Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
+ Maren Jónsdótt-
ir frá Sólheim-
um á Eskifirði
fæddist í Ytri-Vog-
um í Vopnafirði
hinn 7. maí 1901.
Hún lést á elliheim-
ilinu Grund í
Reykjavík. Foreldr-
ar hennar voru
Helga Óladóttir, f.
22.4. 1879, d. 21.2.
1971, og Jón Jóns-
son f. 29.3. 1868, d.
6.7. 1954. Systkini
hennar voru fimm
og var hún þriðja
elst.
Eiginmaður hennar var Jón
Guðnason, f. 6.6. 1890, d. 6.6.
1939. Eignuðust þau níu börn
og eru þau: Hilmar Eyjólfur, f.
1920; Jón, f. 1922; Gunnar f.
1924, d. 1978; Sjöfn, f. 1925;
Inga Þórunn, f. 1928; Geir Mar-
inó, f. 1930, d. 1990; Vöggur,
f. 1932; Gestur, f. 1933, d. 1977;
Óli Kristinn, f. 1935, og eru
afkomendur hennar orðnir
rúmlega átta tugir.
Utför Marenar fer fram 19.
v desember í Hafnarfjarðarkirkju
og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Maren, eða amma á Eskifírði eins
og við systkinin á Langholtsvegin-
um vorum vön að kalla hana, ólst
þar upp í foreldrahúsum. Hún var
í vist hjá föðursystur sinni í Hafnar-
firði í þrjú ár og flutti síðan með
foreldrum sínum til Seyðisfjarðar
1915. Þar vann hún í kaupavinnu,
við fiskverkun og ýmis önnur al-
menn störf þar til hún réðst í kaupa-
vinnu að Arnórsstöðum
á Jþkuldal 1919.
Á Jökuldal kynntist
Maren manni sínum
Jóni Guðnasyni, söðla-
smið og hófu þau bú-
skap á Skriðustekk í
Breiðdal 1922. Þremur
árum síðar settust þau
að á Eskifirði þar sem
Maren bjó í rúma hálfa
öld.
Hún missti mann
sinn á miðjum aldri frá
níu ungum bömum en
hélt saman heimilinu í
harðri lífsbaráttu og
naut við það stuðnings sona sinna
Gunnars og Jóns, sem frá 15 og
17 ára aldri tóku þátt í að vinna
fyrir heimilinu. Á Eskifirði vann hún
einkum við fískverkun auk húsmóð-
urstarfa.
Maren gekk í Verkakvennafélag-
ið Framtíðina á Eskifirði árið 1941
og gegndi þar ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir féíagið um þriggja
áratuga skeið, var m.a. varaformað-
ur félagsins 1947-54. Eftir að hún
flutti frá Eskifirði dvaldi hún hjá
dóttur sinni og tengdasyni í Reykja-
vík þar til hún settist að á Grund
fyrir um það bil sex árum.
Við systkinin áttum því láni að
fagna að fá að dvelja hjá ömmu á
Eskifirði oft sumarlangt og eigum
frá þessum tíma ógleymanlegar
minningar frá leik uppi í fjalli eða
niðri við sjó í umhverfi þar sem við
borgarbömin nutum okkar vel. Það
var gott að vera i Sólheimum þar
sem hænsnakofinn stóð við hliðina á
álfasteininum í bakgarðinum. Á
þessum árum bjó amma með sonum
sínum Gesti og Vögg. Áttu þeir
gamlan Willys-jeppa, sem gekk und-
ir nafninu „Blái engillinn“ og bar
MINNINGAR
skráningamúmerið U-221. Fékk
jeppinn þetta nafn eftir að amma
hafði leyft okkur tveimur elstu
bræðmnum að mála hann með máln-
ingu sem fannst niðri í kjallara. Það
vom margar skemmtiferðirnar sem
vom farnar á Bláa englinum og var
varla til sá vegarslóði á Austurlandi
sem ekki hafði verið þræddur á bíln-
um.
Hafði amma yndi af því á ferðum
þessum að stoppa á sem flestum
bæjum til að heilsa upp á vini og
ættingja. Dró hún þá gjarnan upp
bijóstsykurspoka úr veski sínu og
bauð bömunum á bænum mola. I
endurminningunni var yfirleitt ákaf-
lega fallegt veður á ferðalögum
okkar, þótt hin illræmda Austfjarða-
þoka hafi stundum tafíð för þegar
amma vildi ganga á undan bílnum
til þess að vísa veginn. Ófáar eru
gönguferðirnar með ömmu hvort
sem farið var í beijamó, fjöruferð
eða fjallgöngu. Þótt amma væri þá
komin á sextugsaldur var hún frá
á fæti og gaf ekki eftir yngra fólki.
Árið 1977 urðu mikil umskipti í
lífi ömmu þegar Gestur sonur henn-
ar fórst í hörmulegu vinnuslysi, en
þau höfðu þá í nokkur ár búið tvö
saman, þar sem Vöggur var kominn
með fjölskyldu. Var sonarmissirinn
sár og þar sem heilsan var á undan-
haldi tók hún boði foreldra okkar
og flutti búferlum til Reykjavíkur
og bjó hjá þeim í þrettán ár þar til
hún settist að á Elliheimilinu Grund.
Þótt árin hér fýrir sunnan yrðu
þetta mörg dvaldi hugurinn löngum
fyrir austan. Hún fylgdist óþreyt-
andi með mönnum og málefnum og
þyrsti stöðugt í fréttir. Var oft
margt um manninn, mikið spjallað
og glatt á hjalla í herberginu henn-
ar á Grund, þegar ættingjar og vin-
ir sóttu hana heim, enda var at-
hygli hennar og minni óbrigðult allt
til síðustu stundar. Var stjórnmála-
umræðan þá gjarnan efst á baugi.
Heilsu ömmu hrakaði mjög á þessu
ári, en frábær umönnun starfsfólks
Grundar létti henni ævikvöldið og
MAREN
JÓNSDÓTTIR
ISLEIFUR A.
PÁLSSON
+ ísleifur A. Páls-
son fæddist í
Vestmannaeyjum
27. febrúar 1922.
Hann andaðist á
gjörgæsludeild
Landspítalans að
morgni laugardags-
ins 14. desember síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Matthildur ísleifs-
dóttir, f. 7. maí 1900,
d. 29. ágúst 1945, og
Páll Oddgeirsson,
kaupmaður og út-
gerðarmaður í Vest-
mannaeyjum, f. 5.
júní 1888, d. 24. júní 1971. Systk-
ini hans eru Richard, f. 27. sept-
ember 1920, d. 4. mars 1994;
Oddgeir, f. 22. desember 1923,
fasteignasali, búsettur í Banda-
ríkjunum; Anna Regína, hús-
freyja og starfsmaður sundlaug-
arinnar í Breiðholti, búsett í
Kópavogi, f. 16. maí 1928, ekkja
Hermanns Þorbjarnarsonar loft-
skeytamanns; Bergljót, hús-
freyja og skrifstofumaður á
Akureyri, f. 19. janúar 1933, gift
Tryggva Georgssyni múrara-
meistara. Hálfbróðir þeirra er
Rúdólf Pálsson viðskiptafræð-
ingur í Reylg'avík, f. 1931.
jiiiumirj
' J..... H
N
Árið 1946 kvænt-
ist ísleifur Ágústu
Jóhannsdóttur, f.
10. desember 1922,
dóttur hjónanna
Magneu D. Þórðar-
dóttur og Jóhanns
Þ. Jósefssonar alþm.
og ráðherra. Þau
slitu samvistir. Syn-
ir þeirra eru: Jó-
hann, framkvæmda-
sljóri, f. 12. mars
1947; Ólafur, fram-
kvæmdasljóri al-
þjóðasviðs Seðla-
banka Islands, f. 10.
febrúar 1955,
kvæntur Dögg Pálsdóttur hrl.,
f. 2. ágúst 1956, sonur þeirra er
Páll Agúst f. 26. febrúar 1983;
Örn, flugmaður, f. 7. ágúst 1956,
kvæntur Guðrúnu Þ. Magnús-
dóttur skólaritara, f. 14. janúar
1956, synir þeirra eru Ólafur
Örn, f. 13. júlí 1976, og Magnús
Gísji, f. 10. desember 1980.
Útför ísleifs fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Eríidrykkjur
R L A
u Sími S62 0200 .
amnmrf
N
M
M
M
N
Þú Guð míns lífs, ég loka augum mínum,
í líknarmildum föðurörmum þínum,
og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta,
ég halla mér að þínu fóðurhjarta.
(M. Joch.)
Mig langar til að minnast nokkrum
orðum föður míns, ísleifs A. Pálsson-
ar, sem látinn er á 75. aldursári.
ísleifur ólst upp í Miðgarði í Vest-
mannaeyjum við mikið ástríki for-
eldra sinna, Matthildar ísleifsdóttur
og Páls Oddgeirssonar, og naut jafn-
framt atlætis ömmu sinnar, Sigur-
laugar Guðmundsdóttur, sem var
fjölgáfuð merkiskona.
Páll Oddgeirsson stundaði ýmsan
atvinnurekstur í Vestmannaeyjum,
gerði m.a. út bátana Heriólf og
Heimaklett og rak verslun í stórhýsi
sem hann reisti við Bárugötu. Hann
var í mörgu langt á undan sinni samt-
íð, hóf ræktun í Heimaey þar sem
heita Oddgeirshólar og síðar á
Breiðabakka. Við þetta starf naut
hann atorku og krafta sona sinna.
Páll Oddgeirsson beitti sér fyrir því
að reist var hið fagra líkneski eftir
listamanninn Guðmund Einarsson
frá Miðdal framan við Landakirkju
í Vestmannaeyjum til minningar um
Eyjamenn sem látist hafa af slysför-
um. Páls Oddgeirssonar verður
minnst sem athafnamanns og hug-
sjónamanns sem auk annarra starfa
réðst í jarðrækt og landgræðslu í
Vestmannaeyjum.
Matthildur ísleifsdóttir var glæsi-
leg kona og mikilhæf. Hún var stór-
myndarleg húsfreyja og bjó fjöl-
skyldu sinni fagurt heimili. Áuk
starfa á hinu stóra heimili tók hún
virkan þátt í daglegri önn og umsvif-
um manns síns. Hún lést langt um
aldur fram árið 1945, aðeins hálf-
fimmtug að aldri. Var fráfall Matt-
hildar þungbær missir fyrir eigin-
mann hennar og börn. Nokkru síðar
fluttist Páll úr heimabyggð sinni til
Reykjavíkur.
Sterkir ættstofnar stóðu að ísleifí
A. Pálssyni. Páll var sonur síra Odd-
geirs Þórðarsonar Guðmundsens,
prests á Ofanleiti 1889-1924, hins
síðasta gömlu Eyjaprestanna eins og
Sigfús M. Johnsen bæjarfógeti kemst
að orði í Sögu Vestmannaeyja. Síra
Oddgeir var prestur Vestmannaey-
inga við mikinn orðstír í 35 ár. Hann
var sonur Þórðar sýslumanns, alþing-
ismanns og kammerráðs Guðmunds-
sonar, valinkunns sæmdarmanns
eins og prófessor Guðni Jónsson
greinir í Sögu Hraunshverfis á Eyr-
arbakka. Kona síra Oddgeirs var
Anna dóttir síra Guðmundar í Arnar-
bæli í Ölfusi Einarssonar Johnsens,
sem var bræðrungur við Jón Sigurðs-
son og bróðir Ingibjargar, eiginkonu
Jóns forseta. Móðir Önnu var Guðrún
Pétursdóttir Hjaltested. Kona Þórðar
kammerráðs var Jóhanna Andrea
Knudsen, en móðir Þórðar var Sigríð-
ur Helgadóttir prests á Eyri í Skut-
ulsfírði Einarssonar, systir síra Árna
stiftprófasts í Görðum á Álftanesi
Helgasonar.
viljum við færa því góða fólki bestu
þakkir fyrir óeigingjarnt starf.
Að leiðarlokum viljum við þakka
fyrir að hafa átt Maren ömmu að
félaga og vini. Minninguna um
sterka og fróða konu sem ávallt
varðveitti barnið í hjarta sínu mun-
um við geyma með okkur um
ókomna tíð.
Systkinin af
Langholtsveginum.
Meðal björtustu minninga minna
frá bernsku- og æskuárunum fyrir
austan eru heimsóknirnar til Mar-
enar frænku, ömmusystur minnar,
í Sólheimum á Eskifírði. Mér finnst
sem þar hafí alltaf ríkt glaðværð
og sól skinið í heiði. Þangað vorum
við velkomin svo ekki sé meira sagt
og þar nutum við góðgerða húsmóð-
urinnar og sona hennar, þeirra
Vöggs og Gests sem þá voru einir
eftir heima úr hópi níu systkina.
Og ekki má heldur gleyma heim-
sóknum þeirra til okkar á Norð-
firði. Þangað lá leiðin oft í sunnu-
dagsferðunum, einkum þeirra Mar-
enar og Gests.
Ég var víst ekki ein um það að
hafa dálæti á frænku minni. Þar
kom margt til. Hún var glaðsinna
og ræðin og hafði gaman af sam-
skiptum við fólk. Mestu þótti mér
þó skipta að mér fannst hún á marg-
an hátt vera fijálslegri en annað
fullorðið fólk í umgengni við börn
og unglinga, lausari við hleypidóma
og sýna brekum bernsku- og ungl-
ingsáranna meiri skilning en aðrir.
Það er þó ekki svo að hún hafi ver-
ið skoðanalaus, þvert á móti. Mót-
læti og erfíðleikar höfðu á margan
hátt skerpt skilning hennar á mann-
Iífinu. Á þjóðmálum hafði hún sjálf-
stæðar og fastmótaðar skoðanir -
hún var jafnaðarmaður í bestu
merkingu þess orðs, trúði á sam-
vinnu og samhjálp og réttinn til að
fá að lifa með reisn. Hún var sterk
og brotnaði aldrei í því mikla mót-
Matthildur, móðir ísleifs, var dótt-
ir ísleifs bónda á Kirkjubæ í Vest-
mannaeyjum Guðnasonar og konu
hans Sigurlaugar Guðmundsdóttur.
Móðir Sigurlaugar var Guðný Páls-
dóttir prófasts og þjóðfundarmanns
í Hörgsdal á Síðu Pálssonar. Nafn
Isleifs kom úr móðurætt hans og
má rekja nafnið eftir tiltækum heim-
ildum þrjár aldir aftur í tímann.
Eftir hefðbundna skóiagöngu í
Vestmannaeyjum hélt ísleifur til
Reykjavíkur til náms við Verslunar-
skóla Islands þaðan sem hann lauk
prófi 1942. Hann vildi auka við þekk-
ingu sína og hélt til framhaldsnáms
vestur um haf og stundaði nám í
verslunarfræðum við Rider College í
Trenton í New Jersey-fylki í Banda-
ríkjunum.
Eftir að heim var komið starfaði
ísleifur m.a. hjá versjunarfyrirtæki
Gísla Jónssonar alþm. ísleifur gerðist
skrifstofustjóri Samlags skreið-
arframleiðenda á fyrstu starfsárum
þess á sjötta áratugnum og fram á
hinn sjöunda á þeim tíma þegar Sam-
lagið var til húsa í Austurstræti 14
og síðar í Morgunblaðshöllinni Aðal-
stræti 6. Ætla ég að hann hafi átt
þýðingarmikinn hlut í að byggja upp
Skreiðarsamlagið sem sölusamtök á
sviði skreiðarútflutnings, skapa við-
skiptasambönd og vinna Skreiðar-
samlaginu traust. Síðar varð hann
fulltrúi í sendiráði Bandaríkjanna
auk ýmissa annarra verslunar- og
skrifstofustarfa. Ennfremur stundaði
hann ýmis almenn störf til sjós og
lands, var um tíma á togurum og
sigldi m.a. á Hamrafellinu, hinu stór-
fenglega olíuskipi og stærsta skipi
íslenska flotans á sínum tíma. Um
skeið starfaði hann við eigin atvinnu-
rekstur á sviði skreiðarútflutnings
og heildsölu.
Árið 1946 kvæntist ísleifur
Ágústu Jóhannsdóttur, f. 10. des-
ember 1922, dóttur hjónanna
Magneu D. Þórðardóttur og Jóhanns
Þ. Jósefssonar alþm. og ráðherra.
Er mér er sagt að Isleifur og Ágústa
hafi þótt sérlega glæsileg ung hjón.
Þau eignuðust þijá syni, Jóhann,
Ólaf og Öm. Heimiíi þeirra stóð fyrst
á Hagamel 23 í Reykjavík, síðar á
Kvisthaga 4, en það hús reistu þau
ásamt öðrum. Við húsbygginguna á
læti sem hún varð fyrir, hvorki við
fráfall Jóns, eigimanns síns, á besta
aldri frá stórum barnahópi né síðar
við dauða þriggja sona sinna.
Kannski varð höggið þó sárast þeg-
ar Gestur lést af slysförum aðeins
rúmlega fertugur að aldri. Milli
þeirra var sterkt samband enda
höfðu þau alltaf verið samvistum.
Frænka mín varð aldrei rík af
veraldlegum auði. Af skólagöngu
er og fátt að segja. En hún var rík
að ýmsu öðru, góðri greind, sam-
skiptum sínum við fólk, bæði sína
eigin fjölskyldu sem og samferða-
menn. Og hjartarýmið var stórt
þótt oft væri þröngt í búi. Sjálf sagði
hún mér að hefði hún vitað hver
hann var litli drengurinn sem var
einn á leið til vandalausra og grét
svo sárt um borð í skipinu á Eski-
fírði þá hefði hún tekið hann til sín.
Síðustu samfundir okkar Marenar
voru í ágúst. Vissulega var af henni
dregið og sjónin horfin. En hún
hélt sínu andlega atgjörvi; var ung
í anda og glöð í sinni, röddin var
óbrostin og hún spurði og ræddi um
menn og málefni. Sem fyrr var hug-
urinn þó mest fyrir austan. Þar
fæddist hún og bjó mestan hluta
ævinnar. Síðustu 19 árin var hún
hér syðra. Svo var einnig á ungl-
ingsárum þegar hún var um þriggja
ára skeið hjá nöfnu sinni og föður-
systur í Hafnarfirði. Þar var hún
fermd og þar verður hún kvödd.
Hún er kvödd með virðingu og þökk
af þeim sem henni unnu. Þar í hópi
er ég sem og fólkið mitt fyrir austan.
Maren Jónsdóttir náði háum aldri.
Þrátt fyrir sjóndepru og síðar blindu
var hún alla tíð heilsuhraust til lík-
ama og sálar. Mér finnst að þeir
sem henni unnu geti kvatt hana í
vissu þess að hún hafi unnað lífínu
og fundist það þess virði að vert
væri að halda áfram þrátt fyrir
mótlæti. Að minnsta kosti tókst
henni með lífi sínu að setja svip á
umhverfið og gleðja aðra.
Margrét Jónsdóttir.
Kvisthaganum naut sín vel elja og
atorka Isleifs Pálssonar. Eins var
hann í essinu sínu hvenær sem taka
þurfti til hendi í sumarhúsi fjölskyld-
unnar á Þingvöllum þaðan sem ég á
kærar minningar um hann. Ágústa
ogjsleifur slitu samvistir 1962.
Isleifur A. Pálsson var góðum
gáfum gæddur og var vel heima á
mörgum sviðum. Hann var góður
málamaður, reikningsglöggur með
ágætum, vel ritfær og skrifaði fal-
lega og svipsterka hönd. Hann fylgd-
ist glöggt með þjóðmálum innanlands
og utan og þegar kom að stjórnmál-
um aðhylltist hann hugsjónir sjálf-
stæðismanna. Hann hafði gaman af
að grípa í tafl, hafði yndi af tónlist,
og stundaði laxveiði á sínum yngri
árum. Hann átti um tíma bát, Her-
jólf, og fór oft á honum á skak á
Faxaflóa. Hann flíkaði ekki tilfinn-
ingum sínum og ætla ég að hann
hafí verið alldulur í skapi. ísleifur
A. Pálsson var glæsilegur að vallar-
sýn og bar sig jafnan tiginmannlega
eins og hann átti ætt til. Hann var
vel látinn af öllum sem þekktu hann.
Þegar ég lít yfir lífshlaup ísleifs
A. Pálssonar sé ég fyrir mér gjörvu-
legan ungan mann sem kom af vönd-
uðu fólki, hlaut góða menntun, átti
vísan starfsframa, eignaðist góða og
glæsilega eiginkonu, börn og heim-
ili. En það rætast ekki allar vonir
og leið Isleifs A. Pálssonar um lífið
varð önnur en efni stóðu til. Sterk
öfl tóku völdin í lífi hans og slepptu
aldrei takinu. Hygg ég að öllum sem
þekktu til ísleifs A. Pálssonar hafi
verið ljóst að af þessum sökum fengu
hæfileikar hans og mannkostir aldrei
notið sín til fulls.
Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga,
en sér í lagi þau sem tárin lauga,
og sýndu miskunn öllu því sem andar,
en einkum því, sem böl og voði grandar.
(M. Joch.)
Við fráfall ísleifs A. Pálssonar
sendi ég ástvinum hans öllum sam-
úðarkveðjur, ekki síst Oddgeiri Páls-
syni í Bandaríkjunum sem jafnan lét
sér annt um bróður sinn. Að leiðar-
lokum kveð ég föður minn og bið
honum blessunar Guðs.
Ólafur ísleifsson.