstarf samgönguráðuneytisins
við borgarýfirvöld gengið út frá
því“. En vegna hinna miklu vænt-
anlegu stóriðjuframkvæmda sé
talið óhjákvæmilegt að slá því á
frest, „um eitt ár kannski,“ segir
ráðherrann.
Auk Reykjavíkurflugvallar eru
stærstu samgönguframkvæmdim-
ar, sem frestað verður, að sögn
Halldórs, stækkun Leifsstöðvar og
hafnarbætur í Grindavík. Vonazt
hafí verið til að hægt yrði að ráð-
ast í þessar framkvæmdir á næsta
ári, en þær muni nú allar frestast
a.m.k. fram á árið 1998 og séu
því ekki á lánsfjárlögum næsta
árs.
samningaviðræðna um endurskoð-
un vegaáætlunar, sem hefjast í
janúar. Telur ráðherra líklegast
að verklokum framkvæmda við
Ártúnsbrekku í Reykjavík og
breikkun Reykjanesbrautar verði
frestað, þar sem þær framkvæmd-
ir hafi ekki enn verið boðnar út.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeinsson
BJÖRN Sveinbjörnsson ráðuneytisstjóri í landbúnarráðuneyti, Jón Loftsson skógræktarstjóri, Guð-
mundur Bjarnason ráðherra, Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri og Magnús Jóhannesson, ráðu-
neytisstjóri í umhverfisráðuneyti, kynntu átakið í gær.
Greiðslu ferjuskulda flýtt
Einnig hefur verið ákveðið að
veija 240 millj. kr. af ráðstöfun-
arfé vegasjóðs í að flýta greiðslu
uppsafnaðra skulda vegna fjár-
festinga í feijunum Heijólfí og
Baldri og dregst þessi upphæð frá
framkvæmdafé sjóðsins.
Hvernig frekari sparnaði í vega-
framkvæmdum verður náð bíður
Gangandi
fyrir bíl
GANGANDI vegfarandi varð fyrir
bifreið á Miklubraut, rétt austan
við Lönguhlíð, skömmu fyrir hádegi
í gær. Hann hlaut fótbrot og áverka
á höfði og var fluttur á slysadeild
með sjúkrabifreið.
Umræður á Alþingi um síldarsamninginn
Gæti gefíð fordæmi
fyiir Smugima
NOKKRIR þingmenn stjórnar og
stjórnarandstöðu telja að samkomu-
lag íslands, Noregs, Rússlands,
Færeyja og Evrópusambandsins um
heildarstjóm á veiðum úr norsk-
íslenska síldarstofninum eigi að
geta verið fordæmi fyrir sams kon-
ar samningi um stjórn þorskveiða
í Smugunni I Barentshafí.
Miklar umræður spunnust á Al-
þingi um samkomulagið í gær við
fyrri umræðu um þingsályktunartil-
lögu um staðfestingu samningsins,
en ríkisstjómin afgreiddi tillöguna
í fyrradag.
íslendingar hefðu litla veiðireynslu
en Norðmenn gætu ekki neitað þvl
að veiðar íslendinga hefðu mikla
þýðingu fyrir þjóðarbúið.
Á sama máli var Geir H. Haarde,
Sjálfstæðisflokki, sem taldi samn-
inginn gott vopn í frekari samn-
ingaviðræðum. Sagði hann að Norð-
menn hefðu með samningnum gefíð
fordæmi um hvernig á að taka við
nýjum aðila með litla veiðireynslu
þegar gengið er til samninga um
kvótaúthlutanir.
Fordæmi gefið fyrir
Smugusamninga
Lág hlutdeild
fest í sessi
Jón Baldvin Hannibalsson, Al-
þýðuflokki, sagði helsta ávinning
nýja samkomulagsins vera að tekist
hefði að koma böndum á veiðar
Evrópusambandsins en miðað við
veiðigetu hefðu skip þess getað
veitt mun meira en sem nemur þeim
kvóta sem úthlutað hefur verið.
Jón Baldvin sagði að ef rök Norð-
manna, fyrir þvi að semja við ESB
um að ná ábyrgri heildarstjórn á
fískveiðum, væru yfírfærð á Bar-
entshafíð ættu þeir að vera fúsir
til samninga við íslendinga um
þorskveiðar. Aðstæður væru sam-
bærilegar. í Smugunni væri um að
ræða norsk-rússneskan fiskistofn,
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
gagnrýndu samninginn fyrir þá sök
að verið væri að festa í sessi óviðun-
andi hlutdeild íslendinga sem samið
hefði verið um í fyrra með sam-
komulagi sömu aðila, utan ESB.
Össur Skarphéðinsson, Alþýðu-
flokki, sagði að söguleg _ veiði-
reynsla hefði átt að tryggja íslend-
ingum þriðjung síldarkvótans.
Steingrímur J. Sigfússon, Al-
þýðubandalagi, sagði að yfírlýsing-
ar ríkisstjórnarinnar, um að fyrra
samkomulag um kvótahlutdeild
hefði ekki fordæmisgildi, hefðu ekki
reynst á rökum reistar. Nú væri
að koma í ljós að erfítt yrði að
hnika samningsniðurstöðu sem
fengist hefði með milliríkjasam-
komulagi. Taldi hann ákvæði í bók-
un samkomulagsins um endurmat
á kvóta, ef göngumynstur síldarinn-
ar breyttist, mjög veikt og væri það
ekki grunnur til að byggja á kröfur
um endurmat.
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra sagði gagnrýni þingmann-
anna byggða á misskilningi. Um-
rætt ákvæði um heimild til endur-
mats á kvótahlutdeild væri þvert á
móti mjög mikilvægt fyrir íslend-
inga. Staðreynd málsins væri sú að
aðstæður hefðu ekki breyst frá því
fyrra samkomulag var undirritað
og því engar forsendur til breytinga.
Halldór sagði óhugsandi að Is-
lendingar hefðu getað samið um
kvótahlutdeild með vísun til veiði-
reynslu og dreifingar síldar fyrir
nokkrum áratugum.
_ Gagnkvæmar veiðiheimildir
íslendinga og Rússa óhugsandi
Þingmenn stjómarandstöðunnar
gagnrýndu að í samkomulagi þjóð-
anna væri samið um veiðiheimildir
við Rússa í íslenskri lögsögu án
þess að á móti kæmu gagnkvæm
veiðiréttindi. Utanríkisráðherra
sagði skýringu þess tvíþætta. Ann-
ars vegar væri eingöngu smásíld í
rússneskri lögsögu og hins vegar
væri hefð fýrir veiðum Rússa í ís-
lenskri lögsögu.
Ráðuneyt-
isstjóra
boðin lægri
staða
FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, vill ekki að Bjöm
Friðfínnsson, sem verið hefur í leyfí
frá störfum ráðuneytisstjóra í ráðu-
neyti hans, taki við starfínu aftur.
Finnur hefur sent Bimi bréf, þar sem
honum er boðið starf skrifstofustjóra
í ráðuneytinu eða að gerast forstjóri
Löggildingarstofunnar. Ráðherra vill
að Halldór Kristjánsson skrifstofu-
stjóri, sem er settur ráðuneytisstjóri,
verði skipaður í embættið.
Björn Friðfinnsson fékk leyfí frá
störfum í ráðuneytinu 1993 og hefur
undanfarin ár verið einn af æðstu
yfirmönnum Eftirlitsstofnunar
EFTA í Brussel.
Björn segir í samtali við Morgun-
blaðið að sér hafí borizt bréfíð frá
ráðherra hinn 9. desember síðastlið-
inn. „Þetta kemur mér gersamlega
á óvart, því að ég hef einnig í hönd-
um bréf frá ráðherra, þar sem hann
veitir mér tímabundið leyfí frá störf-
um. Hann tók meira að segja fram
að hann myndi ekki veita mér lengra
leyfí en til ársloka 1996. Ég hef sagt
upp mjög góðri stöðu í Brussel til
að fullnægja því.“
Björn segist telja að sér beri laga-
legur réttur til að halda ráðuneytis-
stjórastöðunni. Hann segir það
rangt, sem fram hafí komið, að þeir
Finnur séu í viðræðum um framtíðar-
störf hans hjá iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneytinu.
Ekki náðist í iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra í gær.
J