Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofn- ana fyrir næsta ár samþykkt Tekjur rúmir 2 milljarðar kr. FJÁRHAGSÁÆTLUN Akureyrar- bæjar fyrir næsta ár hefur verið sam- þykkt í bæjarstjórn. Tekjur bæjar- sjóðs verða á næsta ári 2.004 milljón- ir og rekstrargjöldin nema sam- kvæmt áætluninni 1.567 milljónum. Langmest fer til fræðslumála, um 621 milljón króna, um 332 fara til félagsmála, tæpar 100 milljónir vegna yfírstjómar bæjarins, um 97 milljónir í menningarmál, 93 milljónir til íþrótta- og tómstundamála, um 95 milljónir til umhverfísmála, um 78 vegna gatna og holræsa, um 54 vegna hreinlætis- mála, 52 í skipulags og byggingamál og um 40 milljónir í atvinnumál svo helstu málafiokkar séu nefndir. Gjaldfærð flárfesting á næsta ári nemur 198,8 milljónum króna og eignfærð fjárfesting 268,5 milljónum króna. Meðal verkefna næsta árs má nefna að áætlað er að 111 milljónir króna fari til framkvæmda við grunn- skóla bæjarins og 28 við framhalds- skóla. Til framkvæmda við Amts- bókasafn fara 10 milljónir króna, tæpar 58 vegna framkvæmda við Sundlaug Akureyrar og í viðbyggingu við ráðhús bæjarins fara 55 milljónir. Jakob Bjömsson bæjarstjóri segir að það sem einkenni flárhagsáætiun- ina öðru fremur séu áhrif eignasöl- unnar í kjölfar sölu hlutabréfa bæjar- ins í Útgerðarfélagi Akureyringa. Skuldir Framkvæmdasjóðs, um 600 milljónir, verða greiddar upp og 100 milljónir lagðar í sjóðinn. Þá verða greiddar niður um 400 milljónir króna af skuldum bæjarsjóðs. Sjóðurinn mun áfram eiga um 20% af hlutabréf- um í ÚA sem að söluvirði nú eru um 963 milljónir. Ymis nýmæli Bæjarstjóri segir að ýmis nýmæli séu í fjárhagsáætluninni, m.a. verði leikskólum ekki lokað næsta sumar, námsmannaafsláttur á leikskólum verður tekinn upp að nýju, sambýli fyrir geðfatlaða verður opnað í Snægili á næsta ári og þá verða úrbætur gerðar í málefnum heilabil- aðra, m.a. með rúmum á Dvalarheim- ilinu Hlíð og þá er fyrirhugað að brejAa sambýli aldraðra í sambýli fyrir slíka sjúklinga. Jakob nefndi einnig að tekin hefur verið upp 20 milljóna króna fjárveit- ing til endurbóta í Samkomuhúsi og fjárveiting er einnig til framkvæmda við geymsluhúsnæði við Amtsbóka- safn. Loks nefndi hann að á næsta og þar næsta ári verði veitt fé í sér- stakt umhverfisátak í bænum. „Það má líka nefna að við erum að lækka staðgreiðslu í útsvari um 0,2%, hitaveita lækkar um áramót um 2% og rafveita um 3%,“ segir Jakob en tekjur bæjarsjóðs og stofn- ana lækka samtals um 50 milljónir í kjölfar lækkunarinnar. ------♦ ♦ ♦ Hátíðarkvöld í Hlöðunni Björg Þórhalls- dóttir syngur HÁTÍÐARKVÖLD verður í Hlöð- unni, Öngulsstöðum, annað kvöld, föstudagskvöldið 20. desember og verður húsið opnað kl. 21. Björg Þórhallsdóttir söngkona flytur nokkur lög við undirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur og séra Hannes Örn Blandon verður með hugvekju. Sérstakur gestur Bjargar verður Óskar Pétursson. Aðgangseyrir er 600 krónur. Enn stendur yfír í Hlöðunni sýning Þor- gerðar Sigurðardóttur á tréristum en hún nefnist Bænir og brauð. Akureyrarbær Samkeppni um heildarskipulag Naustahverfis á Akureyri - forval Skipulagsnefnd Akureyrar efnir til forvals vegna fyrirhugaörar sam- keppni um heildarskipulag svonefnds Naustahverfis, sem er framtíö- arbyggingarland bæjarins suöur frá núverandi byggð að Kjarna- skógi. Valdar verða 5 vinnustofur til þátttöku og verður greidd þókn- un fyrir hverja tilögu. Að auki verða veitt fyrstu verðlaun. Keppnis- tími verður frá s.hl. janúar og fram í apríl (3 mánuðir). Samkeppnin er haldin í samræmi við samkeppnisreglur Arkitektafélags Islands. Tilgangur útbjóðanda með samkepninni er að fá fram ferskar, raunhæfar tillögur að megindráttum hins nýja bæjarhluta og öðlast með því yfirsýn yfir þá möguleika, sem keppnissvæðið býður upp á. Sérstaklega er vonast til að niðurstaða samkeppninnar geti vísað til framtíðar á nýrri öld með tilliti til þróunar búsetu, lífs- og atvinnu- hátta, og jafnvægis byggðar og náttúru (sjálfbærrar þróunar). I frumáætlunum hefur verið gert ráð fyrir um 2.000 íbúðum í Nausta- hverfi og að það skiptist í tvö skólahverfi. Skipulagsnefnd hefur lýst vilja til þess að hafa samstarf við verðlaunahafa um gerð skipulags- ramma hverfisins. Val keppenda mun byggjast á mati á faglegri hæfni vinnustofanna og geta þeirra til að takast á við verkefnið. Leitast verður við að velja til þátttöku ólíkar vinnustofur, bæði hvað snertir aldur og reynslu, með það í huga að tryggja fjölbreytni í tillögunum. Vinnustofur, sem áhuga hafa á þátttöku í samkeppninni skulu gera grein fyrir hæfni sinni til að takast verkið á hendur með greinargerð á allt að tveim A4-síðum, sem senda skal í lokuðu umslagi merktu „Naustahverfi - forval, Akureyrarbær, bæjarlögmaður, Geislagötu 9, 600 Akureyri," fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 9. janúar 1997. I greinargerðinni skal skýra frá: 1) Nafni og heimilisfangi vinnustofu, 2) nafni og starfsheiti starfsmanna er stjórna myndu verkefninu, 3) starfsreynslu viðkomandi starfsmanna, 4) dæmum um verk vinnustofunnar/- starfsmanna, 5) árangri í samkeppnum, 6) öðru starfsfólki og ráðgjöfum, 7) öðrum atriðum, er máli kunna að skipta, s.s. sjónarmiðum eða áherslum í starfi vinnustofunnar. Sérstök forvalsnefnd, óháð dómnefnd, mun velja þátttakendur úr hópi umsækjenda. Skipulagsstjóri. FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 15 IFramlag þitt skiptir öllu máli * ANDARLIFRARTERRINE „FOIE GRAS“ MEÐ FÍKJUMARMELAÐl * RISTAÐUR HUMARÁ SÍTRÓNURISOTTO MEÐ PARMEGGIANÖ TUILLES * GRÆNERTUSEYÐl Mffi GEITAOSTSRAVIOLI * DÁDÝRÁ STEINSELJURÓTARMAUKl OG SÚKKULAÐIHINDBERJASÓSU * CRÉME BRULÉE * BANANA OG SÚKKULAÐI NAPOLÉONS MEÐ ANANAS-TRÖNUBERJA COMPOT OG DÖKKRI ROMM SABAYONNE 6.950 KR. ★ ★ ★ ANDARLIFRARTERRINE „FOIE GRAS“ MEÐ FÍKJUMARMELAÐl 1.195 KR KÁLFACARPACCIO MEÐ POMMERY PASTA OG TARRAGON JUICE 925 KR. BARRI LIE DE VIN MEÐ KRISTÖLLUÐUM TÓMÖTUM OG TÓMATSABAYON N E 91*5 KR RISTAÐUR HUMARÁ SÍTRÓNURISOTTÓ MEÐ PARMEGGIANO TUILLES 1.395 KR ' LAMBARIFJUR MEÐ SOUFFLE, GRILLUÐUM KARTÖFLUM OG PAPRl KUÓLÍFU SÓSU 2.200 KR DÁDÝRÁ STEINSELJURÓTARMAUKl OG SÚKKULAÐIHINDBERJASÓSU 3.995 kr > ' NAUTALUNDIRMEÐ SNIGLUM í CHÁTEAUNEUF DU PAPE OG ROQUEFORT RJÓMASÓSU 2.700 KR STOKKANDARBRINGA MEÐ RÚSÍNUM, VALHNETUM OG KONÍAKS'MADEIRA „EPJCE“ SÓSU 3.390 KR SMÁKJÚKLINGUR „POUSSIN” MEÐ KARDIMOMMUM, APPELSÍNUM OG KREMUÐU SAVOYKÁLl 2.450 KR EFTIRRÉTTIR SÚKKULAÐI DUMPLINGS MEÐ MALTÍS 650 KR BANANA OG SÚKKULAÐl NAPOLÉONS MEÐ ANANAS-TRÖNUBERjA COMPOT OG DÖKKRI ROMM SABAYONNE A 675 KR. NOUGAT RJÓMAIS Á PÁSSION APRI'KÓSUCOULIS 640 KR . I f % M GRÆNERTUSEYÐI MEÐ ÖEITAOSTSRAVIOLI 650 KR — R BORÐAPAN TANIR í SÍMA 552 5700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.