Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ L LANDIÐ Tölvuvædd tæknistörf SÝN ungmenna á Grundarfirði á framtíðina má ef til vill lesa úr þessu sýnishorni úr inngangi verk- efnis nemendahóps í 8.-10. bekk. Hópinn skipuðu þær Þórhildur Ólafsdóttir og Guðrún Jóna Jós- epsdóttir 10. bekk og Katrín Ól- afsdóttir 9. bekk. ... „ Vöxtur byggðarlagsins er ekki sjálfsagður og komumst við að þeirri niðurstöðu að til þess að viðhalda honum þurfum við fyrst og fremst atvinnu, en einnigþarf frumkvæði (bæði í hugsun og starfi), betri samgöngur og ferða- mannaþjónustu. Með þvíað aug- Iýsa bæinn og vera gestrisin gæt- um við opnað augu fólks fyrir dýrðinni hér. Við höfum velt fyrir okkur framtíðinni oggiskum á aðlíf og starf hér í Grundarfirði árið 2010 verði nær allt tölvuvætt, fleiri tæknistörf, stækkun og blómstrun allra fyrirtækja á tæknisviðinu. Með aukinni atvinnu blómstrar náttúrulega félagslífið ogfjölgar þá fólki hér."... Nemendur í Grundarfirði könnuðu mótun umhverfisins af mannavöldum Æskan leitaði fanga hjá eldri íbúum bæjarins Grundarfirði - Þemadagar voru haldnir í Grunnskóla Eyrarsveitar Grundarfirði dagana 26.-28. nóv- ember sl. Þessa daga var að mestu brugðið út af hefðbundinni kennslu samkvæmt stundatöflu. Þess í stað var unnið út frá efninu „Spor í umhverfið". í því sambandi könn- uðu nemendur hvernig þeirra nán- asta umhverfi hefur mótast af mannavöldum. Líklega búa fáir þéttbýlisstaðir við þá sérstöðu að hafa fyrir 56 árum ekki verið til en vera nú um 900 íbúa þorp. Þar sem þorpið er þetta ungt er tiltölulega auðvelt enn að afla upplýsinga hjá eldri íbúum sem hafa jafnvel verið bú- settir hér frá upphafi. Þá er þó nokkuð til af myndefni í einkaeigu frá þessu tímabili. Einn íbúanna hefur verið afkastamestur við myndatökur gegnum árin en það er Bæring Cecilsson sem eignaðist sína fyrstu myndavél um það leyti sem byggð fór að myndast í Grund- arfirði. Frá þeim tíma hefur hann að segja má verið með myndavél um hálsinn eða a.m.k. í seilingar- fjarlægð og þannig náð að mynda þróun þorpsins og heilmarga við- burði fram til þessa dags. Verkefnum var skipt niður eftir aldursstigum. Þannig tóku nem- endur í 1.-2. bekk fyrir rusl í umhverfinu en bjuggu einnig til líkan af þorpi sem tók mið af því sem þau búa í þ.e. Grundarfirði. I 3. bekk fengust nemendur við landnám í Eyrarsveit, hvetjir hafi numið hér land og hvar þeir hefðu búið. Á miðstiginu jnemendur í 5.-7. bekk) var unnið með 7 efnis- flokka þar sem gerður var saman- burður á stöðu mála í viðkomandi flokki árið 1900, 1950, 1996 og síðan spáð í hvernig staðan yrði árið 2050. Elstu nemendumir (8.-10. bekkur) drógu sig í þriggja manna hópa og völdu sér síðan verkefni úr þróun byggðar í Grundarfirði. Meðal verkefna þar má nefna: Skólamál, verslun, bankar, frum- kvöðlar í atvinnulífi, póst- og síma- mál o.fl. Nemendur leituðu fanga í rituðu máli og tóku viðtöl við íbúa staðarins. Jafnframt því lögðu þau áherslu á söfnun ljósmynda sem sýna þróun 'Grundarfjarðar. Lánsmyndirnar voru síðan tæk- niunnar hjá útgáfufyrirtækinu Þey í Grundarfirði og hengdar upp á veggi skólans með viðeigandi skýr- ingartextum. Jafnframt skilaði hver hópur af sér tölvuunnu handriti um verkefni sitt þar sem einnig mátti finna hugleiðingu hópsins um hvernig hann sæi Grundarfjörð fyrir sér árið 2010 eða um það leyti sem meðlimir hópsins stofna heimili. Ætlunin er að gefa þessa vinnu nemenda út í sérstöku skólablaði eftir áramótin. Afraksturinn var til sýnis laugardaginn 30. nóv. sl. á föndur- degi Foreldra- og kennarafélagsins en þá komu fjölmargir foreldrar með börnum sínum í skólann og áttu með þeim sameiginlega föndurstund. Fréttabúi með efni um V-Skaft- fellinga ÚT ER komið jólablað Fréttabúa, Héraðsblað Vest- ur-Skaftfellinga. Af efni má nefna: Fimmtíu ár frá bygg- ingu Héraðskólans á Skógum. Rakin er saga undanfara stofnunar skólans. Sögð saga býlisins Ytri-Skóga í máli og myndum og sagt frá ábúend- um sem gáfu þessa vildaijörð undir skólasetrið. Greint er ítarlega frá byggingafram- kvæmdum í kaflanum Yfir- smiðurinn hefur orðið í gerð Jóns R. Hjálmarssonar. Enn- fremur er rakin í stórum drátt- um saga unglingafræðslu á Suðurlandi á fyrri helmingi aldarinnar. Þá má nefna tíunda fram- haldsþáttinn Aldarafmæli tæknivæðingar í íslenskum landbúnaði þar sem Friðjón Árnason á Melgerði í Borgar- firði rekur sögu International dráttarvélanna á íslandi, það er síðari hluti. Sigurður Lárus- son frá Gilsá í Breiðadal held- ur áfram að rekja Úr sjóði minninga sinna. Nefna má þáttinn Skaftellskt atvinnulif. Að þessu sinni er það heirn- sókn að Eystra-Hrauni í Land- broti. Þá er fast efni Fundar- gerðir hreppsnefnda Mýrdals- og Skaftárhrepps og fjölmargt annað efni er í blaðinu. Blaðinu fylgir sextán síðna rit, Skaftfellingaþættir 1995. Er það árlegt fylgirit blaðsins en þar er minnst látinna Skaftfellinga heima og heim- an. Fréttabúi er gefinn út og ritstýrt af Eyþóri Ólafssyni og Sæunni Sigurlaugsdóttur, Skeiðflöt í Mýrdal. JÓLASVEINAR komu og heilsuðu upp á börnin og gáfu þeim góðgæti úr pokum sínum sem var vel þegið. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson KRAKKARNIR á Rauðagerði í Eyjum skemmtu sér vel með jólasveinunum á litlu jólunum. Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígræn eðaltré, í hcesta gceðaflokki og prýða pau nú mörg hundruð íslensk heimili. / 0 ára ábyrgð **■ Eldtraust 7 0 stcerðir, 90-370 cm ;•*- Þarf ekki að vökva Stáifótur fylgir **• íslenskar leiðbeiningar n. Ekkert barr að ryksuga f* Traustur söluaðili Truflar ekki stofublómin Skynsamleg fjárfesting Jólin undirbúin Vestmannaeyjum - Litlujólin voru haldin á dagheimilinu Rauðagerði í Eyjum fyrir skömmu. Jólasveinarnir Stúfur og Hurðaskellir heimsóttu dag- heimilið og stjórnuðu fjörinu á litlu jólunum. Margt var til gamans gert en hápunkturinn var þegar dansað var kringum jólatréð. Þá var kveikt á jólatrénu við Bárugötu við hátíðlega athöfn á laugar- daginn. Fjöldi fólks var saman- kominn í miðbænum er athöfnin fór fram og var sérstök eftir- vænting í svip barnanna enda von á jólasveinum til að heilsa upp á þau.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.